Morgunblaðið - 15.12.2015, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.12.2015, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Baráttamannafyrir vegsauka í stjórnmálum er iðulega samfellt streð sem þeir binda vonir við að fleyti þeim áður en lýkur nösum upp um þrep. En hin dæmin eru til þar sem einstaklingar skjótast eins og rakettur upp í háan sess eins og fyrir tilviljun örlaganna. Þá eru tilvikin ófá þar sem makk og möndl og undirmál knýja frama- potið. Auðvelt væri að nefna dæmi sem flestir þekkja um öll þessi tilbrigði persónu- legrar stjórnmálabaráttu. Stundum verða sniðugheitin í pólitíkinni ólíkindaleg. Flokkurinn Björt framtíð varð til sem bland af makki, möndli og sniðugheitum. Í fyrstu hafði hann tvöfaldan tilgang. Flokkinn átti að nýta til að tryggja fram- haldslíf Guðmundar Stein- grímssonar sem var skjól- stæðingur þeirra Össurar Skarphéðinssonar og Dags B. Eggertssonar og breytti ekki miklu um þann þátt hvort Guðmundur var í rúmi hjá Samfylkingu eða Fram- sókn það og það sinnið. Hins vegar átti Björt framtíð að vera trekt stað- sett laumulega undir Sam- fylkingunni svo hægt væri að beina flóttaatkvæðum úr þeim flokki um hana eins og lukkaðist í borgarstjórn- arkosningum og leiddi Dag til valda sem Jón Gnarr leppaði. Frægur stjórnvitr- ingur í Vesturheimi taldi forðum að blekkja mætti af- markaðan hóp manna til ei- lífðarnóns og hvern einn og einasta um skamma hríð. En allan hópinn væri þó úti- lokað að hafa að fíflum endalaust. Þetta Lincolns-lögmál mun sennilega skýra að ein- hverju leyti að botninn datt skyndilega úr fylgi Bjartrar framtíðar. Annar tvíhöfði þess flokks, Róbert Marshall, er í þeim stellingum núna að leggja plön og birta þau. Yf- irskrift þeirra er að vísu sú að markmið þeirra sé það eitt að bjarga þjóðarhag: „Það þarf að bjarga Íslandi. Við erum föst í fari átaka- stjórnmála sem valda stöðn- un og hnignun. Umræðan er ónýt og leiðir til lélegra ákvarð- ana. Þetta hefur aldrei verið jafn augljóst og nú.“ Það má segja að beittustu dæmin um „átakastjórnmál“, að svo miklu leyti sem hægt er að koma merkingu í þessa klisju, séu um þessar mund- ir í Sýrlandi, Jemen, Súdan, Afganistan og Líbíu. Í mild- ari flokk „átakastjórnmála“ mætti fella Venesúela, Taí- land og Malasíu. Í mildasta flokki mætti hafa Grikkland og jafnvel Frakkland þar sem höfuðfjendur franskra stjórnmála tóku höndum saman til að tryggja að stærsti flokkur landsins fengi ekki að hafa lýðræð- isleg áhrif í héraðsstjórn landsins, sem hugur kjós- enda sýndist stefna í. Þegar Róbert Marshall talar um átakastjórnmál á Íslandi á hann sennilega við „átakanleg stjórnmál“ og ef svo er verður málið þegar skiljanlegra. En lausn Róberts Mars- hall er þessi: „Ég sé fyrir mér stjórn sem væri að mestu skipuð utanþings- ráðherrum sem við kynnum fyrir kosningar og yrði leidd af Katrínu Jakobsdóttur. Verkefnin framundan eru risavaxin og munu reyna á okkur en við getum þetta. Það er von. Björgum Ís- landi.“ Þetta er óneitanlega merkileg tillaga. Jafnvel stórmerkileg. Ekki síst vegna þess að bjargvætturin Katrín Jakobsdóttir sat í 4 ár í ríkisstjórn sem fékk fræga útreið í einkunn við starfslok. En ekki nóg með það. Sú ríkisstjórn var að auki óvenjuleg að því leyti að hún hafði einmitt „ut- anþingsráðherra“ innan- borðs. En þó að þessi hugmynd Róberts virðist brosleg er ekki útilokað að hún sé póli- tískt sniðug. Jafnvel snjöll. Því ef marka má fylg- ismælingar nú er eina von tvíhöfða Bjartrar framtíðar, Guðmundar og Róberts, til að verða ráðherrar eftir kosningar einmitt sú að þeim verði kippt inn í hana sem utanþingsráðherrum. Sko Róbert. Róbert telur að utanþingsráðherrar eigi bjarta framtíð} Ekki eins vitlaust og virðist V eik börn. Þau kippa í hjartastreng- ina. Meira hjá sumum en öðrum en sem betur fer hjá flestum. Af þeim sökum eiga tvær albanskar fjöl- skyldur nú aftur örlitla von eftir að hafa gefist upp fyrir skriffinnskuskrímslinu Út- lendingastofnun. Skriffinnskuskrímslin eru víða og það er mikilvægt að muna að þau eru ekki mannleg þó þau séu manngerð. Fólkið sem starfar við að framfylgja duttlungum þeirra er ekki vont fólk og fór jafnvel út á þann vettvang til þess að reyna að temja þau. Sumir gefast aldrei upp en aðrir eru étnir með húð og hári. Á þann hóp stoðar lítið að öskra því úr maga skepnunnar berst ekkert hljóð. En þar sem skrímslið er manngert er hins- vegar hægt að kippa úr því vígtönnunum. Það er sá lærdómur sem við þurfum að draga af málum albönsku drengjanna. Þeir voru heppnir að eiga góða að sem tókst að vekja athygli á aðstöðu þeirra en hvað með þá sem á eftir koma? Ætlar hálf þjóðin að fylgja hverju einasta bágstadda barni í örugga höfn, otandi heykvíslunum að skriffinnsku- skrímslinu, eða ætlum við að breyta einhverju? Albanir eru stærsti hópur hælisleitenda hér á landi og það ekki að ástæðulausu. Flestir eru þeir að flýja sára fá- tækt en eru settir mörgum skörum lægra en flóttafólk frá stríðshrjáðum svæðum. Það er skiljanlegt að einhverju leyti; brennandi hús eru hættulegri en lek hús þó að afleið- ingarnar geti verið þær sömu. Sem samfélag höfum við komist að því að við viljum bjóða Sýrlendingum húsaskjól á okkar kostnað meðan hús þeirra brenna. Til þess er hælisleitendakerfið. En hvaða kerfi höfum við að bjóða fólkinu í leku húsunum? Í augnablikinu leita Albanir í brunaskýlin okk- ar af því að þeir eiga ekki annarra kosta völ – ómenntað fólk utan ESB fær ekki langtíma- dvalarleyfi á grundvelli atvinnu. Það kostar ís- lenska ríkið fjármagn sem Albönunum gefst ekki tækifæri til að borga til baka í formi skatta því þeir eru alltaf sendir heim. Ef við myndum breyta kerfinu okkar, þannig að fólk í lekum hús- um gæti komið hingað til lands og byggt ný hús sem virkir þátttakendur í íslensku atvinnulífi, sem íslenskir skattgreiðendur í íslensku hag- kerfi, værum við ekki bara að elska náungann heldur að spara og græða, jafnt í krónum sem og í menningu. Til þess þurfum við að ná vígtönnunum úr skriffinnsku- skrímslinu. Fyrsta tönnin er orðið „ekki“ eins og Pawel Bartoszek bendir á í greininni „Þrír hlutir sem myndu gera Ísland opnara“ en eins og kemur fram í framhaldsgreininni „… og ástæða þess að það verður ekki gert“ er það ASÍ sem skerpir tennurnar, ekki starfsfólk Útlendingastofn- unar. Báðar greinarnar eru skyldulesning fyrir alla með hjartastrengi, óháð tilkippileika. Beinum köllum okkar eftir réttlæti á rétta staði og bjóð- um fólk sem flýr efnahagslegar hörmungar velkomið á við- eigandi forsendum: með því að leyfa því að vinna. annamarsy@mbl.is Anna Marsi- bil Clausen Pistill Af skrímslum og mönnum STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Ef lokið hefði verið við aðstyrkja meginflutnings-kerfi Landsnets á raforkuáður en fárviðrið gekk yfir landið 7. desember sl. og aðfaranótt þess 8., þá hefðu notendur líklega orðið fyrir minna straumleysi. Þetta segir Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets. Rafmagnslaust var víða á landinu í óveðrinu vegna þess að flutningslínur með trémöstr- um skemmdust. Byggðalínuhringurinn, sem nær frá Hvalfirði og til Sigölduvirkjunar, rofnaði á tveimur stöðum. Meg- invandamálið sem Landsnet glímir við er tvískipt, annars vegar þarf að halda áfram að endurnýja gömul möstur og einnig að leggja fleiri línur til að auka öryggi kerfisins. Á ýmsum stöðum er kerfið á milli 30 til 40 ára gamalt. Lengi verið strand í framkvæmdum „Við höfum verið strand mjög lengi í framkvæmdum á þessum svæðum og ekki getað endurnýjað og styrkt kerfið vegna deilumála,“ segir Guðmundur Ingi. Deilurnar eru á ýmsum stigum og ólík sjónarmið fara þar saman. Deilurnar eru ýmist við sveitarfélög þar sem línurnar fara um, við land- eigendur, umhverfisverndarsamtök og svo er deilt um fyrir hvern orkan er flutt. Einnig er deilt um hvort raf- línan eigi að vera ofan- eða neð- anjarðar. Guðmundur Ingi nefnir Blöndu- línu 3, sem liggur milli Blönduvirkj- unar og Akureyrar, sem dæmi um brýna framkvæmd sem ekki hefur verið unnt að fara í. Línan hefur ekki komist í gegnum undirbúningsferlið undanfarin sjö ár. „Sú lína hefði skipt sköpum í þessu tilviki,“ segir Guð- mundur Ingi og vísar til rafmagns- leysisins sem varð í Eyjafirði og á Ak- ureyri í fárviðrinu. „Við erum vongóð um að það sé farið að greiða úr þessu og að við get- um hafið uppbyggingu á næsta og þarnæsta ári. Það tekur talsverðan tíma að styrkja kerfið nægilega mik- ið,“ segir hann. Tvær línur eru lengst komnar í undirbúningsferli og það eru Blöndu- lína 3 og Kröflulína 3. Sú fyrri var sett upp í kringum 1970 og skemmd- ist hún töluvert í síðustu viku. Kraft- mikill vindur felldi trémastrið og ekki þurfti ísingu til. Tvær leiðir eru til skoðunar um hvernig eigi að leggja raflínurnar, annaðhvort byggðarleiðin eða yfir há- lendið. Landsnet telur hálendisleiðina heppilegri kost. „Það er niðurstaða okkar út frá umhverfis- og tæknisjón- armiðum í þeim gögnum sem við höf- um í dag,“ segir Guðmundur Ingi. Hann bætir við að lagningu raflína fylgi alltaf jarðrask. Til að mynda þarf að grafa plast og olíu ofan í jörð- ina þegar jarðstrengur er lagður. Kerfisáætlun Landsnets er í um- fjöllun hjá sveitarfélögunum. Í lok maímánaðar 2015 sam- þykkti Alþingi þingsályktun um stefnu stjórnvalda um lagningu raf- lína. Þar stendur m.a.: „Við uppbygg- ingu og þróun flutningskerfis raforku skal stefnt að því að árið 2020 verði samanlagt heildarhlutfall jarð- strengja í landshluta- og meginflutn- ingskerfi raforku á 11 kV spennustigi eða hærra orðið a.m.k. 50% af lengd raflína, 65% árið 2025 og 80% árið 2035.“ „Frumvarpið mun hjálpa okkur mikið við að halda áfram að vinna. Við þurftum á þessum skýrleika að halda. Það er mikill kostnaðarauki að leggja raflínu í jörð sem skilar sér í hærri raforkukostnaði fyrir notandann,“ segir hann. Styrkja þarf megin- flutningskerfi raforku Morgunblaðið/RAX Óveður Starfsmenn RARIK við raflínu nálægt Jökulsá á Sólheimasandi. „Það hefur verið mikill þrýst- ingur á okkur undanfarið að bæta úr ástandinu en þrýst- ingurinn er orðinn enn meiri núna eftir óveðrið. Það blasir við öllum hversu vanbúið kerf- ið er á þessu svæði og nauð- synlegt að bregðast við því,“ segir Guðmundur Ingi Ás- mundsson, forstjóri Lands- nets, um meginflutnings- kerfið. Hann segir gríðarlega mikla þörf á að leysa þessi mál. Þrýstingurinn kemur hvort tveggja frá þeim sem leggjast gegn framkvæmd- unum og einnig þeim sem krefjast úrbóta. Ekki er hægt að flytja meiri orku en nú er gert í gegnum byggðakerfið sem nær frá Hvalfirði og hringinn í kringum landið að Sigöldu- virkjun á Suðurlandi. Þrýsting- urinn eykst KERFIÐ FULLNÝTT Guðmundur Ingi Ásmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.