Morgunblaðið - 15.12.2015, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.12.2015, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 2015 Mangójógúrt Ástæða þess að þú átt að velja lífræna jógúrt! • Engin aukefni • Meira af Omega-3 fitusýrum • Meira er af CLA fitusýrum sem byggja upp vöðva og bein • Ekkert undanrennuduft • Ánmanngerðra transfitusýra • Lífrænn hrásykur biobu.is - Lífrænar mjólkurvörur Dvergshöfða 27 |Sími: 535 5850 | www.blossi.is Opnunartími: 8-17 virka daga. Vetrartilboð á kuldagöllum aðeins 15.500 kr. Litir: Gulur og blár grár dökkblár rauður Í ár voru liðin hundr- að ár frá því konur á Ís- landi fengu kosninga- rétt og kjörgengi til Alþingis. Þess hefur verið minnst með ýms- um hætti á árinu. Það fór vel á því að enda þetta afmælisár með því að heiðra minningu Ingibjargar H. Bjarna- son, fyrstu konunnar sem settist á Alþingi, með mál- þinginu Stelpur stjórna í Ráðhúsi Reykjavíkur sem var haldið í gær, á afmælisdegi hennar. Hinn 31. mars sl. héldum við kjörnar konur í borg- arstjórn sérstakan hátíðarfund í til- efni af kosningaafmælinu, en þann mánaðardag, árið 1863, kaus fyrsta konan, Vilhelmína Lever, í bæjar- stjórnarkosningum norður á Akur- eyri. Hún kaus aftur til bæjar- stjórnar þar hinn 3. janúar 1866. Danakonungur staðfesti lög um mjög takmarkaðan kosningarétt kvenna til sveitarstjórna árið 1882, til handa ekkjum og ógiftum konum, 25 ára og eldri ef þær stóðu fyrir búi eða voru á annan hátt sjálfra sín ráðandi. En þeim kosningarétti fylgdi ekki kjör- gengi. Vilhelmína hefur því ekki séð ástæðu til að bíða eftir þessum rétt- arbótum konungs. Fyrsta konan til að neyta atkvæðisréttar síns í bæj- arstjórnarkosningum í Reykjavík var Kristín Bjarnadóttir frá Esjubergi á Kjalarnesi, ljósmóðir og þá orðin ekkja sem starfrækt hafði veit- ingastofuna Hermes í Lækjargötu 4. Þetta var 3. febrúar 1888. Þegar Kristín reið á vaðið og kaus fyrst kvenna til bæjar- stjórnar í Reykjavík höfðu 30-40 konur kosningarétt í bænum, án þess að nýta hann. En þetta tómlæti átti eftir að breytast í þaul- skipulagða og kraft- mikla hreyfingu. Hið ís- lenska kvenfélag stóð fyrir undirskriftasöfn- un til stuðnings al- mennum kosningarétti kvenna árið 1885 og söfnuðust þá 2.348 und- irskriftir. Önnur undirskriftasöfnun fór fram árið 1907 og skrifaði þá 11.381 kona undir áskorunarskjalið, eða tæp 40% allra kvenna í landinu, fimmtán ára og eldri. Kosningabarátta skipulögð Þær fáu konur sem fengið höfðu kosningarétt til sveitarstjórna 1882 fengu ekki kjörgengi fyrr en 1902 en árið 1908 fengu giftar konur loks kosningarétt og kjörgengi í bæj- arstjórnarkosningum í Reykjavík og Hafnarfirði. Þá setti Bríet Bjarnhéð- insdóttir fram hugmyndina um fram- boðslista kvenna í Reykjavík. Hug- myndinni var vel tekið og framboðið vel skipulagt. Haldnir voru fyrir- lestrar um réttarstöðu kvenna, nýju kosningalögin og ýmis málefni bæj- ar- og sveitarstjórna sem brunnu á konum. Þar buðu fram fjórar konur, skiptu bænum niður í kosninga- hverfi, opnuðu kosningaskrifstofu, gáfu út prentaða stefnuskrá og náðu tali af flestum þeim konum sem feng- ið höfðu kosningarétt. Þetta var upp- hafið að skipulagðri kosningabaráttu enda urðu þær ótvíræður sigurvegari kosninganna, fengu flest atkvæði þeirra 19 lista sem buðu fram og allar fjórar konurnar komust í bæj- arstjórn. Þegar hér var komið sögu varð því ekki aftur snúið. Konur eignuðust málsvara á þingi og 1911 samþykkti Alþingi frumvarp sem gerði ráð fyrir jöfnum kosningarétti karla og kvenna en dönsk stjórnvöld höfnuðu því sem og öðrum breyt- ingum á stjórnarskránni. Árið 1915 var þó samþykkt ný stjórnarskrá með ákvæði um kosningarétt og kjörgengi kvenna og vinnumanna. Langþráðu markmiðið var nú náð. Þessum áfanga í sögu kvenréttinda var fagnað hinn 7. júlí. Konur gengu fylktu liði frá Barnaskólagarðinum við Fríkirkjuveg og niður á Austur- völl og héldu þar fjölmennari sam- komu en áður hafði verið stofnað til í Reykjavík. Hátíðleg mannamót voru þá þýðingarmeiri í huga alþýðufólks en síðar varð. Á Austurvelli ríkti ein- læg gleði og eftirvænting. Á þessum þjóðfrelsistímum dró það svo ekki úr stemningunni, né sögufrægð sam- komunnar að Austurvöllur var skrýddur hinum íslenska fána eins og við nú þekkjum hann og þá í fyrsta sinn viðurkenndum sérfána Íslands. Kristján konungur 10. hafði nefni- lega einnig undirritað frumvarp hinn 19. júní um sérfána Íslands. Dagskrá þessarar miklu hátíðar á Austurvelli hófst á því að sendinefnd kvenna gekk inn í þinghúsið á fund samein- aðs þings með ávarp frá íslenskum konum en það kom í hlut Ingibjargar H. Bjarnason að lesa upp ávarpið. Forseti sameinaðs þings og ráðherra þökkuðu fyrir með stuttri ræðu og þingheimur tók undir með þreföldu húrrahrópi. Dagskránni var svo fram haldið á Austurvelli þar sem lesið var upp skeyti til Kristjáns konungs og drottningar og þær Ingibjörg H. Bjarnason og Bríet Bjarnhéð- insdóttir ávörpuðu gesti í tilefni dagsins. Þessum blíðviðris- og hátíð- isdegi lauk svo með almennri sam- komu í Iðnó um kvöldið. Öflugur þingmaður Ingibjörg H. Bjarnason sat á Al- þingi 1923-1930 og var 2. varaforseti Efri deildar. Hún var öflugur þing- maður og notaði þann tíma vel sem hún sat á þingi. Hún beitti sér fyrir ýmsum mikilvægum málum, bæði á sviði skóla- og velferðarmála, og kom mikilvægum málum á dagskrá eins og byggingu Landspítalans, bygg- ingu Sundhallarinnar, styrkjum til gamalmenna og beitti sér fyrir bættri stöðu óskilgetinna barna. Síð- ast en ekki síst nýtti hún hvert tæki- færi til að minnast á réttindi kvenna og beitti sér fyrir víðtækri endur- skoðun lagasafnsins í þeim tilgangi að hreinsa út úr lögunum þær grein- ar þar sem konum var mismunað. Kvenskörungar Á tímamótum sem þessum hvarfl- ar hugurinn óneitanlega til ýmissa merkisbera réttindabaráttu kvenna hér á landi á síðustu öld. Að fjölmörg- um öðrum ólöstuðum koma upp í hugann skörungar á borð við fyrstu konuna sem kjörin var á þing, Ingi- björg H. Bjarnason, Auður Auðuns fyrsta konan sem gegndi stöðu borg- arstjóra og ráðherraherraembætti, fyrsti kvenbiskupinn, Agnes Sigurð- ardóttir, fyrsti kvenrektor Háskóla Íslands, Kristín Ingólfsdóttir, fyrsta konan til að gegna stöðu hæstarétt- ardómara, Guðrún Erlendsdóttir, og Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra til Vigdísar Finn- bogadóttur, fyrstu konunnar sem kjörin var forseti lýðveldisins. En þó aðhér hafi verið drepið á nöfn öfárra kvenna sem hösluðu sér völl í hinum ýmsu æðstu embættum þjóðarinnar má aldrei missa sjónar á þeirri stað- reynd að íslensk kvenréttindabarátta hefur fyrst og síðast verið fjöldabar- átta þúsunda kvenna sem endur- metið hafa reynsluheim sinn og tek- ist, hver og ein, með sínum hætti, á við þröngsýni, fordóma, óréttlæti, of- beldi og minnimáttarkennd. Hún hef- ur óneitanlega verið hugmyndabar- átta inni á íslenskum heimilum, í fyrirtækjum og opinberum stofn- unum og í öllum atvinnustéttum til sjávar og sveita. Á öllum þessum sviðum hafa konur rutt kynsystrum sínum leiðina, minnugar textans sem Grýlurnar sungu forðum daga: „Hvað er svona merkilegt við það …“. Við erum ekki að minnast þessara tímamóta til að telja neinum trú um það að baráttunni sé lokið. Henni lýkur nefnilega aldrei. Hið fullkomna samfélag hefur aldrei ver- ið til og verður aldrei til. En við get- um stöðugt bætt samfélög okkar og um það eiga kvenréttindabaráttan og stjórnmálin einmitt að snúast. Stelpur stjórna Eftir Mörtu Guðjónsdóttur » Við erum ekki að minnast þessara tímamóta til að telja neinum trú um það að baráttunni sé lokið. Henni lýkur nefnilega aldrei. Marta Guðjónsdóttir Höfundur er varaborgarfulltrúi. Haustið 2007 gekkst ég undir krossbands- aðgerð í Orkuhúsinu þar sem sinar voru fjarlægðar af tveimur vöðvum í aftanverðu læri til að endurbyggja nýtt krossband. Árið 2009 kvartaði ég til landlæknisembætt- isins um að kross- bandið hefði verið rangt staðsett, sem leiddi til þess að það slitnaði skömmu eftir aðgerð, og sjúkraþjálfun hefði verið of áköf, sem leiddi til eyðileggingar fyrr- nefndra vöðva og síðan þá hefur lær- ið á mér verið hræðilega afskræmt og ég hef ekki getað hlaupið. Þegar sinar eru teknar af vöðvum í aftanverðu lærinu standa eftir vöðvar án sina. Í frumrannsóknum á sinatöku hefur verið sýnt fram á að styrkur lærisins eftir sinatöku varð- veitist ef ekki er beitt neinni þjálfun á aftanvert lærið. Aðrar rannsóknir hafa sýnt að nýjar sinar endurmynd- ast með tímanum en engar nýjar sin- ar eru þó sjáanlegar fyrr en um 6 vikum eftir sinatöku. Þess vegna tíðkast að stunda engar æfingar með mótstöðu í 6-12 vikur á umrædda vöðva, og engar svokallaðar „eccent- ric“-æfingar án mótstöðu í 1-2 mán- uði eftir aðgerð, því að kraftur vöðv- anna er mikill og hættan á að of- reyna vefjavöxt er augljós. Í sjúkraþjálfun er grundvallarregla að ofreyna ekki gróandi vef. Ég hef lagt fram viðamikil vísindaleg gögn sem sýna fram á þetta. Í eftirmeðferðinni var ég látinn hefja margvíslegar æfingar á aftan- verðu lærinu fyrsta daginn og fyrstu vikuna eftir aðgerð, og æfingar með mótstöðu hófust aðeins átta dögum eftir aðgerð, löngu fyrir endurmynd- un sinanna. Þessi meðferð er veru- lega ákafari en áköfustu meðferðir sem tíðkast. Ég fékk enga þrepa- skipta áætlun eða skriflegar upplýs- ingar um eftirmeðferðina í heild eins og tíðkast. Tvisvar í sjúkraþjálfunarferlinu var meðferð hætt og ég fékk ekki nýjan tíma hjá sjúkraþjálfara þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir. Eftirfylgni læknis var engin. Landlæknisemb- ættið og heilbrigð- isráðuneytið hafa kom- ið sér upp kerfi til að koma í veg fyrir að mis- tök verði viðurkennd. Landlæknir fær um- sagnaraðila til að skrifa umsagnir þar sem staðreyndir eru hunsaðar eða afbakaðar til að fá fram „rétta“ niðurstöðu sem er „ekki verður séð að mistök hafi átt sér stað“. Sjúk- lingur svarar rangfærslunum með löngu bréfi sem umsagnaraðilar svara ekki. Í kæru til heilbrigð- isráðuneytisins neitar ráðuneytið að fjalla efnislega um málið og vísar málinu frá. Í málsmeðferð landlæknisemb- ættisins var umsagnaraðilinn Magn- ús Örn Friðjónsson, sjúkraþjálfari. Hann segir að sjúkraþjálfunin hafi verið of áköf, en ákveður svo að hún hafi ekki verið að ráði sjúkraþjálf- arans og ég hafi fundið upp á henni sjálfur! Þetta er ótrúlega fjar- stæðukennt því það kemur skýrt fram í máli meðferðaraðilans að æf- ingarnar hafi verið ráðlagðar svo snemma í meðferðinni. Einnig hafa aðrir sjúklingar fengið sömu ráð- leggingar. Meðferðaraðilinn mót- mælti meira að segja fullyrðingum Magnúsar um að meðferðin hefði verið of áköf, meðferð sem ég átti að hafa fundið upp á sjálfur! Magnús sýnir ótrúlega hlutdrægni með ýms- um öðrum hætti. Hann segir að ekk- ert vit sé í að notast við þrepaskipta sjúkraþjálfun þó hann vitni í margar slíkar frá erlendum aðilum og jafn- vel skrifar upp slíkt plan í umsögn- inni. Svo segir hann að þar sem ég hafi verið keppnishlaupari hafi ég ekki þurft leiðsögn frá sjúkraþjálf- ara! Ég skil ekki hvernig maður verður sérfræðingur í krossbands- sjúkraþjálfun af því að hlaupa. Í stjórnsýslukæru minni til ráðu- neytisins fór ég fram á að Magnús yrði úrskurðaður vanhæfur á grund- velli 6. tölul. 3. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 sem segir að vanhæfi eigi við ef til eru „ástæður sem eru falln- ar til þess að draga óhlutdrægni hans í efa með réttu“. Í úrskurði ráðuneytisins segir að við beitingu þessarar hæfisreglu þurfi viðkom- andi að eiga „einstaklegra hags- muna að gæta við úrlausn máls“. Hér er ráðuneytið greinilega að vitna í 5. tölulið greinarinnar en ekki 6. lið og niðurstaða ráðuneytisins því að Magnús sé hæfur. Þó vísar ráðuneytið málinu aftur til nýrrar meðferðar, þar sem í áliti landlæknisembættisins koma ekki fram kvartanir mínar né rökstuðn- ingur, og ekki einu sinni nafn aðal- skurðlæknis krossbandsaðgerðar- innar sem er læknir sem ég hef aldrei séð. Það var fyrst þegar meira en sex ár voru liðin frá aðgerð að ég fékk viðurkennda bótakröfu í sjúklinga- tryggingu. Til að fá bætur hef ég gengist undir örorkumat sumarið 2014 en örorkumatsmenn hafa enn ekki klárað matið. Ég get ekki farið með málið til dómstóla fyrr en ör- orkumat liggur fyrir. Núna eru liðin meira en átta ár frá aðgerðinni í Orkuhúsinu og tíminn að renna út. Mig hryllir við tilhugsuninni að dóm- stólar séu mögulega eins spilltir og heilbrigðisyfirvöld Hinir ósnertanlegu Eftir Árna Richard Árnason » Árni Richard Árna- son segir frá baráttu sinni við heilbrigðisyfir- völd til að fá viður- kenningu á að mistök hafi verið gerð í kross- bandsaðgerð. Árni Richard Árnason Höfundur er stærð- og verkfræð- ingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.