Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.12.2015, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.12.2015, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.12. 2015 Þ að þarf að klípa sig til að muna að loftslagsráðstefnu í París hafi ekki lokið í byrjun vikunnar. Fréttir frá henni eru löngu horfnar sem áber- andi efni í fjölmiðlunum. Prófdómararnir mæta Vangavelturnar snúast nú einkum um það, hvar þessi fjölmenna ráðstefna um loftslagsmál muni færast á skala. Hjörleifur Guttormsson, náttúrufræðingur og fyrr- verandi ráðherra, fjallaði af yfirvegun um málið í fréttaviðtali í Ríkisútvarpinu. En Hjörleifur var fyrstur Íslendinga til að vekja máls á meginvand- anum sem horft er til þegar áhyggjur af hlýnun jarð- ar og hugsanlegum afleiðingum þess eru ræddar. Hjörleifur benti (efnislega) á í viðtalinu að þótt (þá) nokkrir dagar væru til loka ráðstefnunnar í París væri ráðlegt að búa sig undir að veruleg útvötnun kynni að verða á metnaðarfullum hugmyndum sem margir höfðu haft um útkomuna. Hjörleifur benti á eðli loftslagsráðstefna og á það, að þótt sumar þeirra væru teknar út úr með þeim hætti sem gert var t.d. í Kaupmannahöfn og París þá væri raunverulega um samfellda árvissa fundaröð um efnið að ræða og því skynsamlegt að skoða málið í því samhengi. Það virðist flestra manna mál að loftslagsráð- stefnan í Kaupmannahöfn hafi verið misheppnuð, og sama megi segja um þær fleiri. Það sem helst var tal- ið ráða því, hversu vond eftirmæli ráðstefnan í Kaup- mannahöfn hefur hlotið, var að þar settu menn sér raunverulega þau markmið að teknar yrðu bindandi ákvarðanir. Þegar það koðnaði allt niður í ekki neitt urðu vonbrigðin yfirþyrmandi. Þótt ráðstefnan í París standi enn þegar þetta er skrifað horfir ekki vel um lokaeinkunn hennar. En segja má að í þeim efnum hafi Parísarráð- stefnan aldrei átt von í neinum verðlaunum. Til að forðast að steyta á skeri eins og gerðist í Kaup- mannahöfn var bindandi niðurstaða aldrei sett fram sem raunverulegt markmið, þótt margir kysu að tala fyrir því, eins og gestgjafinn, Hollande forseti Frakk- lands. Evrópusambandið lætur raunar eins og það komi til ráðstefnunnar með tilboð um bindandi hluti fyrir sig og muni fara þaðan með þá bindingu í far- teskinu, hvað sem aðrir gera. En það er smáaletur sem fylgir loforði um að ESB muni draga úr losun um 40% fyrir 2030. Það mun að- eins ganga eftir nái SÞ að tryggja í framhaldi ráð- stefnunnar bindandi samþykki frá stærstu losunar- ríkjunum. Ekki er minnsta glæta á að slíkt samþykki fáist. En það er kaldhæðnislegast, að einmitt þeir, sem vilja hefja sig í hæðir sem mestu vinir loftslagsins, og eru það kannski, eru um leið sennilega þeir sem eiga mesta sök á því að loftslagsráðstefnan í París fái verstu aðaleinkunn allra. Hvernig má það vera? Er ekki eitthvað ofsagt í slíkum dómum og það verulega? Því miður er það ekki svo. Það er viðmiðunin sem ræður öllu um einkunnagjöf. Í tilviki Parísarráðstefn- unnar voru það væntingarnar sem voru langstærsta ef ekki eina viðmiðunin. Það má vera að aðferðin við einkunnagjöfina og helsta viðmiðunin hafi ekki verið skynsamleg. En hún er réttlát engu að síður. Reynsluheimur vitnar Litlu dæmin úr heimi litla fólksins skýra svona þætti vel. Og því skal gripið til þeirra. Á menntaskólaárum sínum var bréfritari í D-bekk og var sá bekkur nokkuð frægur í huga bekkjar- bræðra, en sú frægð barst lítt út. Nákvæmur og ágætur þýskukennari lagði strax um haustið þýskan stíl fyrir 4. bekk D. Hálfum mánuði síðar skilaði hann stílnum og las upp einkunnagjöf í heyranda hljóði. Og af því að þetta var strákabekkur hefði ekki mátt heyra saumnál detta, en kannski pípuhaus. Örlaga- þrunginn upplestur einkunna var ekki beinlínis til þess fallinn að auka sjálfstraust og sjálfsmat bekkjar- ins, en hvort tveggja var, sem betur fer, úr hófi fyrir og því enginn skaði skeður. Enginn bekkjarbræðra hafði, þegar þarna var komið sögu, heyrt nefnt feg- ursta orð íslenskrar tungu, orðið „áfallastreitu- röskun“, og varla nokkur maður í þessum lærða skóla hefði þá unnið sér það til lífs að þýða það yfir á þýsku. En það er þó ekki útilokað að gætt hafi áfallastreitu- röskunnar í fyrsta sinn í þessum æskuglaða hópi. Ríflega helmingur bekkjarins hafði fengið 0,00 í einkunn, en hinn hlutinn lá á milli þeirrar einkunnar og 4,57. Þýskukennarinn nákvæmi bað forláts á því að hann hefði einungis skilaði einkunnum með tveim- ur aukastöfum að þessu sinni, en úr því kynni að verða bætt síðar. En svo bætti hann við, að þessi fyrsti stíll vetrar yrði ekki notaður gegn nemendum tækju þeir sig á. Eftir svo sem þrjár vikur yrði nýr stíll lagður fyrir og sæjust þá merki um framfarir myndi fremur við það miðað en þennan fyrsta stíl. Morgunblaðið/Eggert Parísarráðstefnunni er lokið. Það liggur fyrir. Um það er hins vegar deilt, hvort hún hafi byrjað. * Rétttrúnaðarofsinn er að komaþjóðunum í mikinn vanda. Þóttflóttamannastraumurinn um landa- mæralausa Evrópu virtist stefna í að verða óviðráðanlegur þá mátti hvor- ugt ræða, ónýt landamæri eða straum fólks. Reykjavíkurbréf 11.12.15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.