Morgunblaðið - 09.03.2016, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 2016
Umboðsaðili: Yd heildverslun, s. 587 9393, yd@yd.is, YdBolighus
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
„Framtalsskilin hafa gengið mjög
vel. Fleiri hafa skilað núna en á
sama tíma í fyrra. Fyrstu komu
strax inn, nokkrum mínútum eftir að
opnað var fyrir aðgang að framtöl-
unum,“ segir Skúli Eggert Þórðar-
son ríkisskattstjóri en einstaklingar
fengu aðgang að skattframtali sínu
1. mars sl. á vef ríkisskattstjóraemb-
ættisins.
Framteljendur þetta árið eru um
276 þúsund talsins, sem er fjölgun á
milli ára um nærri 4.000 manns.
Álagning á lögaðila hefst í haust.
Einstaklingar fá frest til að skila
framtalinu til og með 15. mars en
hægt er að fá framlengdan frest til
19. og 20. mars. Langflestir skila
framtalinu rafrænt, eða um 99,7%
miðað við síðasta ár. Pappírsútgáfan
er ekki gefin út nema til þeirra sem
hafa farið úr landi undanfarið ár.
Munu þetta vera um 400 framtöl.
Spurður um helstu nýjungar við
framtalið í ár nefnir Skúli Eggert að
álagning verður einum mánuði fyrr
á ferðinni, eða 30. júní í stað 31. júlí.
Álagning fyrir sumarfrí flestra
„Það hefur verið talinn óheppileg-
ur tími, í miðju sumarleyfi, að taka
afstöðu til þess hvort álagning sé
rétt að röng. Með því að fara framar
um mánuð eru flestir búnir að fá nið-
urstöðu álagningar sinnar áður en
fríið hefst. Síðan er kærufrestur
vegna álagningar lengdur úr 30 dög-
um í 60. Því þurfa menn ekki að taka
afstöðu til álagningar fyrr en um
haustið,“ segir Skúli Eggert.
Með því að hafa uppgjörið fyrr á
ferðinni verða allir frestir knappari,
m.a. frestur endurskoðenda við
framtalsgerð. Sá frestur rennur út
7. apríl, vegna einstaklinga utan at-
vinnurekstrar, og
síðan 18. apríl
vegna einstak-
linga í atvinnu-
rekstri.
Á sjálfu fram-
talinu hafa ýmsar
breytingar verið
gerðar, að sögn
ríkisskattstjóra.
Framtalið er nú
að langmestu
leyti tilbúið, með öllum árituðum
upplýsingum. Þannig hefur Trygg-
ingastofnun þurft að leiðrétta
greiðslur til stórs hluta sinna við-
skiptavina, bæði of- og vangreiðslur.
Skúli Eggert segir að tekist hafi að
færa þessar leiðréttingar inn fyrir
opnun framtala, því sé minni óná-
kvæmni í framtalsgerð.
„Áður þurftum við að leiðrétta
framtalið eftir að þetta uppgjör TR
fór fram. Langflestir skjólstæðingar
stofnunarinnar ættu því að vera með
rétta niðurstöðu í framtali vegna
síðasta árs, þó að þeir kunni eiga eft-
ir að fá útborgaðar ofgreiðslur eða
eiga eftir að gera upp við Trygg-
ingastofnun,“ segir hann.
Þúsund manns koma á dag
Skúli Eggert reiknar með miklum
skilum í þessari og næstu viku.
„Við leggjum mikla áherslu á að
liðsinna fullorðnu fólki og þeim sem
eru á stofnunum. Það gerum við
með þjónustu gegnum síma og einn-
ig með því að hjálpa þeim sem koma
á starfsstöðvar okkar, sem eru níu
um allt land,“ segir hann en á að-
alskrifstofuna á Laugavegi 166
koma um þúsund manns á dag þegar
mest lætur á skilatímabilinu.
„Við erum með 13 manns í af-
greiðslunni þannig að þetta gengur
tiltölulega greiðlega fyrir sig,“ segir
Skúli Eggert að endingu.
Álagningin hefst mánuði fyrr
Um 276 þúsund manns hafa fengið aðgang að skattframtalinu Frestur til 15. mars að skila rafrænt
Framlengja má frestinn til 19. og 20. mars Ríkisskattstjóri segir skilin fara mjög vel af stað
Skúli Eggert
Þórðarson
Þó að mikið af forskráðum
upplýsingum sé komið í fram-
tölin segir Skúli Eggert Þórð-
arson mikilvægt að allir fari
mjög vel yfir framtölin áður
en þau séu staðfest.
„Okkar reynsla er sú að í
flestum tilfellum tekur þetta
fáeinar mínútur. Við mælum
með rafrænum skilríkjum,
þegar farið er inn í framtölin,
en einnig er hægt að nota
veflykil ríkisskattstjóra,“ segir
Skúli.
Tekur fáeinar
mínútur
FRAMTALSSKILIN
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Ný kennsluflugvél er komin í flug-
flota Flugakademíu Keilis en vélin er
af gerðinni DA40 og er kennsluvél frá
austurríska flugvélaframleiðand-
anum Diamon.
„Þessi vél á að bregðast við aukinni
eftirspurn eftir flugnámi við skólann
en fyrir hefur akademían yfir að ráða
átta flugvélum frá sama framleið-
anda. Fimm tveggja sæta DA20 vél-
ar, tvær fjögurra sæta DA40 og eina
tveggja hreyfla DA42 vél,“ segir Arn-
björn Ólafsson, forstöðumaður mark-
aðs- og alþjóðamála Keilis.
Nýja vélin hefur fengið auðkennis-
stafina TF-KFH og er með tækni-
væddustu kennsluvélum á landinu að
sögn Arnbjörns.
„Hún er búin fullkomnum blind-
flugsbúnaði, stórum tölvuskjám og
nútíma flugmælitækjum auk sjálf-
stýringar og veðursjár.“
Ganga inn í vel launuð störf
Arnbjörn segir mikla eftirspurn
vera eftir flugmönnum og flug-
virkjum bæði á Íslandi og almennt í
heiminum í dag. Fólk með þessa
menntun gengur inn í vel launuð störf
í spennandi starfsumhverfi og end-
urspeglar það áhugann og aukningu í
flugnámi og námi flugvirkja.
„Flugakademía Keilis hóf starf-
semi árið 2008 með tvær kennslu-
vélar og fjóra flugnemendur. Átta ár-
um seinna eru vélarnar orðnar níu
talsins og nemendurnir 120, þar af
langflestir í fullu atvinnuflugmanns-
námi. Það skemmir ekki fyrir að floti
kennsluvéla Keilis er orðinn einn sá
nýstárlegasti og yngsti í Evrópu.“
Hátt í helmingur nemenda við
Flugakademíu Keilis er útlendingar
og skýrist það aðallega af tvennu seg-
ir Arnbjörn.
„Þegar krónan féll varð allt í einu
miklu ódýrara fyrir flugnema, t.d. frá
hinum norrænu löndunum, að koma
til Íslands að læra. Þá eru það ekki
síst aðstæður hér á landi sem draga
að erlenda nemendur en hér eru eng-
ar takmarkanir á flugi og miklu
skemmtilegra að lenda á erfiðum
flugvöllum eins og t.d. Ísafirði en ein-
hverri flatneskju í Danmörku.“
Tækifærin eru í flugi og tengdri starfsemi
Ný flugvél
Flugakademíu
Keilis komin til
landsins
Morgunblaðið/Þórður
Flug Ný flugvél Flug-
akademíunnar í Keili
er komin til landsins
en vélin er sú níunda
sem skólinn rekur.
Starfsfólk Minjastofnunar Íslands
telur að hvorki náist faglegur né
fjárhagslegur ávinningur af sam-
einingu við Þjóðminjasafnið eins
og boðað hefur verið að hálfu for-
sætisráðuneytisins.
Starfsfólkið sendi í gær frá sér
ályktun þar sem gerðar eru marg-
víslegar athugasemdir við mál-
flutning Sigurðar Arnar Guðleifs-
sonar, skrifstofustjóra
þjóðmenningar í forsætisráðuneyt-
inu, í viðtali við Morgunblaðið í
síðustu viku.
Starfsfólkið segir m.a. að um-
mæli Sigurðar um að ekki verði
fallið frá sameiningu stofnananna
séu lýsandi fyrir öll vinnubrögð í
málinu. Lítið tillit hafi verið tekið
til athugasemda starfsfólks og
hagsmunaaðila þótt vísað sé til víð-
tæks samráðs.
Starfsfólkið bendir á að samein-
ing stofnananna muni gera Þjóð-
minjasafnið ófært um að sinna
fornleifarannsóknum. Allur upp-
gröftur sé leyfis- og eftirlits-
skyldur. Minjastofnun fari með
veitingu leyfa og eftirlit. Slík staða
hjá nýrri stofnun væri því mjög
óeðlileg og til þess fallin að skapa
hagsmunaárekstra.
Þá segir starfsfólkið það rangt
mat að fyrirhuguð sameining og
fyrirliggjandi frumvarp feli ekki í
sér aukin útgjöld fyrir ríkissjóð,
þvert á það sem að er stefnt.
Fjölga þurfi stöðugildum hjá for-
sætisráðuneytinu vegna þarfa fyrir
aukna sérfræðiþekkingu. Einnig
geri frumvarpið ráð fyrir umtals-
verðri aukningu afgreiðslumála á
verksviði Minjastofnunar sem muni
kalla á fjölgun starfa.
Starfsfólkið kveðst ekki vera
mótfallið sameiningu stofnana al-
mennt eða Minjastofnunar við aðr-
ar stofnanir. Sameining þurfi hins
vegar að vera til þess fallin að ná
þeim markmiðum sem stefnt er að,
þ.e. auknu hagræði, fjárhagslegu
og faglegu.
Mótmæla málflutningi
Minjastofnun Starfsfólkið er
óánægt með sameiningaráform.
Starfsfólk Minja-
stofnunar segir engan
ávinning af samruna