Morgunblaðið - 15.12.2015, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 15.12.2015, Blaðsíða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 2015 Good Dinosaur 1 3 Hunger Games Mockingjay part 2 2 4 Love the Coopers Ný Ný In The Heart Of The Sea 5 2 Krampus 6 2 The Night Before 3 3 Spectre 4 6 The Bridge of Spies 7 3 The 33 Ný Ný Solace 2015 8 4 Bíólistinn 11.–13. desember 2015 Nr. Var síðast Vikur á listaKvikmynd 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Teiknimyndin Góða risaeðlan skil- aði mestum miðasölutekjum yfir helgina af þeim myndum sem sýnd- ar eru í bíóhúsum landsins, líkt og helgina á undan, og önnur tekju- hæsta myndin var The Hunger Games: Mockingjay – Part 2, líkt og síðustu helgi. Rómantíska gaman- myndin Love the Coopers er sú þriðja tekjuhæsta, jólamynd sem frumsýnd var fyrir helgi, og jóla- hryllingsmyndin Krampus hækkar um eitt sæti á listanum milli vikna, fer úr sjötta sæti í það fimmta. Í henni segir af jóladjöfli sem herjar á sundurlynda fjölskyldu. Bíóaðsókn helgarinnar Risaeðlan enn vinsæl Vinir Risaeðlan og frummannabarn- ið í Góðu risaeðlunni. Garðar Thór Cortes, Gissur Páll Gissurarson, Dísella Lár- usdóttir, Val- gerður Guðna- dóttir og Oddur Arnþór Jónsson koma fram á há- tíðartónleik- unum Óperu- draugarnir í Hörpu 30. desember, á nýársdag og 2. janúar og í Hofi á Akureyri 3. janúar ásamt strengjasveit og pí- anóleikara. Þau munu flytja sín uppáhaldssönglög og -aríur á tón- leikunum. Óperudraugarnir fagna áramótum Garðar Thór Cortes Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is ANNES nefnist djasskvintett sem gaf fyrir örfáum dögum út sína fyrstu hljómplötu, samnefnda hljóm- sveitinni. ANNES mætti kalla ofur- sveit því hún er skipuð þungavigtar- mönnum úr íslenskum djassheimi, þeim Ara Braga Kára- syni trompet- leikara, Jóel Pálssyni saxó- fónleikara, Guðmundi Péturssyni gítarleikara, Eyþóri Gunnarssyni pí- anóleikara og trommuleikaranum Einari Scheving. Platan hefur að geyma frumsamin verk eftir alla liðsmenn sveitarinnar nema Eyþór og er tónlistinni lýst í tilkynningu sem „blöndu rafmagnaðrar og óraf- magnaðrar djasstónlistar þar sem saman tvinnast ólík höfunda- einkenni“. Tónlistin byggist á lifandi laglínum og rótsterkum ryþmum sem myndi í senn ævintýralegt og rómantískt flæði. Tóku upp og tvístruðust svo Jóel segir nokkuð um liðið frá því ANNES var stofnuð en upptökur plötunnar fóru fram á þremur dög- um í Hljóðrita í Hafnarfirði í október í fyrra og viðbótarupptökur fóru fram bæði þar og í Þykkvabæ á þessu ári. Guðmundur, Eyþór og Bergur Þórisson stýrðu þeim og Guðmundur sá svo um hljóðblöndun. Um masteringu, hljómjöfnun, sá Noel nokkur Summerville hjá 3345 Mastering í Lundúnum. „Lundúna- lævirkinn, eins og við köllum hann,“ segir Jóel um Summerville og hlær. Jóel segir liðsmenn ANNES mjög svo önnum kafna við að spila með hinum og þessum og taka þátt í margvíslegum verkefnum en á ein- hverjum tímapunkti hafi þessi hljómsveit þó orðið til, þótt hann muni ekki nákvæmlega hvenær. „Við tókum þetta upp og svo tvístr- uðust bara allir hver í sína áttina og það var Guðmundur Pétursson sem tók af skarið og kláraði að mixa þessar upptökur. Svo gaf ég þetta út hjá mínu fyrirtæki,“ segir Jóel og á þar við fyrirtækið Flugur ehf. – Þið hafið sett ykkur það mark- mið að flytja frumsamda tónlist? „Já, það eru allir í hljómsveitinni að skrifa einhverja tónlist. Venju- lega gefa menn plöturnar sínar út sjálfir, við erum þrír að gefa út plöt- ur; ég með Stórsveit Reykjavíkur og Gummi og Einar. Þetta er dálítið mikil einyrkjastarfsemi og það er gaman að vera í hljómsveit þar sem allir eru á jafnræðisgrundvelli, eng- inn einn leiðtogi,“ segir Jóel. – Allir jafnmiklar stjörnur? „Eða litlar, í þessu tilfelli,“ segir Jóel og hlær. „Við prófuðum ým- islegt og á þessari plötu erum við svolítið að finna sándið fyrir þetta band.“ Flókið að smala Jóel er spurður hvort ANNES hyggi á útrás, tónleikahald á er- lendri grundu. „Það væri voða gam- an en þetta er hópur af einhverjum mest uppteknu hljóðfæraleikurum landsins og það getur verið gríðar- lega flókið að ná mannskapnum saman þótt við séum bara fimm og búum meira að segja allir í Reykja- vík,“ segir Jóel. – Það er s.s. nógu flókið að halda útgáfutónleika? „Það mun ekki hafast núna í des- ember,“ segir Jóel og hlær. „Ætli við gerum ekki eitthvað strax í upphafi nýs árs til að fagna þessu?“ Allir jafnlitlar stjörnur  ANNES gefur út fyrstu plötu sína  Ævintýralegt og rómantískt flæði Sjóaðir Djasskvintettinn ANNES, frá vinstri Einar Scheving, Jóel Pálsson, Guðmundur Pétursson, Ari Bragi Kárason og Eyþór Gunnarsson. Kringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is HEYRNARSTÖ‹IN Enn snjallara heyrnartæki Beltone Legend Nýja Beltone Legend™ heyrnartækið tengist þráðlaust beint í iPhone, iPad og iPod touch. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánað til reynslu. Beltone Legend gengur með iPhone 6s og eldri gerðum, iPad Air, iPad (4. kynslóð), iPad mini með Retina, iPad mini og iPod touch (5. kynslóð) með iOS eða nýrra stýrikerfi. Apple, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki sem tilheyra Apple Inc, skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum. ™ Ókeypis heyrnarmælingsíðan 2004 THE 33 8, 10:35 KRAMPUS 5:45, 8 THE NIGHT BEFORE 10:45 HUNGER GAMES 4 5:15, 8, 10:10 GÓÐA RISAEÐLAN 5:15 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.