Morgunblaðið - 15.12.2015, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.12.2015, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 2015 Elsku afi. Þú varst okkur miklu miklu meira en bara afi. Við gátum alltaf leitað til þín og þú varst alltaf til staðar alveg sama hvað. Þú varst okkar klettur. Við eigum margar góðar minningar og margar þeirra úr Flatey. Daginn sem þú fékkst þessa fínu úlpu frá Skóflunni og komst svo í Olís og fékkst þér kaffi og sagðir að bara merk- ismenn fengju svona úlpu. Þú varst svo stoltur og ánægður með úlpuna. Það þurfti aldrei mikið til að gleðja þig, fá þig til að hlæja eða gera þig stoltan. Með ást og söknuði, þín óþekktarrófa, Aníta Franklínsdóttir. Hugurinn fer á flug, minning- arnar þjóta fram hver af ann- arri. Það var alltaf svo notalegt þegar við hittumst, manni leið eins og maður væri svo sér- stakur. Þannig komstu ávallt fram við okkur. Þú varst stór maður með stórt hjarta. Við munum sakna þess að heyra ekki lengur þinn glaða og skemmtilega hlátur. Við minn- umst allra góðu stundanna sem við áttum saman. Það var jú ykkur Jóhönnu að þakka að við fengum okkur hjólhýsi í Þjórs- árdalnum eftir að við komum í kaffi til ykkar þangað. Þar fannst ykkur dásamlegt að vera í góðra vina hópi eða bara tvö og slappa af. Einnig voru stund- irnar sem við áttum með ykkur og fólkinu ykkar á Skaganum ómetanlegar, þar sem þú varst Logi Sævar Jóhannsson ✝ Logi Sævar Jó-hannsson fæddist 5. júlí 1950. Hann lést 2. des- ember 2015. Útför Loga fór fram 14. desember 2015. alltaf hrókur alls fagnaðar. Við geymum allar góðu minningarnar í hjörtum okkar og erum sannfærð um að þú sért kominn á annan góðan stað núna og vakir yfir okkur sem eftir sitjum. Elsku Jóhanna og fjölskylda, okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Gættu þess vin, yfir moldunum mín- um, að maðurinn ræður ei næturstað sín- um. Og þegar þú hryggur úr garðinum gengur ég geng þér við hlið þó ég sjáist ei lengur. En þegar þú strýkur burt tregafull tárin þá teldu í huganum yndisleg árin sem kallinu gegndi ég kátur og glað- ur, það kæti þig líka, minn samferðamaður. (James McNulty) Ásgeir, Sædís, Guðrún Jón- ína, Aron Karl, Jóhann Karl og fjölskyldur. Í dag verður borinn til grafar frá Akraneskirkju Logi Jó- hannsson, fyrrverandi sjómaður og síðar kranastjóri, starfsmað- ur Skóflunnar á Akranesi. Kynni okkar Loga hófust þegar hann hafði keypt plastbát og hafið útgerð haustið 1987. Að sjálfsögðu var báturinn skírður Flatey, þar sem Logi var fædd- ur og uppalinn, en eyjan var honum ætíð ofarlega í huga. Viðskiptasaga okkar er því orð- in nokkuð löng og hefur alltaf verið eins og best getur verið, og það ber að þakka. Ég get ekki rakið sögu Loga, það gera aðrir sem betur þekkja til. En ég vil þakka Loga fyrir dýrmæt kynni við okkur starf- menn Olís á Akranesi. Hann hefur á undanförnum áratugum verið fastagestur hjá okkur sem störfum á Suðurgötunni og ekki var óvenjulegt að hann kæmi tvisvar til þrisvar á dag ef hann væri í nágrenninu. Það sem ein- kenndi hann var heiðarleiki, góður húmor og hann gerði ekki mannamun eftir því við hvern var talað. Væntumþykja hans til fjölskyldu sinnar fór ekki framhjá okkur enda tveir af starfsmönnum okkar afabörn hans. Við starfsmenn Olís hf. á Akranesi vottum aðstandendum Loga okkar dýpstu samúð, þeirra missir er mestur. En eitt er víst að hans verður sárt saknað af okkur og þeim sem stunda kaffihornið okkar. Gunnar Sigurðsson, útibússtjóri. Hann Logi er fallinn frá, þessi mikli meistari. Ég kynnt- ist Loga þegar ég byrjaði að vinna í hafnarsjoppunni. Hann var einn af þeim sem komu alla morgna fyrir vinnu og fengu sér kaffi. Um helgar kom hann í kaffi og spjall og urðum við miklir vinir strax frá fyrsta degi. Hann var auðvitað nokkuð mörgum árum eldri en ég en það skipti engu máli, við gátum rætt allt á milli himins og jarð- ar. Uppáhalds umræðuefnið okkar var Breiðafjörðurinn, því þaðan vorum við bæði, hann úr Flatey og ég úr Dölunum. Okk- ur fannst Breiðafjörðurinn fal- legasti fjörðurinn á landinu. Þegar að ég hætti í sjoppunni og fór að vinna í Reykjavík var hann ekki sáttur með ákvörðun mína, og minnti mig rækilega á það daglega að það væri ekkert vit í því að keyra suður á hverj- um degi. Einn sunnudaginn þegar hann kom í kaffi í desem- bermánuði, byrjaði hann að tauta um þessa ákvörðun mína. Þá hitti hann á veikan punkt og ég táraðist, ekki vegna þess að hann væri leiðinlegur við mig, heldur vegna þess að ég vissi að ég ætti eftir að sakna þess að hitta hann og alla hina á morgn- ana. Tárin mín voru reyndar líka vegna þess að ég fann að honum þótti vænt um mig og það hlýjaði mér um hjarta- rætur. Honum brá að sjá tárin í augunum mínum, en við rædd- um þetta bara. Þannig var hann Logi, sýndi væntumþykju sína í orði og gjörðum. Það breytti þó ekki því að ég fór að vinna fyrir sunnan. Ég saknaði alltaf helg- anna þegar að við sátum við borðið með kaffið við hönd og spjölluðum um lífið, svo að ég fór reglulega um helgar í sjopp- una til að eiga við hann spjall, þangað til að ég flutti til Eski- fjarðar, þá tók fésbókin við og fylgdist ég með honum þar. Nú er hann farinn allt of snemma, og ég náði ekki að kveðja hann, en minningin lifir í hjarta mínu. Ég þakka fyrir kynni mín af Loga og fjölskyldunni hans. Hann talaði um þau öll eins og demanta, þvílíkar gersemar sem hann átti og það sást í augum hans hversu stoltur hann var af þeim öllum. Elsku Jóhanna og aðrir aðstandendur ég votta ykkur mína dýpstu samúð á erf- iðum tímum. Eva Dröfn Sævarsdóttir. Góður vinur, Logi Sævar Jó- hannsson, er fallinn frá eftir stutt en erfið veikindi. Hann var „orginallinn“ frá Flatey á Breiðafirði þar sem leiðir okkar lágu oft saman. Það er sjónarsviptir að Loga, að hitta hann ekki lengur þar um slóðir, þar sem hann mætti með glettni í svip og bros á vör og 66°N-húfuna sína. Í Flatey leið honum vel. Við hjónin höf- um átt Loga að vini frá því við vorum öll ung að árum. Aldrei hefur borið skugga á þá vináttu enda var Logi sannur vinur vina sinna. Logi var sjómaður, dáða- drengur. Byrjaði barnungur til sjós með föður sínum og fleiri góðum köppum úr Flatey. Í seinni tíð gerðist hann verslunarmaður og rak Máln- ingarvörubúðina á Akranesi um tíma ásamt Jóhönnu konu sinni. Hann gaf sér oft tíma til vinafunda og eigum við góðar minningar um ferð sem farin var til Kanarí þar sem hann naut sín vel og skemmtum við okkur öll hið besta. Hann minntist oft á ferðina og hló hátt og dátt. Til er ljósmynd af þeim félögum, Óla og Loga, á svölunum á hótelinu í sól og sumaryl. Myndin fékk nafnið „Fullir fyrir hádegi“. Eins er gaman að minnast ferðanna sem farnar voru í Flatey hér á árum áður. Þá var keyrt Kerlingarskarðið þar sem var stoppað, drukkið kaffi og borðaðir heimabakaðir snúðar frá Jóhönnu. Þá heyrðist oft: Hann er fallegur, Breiðafjörð- urinn. Já, það voru orð að sönnu. Hann Logi var líka fallegur þótt hann æsti sig um menn og mál- efni og vandaði ekki kveðjurnar ef svo bar við. En þá bærðist alltaf undir gott hjartalag, góð- semi og rík réttlætiskennd. Logi var eiginmaður, faðir og afi margra barna. Nú hefur röddin hans hljóðnað. Eftir sitja margar hlýjar minningar um góðan vin. Við þökkum þér samfylgdina og biðjum þér blessunar á æðra tilverustigi. Kæra Jóhanna, börnin ykkar og barnabörn, samúð okkar er hjá ykkur. Ólafur (Óli) og Ragnheiður (Heiða). Nú ert þú farinn, elsku vinur minn, og eftir stendur minning um einstakan mann. Það sem kemur fyrst upp í huga manns á svona stundu er hláturinn enda varst þú alltaf hlæjandi og veit ég að glaðlynd- ari einstaklingur er vandfund- inn. Að sama skapi er ekki á hverju strái að maður finni svona hlýju hjá nokkrum manni eins og þú gafst frá þér. Ég man það svo vel þegar ég hitti þig fyrst þegar þú byrjaðir starf þitt hjá DS Lausnum árið 2011. Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið, þegar ég ætlaði að heilsa þér, ókunnugum nýjum vinnu- félaga, þá stóðstu upp og vafðir höndunum utan um mig og faðmaðir mig eins og við hefð- um alltaf þekkst. Svona varst þú, gerðir ekki mannamun og skipti engu hvort þú þekktir manninn eða ekki. Mér er sér- lega minnisstætt þegar við kom- um á vinnustað einn daginn og hittum fyrir uppáklæddan yf- irmann, sem reyndi að heilsa með handabandi, þú tókst það ekki í mál og faðmaðir hann að þér eins og þér einum er lagið og hristir hann eins og tusku- dúkku, á meðan átti ég erfitt með að halda í mér hlátrinum þar sem manngreyið varð frem- ur kindarlegur þarna og vissi ekkert hvernig hann átti að taka þessu. Mikið þakka ég fyrir allar stundirnar sem við áttum sam- an í vinnu og utan og þá sér- staklega þegar við fórum öll stór-DS Lausna-fjölskyldan til Tenerife í fyrra þar sem þú varst hrókur alls fagnaðar og hressastur allra á dansgólfinu. Að lokum þakka ég fyrir að hafa átt við þig símtal fyrir nokkrum vikum sem reyndist því miður okkar síðasta samtal. Heimurinn er einum gleði- gjafanum fátækari, en við sem fengum þann heiður að kynnast þér höldum fast í minningarnar um yndislegan mann og einstak- an vin sem ávallt færir okkur bros þegar við hugsum til baka. Takk fyrir samfylgdina, Logi minn. Elsku Jóhanna og fjölskylda, ég votta ykkur mína dýpstu samúð á þessum erfiðu tímum. Ásgeir Yngvi Elvarsson. Hvað skal segja þegar kær vinur er farinn frá okkur? Ótelj- andi hugsanir þyrlast upp og ómögulegt er að koma skipulagi á allar þær óteljandi minningar og minningabrot sem þyrpast að. Þessi stóri og sérkennilegi maður sem var svo ótrúlega við- ræðugóður en í senn hrjúfur og barnslega viðkvæmur. Atorku- samur og úrræðagóður í öllu sem viðkom viðgerð og viðhaldi á því stóra, aldna og háreista Eyjólfshúsi í Flatey og Logi Jó- hannsson var svo sannarlega Flateyingur heill í gegn. Fæddur í Eyjólfshúsi í Flat- ey 1950 og skírður Logi Sævar, uppalinn í Flatey og hafði alla tíð þessar sterku taugar til Flateyjar að aðdáunarvert var og eftir var tekið. Ef hann gat ekki komið til lengri dvalar í Flatey þá skaust hann með Baldri dagstund þó ekki væri til annars en að klappa mótornum á bát sínum sem var honum svo kær. Öðrum stundum var gest- kvæmt í Eyjólfshúsi enda Logi vinsæll og viðræðugóður. Þegar Jóhanna kom inn í líf Fyrstu minning- ar mínar um Gyðu eru úr lágreistu húsi við Rauðarár- stíg. Ég fór að venja þangað komur mínar, sjálf tánings- stelpa, til að hitta son hennar, sem ég átti síðar eftir að giftast. Hún tók mér strax vel enda leit hún alltaf á börn og ungt fólk sem jafningja fullorðinna. Sjálf var hún alla tíð ung í anda. Ég man eftir henni dansandi við dúndrandi Bítlatóna í stofunni á Rauðarárstígnum og ég man eft- ir henni að hvísla því kerskin að mér að hún skyldi skilja eftir op- inn gluggann á baðinu svo ég gæti laumast inn til kærastans svo lítið bæri á. Seinna varð hún Amma-Gyða. En það var samt eins og hún hefði ekkert elst. Hún varðveitti bernskuna betur en aðrir. Ég er afar þakklát því að börnin mín og börnin þeirra fengu að kynn- ast henni. Þau eiga margar minningar um ömmu og lang- ömmu sem kenndi þeim að aldur Gyða Jónasdóttir ✝ Gyða Jónas-dóttir fæddist 29. apríl 1923. Hún lést 3. desember 2015. Útför Gyðu fór fram 14. desember 2015. er afstæður og að lífið snýst um að skemmta sér dálít- ið. Hún var alla tíð harðdugleg. Hún mátti til dæmis ekki heyra á það minnst að taka leigubíl þar sem hún arkaði rígfull- orðin upp allar brekkur í steikjandi hita úti á Spáni fyrir nokkrum árum. Enda var hún vön að ganga. Og synda. Og vinna. Langt fram eftir níræðisaldri sá hún t.d. um að þrífa sameignina heima hjá sér. Og þar þvældust stigarnir ekki meira en svo fyrir henni að einu sinni man ég eftir henni að hamast á teppinu á þriðju hæð með ryksuguhausn- um á meðan ryksugan ýlfraði með opinn barkann niðri á jarð- hæð. Það var ekki bara ryksugan sem átti erfitt með að fylgja henni eftir. Tíminn átti fullt í fangi með að ná í skottið á henni. Hún var of kvik, fjörug og lífsglöð til að verða gömul að nokkru öðru leyti en því að ár- unum fjölgaði. Og með árunum fjölgaði afkomendunum. Þeim sinnti hún alltaf vel og hún lagði rækt við fjölskylduna sína. Í dag höfum við, ástvinir hennar, misst mikið. En hún sá líka til þess að við höfum öðlast mikið. Fyrir það er ég þakklát. Blessuð sé minning merkrar konu. Svanhildur Jónsdóttir. Ég fæddist í Brautarholti þar sem amma Gyða bjó og þess vegna tengdist ég henni meira en gengur og gerist með ömmur almennt. Amma var mér alltaf góð og vildi helst af öllu gefa mér góðgæti fyrstu árin. Snemma fór ég að selja Dag- blaðið og Vísi og oftar en ekki heilsaði ég upp á ömmu Gyðu í vinnunni sinni. Það þótti okkur báðum gaman og alltaf tók hún sér pásu þegar ég kom. Amma var alltaf mjög dugleg að vinna og vann við skúringar í auka- vinnu. Ég vissi oftast hvar hún var hverju sinni. Eitt sinn kom ég í Braut- arholtið í miklum snjó og ekki var hægt að opna hurðina því þar hefði safnast mikill skafl fyr- ir utan. Amma rétti mér þá skóflu út um gluggann svo ég gæti mokað hana út. Hún þurfti nefnilega að komast út til að fara í skúringarnar á Flyðru- grandanum. Amma var líka dug- leg að fara í sund í Vesturbæj- arlaugina og það var ekki leiðinlegt að fara með henni þangað. Þetta eru góðar minn- ingar sem munu lifa um ókomna tíð í mínu hjarta. Amma mín, ég sakna þín. Ólafs (Óli). Ég las einhvers staðar að ömmur séu bara fullorðnar smá- stelpur. Það á svo sannarlega við um þig, elsku amma mín. Það var alltaf fjör í kringum þig. En líka hlýja. Enginn knúsaði fastar og oftar en þú. Þú kenndir mér örlæti. Ekki aðeins á veraldlega hluti heldur líka á tíma. Ég mun aldrei gleyma því hvernig þú heimtaðir að fá að fara með mig í bæinn til að velja gjafir. Þú vildir ekki heyra á það minnst að slá tvær flugur í einu höggi og fara með okkur systkinin saman. Tvær ferðir skyldu það vera. Ein fyrir hvort okkar. Í þessum ferðum stafaði af þér sömu kátínunni og gleðinni og alltaf. Að fara með þér í búðir var eins og að fara með forsetanum í opinbera heimsókn. Þú hafðir stóran persónuleika og mikla nærveru. Þegar búið var að velja gjöfina skipaðir þú mér að bíða eftir þér augnablik og af stað fór leikþáttur þar sem þú keyptir gjöfina en ég varð að láta sem ég vissi ekki að þú viss- ir að ég vissi hvað þú hefðir keypt. Já, þú kenndir mér að gefa. Auðvitað var litla smástelpan hrifnust af flottum og dýrum hlutum sem þú hikaðir ekki við að kaupa. En þegar þú varst orðin gömul gættir þú þess að ég og börnin mín fengjum frá þér hluti sem þú gerðir sjálf. Þeir eru ófáir útsaumaðir púð- arnir eða bangsarnir sem við eigum eftir þig. Þeir hafa ekki alltaf þótt móðins á heimilinu en eru meðal þess dýrmætasta sem við eigum í dag. Þú vissir að sumt er ekki hægt að kaupa í búðum. Ein gjöf er mér dýrmætust. Ég fékk nafnið þitt. Ég mun gera mitt besta til að standa undir því. Nú er ég Amma-Gyða. Í hvert sinn sem þú kvaddir mig, hvort sem það var til skemmri eða lengri tíma, var kveðjan sú sama: Guð blessi þig. Guð blessi þig, elsku amma. Gyða. Elsku Gyða, ég hélt að þetta ár gæti ekki orðið verra þar til mér var sagt að þú værir farin. Það tók nokkra tíma þar til ég áttaði mig á því hvað ég hafði heyrt. Mér varð hugsað til þess að ég hafði ekki verið búin að kveðja þig og ég rifjaði upp síð- ustu stundirnar okkar saman. Það var eitthvað sem ég átti eft- ir að segja þér og mér fannst ég geta sagt það næst. En ég gleymdi mér og tíminn leið, svo það varð ekkert næst. Orðin þín man ég vel og þau voru falleg og einlæg eins og þú varst. „Guð geymi þig.“ Ég er svo þakklát fyrir að hafa átt þig að. Það voru sko ekki veislur án þín og sú minning er afar dýrmæt. Þú komst í stað langömmunnar sem við systkinin fengum ekki tæki- færi til að kynnast. Það var svo skemmtilegt að vera í kringum þig, þú varst allt- af tilbúin til að grínast og hlæja. Alltaf svo létt og glatt yfir þér. Á sama tíma varstu mjög ákveð- in í skoðunum þínum og sagðir það sem þú vildir segja. Ég man að þú vildir ekki sjá hárið mitt svona ofan í andlitinu, þér fannst það alveg fráleitt. Þú vildir hafa það allt tekið frá and- litinu og helst fest aftur í fléttu. Þannig að það fór oft svo að þú fléttaðir það í eina stóra fléttu. Það var líka þitt helsta ráð til þess að láta hárið síkka hraðar. Eins voru það hælaskórnir, ég átti alls ekki að vera í þeim. Svo horfðir þú stundum á mig og sagðir frekar alvarlega: passaðu þig á strákunum, þeir hafa ekk- ert að gera með þér. Elsku Gyða, þú varst svo frá- bær og sterkur karakter, alveg einstök. Ég sakna þín og tímans sem við áttum saman. Þar til við hittumst aftur, Guð geymi þig. Þóranna Þórarinsdóttir. HINSTA KVEÐJA Elsku Gyða okkar. Nú ert þú farin frá okkur, en við trúum því að við munum hittast aftur seinna. Takk fyrir allar góðu og skemmtilegu stundirnar sem við áttum saman. Það er okkur ómetanlegt að eiga minningar um þig. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Okkur þykir svo vænt um þig og við söknum þín. Þar til við hittumst aftur. Guð geymi þig. Þórarinn, Jónína og börn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.