Morgunblaðið - 15.12.2015, Side 18

Morgunblaðið - 15.12.2015, Side 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 2015 Smáfræsarar & brennipennar Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is | verzluninbrynja.is Fræ Opið virka daga frá 9 -18 lau f rá 10 -16 ari 200 stk Verð 15.425 s Brennipenni Verð 8.890 Fræsari lítill Verð 9.980 Tilvalið í jólapakka handverksmannsins Úrval af vönduðum brennipennum og smáfræsurum Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Úlfarsfellið hefur þúsund andlit. Möguleikar göngu- garpa þar eru endalausir og alltaf ber eitthvað nýtt fyrir augu. Það þekki ég orðið þokkalega eftir 800 ferðir á fjallið á fimm árum,“ segir Reynir Traustason. Tog- araskipstjórinn að vestan, sem varð blaðamaður og rit- stjóri, er nú kominn í nýtt hlutverk sem fararstjóri hjá Ferðafélagi Íslands. Þar er með honum Ólafur Sveinsson en saman hafa þeir klifið óteljandi fjöll á undanförnum árum, bæði hér heima og erlendis. Bakgrunnur Reynis og Ólafs í fjallamennsku er mjög svipaður, báðir fóru þeir að stunda útiveru og göngur þegar líkaminn fór að láta vita af sér. Það var í byrjun 2011 sem Reynir fór af stað, þá 140 kílóa maður í sleni og hættumerkin og -ljós farin að blikka. Hreyfing var því heillaráð og heimatökin hæg hjá Reyni sem býr í Mos- fellsbænum og undir hlíðum Úlfarsfells. Fyrsta ferðin á fjallið var strembin, sú næsta aðeins léttari og svo koll af kolli. Eftir því sem þrekið jókst jókst áhuginn og brátt tóku við göngur á Helgafell við Hafnarfjörð, Esjuna og svo mætti áfram telja. Hápunkturinn er svo ganga á Mont Blanc, sem er 4.808 metrar á hæð. Fara á þægileg göngufjöll Verkefni Ferðafélags Íslands sem þeir Reynir og Ólaf- ur fara fyrir ber yfirskriftina Fyrsta skrefið þar sem gengið er á fjöll tvisvar sinnum í viku. Verkefnið er hugs- að fyrir þá sem vilja taka fyrstu skrefin í fjallgöngum. Það verður fastur liður að arka alltaf á Úlfarsfellið síð- degis á fimmtudögum, en svo önnur þægileg göngufjöll um helgar: laugardag og sunnudag til skiptis. „Verkefnið skiptist í tvö tímabil, vor og haust, og þeg- ar árið er úti verða þátttakendur væntanlega orðnir óstöðvandi göngugarpar. Það er annars að mörgu að hyggja þegar fólk byrjar í fjallamennsku. Eitt er að koma sér í form, en svo er mikilvægt líka að læra á landið og aðstæður,“ segir Reynir sem bætir við að í fjallgöng- unum verði með þeim Ólafi Auður Elva Kjartansdóttir landfræðingur, þaulvanur fararstjóri hjá FÍ. Hún starfar hjá Veðurstofu Íslands sem sérfræðingur á sviði snjó- flóðavarna en þekkir vel til fleiri atriða sem snúa að hættum í umhverfinu og að því leyti er þátttaka hennar í starfinu mikilsverð. „Þetta verður mjög áhugavert,“ seg- ir Reynir Traustason sem með Ólafi kynnir verkefni Fyrstu skrefin á fundi í sal FÍ hinn 7. janúar næstkom- andi kl. 20. Fleiri skref í framhaldinu „Mér finnst ánægjulegt þegar byrjendur í fjalla- mennsku hafa samband til að leita ráða. Sumir hafa fengið að vera í samfloti við okkur Ólaf. Einu sinni hringdu í mig göngukonur sem voru villtar við topp Baulu í Borgarfirði og leituðu ráða. Spurðu hver væri besta leiðin niður sem ég gat leiðbeint þeim með í síman- um, enda hafði ég farið þarna um ekki löngu áður. Svona gæti ég haldið áfram. Æ fleiri uppgötva hvað fjallgöngur eru frábært sport og góðar fyrir heilsuna, bæði líkam- lega og andlega. Hugurinn tæmist og endurnýjast á göngu. Því á fólk að taka fyrsta skrefið og fleiri í fram- haldinu.“ Verða orðnir óstöðv- andi göngugarpar  Fyrstu skrefin á Úlfarsfellið  Blaðamaður í fararstjórn Morgunblaðið/Sigurður Bogi Fjallamaðurinn Eitt er að koma sér í form, en svo er mikilvægt að læra á land og aðstæður,“ segir Reynir. „Særifið er traustur bátur sem fer vel með mannskap. Aðstaða og búnaður á að stuðla að gæðum aflans, en æ meiri kröfur eru nú gerðar til þess hráefnis sem komið er með að landi,“ segir Arnar Lax- dal Jóhannsson skipstjóri en nýr bátur, Særif SH 25, kom til heima- hafnar í Rifi um helgina. Eigandi bátsins og útgerð er Melnes hf., fyrirtæki sem er í eigu fjölskyldu Arnars. Þar eru í aðalhlutverki for- eldrar hans, þau Jóhann Rúnar Kristinsson og Katrín Gísladóttir. „Við áttum minni bát fyrir sem við látum nú frá okkur. Fyrir lítið fjölskyldufyrirtæki er þetta mikil fjárfesting en þó óumflýjanleg þeg- ar hugsað er til framtíðar. Við telj- um okkur ráða vel við þetta, höfum nægar aflaheimildir og erum að fiska þetta 800-900 tonn á ári,“ seg- ir Arnar Laxdal. Afla segir hann að mestu leyti fara til vinnslustöðva sem eru í föstum viðskiptum við út- gerðina. Særifið var smíðað 2012. Bát- urinn var til skamms tíma gerður út frá Bolungarvík og hét þá Hálf- dán Einarsson ÍS. Þetta er 30 tonna og 15 metra langur bátur sem er vel búinn öllum tækjum og búnaði. Gert er út á línu og í gær- dag voru Arnar og áhöfn hans út af Öndverðanesi. „Við sækjum því stíft á sjóinn, eða eins og gefur. Tökum okkur ekki pásu fyrr en þremur til fjórum dögum fyrir jól,“ segir Arnar sem hefur verið til sjós síðan hann var unglingur. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Alfons Finnsson Útgerðarfólk Hjónin Katrín Gísladóttir og Jóhann Rúnar Kristinson og milli þeirra í stólnum er sonur þeirra, Arnar Laxdal, sem er skipstjóri, Fjárfestingin var óumflýjanleg  Nýtt Særif SH til heimahafnar í Rifi Morgunblaðið/Alfons Finnsson Bátur Særifið öslaði öldurnar við Öndverðarnes á leiðinni í land. Herkastalinn, gistiheimili Hjálp- ræðishersins í Reykjavík, verður settur á sölu á næstunni. Um er að ræða 1.405,4 fermetra húsnæði við Kirkjustræti 2 í Reykjavík. Aldar- afmæli hússins nálgast. Hjördís Kristinsdóttir, lautinant hjá Hjálpræðishernum, staðfesti við mbl.is að ákveðið hefði verið að setja húsið á sölu, en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Samkvæmt heimildum mbl.is var málið kynnt á félagsfundi á sunnudaginn, en þar kom meðal annars fram að húsið væri að nálgast það að verða sjálf- krafa friðað vegna aldurs. Gerist það við 100 ára afmæli húsa samkvæmt lögum um menningarminjar. Íslandsdeild Hjálpræðishersins er rekin sameiginlega með deildum í Noregi og í Færeyjum. Samkvæmt upplýsingum mbl.is frá fundinum kom beiðni að utan frá yfirstjórninni í Noregi um söluna, en húsið þarfn- ast talsverðs viðhalds. Húsið er sem fyrr segir 1.405,4 fermetrar og er fasteignamat þess 109 milljónir. Brunabótamat er aftur á móti 352,45 milljónir. Upphaflega var byggt svokallað Scheelshús á þeim reit sem Herkast- alinn stendur nú á. Árið 1844 var nýtt húsnæði reist sem síðar varð aðsetur Hjálpræðishersins. Hann var síðar rifinn og núverandi hús byggt árið 1916. thorsteinn@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Herkastalinn Gistiheimili Hjálpræðishersins var byggt árið 1916. Herkastalinn seldur  Húsið verður 100 ára á næsta ári

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.