Morgunblaðið - 15.12.2015, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.12.2015, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 2015 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Húsnæðissamvinnufélagið Búseti hyggst fjárfesta í íbúðarhúsnæði fyrir samtals 15 milljarða á næstu árum. Yfirstandandi uppbygging á Smiðjuholtsreitnum í Holtunum í Reykjavík er þá meðtalin. Ef áform stjórnenda félagsins um 10% vöxt og 1.270 íbúðir árið 2020 ganga eftir gæti það verið komið með 2.000 íbúðir árið 2025 og 3.000 íbúðir árið 2030. Gísli Örn Bjarnhéðinsson, framkvæmda- stjóri Búseta, segir félagið bíða eftir því að frum- varp um breyt- ingar á lögum um húsnæðissam- vinnufélög verði samþykkt fyrir jól. Að því loknu muni félagið sækja fjármögnun vegna frekari uppbygg- ingar með skuldabréfaútgáfu. Skili hagstæðari fjármögnun Gísli Örn segir frumvarpið fela í sér réttarbót fyrir félagsmenn og skýra lagalegan rétt þeirra. Með breytingunum muni búseturétt- urinn erfast, réttaróvissu verða eytt og eftirlit með stjórnun og fjármálum húsnæðissamvinnufélaga verða aukið. Það er mat Gísla Arn- ar að þessar breytingar muni auð- velda félaginu að sækja hagstæðari fjármögnun. Það muni tryggja lægri greiðslubyrði af undir- liggjandi lánum sem muni skila sér til búseturétthafa. Eignir Búseta eru nú metnar á um 21 milljarð króna og er eigin- fjárhlutfallið um 28%. Hækkun fasteignaverðs hefur styrkt eigin- fjárhlutfallið. Félagið hefur sótt verðtryggð lán til Íbúðalánasjóðs en væntir þess að leita framvegis einnig á almennan markað, enda séu lánakjör sjóðsins ekki sam- keppnishæf eins og sakir standa. Með fyrirhugaðri fjárfestingu fer verðmæti eignasafnsins í 36 millj- arða. „Við viljum vaxa um 10-15% á ári. Nú erum við með um 450 íbúðir í pípunum. Þær dreifast yfir nokk- ur ár. Vonandi koma um og yfir 100 íbúðir á markaðinn á hverju ári, næstu fimm árin,“ segir Gísli Örn. Um 770 íbúðir eru í eignasafni félagsins og eru þær á höfuð- borgarsvæðinu og á Akranesi. Alls 204 íbúðir eru í byggingu á Smiðju- holtsreitnum, milli Einholts og Þverholts í Reykjavík, og 60 íbúðir á Keilugranda eru í hönnun. Þá áformar Búseti að byggja 52 íbúðir í Suður-Mjódd, 20 íbúðir á Skógar- vegi í Fossvogi, 18 íbúðir á Ísleifs- götu í Úlfarsárdal og 4 íbúðir á Laugarnesvegi. Samtals eru þetta 358 íbúðir, allar í Reykjavík. Skoða Kirkjusandsreitinn Gísli Örn segir Búseta jafnframt eiga í viðræðum við Reykjavíkur- borg um uppbyggingu á fleiri stöð- um, þar með talið á Kirkjusands- reitnum og í Úlfarsárdal. Hann segir Búseta leggja áherslu á að semja beint við verk- taka – og í einhverjum tilfellum við birgja – og þannig fækka milliliðum við uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Sem fyrr segir gæti félagið verið komið með 3.000 íbúðir árið 2030, miðað við 10% vöxt á ári, og hækk- ar sú tala auðvitað ef vöxturinn verður 15% einhver árin. Búseti stefnir á þúsundir íbúða  Búseti er með 450 nýjar íbúðir í pípunum  Hyggst bæta við 100 íbúðum á ári  Áforma 10-15% vöxt á ári  Gangi það eftir verður félagið með um 1.300 íbúðir 2020 og um 3.000 íbúðir árið 2030 Morgunblaðið/RAX Horft úr Einholtinu Uppbygging Búseta á Smiðjuholtsreitnum er vel á veg komin. Alls 204 íbúðir verða á reitnum. Íbúðirnar koma til afhendingar frá og með miðju næsta ári. Ofnasmiðjan var með starfsemi á reitnum á sínum tíma. Teikning/Búseti/Sigríður Ólafsdóttir/Birt með leyfi Laugarnesvegur Búseti undirbýr byggingu fjögurra íbúða á Laugar- nesvegi í Reykjavík. Fjöldi fólks er á biðlista eftir íbúðum Búseta. Teikning/Búseti/Hughrif ehf./Birt með leyfi Úlfarsárdalur Hér má sjá hvernig innanrými verður í væntanlegum íbúðum Búseta í Ísleifsgötu. Alls byggir Búseti 18 íbúðir í þessari götu í Reykjavík. Gísli Örn Bjarnhéðinsson Frímerki sem hönnuð voru í tilefni aldarafmælis íslenska fánans voru færð forsætisráðuneytinu að gjöf ásamt fánabókum í gær. Íslands- póstur gaf frímerkin sem bera þjóð- fánann út ásamt smáörk með frí- merki sem sýnir fánanefndina frá 1913. Vilhjálmur Sigurðsson, for- stöðumaður Frímerkjasölu Íslands- pósts, og Hörður Lárusson, graf- ískur hönnuður, færðu forsætis- ráðuneytinu gjöfina en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráð- herra veitti henni viðtöku. Hörður hannaði bæði frímerkin og fánabækurnar og var það hluti af „Fánaverkefni“ sem hann sendi í samkeppni um Hönnunarverðlaun Íslands fyrir árið 2015. Verkefnið Harðar var valið eitt af fimm fram- úrskarandi verkefnum í forvali dóm- nefndar, segir í frétt ráðuneytisins. Frímerki Vilhjálmur Sigurðsson og Hörður Lárusson færðu Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni gjöfina í gær, f.v. Vilhjálmur, Sigmundur Davíð og Hörður. Forsætisráðuneytinu færð frímerki að gjöf  Tilefnið er aldarafmæli þjóðfánans Þú gerir ekki *samkvæmt dekkjaprófun haustið 2014 Ipike W419Winter i'cept Korna- dekk – Síðan 1941 – Smiðjuvegi 68-72, Kóp Hjallahrauni 4, Hfj Fitjabraut 12, Njarðvík Austurvegi 52, Selfossi Skútuvogi 2, Rvk Sími 568 3080 betri kaup! Áberandi gott skv. FÍB*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.