Morgunblaðið - 09.03.2016, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 09.03.2016, Qupperneq 1
M I Ð V I K U D A G U R 9. M A R S 2 0 1 6 Stofnað 1913  57. tölublað  104. árgangur  VINNUSTOFA UM SKIPULAGSMÁL Í HAFNARFIRÐI TVÆR TILNEFNINGAR DANSVERKEFNI OG VERULEIKI ELDRI BORGARA BÓKIN ALFREÐ GÍGJA 12 SÓLTÚN 30HAFNARBORG 33 Stefán Einar Stefánsson ses@mbl.is Eigendur Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar hafa óskað eftir tilboðum í fyrirtækið frá innlendum og erlendum fjárfestum. Það þýðir að áform um skráningu fyrirtæk- isins í Kauphöll Íslands verða lögð til hliðar á meðan eigendur kanna nú sölu á fyrirtækinu í beinni sölu til fjárfesta. Stærsti eigandi Ölgerðarinnar er Eignarhaldsfélagið Þorgerður, sem er í meirihlutaeigu framtakssjóðsins Auðar I, sem fer með 45% hlut. Félag í eigu Októs Einarssonar, stjórnarformanns, og Andra Þórs Guðmundssonar, forstjóra, á 38% hlut og loks fer félag í eigu milli- stjórnenda fyrirtækisins með 17%. Eftir að greint var frá því í haust að núverandi eigendur stefndu að skráningu Ölgerðarinnar í Kauphöll Íslands mun hafa komið í ljós mikill áhugi fjárfesta á beinum kaupum á félaginu, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Núverandi eigend- ur hafa því ákveðið að fylgja þeim áhuga eftir og er formlegt söluferli fyrirtækisins að fara af stað. Ölgerðin Egill Skallagrímsson er á meðal elstu iðnfyrirtækja lands- ins, stofnuð 1913. Árleg velta fyr- irtækisins er um 20 milljarðar króna og eru starfsmenn um 330. Hagn- aður Ölgerðarinnar á rekstrarárinu sem lauk í febrúar 2015 var um 200 milljónir króna og EBITDA-hagn- aður um 1,6 milljarðar króna. Ölgerðin komin í söluferli  Formlegt söluferli á Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni er hafið gagnvart innlendum og erlendum fjárfestum  Áform um skráningu félagsins lögð til hliðar í bili MÖlgerðin boðin fjárfestum » …16 Ölgerðin » Velta Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar er um 20 milljarðar króna á ári. » Fyrirtækið er eitt hið stærsta á sviði innflutnings, framleiðslu og dreifingar á drykkjar- og matvörum hér á landi. Rannsókn lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu er í fullum gangi vegna stórbrunans við Grettisgötu 87 í fyrrakvöld. Vegna hættu á að þak hússins myndi hrynja að slökkvistarfi loknu í gær getur rann- sókn í brunarústunum ekki hafist af krafti fyrr en í dag. Íkveikja er ekki útilokuð eða aðrar orsakir, á meðan ekki hefur tekist að kanna rústirnar nánar. Lögreglan leitar upplýsinga um mannaferðir við vettvang brunans en misvísandi frásagnir eru um hvort vitni sáu til tveggja eða fjög- urra manna. Í tilkynningu lögreglu segir að sést hafi til tveggja manna koma úr húsinu skömmu áður en eldurinn kom upp og annar þeirra hafi borið flatskjá. Í húsinu voru tvö verkstæði og leitar eigandi þeirra að bráðabirgða- húsnæði til að halda áfram. Tveir stórbrunar urðu á þessum slóðum árin 1963 og 1981. »6 Útiloka ekki íkveikju Morgunblaðið/Egggert Grettisgata Slökkvistarfi lauk í fyrrinótt og vakt stóð til morguns.  Rannsókn á brun- anum hefst í dag Ráða þurfti í flóknar stöður og rýna í mynstur þegar fyrstu leikirnir voru leiknir á Reykjavík- urskákmótinu sem hófst í Hörpu í gær. Alls 250 skákmenn víða að eru mættir á mótið, sem þykir afar sterkt. Athyglin beinist meðal annars að hinum alþjóðlegu meisturum sem mættir eru til leiks, svo sem hinum tólf ára Awonder Liang sem er 12 ára og yngsti alþjóðlegi meistari heims. Þá þykir mikils mega vænta af íslensk- um þátttakendum á mótinu, enda hefur árang- ur þeirra við taflborðið vakið athygli víða um lönd. »11 Ráðið í stöðuna á Reykjavíkurskákmótinu Morgunblaðið/Styrmir Kári  Áform Reykjavíkurborgar um að þétta byggð á svonefndum Kenn- araháskólareit við Stakkahlíð verða kynnt íbúum hverfisins á fundi síð- degis í dag. Áformin gera ráð fyrir að 100 íbúðir fyrir námsmenn verði reistar og 60 íbúðir fyrir eldri borgara. Reit- urinn afmarkast af Stakkahlíð í vestri, Háteigsvegi í norðri, Skipholti í austri og Bólstaðarhlíð í suðri. Ásgeir Beinteinsson, skólastjóri Háteigsskóla, telur að tillögur A2F arkitekta geri ráð fyrir allt of miklu byggingamagni á reitnum og segir að augljóslega hafi ekkert verið hlustað á þær athugasemdir sem gerðar voru við tillögurnar í fyrra. »4 Vilja þétta byggð um 160 íbúðir Stakkahlíð Þar verða byggðar íbúðir.  Fá má nýju landsliðstreyjuna í knattspyrnu, sem kynnt var í síð- ustu viku, í kínversku netversl- uninni Ali Express. Þar kostar treyjan 1.500 til 2.700 krónur, sem er talsvert lægra verð en hún er seld á hér á landi þar sem hún kost- ar um 12.000 krónur. „Auðvitað munum við skoða hvaða leiðir eru færar fyrir okkur í þessum efnum. En við hvetjum fólk til að fylgja þeim lögum og reglum sem gilda og kaupa ósvikna vöru frekar en eftirlíkingar,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmda- stjóri KSÍ, um málið. Íslenska landsliðstreyjan er reyndar ekki eina eftirlíkingin af landsliðsbúningum knattspyrnuliða sem kínverska netverslunin selur, því þar má finna búninga flestra þeirra liða sem verða á EM í Frakk- landi í sumar. »4 Ódýrar eftirlíkingar af nýja landsliðsbún- ingnum seldar í kínverskum netverslunum Ljósmynd/KSÍ Búningur Fá má eftirlíkingar á netinu. Heimili í þéttbýli, utan höfuðborg- arsvæðisins, greiða hæst gjöld vegna fjármálaþjónustu. Ef kostn- aðurinn er reiknaður samkvæmt vísitölu fjármálaþjónustu er hann að meðaltali rúmar 62 þúsund krónur á ári. Heimili á höfuðborg- arsvæðinu greiða að meðaltali 51.450 krónur, samkvæmt sömu viðmiðun, en heimili í strjálbýli rúmlega 33.300 kr. á ári. Meðalkostnaður heimila er áætl- aður rúmlega 52 þúsund krónur á ári. Miðað er við útgjaldarannsókn Hagstofunnar og undirvísitölur fjármálaþjónustu. Bankakostnaður er stærsti liðurinn í þessum kostn- aði, svo sem færslugjöld, greiðslu- þjónusta og fleira. Var hann um 41% af kostnaði við alla fjármála- þjónustu. Stimpilgjöld og þinglýs- ingar námu um það bil 27% kostn- aðarins. »15 Mesti fjármálakostnaðurinn er hjá heim- ilum í þéttbýli utan höfuðborgarsvæðis Kostnaður Bankarnir hafa verið að hækka gjöld á undanförnum mánuðum og árum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.