Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.12.2015, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.12.2015, Blaðsíða 13
„Lögin á plötunni eru í anda þeirrar tónlistar sem ég ólst upp við þegar það var bara ein út- varpsrás á Íslandi. Mér finnst vænt um þessi lög sem ég finn að snerta taugar margra,“ segir Grétar Örvarsson tónlistarmaður. Hann gaf á dögunum út geisla- diskinn Ellefu dægurlög, þar sem finna má nokkur skemmtileg ís- lensk lög frá fyrri árum. Nefna má Kvöldsiglingu eftir Gísla Helgason, Ferðalok við hinn fræga texta Jóns Sigurðssonar sem Óðinn Valdimarsson söng, Við gengum tvö eftir Friðrik Jónsson við texta Valdimars Hólm Hafstað og Siglt í norður sem harmonikuleikarinn Örvar Kristjánsson, faðir Grétars, söng svo eftirminnilega og öll þjóðin tók undir. Stjórnin og stemningin Grétar er á fullu í tónlistinni og er víða kallaður til. Hann og Sig- ríður Beinteinsdóttir, sem saman slógu svo eftirminnilega í gegn í Eurovision fyrir aldarfjórðungi eða svo, koma saman við ýmis tilefni. Þá er hljómsveitin Stjórn- in, hvar þau voru fremst í flokki, stundum ræst út ef stemning kallar á. Á disknum nýja eru það El- ísabet Ormslev, Stefanía Svav- arsdóttir og Heiða Ólafsdóttir sem syngja með Grétari, auk þess sem fjöldi góðra hljóðfæra- leikara spilar með. Ekki kom svo annað til greina en að tónleikarnir vegna útgáfu nýja disksins væru haldnir á Höfn í Hornafirði, þar sem Grét- ar fæddist og ólst upp. Hann segir taugar sínar þangað sterkar og almennt út á land. „Sól slær silfri á voga, sjáðu jökulinn loga, söng Óðinn og ég hélt að lagið væri um Hornafjörð. Annað kom þó síðar á daginn,“ útskýrir Grétar. „Á fimmtánda ári var ég byrj- aður að spila á Hótel Höfn og tók djassstandarda og gömlu dansana alveg í löngum röðum. Mér finnst gaman að spila úti á landi og mörg böllin þar eru eft- irminnileg, ekki síst þau þar sem fólkið tekur undir og syngur. Ég hef líka upplifað að spila einn fyrir dansi í Miðgarði í Skaga- firði fyrir fólk á öllum aldri og krakkarnir úti í sal dönsuðu valsa, sem eldra fólkið bað um. Raunar hef ég alltaf í huga að lögin sem ég spila séu dansvæn og útsetningarnar taka mið af því,“ segir Grétar sem gefur diskinn út sjálfur – ásamt bróður sínum Karli Birgi – og selja þeir og dreifa gripnum um allt land. HORNAFJÖRÐUR Gömlu dansarnir í löngum röðum GRÉTAR ÖRVARSSON ER Á FULLU Í SPILAMENNSKU OG MEÐ GLÆNÝJAN DISK MEÐ GÖMLUM ÍSLENSKUM LÖGUM Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Mér finnst gaman að spila úti á landi og mörg böllin þar eru eftirminnileg, segir Grétar sem hér er með nýja geisladiskinn sinn, Ellefu dægurlög. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Brúin yfir Bláskeggsá undir Þyrlinum. Minjastofnun hefur veitt Vegagerð- inni viðurkenningu vegna braut- ryðjandastarfs í minjavernd; fyrir varðveislu og endurbyggingu sögu- legra brúarmannvirkja. Þetta er í fyrsta sinn sem slík viðurkenning er veitt. Elsta steinsteypta brú landsins, utan Reykjavíkur, er yfir Bláskeggsá undir Þyrli í Hvalfirði og var byggð 1907. Þegar hún var 100 ára var haf- ist handa um endurbætur, sem lauk 2010. Önnur brú á Vesturlandi sem hefur mikið sögulegt gildi er yfir Örn- ólfsdalsá við Norðtungu í Borgarfirði, hengibrú úr stáli smíðuð 1899. Hún var aftengd vegasambandi fyrir margt löngu. Vitund um sögulegt gildi hennar réð því að brúin var end- urbyggð fyrir nokkrum árum. „Því er það mikils virði að tekist hefur að bjarga mikilvægum dæmum um þróunarsögu íslenskra brúar- mannvirkja, m.a. einu stálhengi- brúnni sem eftir er frá 19. öld,“ sagði Minjastofnun í rökstuðningi um við- urkenninguna til Vegagerðarinnar. VESTURLAND Brúm var bjargað Endurbætt brú frá 1899 yfir Örnólfs- dalsá við Norðtungu í Borgarfirði. Morgunblaðið/Sigurður Bogi 13.12. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 Haldið verður áfram á næsta ári við hitaveitufram- kvæmdir í Húnaþingi vestra. Vel hefur gengið á þessu ári og víða er kominn ylur í hús og nú er Víði- dalurinn næstur á dagskrá. Húnaþing vestra Í skoðun er í Ísafjarðarbæ að koma upp svonefndum hreyfivöllum í þéttbýlisstöðum á svæðinu. Þar yrðu úti- æfingatæki sem nýtast myndu fólki til alhliða þjálfunar. At- huga á málið í samvinnu við íþróttafélög og fleiri. Ísafjarðarbær Söluferli Kolufells ehf. Fjárfesting í miðborginni Fjárfestum býðst hér með að taka þátt í útboði hlutafjár Kolufells ehf., kt. 530515-1060, til heimilis að Borgartúni 19, 108 Reykjavík. Kolufell ehf. er lóðarhafi og eigandi byggingaréttar að Austurbakka 2, Reykjavík, nánar tiltekið lóðar með fastanr. 235-5448. Samkvæmt gildandi skipulagi skal á lóðinni reisa vandað íbúðar- og verslunarhúsnæði og nemur heimilað byggingarmagn alls um 15.900 fermetrum. Íbúðirnar, sem verða um 100 talsins, ásamt verslunum og þjónustu á u.þ.b. 3.000 fermetrum, eru hluti af stærra þróunarverkefni fyrir svæði sem á næstu árum mun taka miklum breytingum og tengja saman ólík svæði miðbæjarins. Staðsetning lóðarinnar er einstök, í næsta nágrenni við höfnina, miðbæinn, Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhús og vandað hótel, sem byggt verður við hlið íbúða- og verslunarbyggingarinnar. Framkvæmdir við byggingu íbúða- og verslunarhúsnæðisins geta hafist snemma árs 2016 þar sem mikil undirbúningsvinna hefur þegar farið fram. Í boði er leiðandi hlutur í verkefninu fyrir reynslumikla og fjársterka aðila. Heildarnafnverð skráðs hlutafjár Kolufells ehf. er kr. 20.857.143. Í útboðinu gefst fjárfestum tækifæri til að kaupa á bilinu 51–100% af hlutafé Kolufells ehf. Seljendur hlutafjárins eru Arion banki hf., Mannvit hf. og iTark ehf. Við framkvæmd útboðsins verður fylgt reglum verðbréfaviðskiptalaga nr. 108/2007. Útboðið telst ekki almennt útboð í skilningi 1. tl. 43. gr. verðbréfaviðskiptalaga, en eingöngu þeim fjárfestum sem uppfylla öll eftirtalin skilyrði er heimil þátttaka í því: 1) Fjárfestar uppfylla skilyrði 9. töluliðar 43. gr., sbr. 9. og 10. tölulið 1. mgr. 2. gr. verðbréfaviðskiptalaga fyrir flokkun sem hæfir fjárfestar og óska réttarstöðu sem slíkir við framkvæmd söluferlisins. 2) Fjárfestar búa að lágmarki yfir fjárfestingargetu að fjárhæð 500 milljónir króna. 3) Fjárfestar hafa, að mati seljenda, umtalsverða og viðhlítandi þekkingu og reynslu af framkvæmd þróunarverkefna á sviði mannvirkjagerðar. Á grundvelli heimildarákvæðis a-liðar, 1. tl., 1. mgr. 50. gr. verðbréfaviðskiptalaga verður ekki gefin út lýsing í tengslum við útboðið. Umsjónaraðili útboðsins er fyrirtækjaráðgjöf Arion banka hf. Er þeim fjárfestum sem hafa áhuga á þátttöku í útboðinu bent á að senda póst á netfangið kolufell2016@arionbanki.is fyrir 31. desember 2015. Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka mun veita fjárfestum nánari upplýsingar um þátttökuskilyrði og framkvæmd útboðsins. Gert er ráð fyrir því að fjárfestar skili óskuldbindandi tilboðum í hlutafé Kolufells ehf. eigi síðar en kl. 16.00, 20. janúar 2016. Fyrir hönd Arion banka hf., Mannvits hf. og iTark ehf. sem seljenda, Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.