Morgunblaðið - 15.12.2015, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.12.2015, Blaðsíða 11
þegar kúlan og óróinn koma til okk- ar. Auk þess er þetta vandaverk og starfsmennirnir eru mjög meðvit- aðir um það, þeir fara sér að engu óðslega og vilja alls ekki brjóta kúl- urnar,“ segir Valdís og Guðrún Ósk sem stendur við hlið hennar og er í óðaönn að pakka kúlunum grípur þetta á lofti og bætir við ákveðin: „Kúlan er brothætt og viðkvæm, við þurfum að fara varlega með hana, eins og hún sé litla barnið okkar.“ Sama vinna er við jólaóróann og kærleikskúluna, það þarf að brjóta alla kassana saman utan um hann, klippa band og þræða í óró- ann, binda hnút og setja bæklinga með í kassann, en reyndar eru óró- arnir færri, ekki „nema“ 2.500 stykki. Þó að óróinn sé ekki brot- hættur, þá þarf að passa vel að hann rispist ekki og að ekki komi á hann fingraför. Fyrir vikið nota þau hanska við pökkun bæði á kúlu og óróa. Heilmikið er um að vera skemmtilegt á vinnustofunni í tilefni jólanna, nýlega var þar jólamark- aður og jólaball með hljómsveit og framyndan var jólahugvekja. Borðakonan Eva Peters sér um að klippa borðana fyrir kúlurnar. Hún hef- ur klippt þúsundir borða. Hún leggur þá eftir borðinu til að mæla lengdina. Mörg handtök Pökkun óróans. Fríða, Ari og Bubbi að störfum. Bros Guðrún Ósk Ingvarsdóttir sér um að brjóta saman kassana en Ari Við- ar Hróbjartsson sér um að hnýta hnúta á bandið sem Skyrgámur hangir í. „Við þurfum að grand- skoða hverja einustu kúlu áður en hún fer í kassa, athuga hvort hún sé í lagi og hvort nafn hönnuðarins sé í sínum stað. Síðan þarf að þræða rauðan borða í hana og setja tvo bæklinga með í hvern kassa.“ DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 2015 Kát Sigurður og Steinunn eftir að óróinn þeirra var hengdur á Óslóartréð. Dýrð og dásemd! Ég er kominn að fremsta bænum í dalnum Finn hvernig munnvatnið seytlar Beint í skyrið beint í skyrið! Skyr skyr skyr! Hvítt allt er hvítt Dýrð og dásemd! ég er saddur Veröldin er skyr ég er Skyrgámur allt til enda veraldarinnar. Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra hefur staðið að útgáfu Kærleikskúl- unnar frá árinu 2003 og eru kúlurnar því orðnar þrettán. Ár hvert fær Kær- leikskúlan nýtt útlit og er verkið í höndum fremstu listamanna þjóðar- innar. Landslag eftir Rögnu Róberts- dóttur er nafn Kærleikskúlunnar árið 2015. Ragna segir um kúluna: „Verk- ið kallast á við frumform jarðarinnar og orkumynstur hennar, sköpunar- og tortímingarkraftana og í raun það sem mætti kalla lífskraftinn. Ég nota sjálflýsandi plastagnirnar meðal ann- ars sem tákn fyrir hin litríku íslensku líparítfjöll og sláandi litadýrð þeirra sem orsakast af háu steinefnamagni og samspili þess við birtuna.“ Allur ágóði sölunnar af Kærleiks- kúlunni rennur til starfsemi Reykja- dals, sumar- og helgardvalar Styrkt- arfélags lamaðra og fatlaðra. Skyrgámur er tíundi óróinn í Jóla- sveinaseríu Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Í seríunni fara saman ís- lenskur menningararfur, íslensk hönnun og ritsnilld ásamt mikils- verðu málefni. Þau Steinunn Sigurð- ardóttir hönnuður og Sigurður Páls- son rithöfundur leggja félaginu lið í ár og sameina krafta sína í túlkun á Skyrgámi. Óróinn er gerður úr burst- uðu stáli og fæst Steinunn við stálið en Sigurður við orðin. Margir fremstu hönnuðir og skáld Íslend- inga hafa stutt félagið með túlkun sinni á íslensku jólasveinunum og fjölskyldu þeirra. Allur ágóði jólaóró- ans rennur til Æfingastöðvarinnar, en þar fer fram umfangsmesta sjúkra- og iðjuþjálfun barna á land- inu. Söluaðilar eru: Casa, Epal, Hafn- arborg, Húsgagnahöllin, i8, Kokka, Kraum, Listasafn Reykjavíkur, Litla jólabúðin, Líf og list, Módern, Þjóð- minjasafnið, Snúran, Blómaval, Blóma- og gjafabúðin, Póley, Norska húsið og Valrós. Jólakúlan 2015 og jólaóróinn 2015 Ḱærleikskúlur Ragna með kúlurnar sínar sem geyma bláar og rauðar agnir. Landslag í jólakúlunum núna RÉTTARSTAÐA FYRIRTÆKJA VIÐ RANNSÓKN MÁLA Morgunverðarfundur á Grand Hótel Reykjavík Fimmtudaginn 17. desember kl. 8.30-10 Frummælendur: Helga Melkorka Óttarsdóttir, hrl. Reimar Pétursson, hrl. Una Særún Jóhannsdóttir, sérfræðingur hjá sænska samkeppniseftirlitinu Viðbrögð: Brynjar Níelsson, alþingismaður og varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra Fundarstjóri: Marta Guðrún Blöndal, lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands. Léttur morgunverður frá kl. 8.00 Vinsamlegast skráið þátttöku á www.vi.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.