Morgunblaðið - 15.12.2015, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 15.12.2015, Blaðsíða 35
ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 2015 störf fram yfir tvítugt en var auk þess á vertíðum, s.s. í Grundarfirði, á Breiðdalsvík og á Fáskrúðsfirði. Eftir námið á Hólum hóf Sigríkur störf við tamningar en starfaði auk þess á sambýlinu á Gauksmýri í Húnavatnssýslu 1992-93 og vann við unglingaheimili á Stóru-Gröf og síð- an á Bakkaflöt í Skagafirði á ár- unum 1993-98. Að því loknu vann Sigríkur alfarið við tamningar, fyrst í Skagafirði. Hann flutti með fjölskyldunni í New York-ríki í Bandaríkjunum árið 2000 og vann þar að uppbyggingu hesta- búgarðs fyrir íslenska hesta. Hann flutti aftur heim vorið 2003, festi kaup á jörðinni Syðri-Úlfsstöðum í Austur-Landeyjum og hefur rekið þar hrossabú síðan, þar sem fjöl- skyldan ræktar hross og starfrækir tamningastöð: „Áhuginn á hrossum kom ekki fyrr en ég var kominn und- ir tvítugt. Ég lagði því áherslu á hrossarækt og hrossaumsýslu í náminu á Hólum og áhuginn hefur vaxið stöðugt síðan. Þetta er þannig starf að maður verður að hafa mik- inn áhuga á hrossum til að sinna þeim af kostgæfni.“ Þegar hrossunum sleppir hefur Sigríkur áhuga á veiðimennsku, hvoru tveggja stangveiði og skot- veiði: „Svo hef ég verið að vasast í félagsmálum, er nú formaður Hrossaræktarsamtaka Suðurlands og hef yfirleitt verið virkur í hesta- mannafélögum þar sem ég hef búið og starfað hverju sinni. Ég held ég sé ekkert að telja upp fleiri hugðar- efni enda er það starfið og hrossin sem maður hefur mestan áhuga á og ég er að vasast í frá morgni til kvölds.“ Fjölskylda Eiginkona Sigríks er Sigríður Kristjánsdóttir, f. 26.5. 1967, skrif- stofumaður við sýsluskrifstofuna á Hvolsvelli. Foreldrar hennar: Ásta Guðmundsdóttir, f. 28.1. 1948, hús- freyja í Úlfsey í Landeyjum, og Kristján Jóhann Agnarsson, f. 4.7. 1946, d. 20.11. 2002, forstjóri Kassa- gerðar Reykjavíkur. Stjúpmóðir Sigríðar er Andrea Guðnadóttir, f. 9.12. 1950, kennari í Garðabæ. Dætur Sigríks og Sigríðar eru Bryndís Sigríksdóttir, f. 30.10. 1993, nemi í viðskiptafræði við HÍ, búsett í Reykjavík en unnusti hennar er Ómar Friðriksson, nemi í íþrótta- fræðum við HR; Rikka Sigríks- dóttir, f. 7.3. 2000, nemi við Grunn- skólann á Hvolsvelli, og Sara Sigríksdóttir, f. 9.11. 2005, nemi við Grunnskólann á Hvolsvelli. Systkini Sigríks eru Arnþór Jóns- son, f. 28.1. 1962, véltæknifræðingur á verkfræðistofu á Ísafirði, búsettur í Bolungarvík; Freyja Jónsdóttir, f. 15.1. 1969, húsfreyja í Borgarfirði eystra; Dagbjartur Jónsson, f. 19.10. 1972, vélstjóri við Fljótsdalsvirkjun, búsettur í Fellabæ; Geirþrúður Jónsdóttir, f. 17.2. 1974, húsfreyja í Dubai í Sameinuðu furstadæm- unum; Eygló Jónsdóttir, f. 31.1. 1975, húsfreyja í Noregi, og Trausti Jónsson, f. 7.6. 1977, d. 27.8. 2000, var bóndi á Randversstöðum í Breiðdal. Foreldrar Sigríks: Emelía Mýrdal Jónsdóttir, f. 26.4. 1938, til heimilis í Grænuhlíð í Hjaltastaðaþinghá, og Jón Gunnlaugs Þórðarson, f. 14.7. 1938, d. 29.12. 2013, bóndi í Grænu- hlíð. Úr frændgarði Sigríks Jónssonar Sigríkur Jónsson Sumarlína Sumarliðadóttir bústýra á Krossi Sigríkur Eiríksson vinnum og síðar fræðim. á Krossi á Akranesi Rikka Emelía Sigríksdóttir húsfr. á Akranesi Jón Mýrdal Sigurðsson skipasmiður á Akranesi Emelía Mýrdal Jónsdóttir húsfr. í Bolungarvík og í Grænuhlíð Þuríður Árnadóttir húsfr. á Akranesi Sigurður Jónsson smiður og ökum. á Akranesi Rebekka Dagbjört Hjaltadóttir húsfr. á Ísafirði og á Suðureyri Ásgeir Jónsson vélstj. á Ísafirði og á Suðureyri Þóra Ásgeirsdóttir kennari í Rvík Þórður Sumarliði Arason matreiðslum. í Rvík Jón Gunnlaugs Þórðarson skrifstofustj. hjá Einari Guðfinnssyni í Bolungarvík og síðar b. í Grænuhlíð Margrét Þórdís Magnúsdóttir húsfr. á Akranesi og í Rvík Ari Jónsson verkam. á Akranesi og í Rvík Hestamaðurinn Sigríkur Jónsson. Indriði fæddist á Siglufirði 15.12.1927 og ólst þar upp. Foreldrarhans voru Páll Ásgrímsson, verkamaður og verslunarmaður á Siglufirði, og María Sigríður Indr- iðadóttir húsfreyja. Meðal systkina Páls var Kristinn Ágúst Ásgrímsson, járnsmiður á Stóra-Grindli, faðir Árna Garðars Kristinssonar sem lengi var auglýs- ingastjóri Morgunblaðsins, og Dag- björt Ásgrímsdóttir, kennari í Svarfaðardal og kaupmaður á Dalvík, móðir Þorsteins Svarfaðar, læknis í Reykjavík, og Önnu Stef- ánsdóttur hjúkrunarforstjóra. Eftirlifandi eiginkona Indriða er Elísabet Guðný Hermannsdóttir, f. 1928, frá Seyðisfirði, en börn þeirra eru Sigríður, gift Margeiri Péturs- syni, og Einar Páll, kvæntur Höllu Halldórsdóttur. Indriði lauk stúdentsprófi frá MA 1948, lögfræðiprófi frá HÍ 1954 og öðlaðist hdl.-réttindi 1958. Indriði var fulltrúi hjá Samein- uðum verktökum á Keflavíkur- flugvelli 1955-57, starfrækti lög- fræðistofu í Reykjavík 1957-59 og var jafnframt framkvæmdastjóri Félags löggiltra rafvirkjameistara 1957-58 og Meistarasambands bygg- ingarmanna 1958-59. Hann var fulltrúi forstjóra Olíufélagsins Skelj- ungs hf. 1959-71, forstjóri Skeljungs 1971-90 og var síðan stjórnar- formaður Skeljungs 1990-99. Indriði sat í stjórn Hf. Eimskipa- félags Íslands 1976-99 og var stjórn- arformaður þar 1992-99. Auk þess sat hann m.a. í stjórn Flugleiða hf. frá 1988-2001 og í stjórn Ferðaskrif- stofunnar Úrvals-Útsýnar hf. 1987- 92. Þá sat hann í framkvæmdastjórn VSÍ 1972-78 og í stjórn Verslunar- ráðs Íslands 1982-1990. Indriði var formaður Stúdenta- félags HÍ 1949-50, var félagi í Rót- arýklúbbi Reykjavíkur og sinnti þar stjórnarstörfum á árunum 1984-87, þar af sem forseti 1985-86. Hann var stórmeistari Frímúrarareglunnar á Íslandi á árunum 1988-99. Indriði var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 1988 og stórriddarakrossi 1993. Indriði lést 13.5. 2015. Merkir Íslendingar Indriði Pálsson 95 ára Margrét Kristjánsdóttir 90 ára Hulda Lilja S. Þorgeirsdóttir 85 ára Bjarni Ellert Bjarnason Helga Rósa Scheving Magnús Bjarnason Sigurleif Sigurjónsdóttir 80 ára Gísli Þorsteinsson Rebekka Þórhallsdóttir 75 ára Einar Sigurþórsson Jón Ármann Sigurjónsson 70 ára Álfheiður Hjaltadóttir Sunna Hraunfjörð 60 ára Anna Axelsdóttir Ásrún Sæland Einarsdóttir Boguslaw Wiecierzewski Elma Eide Pétursdóttir Guðmundur Þórðarson Ingibjörg Sigurðardóttir Jón Gunnar Sigurjónsson Jónína Ólafsdóttir Margrét Brynjólfsdóttir Miroslaw Domzal Sigurrós Erna Eyjólfsdóttir Þórhildur Albertsdóttir 50 ára Aðalbjörg Pálsdóttir Agnar Hansson Guðlaug Sturlaugsdóttir Gunnar Waage Ireneusz Bukowski Joel Estrada Cagatin Jóhann Rúnar Guðbjarnason Sigurbjörg Þorláksdóttir 40 ára Björn Óðinn Sigurðsson Daisy Caparida Helga Jóna Sigurðardóttir Ingunn Dögg Sindradóttir Marta Ibanez Perez Ólafur Lúther Einarsson Sigrún Hjördís Arnardóttir Unnar Miguel Jósefsson Þorsteinn Karl Ingólfsson 30 ára Böðvar Pétursson Karl Heiðar Friðriksson Sigurður Örn Ríkharðsson Vitalina Ostimchuk Til hamingju með daginn 30 ára Fanný ólst upp í Kópavogi, býr í Hafnar- firði, lauk sveinsprófi í hárgreiðslu og er starfs- maður Símans. Systkini: Adam Norð- fjörð, f. 1991, Símon Norðfjörð, f. 1996, og Eva Karen, f. 1997. Foreldrar: Guðrún Ásta Karlsdóttir, f. 1963, starfsmaður á Útvarpi Sögu, og fósturfaðir: Guð- mundur Birgir Ívarsson, f. 1964, leigubílstjóri. Fanný Norðfjörð 40 ára Þórmundur býr í Kópavogi, lauk prófi í byggingafræði og starfar hjá Ara Engineeing. Maki: Ragna Pálsdóttir, f. 1978, lögfræðingur hjá Ís- landsbanka. Synir: Sigurjón Þorri, f. 2001, og Róbert Páll, f. 2008. Foreldrar: Sigurjón Þór- mundsson, f. 1953, húsa- smíðameistari, og Ragn- heiður Lilja Georgsdóttir, f. 1956, læknaritari. Þórmundur H. Sigurjónsson 40 ára Rut ólst upp í Litháen, kom til Íslands 1998, býr í Reykjavík, lauk prófum sem félagsliði og starfar á Hrafnistu. Maki: Darius Dilpsas, f. 1981, rafvirki. Börn: Tristan Þór Darius- son, f. 2011, og Hendrika Lea Dariusdóttir, f. 2014. Foreldrar: Ona Pipyn- iene, f. 1942, og Jonas Pipyne, f. 1941, vélfræð- ingur. Þau eru bús. í Litháen. Rut Jónasdóttir Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Viðurkennd gæðateppi, slitsterk, ofnæmisprófuð og samþykkt af Mannvirkjastofnun. Óhreinindavörn sem lengir líftíma teppanna og léttir þrif. Stigahúsateppi Mikið úrval! Mælum og gerum tilboð án skuldbindinga og kostnaðar Ármúli 32, 108 Reykjavík Sími 568 1888 www.parketoggolf.is Sérverslun með teppi og parket

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.