Morgunblaðið - 15.12.2015, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.12.2015, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 2015 Ég bý í Bandaríkj- unum en er nú í heim- sókn á Íslandi. Í heimsókn minni hef ég orðið vör við um- ræður um einkavæð- ingu á hluta af því heilbrigðiskerfi sem er nú við lýði á Ís- landi. Við í Bandaríkj- unum erum í upphafi þess ferlis að innleiða lög sem mikið hefur þurft að berj- ast fyrir. Þessi lög munu tryggja heilbrigðisþjónustu fyrir fleiri þegna en áður, en þó ekki fyrir alla. Það verður ennþá langt frá því að vera fyrir jafnmarga og heilbrigð- iskerfið hér á landi. Heilbrigðiskerfið okkar byggist á einkafyrirtækjum sem græða á því að veita heilbrigðisþjónustu. Læknar og aðrar heilbrigðisstéttir, sem og tryggingafélög græða pen- inga þegar við erum veik. Kerfið okkar hvetur lækna til þess að panta próf fyrir sjúklinga til þess að leggja til skurðaðgerðir vegna veikinda sem væri hægt að lækna með vægari og ódýrari hætti. Þó að tryggingafélög greiði stóran hluta af kostnaði okkar getur sá kostn- aður sem við greiðum sjálf auðveld- lega orðið tugir þúsunda dollara, allt eftir því hver meðferðin er. Land okkar hefur á að skipa afar hæfileikaríkum læknum og er búið mjög tæknilegum greining- artækjum. Samt sem áður mælist heilbrigði okkar lakara en í mörgum öðrum löndum sem eyða fjórðungi af því sem við eyðum í heilbrigðisþjónustu. Af hverju eyða Bandaríkin mun meira í heilbrigð- isþjónustu, þrátt fyrir að mælast með lakara heilbrigði en önnur lönd? Það eru margir þættir sem hafa áhrif, en einn þáttur er skýr: Kerfið okkar virkar ekki. Heilbrigð- isþjónusta er léleg sem byggist á því að græða peninga. Heilsufar er lakara þegar kerfið græðir á þeim sem eru veikir og heilsa ætti ekki að vera lúxus fyrir þá ríku. Það er dýrara fyrir þjóðfélagið í heild þeg- ar ekki allir hafa greiðan aðgang að heilbrigðisþjónustu. Bandaríkin eiga margt ólært af Íslandi. Endi- lega lærið af Bandaríkjunum! Er gáfulegt að einka- væða heilbrigðiskerfið? Eftir dr. Nicole Dubus Dr. Nicole Dubus »Ein af okkar grunn- þörfum er þörfin fyr- ir heilbrigðisþjónustu. Mikilvægt er að sú þjón- usta sé góð og öllum að- gengileg. Stöndum vörð um hana! Höfundur er lektor í félagsráðgjöf við San Jose State University. Norðurlöndin standa öll frammi fyrir breyt- ingum á lýðfræðilegri samsetningu þjóðanna sem kalla á framsýna þróun í velferðarþjón- ustu. Höfuðborgir land- anna fimm, frá Reykja- vík í vestri til Helsinki í austri, hafa nú hafið samstarf við Nordic Innovation með það fyrir augum að þróa nýjar velferðarlausnir sem standast kröfur framtíðarinnar. Markmið borganna er að þróa nýja tækni og lausnir sem gera öldruðum og fötl- uðum kleift að lifa sjálfstæðu lífi á eigin heimili. Þetta er mikil áskorun. Fyrst má nefna að mannfjöldaspár sýna að hlutfall aldraðra (65 ára og eldri) af heildarfjölda fullorðinna á Norð- urlöndum muni vaxa úr 25% í dag í 40% árið 2040. Þessi þróun mun auka þörfina fyrir umönnun og heilbrigð- isþjónustu meðal aldraða og fólks með skerta færni eða ólæknandi sjúk- dóma. Aukningarinnar er þegar farið að gæta í höfuðborgunum fimm. Þetta er ástæða þess að höfuð- borgirnar hafa ákveðið að vinna náið saman að því að finna norrænar framtíðarlausnir. Þar sem velferð- arkerfi landanna og þær áskoranir sem felast í velferðarþjónustu í þétt- býli eru um margt líkar gætu höfuð- borgirnar, í stað þess að einblína á velferðarmálin á landvísu, átt samleið í að leita nýrra lausna. Höfuðborgirnar leggja metnað sinn í að gera eins mörgum öldruðum og fötluðum og kostur er kleift að búa í eigin húsnæði og lifa sjálfstæðu lífi sem einkennist af virkri samfélags- þátttöku, félagslegum samskiptum, persónulegri reisn einstaklingsins og takmarkaðri þörf á hefðbundinni öldrunarþjónustu. Skilvirkari umönn- unarþjónusta mun einnig gera sveit- arfélögum kleift að halda útgjöldum vegna vaxandi fjölda aldraðra í skefjum. Samstarf norrænu höfuðborganna við Nor- dic Innovation byggist á því að áskorunin er í eðli sínu norræn og þeirri staðreynd að meginhlutverk okkar er að stuðla að auknum milliríkjaviðskiptum og nýsköpun á Norð- urlöndum. Hugmyndin er að ná- in samvinna notenda, birgja og kaup- enda að velferðartækni og þjónustu skili framsæknari nýsköpun. Verð- launasamkeppnir eru einnig góður vettvangur til þess að auka tengslin milli framboðs- og eftirspurnarhliðar markaðarins á mismunandi stigum keppninnar. Aðilarnir að baki Nordic Independ- ent Living Challenge völdu að stofna til verðlaunasamkeppni til þess að hvetja til framfara og þróunar nýrra velferðarlausna. Þessi tegund sam- keppni, sem byggð er á fyrirmynd Nesta, breskra samtaka sem vinna að nýsköpun, er nýmæli á Norð- urlöndum. Aðstandendur keppninnar völdu þarfamiðaða nálgun til þess að leggja áherslu á mikilvægi virkrar þátttöku notenda í þróunarferlinu. Verðlaunasamkeppnin hófst í febr- úar 2015 og var opin öllum þeim sem vinna að nýsköpun á Norðurlöndum – rótgrónum þjónustuaðilum í velferð- arþjónustu, sprotafyrirtækjum, námsmönnum, öldruðum o.s.frv. Áhugasömum var boðið að senda inn hugmyndir og tillögur. Mikill fjöldi hugmynda barst og valdi dómnefnd 75 af 415 tillögum til áframhaldandi þátttöku. Í öðrum hluta keppninnar var m.a. haldinn tengslafundur þar sem þátttakendur höfðu tækifæri til þess að þróa lausnir sínar út frá þörf- um notenda, hönnun og notagildi. Einnig gafst þeim kostur á að hitta aðra þátttakendur og finna áhuga- verða samstarfsaðila. Í næsta áfanga keppninnar þróuðu þátttakendur hugmyndir sínar enn frekar og gerðu drög að við- skiptaáætlunum. Að því loknu voru 25 af 75 umsækjendum valdir til áframhaldandi þátttöku. Þeir munu hittast um miðjan desember í Stokk- hólmi og kynna hugmyndir sínar fyr- ir dómnefndinni. Fimm verkefni komast í úrslit og munu taka þátt í matsferli þar sem borgirnar meta gæði hugmyndanna út frá ávinningi notenda og hugsanlegum sparnaði fyrir borgirnar. Niðurstöðurnar verða hluti af endanlegu framlagi hvers verkefnisteymis í úrslitakeppn- inni. Sigurvegarinn verður valinn vorið 2016 og fær eina milljón norskra króna að launum. Einnig verða veitt nemendaverðlaun og verðlaun fyrir norræna samvinnu. Samkeppnin Nordic Independent Living Challenge er mikilvægur hluti af nýsköpunarverkefninu Innovative Nordic Welfare Solutions sem er eitt af fimm svokölluðum vitaverkefnum sem Nordic Innovation hefur verið falið að hafa umsjón með. Verkefnin heyra undir norrænu samstarfsáætl- unina um nýsköpun og viðskipta- stefnu. Verkefnið er krefjandi á marga vegu. Höfuðborgirnar og Norð- urlöndin standa öll frammi fyrir mikl- um áskorunum í velferðarkerfinu vegna vaxandi fjölda aldraðra og auk- innar eftirspurnar eftir velferðarþjón- ustu. Saman skorum við nú á norræna frumkvöðla að þróa lausnir á einni stærstu áskorun sem norrænu vel- ferðarríkin hafa staðið frammi fyrir. Norðurlöndin sameinast um áskoranir framtíðarinnar Eftir Carina Christensen » Saman skorum við nú á norræna frum- kvöðla að þróa lausnir á einni stærstu áskorun sem norrænu velferð- arríkin hafa staðið frammi fyrir. Carina Christensen Höfundur er framkvæmdastjóri Nor- dic Innovation (stofnun á vegum Nor- rænu ráðherranefndarinnar) og fyrr- verandi ráðherra í Danmörku. Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is Góð þjónusta byrjar með flottum fatnaði. ONDA handsturtuhaus 1.790 kr. Verð áður 2.460 kr. SKINNY handsturtuhaus 1.490 kr. Verð áður 1.967 kr. FONTE handsturtuhaus 790 kr. Verð áður 1.076 kr. TVÖFALDUR STURTUBARKI 150 CM 1.290 kr. Verð áður 1.887 kr. EMOTION sturtuhaus 10 cm 2.990 kr. Verð áður 3.942 kr. SPRING sturtuhaus 20 cm 6.500 kr. Verð áður 9.337 kr. Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • tengi@tengi.is Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15 HRESSANDI STURTUTILBOÐ Frískaðu upp á baðherbergið fyrir jólin. JÓLATILBOÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.