Morgunblaðið - 09.03.2016, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 2016
Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is
HAGBLIKK
Álþakrennur
& niðurföll
Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi
Þær eru einfaldar í uppsetningu
HAGBLIKK
Ryðga ekki
Brotna ekki
Litir á lager:
Svart, hvítt, ólitað, rautt
silfurgrátt og dökkgrátt
Augnhvílan
Margnota augnhitapoki
Fæst í helstu apótekum og Eyesland Gleraugnaverslun, Glæsibæ
Ef augnhvílan er notuð tvisvar á dag með
reglulegu millibili hefur hún jafnan jákvæð
áhrif á hvarmabólgu (Blepharitis), vanstarfsemi
í fitukirtlum, augnþurrk, vogris, augnhvarma-
blöðrur og rósroða í hvörmum/augnlokum.
Páll Helgason, tónlist-
armaður og kórstjóri,
lést laugardaginn 5.
mars síðastliðinn, á sjö-
tugasta og öðru aldurs-
ári.
Páll fæddist á Akur-
eyri 23. október 1944.
Foreldrar hans voru
Helgi Pálsson, kaup-
maður og bæjarfulltrúi,
og Kristín Pétursdóttir
húsmóðir.
Páll spilaði á gítar og
bassa, m.a. með hljóm-
sveit Ingimars Eydal á
hótel KEA. Hann
stundaði síðar nám við Tónlistar-
skóla Mosfellshrepps undir stjórn
Ólafs Vignis Albertssonar og lauk
þaðan áttunda stigi í tónfræðum.
Hann kenndi ennfremur tónlist við
Klébergsskóla og Ásgarðsskóla um
árabil.
Páll var valinn bæjarlistamaður
Mosfellsbæjar 2012.
Páll var afkastamikill í tónlistarlífi
landsins, þó mest í Mosfellsbæ, með
þekktum útsetningum fyrir kóra og
tók þátt í stofnun
fjölda kóra. Þar má
nefna Álafosskórinn,
Mosfellskórinn, Vor-
boða – kór eldri borg-
ara í Mosfellsbæ,
Landsvirkjunarkórinn
og Karlakór Kjalnes-
inga. Auk þess kom
hann að endur-
vakningu kóra svo sem
Karlakórsins Svana á
Akranesi og Karla-
kórsins Stefnis í Mos-
fellsbæ. Þá stjórnaði
hann Strætókórnum
áður en hann veiktist.
Blómlegt söngstarf þrífst í öllum
þessum kórum í dag. Páll söng í
Karlakórnum Stefni undir stjórn
Lárusar heitins Sveinssonar um
nokkra hríð. Þá var Páll organisti í
Brautarholtskirkju, Saurbæjar-
kirkju og Reynivallakirkju. Páll var
félagi í Rótarýklúbbi Mosfells-
sveitar.
Eftirlifandi eiginkona Páls er
Bjarney S. Einarsdóttir og eiga þau
þrjú uppkomin börn.
Andlát
Páll Helgason
Karlakórinn Heimir í Skagafirði
kemur í sína árlegu söngferð suður
yfir heiðar um næstu helgi. Fyrri
tónleikarnir verða í Hljómahöllinni í
Reykjanesbæ föstudagskvöldið 11.
mars kl. 20:30 og seinni tónleikarnir
daginn eftir í Grafarvogskirkju kl.
14. Sunnudaginn 13. mars kemur
kórinn einnig fram í Hörpu á 20 ára
afmælishátíð Vesturfarasetursins á
Hofsósi.
Kórinn hefur sjaldan verið fjöl-
mennari, eða hátt í 80 manns og þar
af fjölmargir nýir söngmenn af yngri
kynslóðinni. Að sögn Gísla Árnason-
ar, formanns Heimis, eru 13 félagar
undir 25 ára aldri. Á söngskránni
eru innlend og erlend lög og dag-
skráin að einhverju leyti svipuð og á
síðustu Þrettándahátíð. Stjórnandi
Heimis er Stefán R. Gíslason og
undirleikari Thomas R. Higgerson.
Einsöngvarar verða þeir Ari Jóhann
Sigurðsson, Einar Halldórsson og
Birgir Björnsson, félagar í Heimi.
Forsala á miðum fer fram á midi.-
is en einnig verða miðar seldir við
innganginn. Kórinn hélt tónleika í
Blönduóskirkju sl. fimmtudag og
þar var vordagskrá kórsins vel tekið.
Suðurferðinni lýkur sem fyrr segir í
Hörpu á sunnudeginum en Heimir
hefur löngum átt góða samleið með
Vesturfarasetrinu. Þannig er ferð til
Kanada fyrirhuguð á næsta ári á Ís-
lendingahátíð í Vancouver.
Heimismenn á suðurleið
Syngja í Hljómahöllinni, Grafarvogskirkju og Hörpu
Ljósmynd/Hjalti Árnason
Heimir Mikil endurnýjun hefur verið í kórnum og margir ungir komið inn.
Þjónustuauglýsingar
Fáðu tilboð hjá söluráðgjafa í síma 569 1100 eða á augl@mbl.is
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Gera má ráð fyrir því að heimili á Ís-
landi greiði rúmlega 52 þúsund krón-
ur að meðaltali í fjármálaþjónustu á
ári. Heimili í þéttbýli utan höfuðborg-
arsvæðisins greiða meira en heimili á
höfuðborgarsvæðinu og í strjálbýli
fyrir fjármálaþjónustu samkvæmt
tölum frá Hagstofu Íslands.
Við útreikningana er miðað við út-
gjaldarannsókn Hagstofunnar fyrir
árin 2010- 2012. Þar kemur fram að
meðalútgjöld heimila vegna fjármála-
þjónustu voru 0,68% af heildarút-
gjöldum eða 43.088 kr. á ári. Gróflega
má gera ráð fyrir því að meðalheild-
arútgjöld séu nú verðuppfærð 52.196
kr. ef miðað er við hækkun á undir-
vísitölu í vísitölu neysluverðs fyrir
fjármálaþjónustu frá 2012.
Útgjöld heimila í landinu vegna
fjármálaþjónustu voru að meðaltali
0,73% samkvæmt grunnvísitölu fyrir
útgjöld heimilanna í mars árið 2015.
Vísitala vegna fjármálaþjónustu
samanstendur af þremur undirvísitöl-
um, bankakostnaði, greiðslukortum
og stimpilgjöldum og þinglýsingum.
Til bankakostnaðar telst ýmiss konar
greiðsluþjónusta og kostnaður tengd-
ur bankaþjónustu, m.a. færslugjöld,
og samanstóð hann af um 41% af
kostnaði við fjármálaþjónustu árið
2015. Til vísitölu greiðslukorta telst
m.a. árgjald og útgáfa nýrra korta og
var hann um 31,5% af kostnaði við
fjármálaþjónustu. Stimpilgjöld og
þinglýsingar eru um 27% af meðal-
kostnaði við þjónustuna.
Sé miðað við að útgjöld séu 0,73%
af grunnvísitölu útgjalda heimilanna
af fjármálaþjónustu má sjá af með-
fylgjandi töflu að heimili í þéttbýli ut-
an höfuðborgarsvæðisins greiða hæst
gjöld vegna fjármálaþjónustu eða
rúmar 62 þúsund krónur á ári. Heim-
ili á höfuðborgarsvæðinu greiða að
meðaltali 51.450 krónur en heimili í
strjálbýli greiða 33.359 kr. að meðal-
tali á ári.
52 þúsund í fjármálaþjónustu á ári
Útgjöld hæst í
þéttbýli utan höf-
uðborgarsvæðis
Morgunblaðið/ÞÖK
Hraðbanki Meðalútgjöld heimila vegna fjármálaþjónustu skipta tugum þús-
unda á ári. Heimili í þéttbýli utan höfuðborgarsvæðisins greiða mest.
Kostnaður við fjármálaþjónustu
Meðalútgjöld heimila vegna fjármálaþjónustu á íslandi í krónum*
Heild Höfuðb. Þéttbýli Strjálbýli
Fjármálaþjónusta 52.196 51.450 62.642 33.359
Bankakostnaður 21.450 21.143 25.743 13.709
Greiðslukort 16.444 16.210 19.373 10.508
Stimpilgjöld 14.302 14.096 17.162 9.139
*Miðað er við undirvísitölu 2015 við útreinkinga á kostnaði fjármlaþjónustu