Morgunblaðið - 15.12.2015, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 2015
SMÁRALIND • 2 HÆÐ
SÍMI 571 3210
Herrainniskór
Verð 5.995
Stærðir 40-46
Verð 2.995
Stærðir 40-46
Verð 5.995
Stærðir 40-47
Verð 995
Verð áður 1.995
Stærðir 40-46
Loðfóður
Jólatilboð
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Angela Merkel Þýskalandskanslari
segir að dregið verði „verulega“ úr
straumi farand- og flóttamanna til
landsins, það verði til hagsbóta fyrir
Þjóðverja og einnig farand- og
flóttafólkið sjálft. Ummæli kanslar-
ans féllu á flokksþingi Kristilegra
demókrata, CDU. Um helgina náði
Merkel, sem áður hefur neitað að
setja þak á fjölda farand- og flótta-
fólksins, samkomulagi um málamiðl-
un á fundum með flokksfélögum
sem gagnrýnt
hafa stefnu henn-
ar í þessum mál-
um.
Merkel bauð
sínum tíma öllum
sýrlenskum
flóttamönnum að
koma til Þýska-
lands, öllum yrði
tekið opnum
örmum. Hún sagði í gær að Þjóð-
verjar og Austurríkismenn hefðu af
mannúðarástæðum ákveðið í sept-
ember að taka við Mið-Austur-
landabúum og Afríkumönnum sem
hírðust á brautarstöðvum í Ung-
verjalandi. Hún vitnaði í fjármála-
ráðherra sinn, Wolfgang Schäuble,
þegar hún sagði að vandamálið væri
„stefnumót Þýskalands við hnatt-
væðinguna“.
Sú ákvörðun Merkel að opna
landamærin hefur dregið mjög úr
vinsældum hennar heima fyrir og
valdið átökum í Evrópusambandinu.
Ekki síst hafa ríki í A-Evrópu
brugðist hart við kröfum hennar um
að byrðum vegna farand- og flótta-
manna verði deilt á milli ríkjanna.
Taka við færri flóttamönnum
Merkel kanslari boðaði stefnubreytingu á flokksþingi stjórnarflokksins CDU
Deilur í ESB
» Búist er við yfir milljón
hælisleitendum til Þýskalands
á þessu ári.
» Merkel vill að aðkomufólk-
inu verði skipt milli aðildarríkja
ESB eftir ákveðnum reglum.
» Mörg ESB-ríki hafa tekið
upp landamæraeftirlit til að
hafa stjórn á straumnum.
Angela Merkel
Gyðingar og kaþólikkar í borginni Szekesfehervar,
sunnan við Búdapest í Ungverjalandi, með kerti á síð-
asta degi ljósahátíðar gyðinga, Hanukkah, á sunnudag.
Fólkið safnaðist einnig saman til að mótmæla ákvörðun
um að reisa styttu af Balint Homan. Hann var ráðherra
í seinni heimsstyrjöld þegar Ungverjar börðust með
Þjóðverjum. Homan tók þátt í að semja lög sem skertu
réttindi gyðinga og kváðu á um brottvísun þeirra.
AFP
Gyðingar og kaþólikkar sameinast í Ungverjalandi
Vilja ekki styttu af nasistavini
Þjóðarfylkingin,
FN, flokkur Mar-
ine Le Pen í
Frakklandi, þre-
faldaði fylgi sitt
frá síðustu
sveitar-
stjórnarkosn-
ingum á sunnu-
dag, hlaut nú tæp
28% atkvæða.
Þrátt fyrir þetta fékk hann hvergi
meirihluta. Ástæðan var sú að hefð-
bundnu flokkarnir, hægriflokkur
Nicolas Sarkozy, fyrrverandi for-
seta og sósíalistar Francois Hol-
lande forseta sameinuðust um að
halda flokknum í skefjum. Þannig
drógu sumir sósíalistar sig í hlé til
að tryggja hægrimönnum sæti.
Niðurstaðan er því ýmist túlkuð
sem ósigur Le Pen eða sigur. En í
nýrri könnun segjast 57% Frakka
vilja að litið sé á FN sem venjulegan
stjórnmálaflokk og ljóst er að
stuðningsmenn hans koma nú úr
flestum stéttum. kjon@mbl.is
Flokkur Le Pen öfl-
ugastur en fékk
hvergi meirihluta
Marine Le Pen
FRAKKLAND
Talsmenn stjórnvalda í Egypta-
landi segja að ekki hafi fundist
neinar sannanir fyrir því að hryðju-
verkamenn hafi grandað farþega-
þotu rússneska flugfélagsins
Metrojet yfir Sínaískaga í október.
Ríki íslams, IS, lýsti ábyrgð á hrapi
þotunnar á hendur sér og sagðist
hafa komið sprengju fyrir í henni.
Með þotunni fórust 224 manns.
Vestræn ríki og Rússland eru
sammála um að í brakinu hafi fund-
ist sannanir fyrir því að sprengja
hafi grandað þotunni. IS segir að
sprengjan hafi verið hefnd fyrir
loftárásir Rússa á stöðvar IS í Sýr-
landi og Írak. Eftir tilræðið hafa
Rússar hert mjög árásir sínar.
Atburðurinn hefur valdið því að
ferðaþjónusta, ein af helstu tekju-
lindum Egypta, hefur dregist mikið
saman. Efnahagur landsins er í
slæmu ástandi og stór hluti íbúanna
býr við sára fátækt. kjon@mbl.is
Hryðjuverk hafi ekki
grandað þotunni
EGYPTALAND
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Niðurstöður nýrrar skoðanakönnun-
ar fyrir NBC/Wall Street Journal í
Bandaríkjunum benda til þess að
Hillary Clinton myndi auðveldlega
sigra Donald Trump í forsetakosn-
ingum ef hann yrði forsetaefni repú-
blikana á næsta ári. En Clinton
myndi hins vegar tapa fyrir bæði
Ben Carson og Marco Rubio.
Athyglisvert er að Trump, sem
síðustu vikurnar hefur oftast verið
efstur í könnunum á fylgi við repú-
blikanana sem keppa um útnefn-
inguna, gengur illa að öðlast traust
meðal óflokksbundinna kjósenda. Og
stuðningur við hann meðal kvenna er
mun minni en stuðningur þeirra við
Clinton. Einnig kemur fram að rösk-
lega helmingur demókrata vill að
Clinton verði forsetaefni flokksins,
liðlega 30% að það verði vinstrimað-
urinn Bernie Sanders. Þessi hlutföll
hafa lítið breyst síðustu vikurnar.
Ummæli Trumps um múslíma fyr-
ir skömmu vöktu mikla athygli eins
og fleira sem hann hefur haft fram
að færa. Hann sagði að banna ætti
öllum múslímum að koma til Banda-
ríkjanna en virtist þó eiga við tíma-
bundið bann þar til menn hefðu áttað
sig betur á hryðjuverkavandanum.
Bent var á að bann af þessu tagi
bryti vafalaust í bága við stjórnar-
skrá. En liðsmenn Trumps rifjuðu
upp að Jimmy Carter, forseti úr röð-
um demókrata, hefði árið 1980 bann-
að öllum Írönum að koma til lands-
ins. Þá er svarað að allt annað sé að
byggja bannið á þjóðerni en trúar-
skoðunum.
Clinton myndi
sigra Trump
Könnun sýnir að
Trump nær aðeins
til hægrisinna
AFP
Fögnuður Donald Trump á kosn-
ingafundi í S-Karólínu um helgina.
Konur voru í fyrsta sinn í sögu Sádi-
Arabíu kjörnar til setu í sveitar-
stjórnum en misrétti kynjanna í
landinu hefur lengi verið gagnrýnt.
Alls náðu 20 konur kjöri að þessu
sinni. Þess ber að geta að umræddar
sveitarstjórnir hafa sáralítil völd en
nær ekkert lýðræði ríkir í landinu.
Kosið var um þriðjung sætanna að
þessu sinni.
Konur í Sádi-Arabíu mega ekki
aka bíl og um flestar ákvarðanir sem
varða þær gildir samkvæmt lögum
að þeim er skylt að fá samþykki
eiginmanns eða náins ættingja úr
röðum karla.
Abdullah konungur, sem lést í jan-
úar, jók réttindi kvenna og hvatti til
þess að þær legðu stund á há-
skólanám. Hann ákvað að þær
fengju að kjósa og bjóða sig fram í
umræddum kosningum. En æðsti
trúarleiðtogi landsins, stórmúftinn,
sagði nýlega að með þátttöku
kvenna í stjórnmálum, væri verið að
„opna dyr að hinu illa“.
kjon@mbl.is
Sádískar
konur kusu
í fyrsta sinn
20 konur í valda-
lausri sveitarstjórn