Morgunblaðið - 15.12.2015, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.12.2015, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 2015 VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Einnig mikið úrval varahluta í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum, ásamt úrvals viðgerðarþjónustu. Kerrur frá Ifor Williams í öllum stærðum og útfærslum frá Svolvær suður á bóginn – og lögðu svo í haf frá Kristjanssundi nærri Þrándheimi á laugardags- morgun. Til Akureyrar var komið í gærmorgun. „Þetta gekk ævintýralega vel hér á leiðinni yfir hafið. Við vorum heppnir með veður og það var gott í sjóinn. Allt gekk eins og í sögu. Skipið lofar virkilega góðu og framtíðin er björt,“ segir Magnús. hefja reglulegar siglingar til Gríms- eyjar næsta sumar og undirbúningur að því er í fullum gangi. Kaupin á Ambassador II sé hluti af undirbún- ingi þess, enda sé þessi tvíbytna gott sjóskip. Það er alls 225 brúttótonn, 29 metra langt, 8 metra breidd og gengur 27 til 28 hnúta á klukkustund. Það var í síðustu viku sem Magnús Guðjónsson við 4. mann fór til Nor- egs að sækja skipið. Því sigldu þeir Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Fjölgun farþega í hvalaskoðunar- ferðum hér á Eyjafirði kallaði á að við bættum við okkur skipi,“ segir Magnús Guðjónsson, skipstjóri og framkvæmdastjóri Ambassador ehf.. Nýtt skip í eigu fyrirtækisins, Am- bassador II, kom til Akureyrar í gær og verður það gert út til skoðunar- og skemmtisiglinga á Eyjafirði. Skipið var keypt notað frá Bodö í Noregi hvar það hefur í áraraðir verið nýtt til farþegaflutninga í eyjabyggðum við Lofoten. Það þykir því henta mjög vel í ferðaþjónustu, en það tek- ur alls um 150 farþega. Fyrir á Ambassador annað skip, samnefnt fyrirtækinu, og getur tekið 100 manns. Hnúfabakar leika listir Aðstæður til hvalaskoðunar í Eyja- firði eru góðar og í siglingum síðast- liðið sumar sást til hvala í nánast hverri ferð. „Hér úti við Hjalteyri sáust stundum 10-15 hnúfubakar leika listir sínar og oft voru þeir fleiri. Við höfum mest verið í siglingum hér á Eyjafirði, þá við Hjalteyri, Hrísey og stundum farið út fyrir Hrólfs- sker,“ segir Magnús Guðjónsson og bætir við að nú standi til að fyrir- tækið færi út kívarnar. Ætlunin sé að Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Fley Ambassador er 225 brúttótonna skip sem gengur 28 hnúta á klukkustund. Grímseyjarferðir eru á dagskrá. Ambassadorinn í Eyjafirði lofar góðu  Keyptu norska ferju  Góðar aðstæður til hvalaskoðunar Ánægðir Bjarni Bjarnason, stjórnarformaður Ambassador, fremst, Örn Stef- ánsson stýrimaður og aftastur er framkvæmdastjórinn Magnús Gíslason. Flóðvarnargarðurinn neðan við Vík í Mýrdal skemmdist nokkuð í óveðri sem gekk yfir landið 7. desember sl. Fór þá sjór yfir garðinn og flæddi meðal annars inn á lóð Vega- gerðarinnar og bílaplanið austan við Víkurá. Hef- ur meirihluti fjárlaganefndar Alþingis nú lagt til 40 milljóna króna tímabund- ið framlag til að styrkja varnar- garða við Vík. Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, segist heldur vilja nýta fjárveitinguna til byggingar nýs varnargarðs, en sá kann að kosta um 300 milljónir króna. „Það þarf vissulega að styrkja þennan varnargarð en það er mun brýnna að ráðast í byggingu nýs varnargarðs,“ segir Ásgeir í sam- tali við Morgunblaðið og bendir á að núverandi garður, sem byggður var árið 2011, hafi verið eins konar tilraunaverkefni. „Ákveðið var að láta á hann reyna og sjá hvernig hann stæði sig í að verja ströndina vestan garðs- ins. Það var alveg ljóst að hann myndi ekki verja neitt austan meg- in,“ segir Ásgeir. Þær skemmdir sem urðu á garð- inum fyrir um viku eru á austur- hluta hans og að sögn sveitarstjóra stóð alltaf til að byggja þar annan varnargarð. Verður nú að sögn Ás- geirs allt kapp lagt á að koma þess- um nýja varnargarði í framkvæmd. „Til að þetta verði tilbúið næsta haust verðum við að byrja á fram- kvæmdinni í vor.“ Vilja setja bygg- ingu nýs varnar- garðs í forgang  Tillaga um að 40 m.kr. fari í að styrkja varnargarða við Vík í Mýrdal Ljósmynd/Þórir N. Kjartansson Flóð Sjór gekk yfir flóðvarnargarð- inn og inn á lóð Vegagerðarinnar. Ásgeir Magnússon Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Viðræðum við Rússa um fiskveiði- réttindi Íslendinga í Barentshafi á næsta ári lauk án samnings í Moskvu fyrir helgina. Jóhann Guð- mundsson, formaður íslensku samninganefndarinnar, segir það vonbrigði að samkomulag skyldi ekki nást, en bendir á að viðræðum hafi þó ekki verið slitið en þess í stað frestað fram í febrúar á næsta ári. Viðræðurnar í Moskvu fóru vel af stað og var útlit fyrir að gengið yrði frá samkomulagi á öðrum degi við- ræðna. Þá hljóp hins vegar snurða á þráðinn og Rússar tilkynntu að ekki yrði gengið frá samkomulagi að þessu sinni. Ástæða þess var sögð flókin úrlausnarefni er vörð- uðu útreikning á þorskkvótanum. Þetta kom á óvart því samkvæmt heimildum blaðsins eru Rússar ný- búnir að semja bæði við Færeyjar og Grænland um þorskveiðar í Bar- entshafi án þess að sambærilegir erfiðleikar hafi komið upp. Yfir átta þúsund tonn af þorski Samkvæmt samningi um veiðarn- ar á þessu ári mega íslensk skip veiða 5.091 tonn af þorski í ár, auk 3.060 tonna samkvæmt sölukvóta. Meðafli í ýsu má í ár vera um 8%, en heildarmeðafli um 30%. Heildar- aflaverðmæti þessara heimilda má áætla um 2,2 milljarða nettó á síð- asta fiskveiðiári. Rússar hafa í ár heimild til að veiða 1.500 tonn af kolmunna af kvóta Íslendinga. Samninga um heimildir Íslendinga til þorskveiða í Barentshafi má rekja til lausnar Smugudeilunnar árið 1999. Síðustu ár hafa viðræður um þessar veiðar gengið hnökralaust að því undanskildu að Rússar hafa hert skilyrði um ýsu sem meðafla, en erf- itt er að komast hjá því að veiða ýsu við þorskveiðar á svæðinu. Í viðræðunefndinni í Moskvu voru, auk Jóhanns, fulltrúar frá sendiráði Íslands í Moskvu, Haf- rannsóknastofnun, Fiskistofu og Samtökum fyrirtækja í sjávarút- vegi. Viðskiptaþvinganir og lokanir Það hefur haft erfiðleika í för með sér fyrir íslensk sjávarútvegs- fyrirtæki að í ágústmánuði var Ís- landi bætt á lista yfir lönd sem sæta innflutningsbanni til Rússlands. Þær innflutningshindranir voru settar fram sem svar við viðskipta- þvingunum Evrópusambandsins, sem Ísland gerðist aðili að, gagn- vart Rússlandi, en þær áttu að gilda til 31. janúar 2016. Fram kom í Morgunblaðinu á laugardag að niðurstöður hafa ekki enn borist eftir heimsókn sendi- nefndar frá rússnesku matvæla- stofnuninni hingað til lands í sept- embermánuði. Verkefni nefndar- innar var m.a. að skoða heilbrigðis- og gæðamál í fiskvinnslufyrirtækj- um og frystihúsum. Þegar nefndin kom hingað til lands í nóvember í fyrra var lokað á viðskipti við nokk- ur íslensk fiskvinnslufyrirtæki, en fram að því hafði verið vandkvæða- lítið að fá slíkt vottorð frá Rússum. Ekki samið um Barentshafið  Rússar segja ástæðuna flókin úrlausnarefni varðandi útreikning á þorskkvótanum  Viðræðunum ekki slitið en frestað fram í febrúar  Heildarverðmæti í Barentshafi um 2,2 milljarðar króna Þerney RE Eitt þeirra skipa sem sótt hefur í Barentshafið síðustu ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.