Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.12.2015, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.12.2015, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.12. 2015 Fjölskyldan Gerðarsafn býður upp á ókeypis námskeið fyrir 8-12 ára krakkalaugardaginn 12. desember milli kl. 13-15. Edda Mac myndlistar- maður leiðir námskeið og gerðar verða myndabækur í anda Bar- böru Árnason. Skráning á gerdarsafn@kopavogur.is. Námskeið í teikningu og bókagerð Fyrir jólin keppast allir við aðfinna gjafir handa ástvinumsínum. Það getur verið erfitt og því er kjörið að fá nokkur góð ráð frá sálfræðingum og öðrum sér- fræðingum sem hafa rannsakað þetta málefni. Á vefnum wsj.com eru tekin saman nokkur góð ráð til að kaupa betri gjafir og er hluti þeirra talinn upp hér. Það vilja nefnilega allir að gjöf veiti gleði en kalli ekki aðeins fram kurteisisbros. 1. Gefðu hluta af þér „Ég myndi ekki gefa einhverjum eitthvað sem engar líkur væru á að hann notaði. En kannski virkar gjöf- in sem minning um vininn og fólk metur hana af þeirri ástæðu,“ segir Marilyn Cohen listfræðingur, sem gefur persónulegar jólagjafir í sín- um anda. Sálfræðingar spurðu þátttakendur í nokkrum rannsóknum hversu nán- ir þeim þættu þeir vera fyrir og eft- ir að hafa skipst á gjöfum. Ein slík slík rannsókn tók til 122 háskóla- nema. Sumum var sagt að gefa lag á iTunes, sem endurspeglaði þá sjálfa, á meðan aðrir gáfu lag sem þeir töldu endurspegla það sem þeir vissu um viðtakandann. „Það kom á óvart að bæði gef- endum og þiggjendum fannst þeir nánari eftir að hafa fengið gjöf þar sem hún endurspeglaði gefandann,“ skrifuðu höfundar rannsóknarinnar í grein sem birt var í september í Journal of Experimental Social- psychology. 2. Stundum er minna meira Stundum gefur fólk til gamans eitt- hvað lítið með aðalgjöfinni eins og penna eða inneign fyrir kaffibolla á kaffihúsi. En þegar allt kemur til alls dregur litli hluturinn úr þeim stóra. Í sjö rannsóknum komust rann- sakendur að því að þiggjandinn býr til „meðaltal af gjöfunum þegar hann metur þær“, segir Kimberlee Weaver, aðstoðarprófessor í mark- aðsfræðum hjá Virginia Tech. Í einni rannsókninni frá 2012 sögðust þátttakendur vera tilbúnir til að borga um 31.000 krónur fyrir iPod Touch en vildu aðeins borga um 23.000 krónur fyrir sama grip þegar eitt lag fylgdi ókeypis með til að hlaða niður. Þannig að ef þú ætlar til dæmis að gefa flottan pott og hendir sleif með í pakkann þá virkar meira-er- betra-stefnan ekki. 3. Ekki allir kunna að meta gjöf til góðgerðarmála Gefendur ofmeta hversu vel þiggj- endur kunna að meta gjöf til góð- gerðarmála í þeirra nafni. Í grein frá því í ágúst í ritinu Organization- al Behavior and Human Decision Processes voru birtar niðurstöður rannsóknar sem tók til 245 manns. Gefendur áttu að velja úr sex mögu- legum gjöfum handa einhverjum sem þeir þekktu. Þrjár af þessum gjöfum voru ferðamál, penni og usb- drif. Hinar þrjár voru gjafir til góð- gerðarmála. Gefendur völdu góð- gerðarmál í 40% tilfella. Flestir þiggjendur hefðu hins vegar frekar kosið ferðamál eða ámóta gjöf, segir Lisa Cavanaugh, aðstoðarprófessor í markaðsfræðum hjá USC Marshall School of Business og einn höfund- anna. „Viðtakendum finnst það segja meira um þig en þína skuldbindingu gagnvart þeim. Einn maki sagði til dæmis: Þetta sýndi mér að honum er ekki sama um heiminn en honum er sama um mig,“ segir hún. Makar og kunningjar voru þeir sem voru ólíklegastir til að kunna að meta góðgerðargjöfina. Nánir vinir voru henni ekki mótfallnir og foreldrum líkaði vel að fá svona gjafir frá börnum sínum. 4. Umfram allt: gefðu gjöf Ungum börnum (um eins til þriggja ára) finnst skemmtilegra að gefa en að fá gjafir, samkvæmt rannsókn á svipbrigðum 20 barna sem gerð var við háskólann í British Columbia ár- ið 2012. Aknin og félagar, sem gerðu rannsóknina, skrifuðu líka í Journal of Experimental Psychology í ágúst að sama ætti við um börn í einangr- uðu þorpi á eyju í Suður-Kyrrahafi sem væru hvorki með rafmagn né rennandi vatn. „Fólk er ánægt með að eyða peningum í aðra en sjálft sig,“ segir Aknin. Þessi rannsókn kom í kjölfar ann- arrar sem Aknin ásamt fleirum gerðu og birt var í Science árið 2008. Sextán manns voru beðnir að meta eigin hamingju eftir að hafa fengið bónusgreiðslu í vinnunni og greina frá því hversu stórum hluta bónussins þeir eyddu í sjálfan sig og hversu stór hluti færi í gjafir og góðgerðarmál. Í ljós kom að gjafa- þátturinn var líklegri til að segja til um hamingju manneskjunnar en upphæð bónussins. HVERNIG Á AÐ GEFA GJAFIR SEM FÓLKI LÍKAR? Minna er stundum meira JÓLAGJAFAINNKAUPIN GETA VERIÐ SNÚIN. HÉRNA ER LEIÐARVÍSIR TIL AÐ KAUPA BETRI GJAFIR FYRIR JÓLIN BYGGÐUR Á VÍSINDARANNSÓKNUM. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Jólin eru ekki síst tími barnanna. Spurning um hvort þessi gjöf endur- spegli gefandann eða þiggjandann? Getty Images/Fuse
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.