Morgunblaðið - 15.12.2015, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 2015
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Sestu nú niður og gerðu áætlun um
að gera draum þinn að veruleika. Sumar
skoðanir þínar ættirðu að geyma fyrir nokkra
útvalda sem skilja húmorinn þinn.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú finnur til samkenndar með öðrum
og vilt leggja þitt af mörkum. Taktu það til þín
og sjáðu hvað allt verður miklu auðveldara en
ef þú gerir allt með hangandi hendi.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Hafðu auga með öllum smá-
atriðum, hvort sem þér finnst þau skipta ein-
hverju máli eða ekki. Reyndu að standa meira
á eiginn fótum.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Reyndu að rífa þig upp úr gamla
farinu þótt ekki sé nema að gera hlutina í
annarri röð en í gær. En láttu þessa viku samt
vera vikuna þar sem allt verður fullkomið.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Notaðu daginn í verslun og viðskipti. Ef
til vill eru fjármunir ekki kjarni málsins heldur
hver geti knúið sitt fram. Annars verður það
áfram utan seilingar.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Það er jafnsjálfsagt að næra tilfinning-
arnar og skrokkinn. Taktu honum fagnandi
því þú getur ábyggilega launað í sömu mynt
fyrr eða síðar. Notaðu kraftinn til að efla sam-
starfið.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú ætlast til að þú sért alveg brilljant og
þar af leiðandi gera aðrir það líka. En kannski
er hún enn að velta fyrir sér hvar peningarnir
eru.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Vinir og félagar eru öruggir,
ágengir og oflætislegir í dag. Ef þú lætur
hana ekki stíga þér til höfuðs halda viðskiptin
áfram að blómstra.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Hver er ríkur? Það er sá sem nýt-
ur þess sem hann á. Fallegasta stund dagsins
verður þegar þú uppgötvar eitthvað alveg
nýtt.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Tilfinningasemi gerir vart við sig í
dag og annað fólk á gott með að hafa áhrif á
þig. En það er vandmeðfarið sem annað og
má ekki misnota. Gættu þess þó að ganga
ekki of langt í dag.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Það er aldrei hægt að gera svo öll-
um líki né segja það sem allir samþykkja. Tal-
aðu hreint út og jákvæð viðbrögð hjálpa þér.
Byggðu þig frekar upp fyrir framtíðina.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Það er ekki staða þín heldur þol-
inmæði og þrautseigja sem segja til um
hversu flott persóna þú ert.
Skemmtileg orðaskipti á Leirn-um byrjuðu með því, að sr.
Skírnir Garðarsson rifjaði upp fyr-
irspurn sína um nafnorð sem myndi
dekka það sem lýsingarorðið
„kvenglöggur“ eða „manglöggur“
þýðir. (Maður þekkir ekki aftur
konu sem maður hefur hitt, en ætti
að þekkja.)
Sigmundur Benediktsson sagði
að orðið kvenskýr væri fagurt ný-
yrði, sem færi vel í málinu:
Kalli var kvenskýr en vildi
kynna sér hjónabands gildi,
en hopaði frá
því hann óðar sá
skandal, sem alveg hann skildi.
Helgi Zimsen kvað margt er
skrafað út frá beiðni sr. Skírnis, –
sagði best að leggja eitthvað van-
hugsað í púkkið: „Þótt orðið kven-
skýr falli ljúflega að sinni býður
það upp á útúrsnúninga ófrómra
eins og orðið kýrskýr, þ.e. skýr eins
og belja, sum sagt baulandi bjálfi
(þótt kýrnar viti vissulega sínu viti).
Við skulum ekki bjóða hættunni
heim. Auk þess er þetta ekki nafn-
orð en eftir slíku var leitað af sr.
Skírni
Rökréttasta nafnorðið fyrir
kvenglöggur eða manglöggur væri
held ég kvengleggni eða man-
gleggni, enda gleggni nafnorðið
fyrir glöggur. En í þeim er út af
fyrir sig engin hátimbruð fag-
urfræði fólgin.
Kvenþekkjari hljómar nokkuð
vel en gæti leitt menn út í ógöngur í
vísnagerð. T.d. væri freistandi að
yrkja:
Ari var kunnur kvenþekkjari, –
konunum virtist hann þekkari
samt var hann bölvaður blekkjari
barnsmæðrum veitti oft skrekk Ari.
Þetta hljómar þokkalega en er
heldur vafasamt upp á stuðlasetn-
ingu, sbr. fyrstu línu. Betur færi:
Þórður var ætíð kvenþekkjari,
þjóðkunnur meyjanna svekkjari
Sálarlaus bölvaður blekkjari
barnsmæðra ófétis hrekkjari.
Kvenrýnir var annað orð sem
upp á var stungið:
Kynlegur margur er kvenrýnir
kjólana sér en á spen’ rýnir.
Píuna á sem er pen rýnir
púðurs- þó -drósa á lén rýnir.
Þetta er skemmtilegt orð, en
svona og svona hvað má kreista út
úr því í vísu að vísu, ef nota á það
sem rímorð. Kvengleggni er skikk-
anlegt þó þríliðað sé og ekki þessi
stúfur á undan (kvenþekkjari) sem
leitt getur menn villur vega:
Kvengleggni þekkist af kalli,
kotroskinn oft er á skralli.
Bústýrur dregur af balli,
besefinn held ég þá tralli.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Kvengleggni eða mangleggni
Í klípu
„ÉG KOM MEÐ KAFFI FYRIR ÞIG.
ÞETTA GÆTI TEKIÐ DÁGÓÐA STUND.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„OG EITT ENN! ÉG ER AÐ VERÐA HUNDLEIÐ
Á ÞVÍ HVAÐ ÞÚ ERT VIÐKUNNANLEGUR
ÖLLUM STUNDUM.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að brenna kaloríun-
um saman.
ORFEA FRÆNKA MÍN SAGÐI
ALLTAF: „JÓLIN KOMA BARA
EINU SINNI Á ÁRI.“
SVO MYNDI HÚN SEGJA: „ALDREI FARA
UNDIR MISTILTEIN MEÐ KJÚKLINGI
SEM ER AÐ FELLA FJAÐRIR.“
SÍÐAN MYNDI HÚN SPILA Á
ENNIÐ Á SÉR MEÐ SKEIÐUM
ORFEU FRÆNKU
VANTAÐI NOKKRAR
RÚSÍNUR Í
JÓLAKÖKUNA
ÞETTA HEFUR VERIÐ ERFITT ÁR
FYRIR BUDDUNA, ÞANNIG AÐ ÉG
ER HRÆDD UM AÐ ÞIÐ MUNIÐ
EKKI FÁ ALLAR GJAFIRNAR Á
ÓSKALISTANUM YKKAR…
ER ÞAÐ Í
LAGI?
AÐ SJÁLFSÖGÐU,
MAMMA… VIÐ
SKILJUM!
Víkverji er grjótharður rokkari.Það er tengdasonur hans líka og
fyrir skemmstu vitjuðu þeir í sam-
einingu leiðis Jims Morrisons í Père
Lachaise-kirkjugarðinum í París.
Víkverji hafði komið þar áður en
tengdasonurinn ekki og komst
þarna aldeilis í snertingu við rokk-
söguna.
Leiðið lætur svo sem ekki mikið
yfir sér en búið er að girða það af
vegna ágangs aðdáenda söngvarans
dáða úr The Doors. Gríðarlegur
fjöldi heimsækir Morrison á ári
hverju enda þótt 44 ár séu liðin frá
andláti hans.
x x x
Morrison heyrir til 27-klúbbnumgóðkunna en aðild að honum
eiga tónlistarmenn sem látist hafa
27 ára að aldri, svo sem Jimi Hend-
rix, Janis Joplin og Brian Jones.
Talið barst einmitt að þessum
ágæta klúbbi þarna í kirkjugarð-
inum og tengdasonurinn lét þess
getið í því sambandi að árið 1994
hefði verið afskaplega vont fyrir tón-
listina.
Nú, jæja, sagði Víkverji.
„Já,“ sagði tengdasonurinn. „Við
misstum Kurt Cobain og fengum
Justin Bieber í staðinn.“
Einmitt það.
x x x
Père Lachaise er stórmerkilegurkirkjugarður, ríflega tvö hundr-
uð ára gamall og heilir 44 hektarar
að stærð. Hann er stærsti kirkju-
garðurinn í gömlu borginni en ennþá
stærri garða mun vera að finna í út-
hverfum Parísar. Íburðurinn er víða
mikill og sumar grafir minna meira á
íbúðarhús en leiði. Grafhýsi heilu
fjölskyldnanna líkjast líka á köflum
meira raðhúsum.
Margt stórmenna hvílir í garð-
inum og Morrison fyrir vikið ekki í
amalegum félagsskap. Má þar nefna
skáldin Oscar Wilde, Marcel Proust
og Molière, tónskáldin Georges Biz-
et og Gioachino Rossini og söngkon-
una Edith Piaf.
Molière lést raunar löngu fyrr,
1673, en jarðneskar leifar hans voru
fluttar í Père Lachaise fyrsta árið
sem garðurinn var opinn sem liður í
markaðsátaki eigenda hans.
víkverji@mbl.is
Víkverji
Drottinn er nálægur þeim sem hafa
sundurmarið hjarta, hann hjálpar
þeim sem hafa sundurkraminn anda.
Sálm. 34:19
56 10 000
TAXI
BSR
Góð þjónusta
yfir 90 ár