Morgunblaðið - 15.12.2015, Blaðsíða 44
ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 349. DAGUR ÁRSINS 2015
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 488 ÁSKRIFT 5295 HELGARÁSKRIFT 3307 PDF Á MBL.IS 4696 I-PAD ÁSKRIFT 4696
1. Maður lést á Suðurlandsvegi
2. Heilabilun afleiðing höfuðhögga
3. Maður á börn úti um allar trissur
4. Nafn mannsins sem lést
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Kvennakórinn Katla og Bartónar,
karlakór Kaffibarsins, halda tvenna
jólatónleika í Gamla bíói á fimmtu-
daginn, 17. desember, kl. 18 og 20,
undir dyggri stjórn Hildigunnar Ein-
arsdóttur, Jóns Svavars Jósefssonar
og Lilju Daggar Gunnarsdóttur. Tón-
leikarnir eru til styrktar Sjónarhóli,
ráðgjafarmiðstöð fyrir foreldra barna
með sérþarfir.
Morgunblaðið/Golli
Katla og Bartónar
styrkja Sjónarhól
Hið alþjóðlega
ANS-tríó, skipað
Agnari Má Magn-
ússyni píanóleik-
ara, franska
kontrabassaleik-
aranum Nicolas
Moaux og banda-
ríska trymblinum
Scott McLemore,
heldur tónleika á djasskvöldi Kex
hostels í kvöld kl. 20.30.
ANS-tríó leikur á
djasskvöldi Kex
Jólatónleikarnir Jólasöngvar verða
haldnir í Langholtskirkju um helgina
og hefur færeyska söngkonan Eivør
Pálsdóttir bæst í hóp einsöngvara
fyrstu tvennra tónleikanna, 18. des.
kl. 23 og 19. des. kl. 20.
Þriðju tónleikarnir
verða 20. des. kl.
20. Á tónleikunum
syngja Kór Lang-
holtskirkju og Gra-
dualekór Lang-
holtskirkju
undir stjórn
Árna Harð-
arsonar.
Eivör á Jólasöngvum
Langholtskirkju
Á miðvikudag Fremur hæg austlæg átt, skýjað og stöku skúrir
eða él víða um land, en bjart að mestu norðanlands. Frostlaust
með suður- og vesturströndinni, annars frost 0 til 6 stig.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðlæg átt, 3-10 m/s. Dálitlar skúrir eða él,
einkum við suður- og vesturströndina, en léttir smám saman til
norðaustan- og austanlands. Hiti víða 0-5 stig og kólnandi veður.
VEÐUR
Lars Lagerbäck og Heimir
Hallgrímsson, þjálfarar
karlalandsliðs Íslands í
knattspyrnu, gætu prófað
allt að 40 leikmenn í vin-
áttulandsleikjunum þremur
sem fram fara í næsta mán-
uði, þegar Ísland mætir
Finnlandi, Sameinuðu arab-
ísku furstadæmunum og
Bandaríkjunum. Tveir fyrr-
nefndu leikirnir fara fram í
Abu Dhabi en sá þriðji í Los
Angeles. »1
Fjölmargir fá
tækifæri fyrir EM
Bergvin Þór Gíslason, handknatt-
leiksmaður frá Akureyri, hefur gengið
í gegnum mikla og stranga endur-
hæfingu eftir alvarleg axlarmeiðsli.
Nú er hann kominn í gang og er leik-
maður umferðarinnar eftir að hafa
skorað þrettán mörk í
sigri á Gróttu um
helgina. Sverre
Jakobsson, þjálfari
Akureyringa, lýsir
Bergvini fyrir les-
endum Morgun-
blaðsins. »4
Kominn í gang eftir
stranga endurhæfingu
Ekki er annað að sjá en að for-
ráðamenn íslenska karlalandsliðsins
í knattspyrnu hafi verið tiltölulega
heppnir þegar þeir völdu sér alpa-
bæinn Annecy sem dvalarstað á með-
an liðið tekur þátt í úrslitakeppni Evr-
ópumótsins í Frakklandi næsta
sumar. Annecy var valinn úr hópi 50-
70 staða í Frakklandi sem til greina
komu fyrir hópinn. »3
Annecy hentar íslenska
landsliðinu afar vel
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Hagleiksmanninum Haraldi Guð-
bjartssyni, rafverktaka og rafvéla-
virkja, er margt til lista lagt og fyr-
ir rúmum tveimur árum hóf hann
að búa til kleinu- og laufabrauðs-
járn með framtíðina í huga.
„Mig vantaði eitthvað til þess að
vinna við í ellinni og þegar ég frétti
að Ægir Björgvinsson, sem hafði
gert þessi járn í 25 ár, ætlaði að
selja tól og tæki hafði ég samband
við hann og keypti þetta af honum,“
segir Haraldur. Hann segist þegar
vera farinn að draga saman seglin í
hefðbundinni vinnu og því sé ágætt
að geta dundað sér við smíðina.
Ekki hefð fyrir vestan
Laufabrauðsgerð er víða vinsæl
en Haraldur, sem er ættaður frá
Patreksfirði og Rauðasandi, kynnt-
ist henni ekki fyrr en hjá fjölskyldu
eiginkonunnar. „Laufabrauð tíðk-
aðist ekki fyrir vestan en þegar ég
fór að fara í jólaboð hjá fjölskyldu
konunnar kynntist ég þessari hefð
og þessum rétti,“ segir hann.
Haraldur er einn fárra sem fram-
leiða handunnin laufabrauðsjárn.
„Þetta er mikil vinna og ég er um
þrjá tíma með hvert járn,“ segir
hann og áréttar að hann noti ekki
sjálfvirkar vélar. „Þetta er heil-
mikið föndur og töluvert vanda-
samt, því gæta þarf þess að bitið sé
í lagi og hnífurinn skeri rétt.“ Hann
bætir við að mikilvægt sé að hjólið
sé rétt tennt til þess að fá nauðsyn-
legan skáa.
Listamaðurinn framleiðir þetta
að því er virðist einfalda áhald und-
ir merkinu Handverk Haraldar í
tveimur stærðum (www.hand-
verkharaldar.is). Hann segir að
minni stærðin, 12 mm, sé sér-
staklega vinsæl á Norðurlandi.
„Hún er hentugri til þess að búa til
myndir,“ segir hann. Bætir við að
erlendir sælkerar hafi sýnt járn-
unum áhuga. „Það virðist vera í
tísku að matgæðingar, sem halda
oft matarboð, vilji stöðugt brydda
upp á einhverju nýju og slíkir menn
hafa frekar keypt dýrari útgáfur af
þessum laufabrauðsjárnum.“
Laufabrauðsjárnin eru seld víða
um land og eins hefur eitthvað ver-
ið um pantanir frá útlöndum. Har-
aldur segir að fólk vilji halda í hefð-
ina og algengt sé að eldra fólk gefi
unga fólkinu laufabrauðsjárn í
þeim tilgangi. „Laufabrauðsgerð er
ríkur þáttur og hefð hjá mörgum
fjölskyldum fyrir jólin og hún
þjappar fólkinu saman,“ segir
hann. „Það er mun skemmtilegra
en að eyða öllum jólaundirbún-
ingnum í búðaráp.“
Hefðin þjappar fólkinu saman
Vandasöm
vinna að búa til
laufabrauðsjárn
Hagleiksmaður Haraldur Guðbjartsson segir að gæta þurfi þess að bitið sé í lagi og hnífurinn skeri rétt.
List Haraldur er einn fárra sem framleiða handunnin laufabrauðsjárn.