Morgunblaðið - 15.12.2015, Blaðsíða 31
Þetta ljóð tileinka ég þér og
kalla Sjómanninn.
Skrýtið að afi sé ekki innan kalla,
sjómaðurinn sem sigldi um höfin blá.
Minning þín lifir í hjörtum okkar allra,
og hverfur okkur ekki frá.
Erla Ragnarsdóttir.
Í dag kveðjum við þig, elsku
afi. Mikið rosalega er sárt og erf-
itt að kveðja þig, elsku afi. Eftir
sitja góðar minningar sem við
munum varðveita. Bestu stund-
irnar áttum við systkinin hjá ykk-
ur ömmu á Arnarstapa. Á Stap-
anum var alltaf best að vera, fyrir
okkur var þetta algjör paradís.
Á daginn var leikið og seinni-
partinn var arkað niður á
bryggju til að taka á móti þér
koma í land á Draupni, trillunni
þinni. Alltaf svaraðir þú okkur
með bros á vör þegar við spurð-
um þig hvernig veiði dagsins
hefði gengið, sama hvernig hafði
gengið.
Þegar við systkinin lékum
okkur meðan veðurfréttirnar
voru í gangi var ekki sussað á
okkur, ó nei það gerðir þú ekki.
Kannski hækkað örlítið í sjón-
varpinu, þó svo að veðurfréttir
skipti miklu máli þegar hugað er
að sjóferð næsta dags. Stundum,
eftir mikið suð í ömmu, fengum
við að kalla í þig út á sjó í gegnum
talstöðina og alltaf svaraðir þú
okkur, sama hversu litlar og
ómerkilegar spurningar komu til
þín og þó að allir hinir sjómenn-
irnir væru að hlusta.
Þér var sama. Börnin þín
skiptu þig svo miklu máli og það
vita allir sem þig þekktu.
Þegar þið amma fluttuð í bæ-
inn vorum við svo heppin að fá
ykkur í hverfið okkar. Að stoppa
hjá ykkur í Hraunbænum eftir
skóla þar sem alltaf var boðið upp
á góðgæti eins og pönnukökur,
kleinuhringi og kleinur var svo
gott. Einnig var alltaf gott að
leggjast í sófann og loka augun-
um. Í Hraunbænum var alltaf vel
tekið á móti okkur og alltaf fórum
við út södd og sæl.
Góðmennska þín var svo mikil
og erfitt að lýsa með orðum
hversu góður maður og góður afi
þú varst. Þú heilsaðir alltaf með
þínu stóra faðmlagi og tveimur
kossum á kinnina. Alltaf sýndir
þú mikinn áhuga á því sem við
systkinin og frændsystkinin tók-
um okkur fyrir hendur. Það
skipti ekki máli hversu lítið eða
stórt, hvort sem það var skóli,
vinna eða bílakaup, alltaf hlustað-
ir þú af áhuga. Það var alltaf
gaman að spjalla við þig um lífið
og tilveruna.
Góðmennska þín og dugnaður
kenndi okkur öllum svo mikið. Þú
varst svo duglegur að sækja sjó-
inn og veiða fisk. Enda vildum við
systkinin ekki láta fisk inn fyrir
okkar varir nema hann væri
veiddur af þér.
Elsku afi, mikið eigum við eftir
að sakna þín, sakna þíns stóra
faðmlags og að fá tvo kossa á kinn-
ina. Við erum ákaflega þakklát
fyrir allt sem þú gerðir fyrir okk-
ur og kenndir okkur. Þú átt stóran
þátt í því hver við erum í dag.
Elsku afi okkar, við vitum að
þú ert kominn á betri stað núna
þar sem vel er tekið á móti þér og
boðið upp á pönnukökur. Þar er
eflaust alltaf gott í sjóinn og
Draupnir bíður eftir að þið leggið
af stað í næstu sjóferð.
Takk fyrir allt, elsku afi, við
elskum þig og við vitum að þú
vakir yfir okkur. Minning þín
mun lifa með okkur.
Kristín Erla, Heiðar Ingi,
Andri Þór og Dagný Rut.
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 2015
kökur undir gasloga. Hann bak-
aði bestu flatkökur í heimi og það
var dásamlegt að fylgjast með
honum við þá iðju sína.
Hann fór mikinn í brekkum
fjallanna á Dalvík í berjatínslu.
Tíndi tugi lítra og lét ekki holu-
geitungana sem bitu hann
grimmt eða miklar rigningar
stöðva sig. Hann smitaði mann af
áhuga sínum á þessu frábæra
áhugamáli og við fórum í berja-
ferðir norður á hverju hausti.
Krafturinn í Matta var svo mikill
að ekki var nóg að tína allan dag-
inn heldur voru öll ber hreinsuð
að kvöldi og einnig ber okkar sem
komum að sunnan til að tína ber.
Matti lét auðvitað góð ráð og upp-
skriftir fylgja með.
Matti talaði sitt sérstaka mál.
Grímseyingur og skipstjóri sem
hafði marga fjöruna sopið og kall-
aði ekki allt ömmu sína. Við
heyrðum hann tala um duglegan,
gamlan mann sem „snarbratt
helvíti“ og ófáir voru þeir veður-
frasarnir: „bullandi logn og norð-
an andskotans kuldasteyta“.
Matti gerði ekki greinarmun á
fólki og var ljúfur við alla menn
og dýr. Hann kom fram við okkur
eins og börnin sín og kærleikur-
inn á milli okkar var mikill. Hann
hafði alltaf áhuga á því sem við
vorum að gera og starfa. Matti
tók ávallt á móti okkur með bros
á vör og okkur þótti einstaklega
vænt um hann.
Þó slokknað hafi á lífsljósi
Matta, sama dag og slökkt er á
friðarljósinu í Viðey, þá lifir hann
ljóslifandi í huga okkar allra.
Blásið, blásið vindar,
í björtu seglin hans,
svo fleyið beri hann
fljótar til lands.
Syngið við hann bylgjur,
og þú, blástjarna, skín.
Vísið honum, vísið honum
veginn til mín.
Svífið, hvítu álftir,
og sjáið, hvar hann er.
Komið svo til baka
og hvíslið því að mér.
Berið honum ástarkveðju
Unu litlu frá.
Kyssið þið hann, sólargeislar,
kinnina á.
(Davíð Stefánsson)
Úlfhildur, Aldís og Urður,
Ágústa, Hörður, Hörn og
Aaron, Óli, Ólöf og Gabríel.
Kynni okkar Matta hófust árið
1984 þegar ég starfaði sem fram-
kvæmdastjóri Iðnþróunarfélags
Eyjafjarðar. Þá hafði ég frétt af
fyrirtæki í Garðabæ sem var við
það að fara í gjaldþrot en hafði
þróað mjög áhugaverðar vörur
fyrir íslenskan sjávarútveg.
Stjórn Iðnþróunarfélagsins sam-
þykkti að kaupa tæki og þá
þróunarvinnu sem til var hjá fé-
laginu í Garðabæ og fól mér að
reyna fá til liðs við Iðnþróunar-
félagið fjárfesta á Dalvík. Það var
þannig sem Sæplast á Dalvík
varð til og einn aðal-kjölfestufjár-
festirinn varð Bliki, fyrirtæki
þeirra bræðra, Matta og Ottó sf..
Matti varð stjórnarformaður Sæ-
plasts. Það þarf ekki að tíunda
hversu mikil lyftistöng þetta fé-
lag hefur orðið fyrir Dalvík og
þar á Matti ekki lítinn hlut. Sæ-
plasti var alls staðar í gömlu
ríkisbönkunum neitað um banka-
viðskipti fyrstu árin. Bankarnir
sögðu einum rómi að þeir hefðu
ekki nokkra trú á þessu dæmi.
En Matti og hans félagar á Dal-
vík höfðu óbilandi trú á að þetta
gæti gengið upp. Og Matti hafði
traust hjá Sparisjóði Svarfdæla.
Það sem bókstaflega bjargaði
Sæplasti fyrstu árin var að Spari-
sjóðurinn þorði að kaupa víxla af
Sæplasti sem Matti skrifaði
uppá. Það sem mér finnst að hafi
einkennt Matta er sá góði eigin-
leiki að fylgja alltaf eftir sann-
færingu sinni og að berjast fyrir
því sem þú hefur trú á. Það var
ekkert sjálfgefið að leggja fram
áhættufé í eitthvert iðnfyrirtæki
sem var komið á hliðina í öðru
sveitarfélagi. Matti skynjaði hins
vegar hvaða gífurlega þýðingu
þetta gæti haft fyrir hans
byggðarlag ef dæmið gengi upp.
Hann þorði að taka áhættu. Og
það gekk heldur betur upp. Þetta
iðnfyrirtæki á Dalvík er eitt af ör-
fáum fyrirtækjum á Íslandi sem
hefur í þrjá áratugi nánast alltaf
verið rekið með hagnaði. Sæplast
varð grunnurinn að öðru stór-
veldi í plastiðnaði, Promens. Ég
heyrði um daginn að þetta ár,
sem nú er senn á enda, yrði eitt
allra besta ár í sögu Sæplasts/
Promens á Dalvík. Matti hafði
framtíðarsýn og sá að það var
góður grunnur að þróa nýjar
vörur í tengslum við sterkan
sjávarútveg í heimabyggðinni.
Hann sá að félagið mundi geta
laðað að sér öfluga liðsmenn.
Frábært starfsfólk, undir stjórn-
arformennsku Matta, varð lykill-
inn að því að þessi tilraun til að
auka fjölbreytni í atvinnulífinu á
Dalvík tókst með jafn frábærum
hætti og raun ber vitni. Síðustu
árin hef ég átt því láni að fagna að
kynnast Leu Gestsdóttur Gayet,
sonardóttur Matta, þar sem hún
hefur starfað hér við sendiráðið í
París. Mér finnst ég hafa færst
nær Matta á nýjan leik í gegnum
þau kynni en hún hefur erft
marga af frábærum mannkostum
afa síns. Ég votta aðstandendum
innilega samúð mína við fráfall
mikils höfðingja.
Finnbogi Jónsson.
Þriðjudagurinn 1. maí 1984
markaði tímamót í mínu lífi. Ég
var á leið til Dalvíkur í fyrsta sinn
á ævinni til fundar við stjórnar-
formann Sæplasts að ræða við
hann um hugsanlegt starf. Á móti
mér á Akureyri tók Matthías
Jakobsson, fyrrverandi skipstjóri
og einn eigenda útgerðar og fisk-
vinnslu Blika hf. Matthías var
myndarlegur maður, ljós yfirlit-
um með úfið hár og klæddur í
gráa ullarpeysu og ljósar buxur. Í
augunum mátti greina stríðnis-
legt blik. Það var ekki hægt ann-
að en að fá á honum traust og lað-
ast að honum.
Í Volvonum á leið út eftir
fræddi hann mig um misjöfn veð-
urskilyrði á Akureyri og Dalvík.
„Ég get nú sagt þér það, vinur
minn, að það getur verið arfavit-
laust veður á Akureyri en rjóma-
blíða á Dalvík.“ Hann sagði mér
frá því að nokkrir Dalvíkingar
hefðu keypt verksmiðju í Garða-
bæ, vildu flytja hana til Dalvíkur
til að skapa vinnu fyrir heima-
menn og töldu að það væri hægt
að græða á henni. Það varð úr að
ég réðst til þeirra og um sumarið
fékk ég að búa heima hjá Matt-
híasi. „Þú ert nú ekkert of góður
fyrir forsetarúmið,“ sagði hann
og vísaði til þess að þáverandi
forseti hafði gist hjá þeim á kosn-
ingaferðalagi. Ég var alltaf vel-
kominn og ætíð var hann tilbúinn
að leggja gott til málanna.
Matthías var hafsjór af fróð-
leik og gat sagt endalausar sögur
af sjómennsku sinni bæði hér við
land og á síldinni í Norðursjón-
um. Honum féll nánast aldrei
verk úr hendi. Á kvöldin sat hann
og hnýtti spyrður. Eitt árið
byggði hann sumarbústað í inn-
keyrslunni. Hann eldaði dýrindis
mat. Skreiðarstappa Matta Jak
er nánast landsþekkt fyrirbrigði.
Svo súrsaði hann sviðalappir, þar
til þær urðu svo mjúkar „að það
mátti sneiða þær með ostaskera“.
Hann var kröfuharður í eigin
garð og annarra. Hann taldi gæði
vörunnar skipta öllu fyrir afkomu
fiskvinnslunnar og plastverk-
smiðjunnar. Hann vildi stöðugt
gera hlutina betur og nota bestu
tækni til framleiðslunnar. Í fisk-
vinnslunni varð saltfiskurinn að
vera betri en hjá öðrum og
skreiðin sömuleiðis.
Matthías lét sér ekki bregða
þótt ýmislegt dyndi yfir á upp-
hafsárum Sæplasts. Það var ekki
auðveldara þá að ná í fjármagn
en nú. „Við vorum reknir út úr
bankanum eins og barðir
hundar,“ sagði hann eftir fund
með bankastjórum eins aðal-
banka landsins. Þegar Byggða-
stofnun veitti lánsloforð upp á 1,5
milljónir króna þá var hann
ásamt tveimur öðrum sóma-
mönnum reiðubúinn að veðsetja
íbúðarhúsið sitt. Allt fór það vel
að lokum eins og í góðu ævintýri.
Eðlilega lengdist á milli funda
okkar eftir því sem árin liðu.
Hann var orðinn veikur þegar ég
heimsótti hann í sumar en hug-
urinn var enn við sjóinn, afurðir
hans og markaði. Hann stóð upp
og leit í átt að verksmiðju Sæ-
plasts og sagði eitthvað á þá leið
að það mætti sjá að hann hefði átt
þar leið um.
Eins og ævinlega talaði hann
líka um börnin og barnabörnin
sem geta yljað sér um ókomin ár
við minningar um frumkvöðul og
athafnamann sem hvergi mátti
vamm sitt vita. Ég votta þeim
djúpa samúð.
Ég verð forsjóninni ævinlega
þakklátur að hafa kynnst öðling-
num Matthíasi Jakobssyni.
Pétur Reimarsson.
Þegar við hugsum um Matt-
hías þá sjáum við alltaf fyrir okk-
ur mikið fallegt hár, góðleg augu
og heyrum fallega djúpa rödd.
Við munum líka eftir kraftmikl-
um handaböndum og hörku-sam-
ræðum.
Við eigum bara góðar minning-
ar af þessum ljúfum stundum sem
við áttum saman á Öldugötunni,
þangað var maður alltaf velkom-
inn. Oft var saltkjöt og baunir í
boði eða nokkrar vöfflur með
miklum rjóma (afleiðingar
rjómans sjást enn á okkur Sylvie í
dag) og ber, humar frá Suðurland-
inu, svo var góður kaffi- og kakó-
ilmur þarna inni og stundum fékk
maður sér smá koníak á kvöldin.
Maður fór alltaf sáttur eftir
nokkra daga heima hjá Matta og í
töskunum okkar var alltaf mikið
til að borða næstu vikurnar í
Frakklandi.
Frá frönskum aðdáendum,
Marie-Paule og Sylvie.
Sannkallaður höfðingi er fallinn
frá. Þau ár sem við Sigurbjörg
bjuggum á Dalvík kynntumst við
miklum öðlingi, Matthíasi Jakobs-
syni skipstjóra fæddum í Gríms-
ey, og héldum alla tíð góðu sam-
bandi við hann. Matthías byrjaði
aðeins átta ára að sækja sjóinn frá
Grímsey ásamt frænda sínum
Willard Ólafssyni. Þeir dorguðu
og fiskuðu vel þó að ekki væri allt-
af beitu að hafa. Þetta sama ár tók
frystihúsið til starfa í Grímsey og
þar lögðu strákarnir upp aflann
sem skipti einhverjum tonnum og
efnuðust vel á þeirra tíma mæli-
kvarða. Þeir félagar slægðu
aflann og hreppstjórinn tók á móti
aflanum þegar að landi var komið.
Allur afli þeirra var þó ekki fiskur
því eitt sinn drógu þeir mikinn
planka að landi sem hefur líklega
verið 2x6 að stærð og gátu selt
hann og fengu fyrir það 35 krónur.
Það voru fyrstu peningaseðlarnir
sem Matthías man eftir að hafa
unnið sér inn fyrir utan það sem
fékkst fyrir aflann. Matthías var
11 ára þegar fjölskyldan flutti til
Dalvíkur og þaðan fór hann á sjó á
stærri bátum en kænunni þeirra
Willards en var alltaf að stein-
drepast úr sjóveiki, hvort sem það
var gott eða slæmt veður, svo það
kom margsinnis upp í hugann að
hætta allri sjómennsku. En
skyndilega hætti öll sjóveiki.
Matthías var lengi á sjó en hann
segir það hafa verið sína mestu
gæfu að missa aldrei mann eða
lenda í alvarlegum vanda þó að
fyrir kæmi að hann lenti í vitlaus-
um veðrum. Matthías segir að
versta veður sem hann hafi lenti í
hafi verið þegar verið var í sigl-
ingu eitt sinn með afla til sölu á
leið til Þýskalands á Björgúlfi.
Hafið var slíkt norðan við Fær-
eyjar að honum datt í hug stór
fjöll en var ekki hræddur, hefur
alltaf verið varkár þótt hann telji
að svolítill ótti geti ekki skaðað.
Þetta var í eina skiptið á ferlinum
sem hann lét dæla olíu í sjóinn og
það virkaði vel á ölduganginn. Það
hefði verið alveg alveg ótrúlegt að
sjá þegar brotin voru að ná bátn-
um hvað úr mætti þeirra dró þeg-
ar þau náðu olíuflekknum.
Hér er einfaldlega lýst hlut-
skipti gæfumanns á langri ævi.
Nú er þessi maður horfinn yfir
móðuna miklu, þessi maður sem
hafði svo gaman af að segja frá og
hrein unun var á að hlusta. Þeim
stundum var vel varið sem rætt
var við Matthías Jakobsson og
þegið kaffi og meðlæti, hlustað á
frásagnir hans eða skoðanir á
mönnum og málefnum. Minning-
in um þennan öðling mun lifa.
Við Sigurbjörg sendum ætt-
ingjum og vinum okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Geir A. Guðsteinsson.
Árni föðurbróðir
minn er allur. Það
vekur minningar
um síldarævintýrið
á Siglufirði. Hann kom heim frá
flugnámi í Ameríku og gaf mér
fyrsta skíðasleðann, það var
dýrðarljómi í kringum Árna í
huga mínum upp frá því. Síldar-
árin mín á Siglufirði var hús Árna
og Helgu mitt annað heimili, þar
var ég í hávegum hafður og
hampað á alla lund.
Árni og Vigfús faðir minn ráku
umfangsmikla síldarsöltun á
Siglufirði. Öll framkvæmd fyrir-
tækisins, Íslenskur fiskur hf., var
í höndum Árna sem hafði mikla
skipulagshæfileika; nákvæmur
og talnaglöggur og stóð fast á
sínu þegar grunnprinsipp áttu í
hlut. Ég var vart orðinn 12 ára
þegar Árni skipaði mig síldar-
ræsara, sem er mesta virðingar-
staða sem mér hefur hlotnast um
ævina. Ég fékk líka að hafa auga
með Vigfúsi og Hjálmari, sonum
Helgu og Árna, þegar þeir tóku
sín fyrstu skref á bryggjunni.
Árni mætti eldsnemma á
planið og lagði línurnar um röð-
ina á ræsun. Gjarnan var ræs-
arinn látinn byrja úti í Bakka.
Þegar söltun hófst fengu ræsar-
Árni Jóhann
Friðjónsson
✝ Árni JóhannFriðjónsson
fæddist 25. ágúst
1927. Hann lést 3.
desember 2015.
Útför Árna fór
fram 14. desember
2015.
ar oft forgang á að
keyra frá í stað þess
að gefa salt á línuna
og fá bros frá stúlk-
unum þegar farið
var upp undir pilsið
og síldarmerki sett
í stígvélið eða
þröngan brjóst-
vasa.
Árni stóð fyrir
mörgum nýjungum,
hann lét reisa þak
yfir söltunarplanið til að hlífa
stúlkunum og vann að því að
vinnufólk fengi fasta matar- og
kaffitíma. Í síldarleysi dreif hann
í því að sólþurrka saltfisk og setja
síldarpasta í túbur. Allar
skýrslur sem Árni vann voru
gerðar af vandvirkni sem átti sér
vart fordæmi. Árni var list-
hneigður, málaði afbragðs mynd-
ir og falleg söngrödd hans naut
sín vel í Karlakórnum Vísi og í
vikulokin þegar broddborgarar
komu saman á skrifstofu stöðvar-
innar.
Á þessum árum snerist síldar-
bransinn ekki síst um skipulags-
reglur sem fjölluðu um hvenær
mætti byrja að salta og kröfur
kaupenda. Síldin gekk oft
snemma inn á Grímseyjarsund.
Þá skipti máli að salta hana sem
ferskasta á Siglufirði áður en hún
fór austur. Um þetta voru lát-
lausar deilur og ólík túlkun á lög-
um og reglum. Ég man að sænsk-
ir síldarkaupendur lögðust einatt
á sveif með Árna ef túlka þurfti
vafaatriði. Eitt sinn gekk það svo
langt að Árni var settur í gæslu-
varðhald á grundvelli einokunar-
laga fyrir að hafa farið yfir strikið
og neitað að greiða sekt. Kallsað
var um að málið væri hliðstætt
máli Hólmfasts á Brunnastöðum
á Vatnsleysuströnd sem 1698
seldi fisk í Keflavík, en átti að
selja í Hafnarfirði en verslunin
þar vildi raunar ekki taka. Eftir
nokkurra stunda varðhald benti
lögmaður Árna, Sveinn Snorra-
son, ráðherra á að nokkuð langt
væri seilst um hurð til lokunnar
að setja mann í steininn fyrir það
eitt að framleiða mat sem svo
kom í ljós að ekki fékkst af-
greiddur annars staðar það árið.
Var Árna þá sleppt.
Það var sárt fyrr á þessu ári að
kveðja Vigfús Árnason sem hafði
erft talna- og skipulagshæfileika
föður síns og var lengi ráðgjafi
fjölskyldu minnar og einstakur
vinur. Okkur finnst afar mikils
misst og draumurinn um að síldin
komi aftur enn óljósari. Afkom-
endum og fjölskyldum bræðr-
anna sendi ég innilegar samúðar-
kveðjur.
Orri Vigfússon.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum
þér síðar fylgja’ í friðarskaut.
(Vald. Briem)
Ólöf G. Björnsdóttir.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla út-
gáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðn-
ir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra
horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr
felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að
hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu-
degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist
áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri
en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru ein-
göngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna.
Minningargreinar