Morgunblaðið - 15.12.2015, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.12.2015, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 2015 Lengi hefur verið viðurkennt aðlýðræðið, og er þá átt við framkvæmd þess, er fjarri því að vera gallalaust. Skárri stjórnskipun hefur þó ekki fundist.    Færa má fyrir því rök að við til-tekin skilyrði væri einveldi skilvirkara, t.d. þegar þjóð stendur frammi fyrir miklum háska, t.d. innrásarher við landamærin.    En vandinn við einveldið er sá aðþað kann sér aldrei hóf, þekk- ir ekki sinn vitjunartíma og jafnvel í höndum „menntaðs einvalds“ er harðstjórnin á næstu grösum.    Atkvæðisrétturinn, helsta tækilýðræðisins, birtist með ýms- um hætti í lýðræðisríkjum. Með honum er lýðræðislegt vald fram- selt til afmarkaðs tíma. Sumir vilja takmarka framsalið með „beinu lýðræði“. Stóra spurningin um framkvæmd þess snýst einmitt um „spurninguna“. Sá sem henni ræð- ur, ræður miklu. En þátttaka í beina lýðræðinu hefur reynst slök.    Svo er það „rafræna lýðræðið“.Það er auðvelt að misnota eins og dæmin sanna, en ekki er alltaf auðvelt að sanna misnotkunina eins og dæmin sanna líka. En svo virðast handhafar rafræna lýðræðisins ekki spenntir fyrir því.    Þriðjungur kjósenda í bústnubæjarfélagi krafðist rafrænn- ar kosningar um álitamál. Þeir höfðu það í gegn. Eftir tilheyrandi kosingabaráttu ákváðu 8% þeirra sem voru á kjörskrá að kjósa. Hvað varð um þriðjunginn? Fór rafmagnið? STAKSTEINAR Um áramótin geta foreldrar barna á aldrinum 9 til 18 mánaða í Rangárþingi ytra sótt um að fá 30 þúsund króna heimgreiðslu ef þeir kjósa að hafa barnið heima. „Við viljum hafa þennan valmöguleika fyrir for- eldra ef þeir kjósa að hafa barnið lengur heima eða að barnið kemst ekki strax inn á leikskóla en mörg ung börn eru í sveitarfélaginu,“ segir Ágúst Sig- urðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra. Tveir leikskólar eru starfræktir í sveitarfé- laginu, þeir taka inn börn við 12 mánaða aldur. Engir dagforeldrar hafa verið starfandi um nokk- urt skeið í sveitarfélaginu. „Við höfum þá stefnu að hlúa vel að barnafólki og höfum m.a. lækkað leikskólagjöldin um 25%. Þetta skiptir máli fyrir ungt fólk,“ segir Ágúst. Reykjavíkurborg var með sambærilegar greiðslur sem nefndust þjónustugreiðslur en voru lagðar niður frá og með 1. apríl 2011. Áður en þær voru afnumdar var rætt um réttmæti slíkra greiðslna og þær m.a. taldar virka öfugt í jafnrétt- ismálum. Í því samhengi bendir Ágúst á að sveit- arstjórnin hafi farið vel yfir þau rök og ekki talið þau eiga við. Leikskólagjöld eru 20.800 krónur á mánuði m.v. átta tíma vistun. thorunn@mbl.is Fá greiðslu ef barnið er heima  Heimgreiðslur í Rang- árþingi ytra um áramót Morgunblaðið/Árni Sæberg Hella Foreldrar geta sótt um heimgreiðslu. Nýlega var afhjúpaður og blessaður minningarsteinn og legsteinn Her- manns Gunnarssonar, fjölmiðla- manns og íþróttamanns, í Fossvogs- kirkjugarði. Legsteinninn er óvenjulegur, sjálft Valsmerkið í steini, en Her- mann, Hemmi Gunn, var sem kunn- ugt er leikmaður Vals lengst af. Undirstaða steinsins er úr Dýrafirði þar sem Hermann dvaldi lang- dvölum. Viðstaddir voru fjölskylda Her- mannsog vinir. Sr. Vigfús Þór Árna- son, Valsprestur, flutti blessun. Hermann var jarðsettur við hlið foreldra sinna í Fossvogskirkju- garði. sisi@mbl.is Valsmerki blessað á leiði Hemma Morgunblaðið/Árni Sæberg Veður víða um heim 14.12., kl. 18.00 Reykjavík 4 rigning Bolungarvík 4 rigning Akureyri 5 alskýjað Nuuk -12 léttskýjað Þórshöfn 1 heiðskírt Ósló -8 skýjað Kaupmannahöfn 5 skýjað Stokkhólmur -6 heiðskírt Helsinki -2 heiðskírt Lúxemborg 6 léttskýjað Brussel 6 léttskýjað Dublin 8 skýjað Glasgow 3 alskýjað London 10 léttskýjað París 5 heiðskírt Amsterdam 7 alskýjað Hamborg 3 skýjað Berlín 2 skýjað Vín 2 skýjað Moskva -2 heiðskírt Algarve 18 léttskýjað Madríd 13 heiðskírt Barcelona 12 léttskýjað Mallorca 16 léttskýjað Róm 11 heiðskírt Aþena 11 heiðskírt Winnipeg -2 alskýjað Montreal 2 alskýjað New York 13 þoka Chicago 11 alskýjað Orlando 26 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 15. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:16 15:30 ÍSAFJÖRÐUR 12:02 14:55 SIGLUFJÖRÐUR 11:46 14:36 DJÚPIVOGUR 10:55 14:51 Allir velkomnir Aðgangur 500 kr. - frítt fyrir félagsmenn Náttúrulækningafélag Reykjavíkur stendur fyrir Kærleiks- og kyrrðarstund þriðjudaginn 15. desember 2015 kl. 20:00 í safnaðarheimili Laugarneskirkju við Kirkjuteig, 105 Reykjavík. Dagskrá kvöldsins: Notaleg tónlist - Uni og Jón Tryggvi Hugleiðing á aðventu - Ingi þór Jónsson formaður NLFR Rós Ingadóttir syngur falleg lög.Meðleikari: Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur les upp úr bók sinni Slökunmeð Unni Arndísardóttur jógakennara Jurtate, piparkökur og jólaglaðningur Berum ábyrgð á eigin heilsu Kærleiks- og kyrrðarstund Helgi Hannesson í kvöld

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.