Morgunblaðið - 15.12.2015, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 2015
Fylgi Pírata mældist 35,5% í nýrri
könnun, sem MMR birti í gær og
gerð var 1.-7. desember. Hefur
fylgi flokksins mælst yfir 30% frá
því í apríl í könnunum fyrirtæk-
isins.
Í könnuninni nú mældist fylgi
Sjálfstæðisflokksins 22,9%, fylgi
Framsóknarflokksins 12,9%, Sam-
fylkingarinnar 9,4% og fylgi VG
sömuleiðis 9,4%. Fylgi Bjartrar
framtíðar mældist 4,6% í könn-
uninni og fylgi Dögunar mældist
1,1%. Fylgi annarra flokka mældist
undir 1%.
Þá mældist fylgi ríkisstjórn-
arinnar 35,6% í könnuninni.
Heildarfjöldi svarenda í könn-
uninni var 967 einstaklingar, 18
ára og eldri. Vikmörk miðað við
1.000 svarendur geta verið allt að
3,1%.
Fylgi Pír-
ata mælist
35,5%
Fylgi ríkisstjórnar
mælist 35,6%
Morgunblaðið/Eggert
Á Alþingi Píratar njóta mests fylgis
landsmanna samkvæmt könnun.
Tvær steypireyðar verða merktar
næsta sumar, en steypireyður er
stærsta dýrategund sem lifað hefur
á jörðinni og getur náð allt að 190
tonna þyngd. Steypireyðar voru
merktar við landið 2009, 2013 og
2014 og tókst fyrsta árið að fylgjast
með steypireyði í 80 daga. Þann
tíma dvaldi dýrið á hafsvæðinu
milli Íslands og Grænlands.
Margt er óljóst varðandi stofn-
gerð og far steypireyðar í Norður-
Atlantshafi og eru t.d. vetrarstöðv-
arnar óþekktar. Þó hefur sama dýr-
ið greinst af ljósmyndum við Ísland
að sumri og undan ströndum Márit-
aníu að vetri.
Tveir þeirra þriggja hnúfubaka
sem merktir voru með gervihnatta-
sendum í Eyjafirði um mánaðamót-
in október-nóvember halda enn
kyrru fyrir fyrir norðan land. Þeir
hafa ferðast á milli fjarða, frá
Húnaflóa í vestri og Öxarfjarðar í
austri.
Þriðji hvalurinn lagði hins vegar
fljótlega af stað vestur með landinu
og út af Vestfjörðum tók hann
strikið suður á bóginn. Merki hættu
hins vegar að berast þegar hann
var kominn rúmlega 500 sjómílur
(950 km) suðvestur af Reykjanesi.
Í fyrravetur var fylgst með hnúfu-
bak í fimm mánuði frá því að starfs-
menn Hafrannsóknastofnunar
merktu hann í Eyjafirði 10. nóv-
ember. Fylgst var með ferðum dýrs-
ins suður á bóginn og um miðjan
mars hélt það kyrru fyrir í Karíba-
hafinu í tæpar tvær vikur, en þar eru
þekktar æxlunarstöðvar hvala. Síð-
asta skeyti barst frá hnúfubaknum
12. apríl og samkvæmt ljósmyndum
er talið víst að hann hafi skilað sér í
Skjálfandaflóa síðasta vor. aij@mbl.is
Merkja tvær steypireyðar
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Langförull Hnúfubakurinn sem í fyrravetur dvaldi um tíma í Karíbahafinu.
Tveir merktir hnúfubakar eru enn fyrir norðan land
Umhverfis- og
auðlindaráðherra
hefur skipað
Þröst Eysteins-
son í embætti
skógræktarstjóra
til fimm ára.
Þröstur hefur frá
árinu 2003 starf-
að sem sviðsstjóri
Þjóðskóganna hjá
Skógrækt ríkis-
ins. Fram kemur í tilkynningu frá
ráðuneytinu að Þröstur hafi verið
annar tveggja umsækjenda sem
hæfnisnefnd mat hæfastan til að
gegna embættinu.
Þröstur lauk doktorsprófi í skóg-
arauðlindum frá háskólanum í
Maine í Bandaríkjunum og meist-
aragráðu í skógfræði frá sama skóla.
Þröstur er skipaður í embætti
skógræktarstjóra frá 1. janúar
næstkomandi og er honum m.a. falið
að fylgja eftir nýlegum tillögum
starfshóps um sameiningu skóg-
ræktarstarfs ríkisins í eina stofnun.
Þröstur er kvæntur Sherry Curl
og eiga þau tvö uppkomin börn.
Skipaður í
embætti skóg-
ræktarstjóra
Þröstur
Eysteinsson
Rafsuðuvörur
Dalshrauni 14 • 220 Hafnarfjörður • Sími 555 2035 • jak.is
TILBOÐ á Caddy Mig
– 30-160 Amper
– Mjög einföld í notkun
– Stillir með einum hnappi efnisþykkt og byrjar að sjóða
– Aðeins 11,4kg
– Þolir langar framlengingarsnúrur
– Mjög góð vél frá ESAB bæði fyrir tómstundir
og atvinnumennsku
140.000
m/vsk
ESAB Caddy
Mig C160i
190.000
m/vsk
ESAB Caddy Mig C200i
– 30-200 Amper
– Einföld í notkun
– Stór LCD skjár með aðgerðarstýringum
– Stillir með einum hnappi efnisþykkt
og hvað efni er verið að nota
og byrjar að sjóða
– Þolir langa framlengingarsnúru
– Mjög góð vél frá ESAB bæði
fyrir tómstundir og
atvinnumennsku
Tilboð á meðan birgðir endast