Morgunblaðið - 15.12.2015, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 2015
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Nú þegar snjórinn er á undanhaldi í höfuðborginni, að minnsta kosti tíma-
bundið, ættu erlendir ferðamenn að kætast. Hér spóka sig nokkrir í mið-
bænum, heldur kuldalega klæddir, til í hvaða veðráttu sem er.
Ferðamenn enn á ferli
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Snjórinn á undanhaldi í höfuðborginni
Þessi fallega mynd var send Morgunblaðinu af Herði Jónas-
syni, Húsvíkingi. Hún var tekin við suðaustanvert Mývatn,
horft til suðurs, þar sem volgt vatn vellur undan hrauninu í
vatnið. Í fjarska bíða Bláfjall, vinstra megin, og Sellandafjall,
hægra megin. Frosthörkur voru í Mývatnssveit yfir helgina
eins og oft áður en þegar myndin var tekin var 18 stiga frost.
Hörður segir að þótt kuldinn geti sannarlega orðið mikill í
sveitinni sé það afar sjaldgæft að vatnið leggi, vegna hlýrra
strauma vatnsins í gegnum hraunið, eins og sést.
Ljósmynd/Hörður Jónasson
Hlýir straumar úr iðrum landsins verma Mývatn
Hitastigið í Mývatnssveit fór 18 stig niður fyrir frostmark á sunnudaginn
Lögmaður tveggja albanskra fjöl-
skyldna, sem ekki fengu hæli hér á
landi og fluttar voru til síns heima í
síðustu viku, hefur sótt um íslenskan
ríkisborgararétt fyrir fólkið, alls um
átta einstaklinga. Tvö börn í þessum
fjölskyldum eiga við alvarleg veikindi
að stríða.
Unnur Brá Konráðsdóttir, formað-
ur allsherjarnefndar Alþingis, segir
að ekki hafi gefist tími til að fara yfir
umsóknirnar. Hún er ásamt tveimur
öðrum þingmönnum í undirnefnd
allsherjarnefndar sem ætlað er að
gera tillögu til nefndarinnar um
hvaða einstaklingum eigi að veita
ríkisborgararétt með lögum. Venjan
er að Alþingi afgreiði slíkar tillögur
tvisvar á ári. Unnur Brá segir að til-
lagan verði lögð fram þannig að hægt
verði að afgreiða hana fyrir þingfrest-
un fyrir jól.
Hún segir ekkert hægt að fullyrða
um niðurstöðu Alþingis um málefni
albönsku fjölskyldnanna.
Skapar ekki fordæmi
Meginreglan er sú að fólk sem
sækir um ríkisborgararétt sé statt á
landinu. Það á ekki við um albönsku
fjölskyldurnar. Bobby Fischer skák-
meistari og ómálga barn sem kom frá
Indlandi eru undantekningar frá
þessu. Unnur Brá óttast ekki að
hugsanleg ákvörðun þingsins um að
veita albönsku fjölskyldunum ríkis-
borgararétt með þessum hætti skapi
fordæmi fyrir aðra flóttamenn sem fá
synjun hjá Útlendingastofnun. Hún
bendir á að ríkisborgararétturinn sé
ávallt veittur samkvæmt lögum frá
Alþingi. Ef þingið telji að einhver mál
séu svo sérstök að þau fari í þennan
farveg, hafi það ekki fordæmisgildi.
Innanríkisráðherra hefur óskað
eftir því við forseta Alþingis að fá að
flytja munnlega skýrslu um flótta-
mannamálin. Vonast Ólöf Nordal til
að það verði síðar í vikunni.
helgi@mbl.is
Fjallað um rík-
isborgararétt
Sótt um ríkisborgararétt til Alþingis
fyrir albönsku fjölskyldurnar
Morgunblaðið/Ómar
Alþingi Unnur Brá Konráðsdóttir
er formaður allsherjarnefndar.
„Þetta var mjög stuttur fundur og
árangurslaus,“ sagði Gylfi Ingvars-
son, talsmaður starfsmanna í
Straumsvík, eftir samningafund
vegna starfsmannadeilunnar sem
haldinn var hjá ríkissáttasemjara í
gær. Nýr fundur hefur ekki verið
boðaður og býst Gylfi ekki við því
að fundað verði aftur fyrr en eftir
áramót.
Gylfi sagði í kjölfar aflýsingar
verkfalls 1. desember sl. að ítrekað
hefði komið fram í viðræðunum að
fulltrúar Rio Tinto Alcan vildu ekki
gera sambærilega samninga og
gerðir hafa verið við aðra launþega
í landinu.
Enn tekst ekki að
semja í Straumsvík
Óleyst Deilan heldur áfram í Straumsvík.
Nafn karlmannsins sem lést í
árekstri tveggja bifreiða á Suður-
landsvegi á sunnudag er Árni Grétar
Árnason. Hann var 81 árs að aldri,
fæddur 23. júní árið 1934, til heimilis
í Frumskógum 1, Hveragerði. Árni
Grétar var einhleypur og lætur eftir
sig einn uppkominn son.
Ekki liggur nánar fyrir hver til-
drög slyssins voru.
Nafn manns-
ins sem lést
Innanríkisráðherra hefur óskað
eftir skýringum Útlendingastofn-
unar og Rauða kross Íslands á því
hvernig staðið er að málum við
brottvísun fólks sem ekki fær hæli
hér á landi, sérstaklega með tilliti
til barna. Kom þetta fram í svari
við óundirbúinni fyrirspurn Katr-
ínar Jakobsdóttur, formanns VG,
um brottvísun tveggja albanskra
fjölskyldna með tilliti til barna-
sáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Ólöf Nordal sagðist, eins og þing-
heimur allur, þurfa að skilja það
hvernig þessir hlutir ganga fyrir
sig. Fyrirspurnin til Útlendinga-
stofnunar lýtur sérstaklega að því
hvort regluverkið nái utan um
þennan tilgang og hvaða breyt-
ingar þurfi að gera til að svo verði.
Óskað eftir upplýsingum
RÁÐHERRA UM MÁLEFNI ALBANSKRA FJÖLSKYLDNA
Árekstrahrina var á höfuðborgar-
svæðinu á fimmta tímanum í gær.
Nokkrir árekstrar urðu á Höfða-
bakka í Reykjavík og Gullinbrú.
Einnig varð umferðaróhapp á Ný-
býlavegi í Kópavogi um svipað
leyti. Engin alvarleg meiðsl urðu í
umferðaróhöppunum en nokkrir
voru fluttir á sjúkrahús til skoð-
unar. Fjöldi bifreiða sem urðu fyrir
skemmdum í árekstrunum er ekki
ljós að svo stöddu.
Fjöldi árekstra á
höfuðborgarsvæðinu