Morgunblaðið - 15.12.2015, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.12.2015, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 2015 Þóf á þingi Valgerður Gunnarsdóttir, þriðji varaforseti Alþingis, og starfsmenn þingsins hlýða á aðra umræðu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem stóð enn í gær, sjötta daginn í röð. Eggert Öll norrænu ríkin hafa mótað áætlanir um markaðssetningu eigin lands, en a vett- vangi norræns sam- starfs hefur einnig ver- ið rætt um að vinna saman að þessum mál- um. Menn óttast að rödd hvers lands verði sífellt veikari í hávað- anum á alþjóðavett- vangi. Málið snýst ekki aðeins um útflutningstækifæri og þar með velmegun í hverju landi. Á vettvangi stjórnmálanna hafa Norðurlönd orðið fyrir áföllum á síð- ustu árum. Finnar, Íslendingar og Svíar biðu ósigur í kosningum til mikilvægra nefnda hjá Sameinuðu þjóðunum. Þrátt fyrir að norrænu löndin raði sér í efstu sæti í ýmsum alþjóðlegum könnunum virðist sem ekki sé alls staðar litið á þau sem góðar fyrirmyndir, eða þá að þau eru hreinlega ekki nógu vel þekkt. Norræna ráðherranefndin hefur um áratuga skeið staðið fyrir ýms- um sameiginlegum viðburðum á al- þjóðavettvangi í því skyni að vekja áhuga á Norðurlöndum. Nokkur af nýjustu dæmunum eru herferðin Ný norræn matargerðarlist, sem hefur að markmiði að kveikja áhuga Norð- urlandabúa sjálfra á eigin matar- gerðarlist, en jafnframt að kynna norræn hráefni á alþjóðavettvangi. Menningarhátíðin Nordic Cool 2013 í Kennedy-listamiðstöðinni í Wash- ington er annað dæmi um vel heppn- að átak. Í því skyni að styrkja stöðu Norðurlanda sem vörumerkis hafa Norðurlandaráð og Norræna ráðherranefndin tvinnað saman al- mannatengsl, vöru- merkjastjórnun og menningarpólitík. Norðurlönd hafa verið töluvert í sviðs- ljósinu á alþjóðavett- vangi á síðustu árum. Margir minnast þess eflaust að tímaritið The Economist lagði sér- stakan blaðhluta undir umfjöllun um norræna líkanið í öðru tölublaði sínu árið 2013. Í grein- inni „The Nordic Countries: The Next Supermodel“ segir að Vesturlönd ættu að taka Norðurlönd til fyrirmyndar. Í framhaldi af lofgjörð The Eco- nomist gaf Michael Booth, sem er Breti búsettur í Danmörku, út bók- ina „Almost Nearly Perfect People: The Truth About the Nordic People“ (2014) þar sem hann tekur fyrir hina sjálfumglöðu Norður- landabúa. Booth er þreyttur á að heyra um rétttrúnað í jafnréttismál- um, rúgbrauð og mínímalíska hönn- un sem helstu einkenni Norður- landa. Í staðinn beinir hann sjónum að áfengismisnotkun, sjálfsmorðum, einsemd og fleiri vandamálum. Látum gott heita að umheimurinn líti oft á Norðurlönd sem eina heild, en mótun sameiginlegs vörumerkis þarf að hefjast á heimavelli. Hvernig er sjálfsmynd okkar? Hversu nor- ræn erum við í raun og veru? Til þess að hægt sé að efla sam- heldni landanna innbyrðis, sem er forsenda þess að hægt sé að móta sterkt vörumerki, þarf að vera til sameiginlegur, norrænn umræðu- vettvangur. Sum okkar fylgjast með sjónvarpi grannlandanna og lesa kannski norræn dagblöð á netinu, en það er ekki til neinn sameiginlegur, opinber umræðuvettvangur. Sænsk- norski umræðuþátturinn Skavlan og dansk-sænski spennuþátturinn Brú- in eru góð byrjun, en meira þarf til. Ríkissjónvarps- og útvarpsstöðv- arnar gætu til dæmis í vissum til- vikum verið með sameiginlega fréttaritara í útlöndum. Hægt væri að skiptast á norrænu sjónvarpsefni í enn ríkari mæli en nú er gert. Og til þess að efla samheldnina enn meira þurfum við líka að verða betri í tungumálum nágrannalandanna. Þar þurfa allar þjóðirnar að taka til hendinni. Danir þurfa að tala skýr- ar, Svíar þurfa að leggja sig fram um að skilja norsku og dönsku, Norðmenn þurfa að forðast að tala mállýskur þegar þeir ræða við aðra Norðurlandabúa, Íslendinga þurfa að læra dönskuna betur og Finn- arnir þurfa að leggja sig fram við sænskunámið. Tungumála- og menningarsam- starfið er það sem fólk utan Norð- urlanda bendir oft á til að skýra sterk tengsl landanna. Það var með- al annars sú reynsla sem fékkst af Nordic Cool, stærsta sameiginlega kynningarverkefni Norðurlanda fram að þessu. Tungumála- og menningartengsl- in eru líka meðal grunnstoða sam- eiginlegs gildismats Norðurland- anna. Bæði stjórnmálamenn og almenningur vilja að íbúar landanna geti skilið hverjir aðra. Að stuðn- ingur komi úr báðum þessum áttum er einstakt á alþjóðavísu og er sterk- ur þáttur í alþjóðlegu vörumerki Norðurlanda. Velgengni norrænna kvikmynda, popptónlistar og bókmennta sýnir að eftirspurn er til staðar, jafnvel í þeim tilvikum þar sem dreifingarað- ilar hafa enga trú á því. Nýlega var Norræni spilunarlistinn (Nordic Playlist) kynntur til sögunnar, en það er vefgátt þar sem safnað er saman nýrri norrænni dægurlaga- tónlist. Skapa þarf fleiri nýjar gáttir af þessu tagi til að vörumerkið geti vaxið og dafnað. Í fótbolta, ísknattleik, handbolta og í söngvakeppnum er það hörð samkeppni sem gildir, en samstarfið ætti að verða nánara á öðrum svið- um samfélagsins þannig að Norð- urlönd geti í raun orðið landamæra- laus, til hagsbóta fyrir almenning, samtök og fyrirtæki. Við þurfum að segja nýja sögu af Norðurlöndum þar sem þeir þættir sem eru grundvöllur velgengninnar koma skýrt fram og þar sem sköpuð er ný, sameiginleg norræn framtíð. En hvernig á að byggja upp þetta vörumerki? Geta fimm lönd komið sér saman um eina frásögn? Hvern- ig yrði sú frásögn og hver á að ráða ferðinni? Það væri ólíkt einfaldara að ná samkomulagi um sameiginlegt vöru- merki ef öll norrænu löndin fimm hefðu farið sömu leiðir hvað varðar grundvallarþætti á borð við stefnu í öryggismálum og samþættingu inn- flytjenda. Ef Norðurlönd væru með sameig- inlegan gjaldmiðil og sameiginlega lausn í varnarmálum væru þau sterkari sem heild á alþjóðavett- vangi. Eins og staðan er nú ganga Norðurlönd ekki í takt á mikilvæg- um samfélagssviðum og ekkert bendir til þess að það breytist í bráð. Hugmyndin um að heildstætt bandalag Norðurlanda í ESB og Atlantshafsbandalaginu er í dag draumsýn ein og í ljósi þess að sam- kennd Norðurlanda sækir kraft sinn í grasrótina er óskynsamlegt að óska eftir yfirbyggingu þar sem valdið kemur að ofan. Að sjálfsögðu þarf að virða fulltrúalýðræðið, eitt af sterkustu gildum Norðurlanda. Þá er sá kostur einn eftir að byggja vörumerkið á mýkri gildum, á Norðurlöndum sem „mjúku stór- veldi“. Hvað felst í því sem nú er oft nefnt Norræna leiðin (The Nordic Way)? Hún felst í sterkri samkeppn- ishæfni samhliða félagslegu öryggi, ókeypis menntun á öllum skólastig- um, grænum vexti og sjálfbærri orku, hagnýtri hönnun og svo fram- vegis. Svonefnd mjúk gildi geta verið að minnsta kosti eins áhugaverð fyrir umheiminn og svonefnd hörð gildi. Þegar verið er að byggja upp vöru- merki er gott að hafa í huga að vöru- merkið á sér sjálfstæða tilveru óháð gerðum handhafa þess. Ef unnið er skipulega að eflingu vörumerkis verður að byggja það á haldbærum rökum og raunveruleg- um gildum. Ekki er hægt að komast hjá því að móttakendur upplifi vöru- merkið á mismunandi hátt. Eftir Henrik Wilén » Til að efla samheldni Norðurlandabúa, sem er forsenda þess að Norðurlönd geti verið sameiginlegt vöru- merki, þarf sameig- inlegan opinberan um- ræðuvettvang. Henrik Wilén Höfundur er framkvæmdastjóri Sambands Norrænu félaganna. Norðurlönd sem alþjóðlegt vörumerki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.