Morgunblaðið - 09.03.2016, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 2016
Opið hús í Verzló
Fimmtudaginn 10. mars milli kl. 17 og 19 opnum við
skólann og tökum á móti 10. bekkingum og foreldrum/
forráðamönnum þeirra. Skólastjórnendur, kennarar,
námsráðgjafar og nemendur verða á staðnum.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Ofanleiti 1 | 103 Reykjavík | s: 5 900 600 | verslo.is
Jón Bjarnason, fyrrverandi ráð-herra, er undrandi á fé-
lagsskap vinnuveitenda:
Samtök atvinnu-lífsins og stjórn
þeirra eru ótrúleg-
ur félagsskapur.
Þau börðust fyririnngöngu Ís-
lands í Evrópusambandið og upp-
töku evru og gera enn.
Samtök atvinnulífsins tóku þátt íog studdu bankabóluna og út-
rásina sem setti allt fjármálakerfi
Íslands á hliðina 2008.
Aldrei hafa þau gert upp hlutsinn í þeim ósköpum eða beð-
ist afsökunar.
Samtök atvinnulífsins studduIcesave-samningana af miklu
afli. Samtök atvinnulífsins lögðust
gegn því að Evrópusambands-
umsóknin væri stöðvuð og dregin
til baka.
Nú leggjast Samtök atvinnulífs-ins af öllu afli með fundar-
höldum, yfirlýsingum og þungum
áróðri gegn nýgerðum búvöru-
samningi.
Samtök atvinnulífsins leggjastþar með gegn hagsmunum
neytenda um holla og góða mat-
vöru, gegn hagsmunum matvæla-
vinnslunnar í landinu og þeim
fjölda starfa sem þar eru, gegn ör-
yggi og hagsmunum bænda sem í
landbúnaðinum starfa.“
Þetta er vissulega hörð gagn-rýni. Spurningin er, hvort SA
líti aldrei um öxl og spyrji: Af
hverju ultum við alltaf út af í lausa-
mölinni?
Jón Bjarnason
Aldrei litið um öxl?
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 8.3., kl. 18.00
Reykjavík 4 léttskýjað
Bolungarvík 3 skýjað
Akureyri 3 skýjað
Nuuk -2 snjókoma
Þórshöfn 5 skúrir
Ósló 1 skýjað
Kaupmannahöfn 2 skúrir
Stokkhólmur 3 skýjað
Helsinki 1 skýjað
Lúxemborg 1 skýjað
Brussel 6 léttskýjað
Dublin 7 skúrir
Glasgow 7 léttskýjað
London 8 skýjað
París 7 skýjað
Amsterdam 5 léttskýjað
Hamborg 3 skýjað
Berlín 7 skýjað
Vín 6 skýjað
Moskva 2 alskýjað
Algarve 16 heiðskírt
Madríd 11 léttskýjað
Barcelona 12 léttskýjað
Mallorca 12 skýjað
Róm 12 skýjað
Aþena 16 léttskýjað
Winnipeg 1 alskýjað
Montreal 2 alskýjað
New York 16 alskýjað
Chicago 16 skýjað
Orlando 24 alskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
9. mars Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 8:06 19:12
ÍSAFJÖRÐUR 8:13 19:14
SIGLUFJÖRÐUR 7:56 18:57
DJÚPIVOGUR 7:36 18:41
Karlmaður á þrítugsaldri, sem hand-
tekinn var á sunnudagsmorgun
grunaður um að hafa stungið annan
mann með hnífi við Sæmundargötu í
Reykjavík, hefur játað á sig verkn-
aðinn.
Þetta segir Árni Þór Sigmunds-
son aðstoðarlögregluþjónn í samtali
við mbl.is.
Lögregla hefur lokið að yfirheyra
vitni að árásinni en ekki hefur verið
tekin ákvörðun um hvort farið verði
fram á áframhaldandi gæslu-
varðhald yfir árásarmanninum að
sögn Árna. Gæsluvarðhald yfir hon-
um rennur út kl. 16 í dag.
Samkvæmt upplýsingum frá
Landspítalanum er líðan mannsins,
sem varð fyrir árásinni, óbreytt.
Hann liggur hann þungt haldinn á
gjörgæsludeild og er í öndunarvél.
Játaði að
hafa stungið
annan mann
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
„Það er kastað oft, en yfirleitt fyrir
lítið. Það er lóðning hérna, sem gefur
lítið, alveg sama hvernig kastað er á
hana,“ sagði Jóhannes Danner, skip-
stjóri á Jónu Eðvalds frá Hornafirði,
um miðjan dag í gær. Nokkur loðnu-
skip voru þá sunnan við Arnarstapa,
en litlar fréttir voru af afla að sögn
Jóhannesar. Útgerðarmaður sem
rætt var við í gær sagðist ánægður ef
vertíðin stæði 10 daga í viðbót.
Gott veður var á miðunum og einn-
ig er búist við ágætu vinnuveðri í
dag, en síðan tekur við röð lægða og
ótíð. Með hverjum degi styttist í
hrygningu og trúlega er hún byrjuð
að einhverju leyti. Jóhannes sagðist
óttast að eftir bræluna gæti orðið lít-
ið að hafa á þessum slóðum nema ný
ganga kæmi að vestan.
Þeir á Jónu Eðvalds komu á miðin
í gærmorgun og sagði Jóhannes að
þeir hefðu orðið varir við peðring af
loðnu við Kötlutanga á leið á miðin,
en sú loðna hefði verið skemmra
komin í hrognaþroska. „Það var
kannski fyrir einn bát að dunda sér
við, en ekkert fyrir allan flotann
enda eru allir að sækja í hrogna-
loðnu,“ sagði Jóhannes.
Hrognaskurður og frysting eru nú
í fullum gangi víða um land, en hrogn
loðnunnar eru verðmætasta afurð
hennar. Kvóti Íslendinga á vertíðinni
er 100 þúsund tonn og gæti verið eft-
ir að veiða yfir 40 þúsund tonn, en
misjafnt er hversu langt útgerðar-
fyrirtækin eru komin með að veiða
upp í heimildir sínar.
Mikið veitt af kolmunna
Íslensk skip sóttu stíft á kolmunna
í desember og fram í febrúar, enda
lítil verkefni vegna lítils loðnukvóta.
Skipin hafa sjaldan eða aldrei veitt
kolmunnann svo lengi og yfirleitt var
afli góður þegar gaf til veiða. Á
heimasíðu Fiskistofu er greint frá
afla í deilistofnum og kemur þar
fram að í janúar og febrúar var kol-
munnaafli 47 þúsund tonn, en rúm
12.400 tonn sömu mánuði í fyrra.
Mest af afla ársins hefur verið
veitt í færeyskri lögsögu eða 43.169
tonn og í íslenskri lögsögu 2.423
tonn. Aflahæsta skipið í kolmunna
það sem af er ári er Venus NS með
8.053 tonn. Næst kemur Börkur NK
með 6.014 tonn og Jón Kjartansson
SU með 5.715 tonn.
Þegar horft er til aflabragða í kol-
munna á ofangreindu tímabili síðast-
liðin ár þá er hann meiri á yfirstand-
andi tímabili en nokkru sinni áður,
segir á heimasíðu Fiskistofu.
Oft kastað, en yfirleitt fyrir lítið
Útgerðarmaður segist ánægður standi loðnuvertíðin í tíu daga í viðbót
Morgunblaðið/Börkur Kjartansson
Heimaey VE Á loðnumiðunum við Snæfellsnes fyrir tæpu ári.