Morgunblaðið - 15.12.2015, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.12.2015, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 2015 Kæli- og frystibúnaður í allar gerðir sendi- og flutningabíla Funahöfða 7, 110 Reykjavík, s. 577 6666 Opið 09-23 | Laugavegi 12 | 101 Rvk. | Sími 551 5979 | lebistro.is Njóttu aðventunnar með frönskum mat og drykk Jólamatseðill og jólaglögg alla daga Birkir Fanndal Mývatnssveit Fjórir kirkjukórar héldu aðventu- tónleika í Reykjahlíðarkirkju á köldu kvöldi síðastliðinn sunnudag. Með tilkomu sameiginlegs söng- stjóra, Jörgs E. Sondermanns, hef- ur tekist ánægjulegt samstarf kirkjukóra við kirkjurnar á Snart- arstöðum, Reykjahlíð, Skútustöðum og Húsavík. Árangur þessa samstarfs hefur skilað sér meðal annars með sam- eiginlegum aðventutónleikum í fyrrnefndum sóknum og voru hinir síðustu í tónleikaröðinni í Reykja- hlíð. Þar komu kórarnir fram fyrst hver í sínu lagi en síðast allir sam- an og lauk með því að allir kirkju- gestir sungu með kórunum Heims um ból. Á milli tónlistaratriða komu fram Hólmgeir Böðvarsson, Hjálmar Bogi Hafliðason og Örnólfur J. Ólafsson sóknarprestur. Hvert sæti var skipað og meira en það í Reykjahlíðarkirkju á þessu kyrra og kalda vetrarkvöldi og kór- unum afar vel tekið. Þessi samkór hefur innan sinna vébanda 60 til 70 söngvara sem gefa sér tíma til að æfa saman að- ventudagskrá með öðrum jólaundir- búningi. Morgunblaðið/Birkir Fanndal Fjórir kirkjukórar með vermandi aðventutónleika  Ánægjulegt samstarf kirkjukóra í Þingeyjarsýslu Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Ferðaskrifstofur eru nú í óðaönn að setja saman pakkaferðir á Evrópu- mótið í fótbolta sem hefst í Frakk- landi í júní á næsta ári. Eins og fram hefur komið leikur Ísland í það minnsta þrjá leiki í keppninni og fara þeir fram í Marseille, St. Eti- enne og París. Því krefst nokkurrar yfirlegu að skipuleggja ferðir á áfangastaðina eftir því hvort fólk er á höttunum eftir því að sjá einn, tvo eða þrjá leiki Íslands riðlakeppninni. Hafa borgað staðfestingargjald Ingibjörg Eysteinsdóttir hjá Gamanferðum segir að vel yfir 200 manns hafi þegar boðað komu sína á leiki landsliðsins með því að greiða staðfestingargjald. Hafði gjaldið þegar verið greitt fyrir helgi eða áð- ur en fyrir lá hvar Ísland myndi leika leiki sína í Frakklandi næsta sumar. „Síminn hefur mikið hringt í [gær]morgun og fólk er að spyrja út í það hvernig pakkarnir muni líta út,“ segir Ingibjörg. Lokaundirbúningur í gangi Forráðamenn Vita-ferða voru í París til þess að ná samningum við hótel og við að skipuleggja flug á leikina. Þar fengust þær upplýs- ingar að búist væri við því að búið yrði að útbúa pakkaferðir á næstu dögum. Svipaða sögu var að segja hjá Úrvali-Útsýn þar sem þær upp- lýsingar fengust að pakkaferðir yrðu tilbúnar í vikunni. Hörður Hilmarsson, hjá ÍT- ferðum, segir að skipulagning sé í fullum gangi. „Við vorum búin að taka frá eitthvað af flugsætum en bættum svo fleirum við um helgina,“ segir Hörður. Hann segir töluvert um að fyrirspurnir hafi borist frá þeim sem hafa áhuga á því að fara á leiki landsliðsins. „Við skráðum tölu- vert marga niður fyrst. Svo hættum við að taka niður skráningar og ætl- um nú að byrja á því að hafa samand við þá sem settu sig í samband við okkur fyrst. Svo höldum við áfram að taka við skráningum. Nú vita allir hvenær leikirnir eru og því auðveld- ara að fylgja áhuganum eftir,“ segir Hörður. Keppast um Evrópumótsfarana  Minnst fjórar ferðaskrifstofur munu bjóða pakkaferðir á EM í fótbolta  Verðið mun líta dagsins ljós í vikunni  Mikið um fyrirspurnir  Bættu við flugsætum eftir að ljóst var hvar Ísland spilaði Morgunblaðið/Golli Áhugi Mikill áhugi er á því að ferðast á Evrópumótið í fótbolta. Fjórar ferðaskrifstofur bjóða upp á pakkaferðir. Ef að líkum lætur ættu áhuga- samir ekki að lenda í vandræð- um með að tryggja sér miða á leiki landsliðsins í Frakklandi. Fram kemur á vef UEFA að hvert þátttökuland fær um 20% miðafjölda á leikina. Ísland hef- ur leik á EM 14. júní við Portúgal og fer hann fram á Stade Geoff- roy-Guichard leikvanginum í St. Etienne. Hann tekur 42 þúsund manns í sæti og Ísland fær 7.000 miða. Annar leikurinn gegn Ung- verjalandi fer fram í Stade Vélo- drome í Marseille 18. júní. Völl- urinn tekur 67.394 áhorfendur en Ísland fær 12.000 miða. Leikurinn við Austurríki fer fram 22. júní á Stade de France í París. Völlurinn tekur um 81.338 áhorfendur og fær Ís- land heila 15.000 miða. 34 þúsund miðar í boði NÆGT MIÐAFRAMBOÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.