Morgunblaðið - 09.03.2016, Qupperneq 28
28 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 2016
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Til hvers að leita að lærimeistara í
andlegum efnum? Þú veist að andleg göfgi
er allt í kring. Sókn þín eftir innri friði er
aðdáunarverð.
20. apríl - 20. maí
Naut Þeir eru margir sem eru á verði gagn-
vart þér svo þér hefur ekki tekist að koma
málstað þínum á framfæri skýrt og skor-
inort. Sýndu drengskap og taktu forystuna
fyrir félögum þínum.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þótt þú hafir fyrir löngu kvatt gam-
alt samband er einhver hluti þinn sem gerði
það ekki – hvort sem þér líkar betur eða
verr. Mundu að hóf er best á hverjum hlut.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Hugmyndirnar koma á færibandi um
þessar mundir. Ekki láta þér bregða þótt þú
fáir einhvers konar vitrun. Varpaðu formfestu
fyrir róða og láttu berast með straumnum.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú færð tækifæri til þess að hitta
skemmtilegt fólk og skalt njóta augnabliks-
ins meðan það gefst. Láttu allar óþarfa
áhyggjur lönd og leið og einbeittu þér að
augnablikinu.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú þarft að velta fyrir þér beiðni gam-
als vinar um greiða. Einhver sem þú þekkir
gerir ekki eins og þú vilt. Andaðu djúpt og
slepptu svo.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þótt þér finnist eitt og annað kalla á
krafta þína skaltu varast að dreifa þeim um
of. Gefðu þér tíma til að hitta fólk.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þér finnst þú kominn á einhvers
konar leiðarenda og þurfir á nýju umhverfi
að halda. Stundum er hið sanna öfugt við
það sem það virðist vera.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú hefur dregið að þér ögrandi
fólk upp á síðkastið. Ef svo er skaltu taka þér
boga og ör í hönd og búa til rómantískar að-
stæður sjálfur.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Góður vinur gæti sagt þér leynd-
armál í dag. Stattu fast á þínu, rökstyddu
mál þitt og hlustaðu á það sem andstæðing-
urinn hefur fram að færa.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Það gerist ekkert meðan þú situr
með hendur í skauti. Bilið á milli styrkleika
og ýtni er ekki breitt. Leiktu þér.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Vináttan er ekki bara að þiggja af
öðrum heldur líka að gefa af sjálfum sér. Að
hlusta á gáfuleg heilræði leiðir þig á beinu
brautina.
Fía á Sandi, „Ljóskan“, skrifar íLeirinn:
Agnar var alltaf að þrefa
og aldrei vildi hann gefa
öðrum neitt hrós
þetta atgerfisljós
svo dygðir hans dreg ég í efa.
Arnar Sigbjörnsson yrkir:
Í forundran hrópaði Freyja:
„Mér finnst eins og ég sé að deyja.“
Svo hné hún í rykið
og hafði ekki mikið
meira um málið að segja.
Jón Ingvar Jónsson sagði:
Hræðileg eru nú veikindi Valda,
ég veit ekki hvers sá fír á að gjalda,
árla við bítið
hann andaði lítið
og þarf ekki lengur á lækni að halda.
Lífsbaráttan hefur löngum verið
hagyrðingum yrkisefni. Ármann
Þorgrímsson er engin undantekn-
ing frá því:
Ekki er rétta gatan greið
til gangs hjá ungum sálum.
Villast stundum langt af leið
og lenda í slæmum málum.
Og heldur ekki Sigmundur Bene-
diktsson: „Já, Ármann. Satt seg-
irðu, lífsgangan er oftast erfið og
fæstir komast þaðan ólaskaðir.
Stakan þín vakti áhuga minn svo ég
leyfði mér að bæta við annarri“:
Lemur hreggið hal og snót
heims uns leggur fljótið.
Benjum legg og lúinn fót
löðrar eggjagrjótið.
Græðgi hefur ekki síður verið
yrkisefni hagyrðinga. Ingólfur
Ómar kveður:
Gerist brautin grýtt og hál
græðgin tökin hefur.
Glaður fórnar sinni sál
sólginn gróðarefur.
Þessar vísur eru skemmtilegar.
Klassískar skírskotanir og nýyrðið
„ömurð“ í stöku Ólafs Stefáns-
sonar, sem fellur vel að efninu og
gefur vísunni hljóm og svip:
Saman rennur sjór og land,
súldin ömurð vekur.
Gjálfrar unn við grjót og sand,
gamla harma rekur
Sr. Skírnir Garðarsson bætir við
– „nema hvað!“:
Öldugjálfur er við strönd
og ekki lát á nið.
Birtist aftur bláleit hönd
sem bendir niðrávið.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Lífsbaráttan, ömurð og
græðgi
Í klípu
„ÉG VARÐ AÐ ROTA HANN, BINDA HANN OG DRAGA
HINGAÐ OG HANN VILL SAMT EKKI VIÐURKENNA
AÐ ÞAÐ SÉ NOKKURT VANDAMÁL TIL STAÐAR.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÞETTA ER Í LAGI! ÉG FANN LYKLANA!“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að bjóðast til þess að
kaupa inn fyrir aldraða
nágranna þína.
HVER VILL FARA Í
FJALLGÖNGU MEÐ MÉR?
EN FRÁBÆR HUGMYND, JÓN!
LEYFÐU MÉR AÐ STÍGA
AÐEINS FRÁ TIL ÞESS AÐ
ÍHUGA ÞESSA UPPÁSTUNGU
ÉG STAL ÞESSU FRÁ
FREMSTA VEFARA
FRAKKLANDS!
ÉG ER EKKI VISS UM
HVERNIG ÞETTA MUN
LÍTA ÚT Á MÉR!
KANNSKI GEFUR
ÞETTA ÞÉR EINHVERJA
HUGMYND…
Hjónabands-
ráðgjöf
Þróun gervigreindar hefur veriðhröð undanfarin misseri. Í dag
hefst viðureign, sem gæti markað
þáttaskil. Þá mun ein fremsti sér-
fræðingur heims í leiknum go, Lee
Se-dol frá Suður-Kóreu, kljást við
forritið Alphago.
x x x
19 ár eru síðan Djúpblár bar sig-urorð af Garri Kasparov í skák.
Go er mun flóknari leikur. Mögu-
legar stöður á taflborði munu vera
fleiri en atóm alheimsins. Í go eru
möguleikarnir mun fleiri. Alphago
var fyrsta forritið til að sigra at-
vinnumann í go þegar það hafði bet-
ur í viðureign við Evrópumeist-
arann, Fan Hui. Lee Se-dol er hins
vegar sigurviss. Viðureignirnar
verða fimm og hann gerir ráð fyrir
að vinna að minnsta kosti fjórar.
Keppikefli hans er að sigra í öllum
viðureignunum. Framleiðendur Alp-
hago telja hins vegar að möguleikar
keppendanna séu nokkuð jafnir.
x x x
Haldið hefur verið fram að mun-urinn á skák og go sé slíkur að
ekki sé hægt að forrita tölvu þannig
að hún slái manninum við. Í skák
geti tölvan reiknað út hvað þurfi til
að ná undirtökunum og síðan lagt
grunninn smám saman. Í go séu
möguleikarnir hins vegar svo margir
og spilið óútreiknanlegt að ekki sé
hægt að beita sams konar rök-
hugsun.
x x x
Alphago er ekki byggt upp meðhefðbundinni forritun, heldur á
að læra af reynslunni, af réttum
leikjum og röngum. Forsvarsmenn
fyrirtækisins segja að mikið hafi
gerst frá því að Alphago sigraði
Evrópumeistarann í fyrra. Lee Se-
dol hefði unnið Alphago auðveldlega
þá, en nú gegni öðru máli. Mark-
miðið með þróun tækninnar á bak
við Alphago sé hins vegar ekki að
skáka manninum í leikjum heldur að
ráðast í veigameiri verkefni á borð
við sjúkdómsgreiningar og gerð
loftslagslíkana. Víkverji er heillaður
af stórstígum framförum í þróun
gervigreindar, en vonar bara að
hægt verði að taka úr sambandi ef
tölvurnar fara að færa sig upp á
skaftið. víkverji@mbl.is
Víkverji
Ég vil lofa Drottinn meðan lifi, lof-
syngja Guði mínum, meðan ég er til.
(Sálm. 146:2)