Morgunblaðið - 09.03.2016, Side 17

Morgunblaðið - 09.03.2016, Side 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 2016 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Flóttamannafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, Filippo Grandi, gagnrýndi í gær nýjar tillögur að samkomulagi milli Evrópusambandsins og Tyrk- lands um flutninga á flóttafólki og sagði að þær kynnu að brjóta í bága við alþjóðasáttmála. Í tillögum, sem Tyrkir lögðu fram á fundi í fyrradag, er meðal annars gert ráð fyrir því að allir flóttamenn sem fara frá Tyrklandi til ESB-landa með ólöglegum hætti verði sendir aftur til Tyrklands. Fyrir hvern sýr- lenskan flóttamann sem Tyrkir taki við frá ESB-löndum verði einn Sýr- lendingur í flóttamannabúðum í Tyrklandi fluttur til einhvers ESB- ríkis. Gert er ráð fyrir því að þeir flóttamenn, sem reyna ekki að fara til Evrópu með ólöglegum hætti, gangi fyrir og leiðtogar ESB vona að það verði til þess að færri taki þá áhættu að reyna að fara yfir hafið til Evrópu. Tímamótasamkomulag? Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, var bjartsýnn á að samkomu- lag næðist um tillögur Tyrkja. „Með öllum þessum ákvörðunum eru send skýr skilaboð um að óheftum, ólög- legum innflutningi fólks er lokið,“ hefur fréttaveitan AFP eftir honum. Angela Merkel, kanslari Þýska- lands, var varfærnari. „Þetta er tímamótaskref, ef samkomulag næst um það,“ sagði hún. Stefnt er að því að samkomulag náist um tillögurnar á leiðtogafundi Evrópusambandsins í Brussel á fimmtudag og föstudag í næstu viku. Að sögn AFP hefur Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, gefið til kynna að hann ætli að leggj- ast gegn tillögunum og koma þar með í veg fyrir að þær nái fram að ganga. Stjórnvöld í Ungverjalandi og fleiri ríkjum í Mið- og Austur- Evrópu hafa neitað að taka við flóttafólki. Smyglararnir finna aðrar leiðir Patrick Kingsley, fréttaskýrandi The Guardian, dregur í efa að tillög- urnar verði til þess að vandinn leys- ist. Hann telur að sýrlenska flótta- fólkið í Tyrklandi og þarlend stjórnvöld hafi í raun hag af því að sem flestir Sýrlendingar reyni að fara til ESB-landa ef aðildarríki sambandsins fallast á að taka við ein- um Sýrlendingi á hvern þeirra sem verða fluttir aftur til Tyrklands. Slíkt samkomulag gæti jafnvel fælt Tyrki frá því að reyna að stöðva flóttamannastrauminn til Grikk- lands. Kingsley telur að ef ESB-ríkjun- um tekst að loka flóttaleiðinni um Balkanskaga, eins og stefnt er að, sé líklegt að smyglarar finni aðrar leiðir til að lauma flóttafólki og öðrum far- andmönnum til Evrópu. Til að mynda sé líklegt að fleiri flóttamenn reyni að komast með bátum til Ítalíu frá Albaníu eða Grikklandi eða um Svartahaf til Úkraínu og fleiri landa í austanverðri Evrópu. Brot á flóttamannasamningi? The Guardian hefur eftir tals- manni mannréttindasamtakanna Amnesty International það sé „mjög vafasamt“ að reyna að leysa vandann með því að senda flóttafólk til lands sem virði ekki mannréttindi og rétt- indi flóttafólks. Samkomulag við Tyrki kunni að brjóta í bága við flóttamannasamning Sameinuðu þjóðanna, einn af mikilvægustu al- þjóðasáttmálunum sem náðust eftir síðari heimsstyrjöldina. Flóttamannafulltrúi Sameinuðu þjóðanna tók í sama streng. „Fyrstu viðbrögð mín eru þau að ég hef mikl- ar áhyggjur af hvers konar fyrir- komulagi sem fæli í sér að fólk yrði flutt úr einu landi í annað án þess að ljóst væri hvernig tryggja ætti rétt- indi flóttafólksins samkvæmt al- þjóðasáttmálum,“ sagði Filippo Grandi. Telur tillögurnar brjóta í bága við alþjóðasáttmála  Gagnrýnir tillögur að samkomulagi milli Tyrkja og ESB um að flytja flóttafólk Andstaða við skilyrði » Tyrkir settu nokkur skilyrði fyrir því að taka við flóttafólki, m.a. að fyrirhuguð fjárhags- aðstoð ESB við Tyrkland yrði aukin úr þremur milljörðum evra í sex milljarða. » Þeir kröfðust þess einnig að Tyrkjum yrði heimilað að ferðast á Schengen-svæðinu án vegabréfsáritunar frá og með júní og að viðræðum um inngöngu Tyrklands í ESB yrði flýtt. Mikil andstaða er við þessi skilyrði meðal ESB- þjóða, m.a. Kýpverja sem hafa lagst gegn viðræðunum. 200 km Aðgerðir ESB-ríkja: —Nokkur lönd setja nú þak á fjölda þeirra sem hleypt er yfir landamærin — Flöskuháls hefur því myndast í Grikklandi Aðstoð sem ESB lofar: — 700 millj. € á þremur árum til Grikklands — 3 milljarðar € til Tyrklands Heimild: OIM ÍTALÍA TYRKLAND EGYPTALAND SÝRLAND ÍRAK LÍBÍA ÞÝSKALAND Miðjarðarhaf Flóttamannavandinn í Evrópu farandmenn eru taldir hafa drukknað í Miðjarðarhafi í fyrra 129.455 fóru til Evrópu umMiðjarðarhaf í janúar og febrúar Helstu leiðir farand- manna 1.250.000 flótta- og farandmenn fóru til Evrópu í fyrra sýrlenskir flótta- menn frá árinu 2011 MALTA 9.086 120.369 2.700.000 GRIKKL. 97 321 418 Leiðtogar ESB segja að leið flóttamanna um Balkan- skaga verði lokað AFP Neyð Piltur í flóttamannabúðum við landamæri Grikklands að Makedóníu. Bandaríski auð- kýfingurinn Michael Bloom- berg hefur til- kynnt að hann hafi ákveðið að gefa ekki kost á sér sem óháður frambjóðandi í forsetakosning- unum í Banda- ríkjunum í nóvember. Bloomberg kvaðst hafa íhugað framboð en kom- ist að þeirri niðurstöðu að það gæti orðið til þess að forsetaefni repúblik- ana færi með sigur af hólmi. „Miklar líkur eru á því að framboð mitt leiddi til sigurs Donalds Trumps eða Teds Cruz. Ég get ekki tekið þá áhættu með góðri samvisku.“ Bloomberg hefur gagnrýnt Trump, sagt hann vera lýðskrumara sem geri sér mat úr fordómum og ótta fólks. Hann hefur einnig gagn- rýnt íhaldssöm viðhorf Cruz í sam- félagsmálum og sagt að hann sé „ekki minni öfgamaður en Trump“. Bloomberg býður sig ekki fram Michael Bloomberg Nýleg rannsókn í Bandaríkjunum bendir til þess að súkkulaði bæti minni og vits- munastarfsemi þeirra sem neyta þess að minnsta kosti einu sinni í viku. Rannsóknin náði til nær þús- und manna, að sögn The Telegraph. Blaðið segir að áður hafi vísindamenn komist að því að súkkulaði sé gott fyrir hjart- að og minnki líkurnar á heilablóð- falli. Skýrt er frá rannsókninni í tímaritinu Appetite. Súkkulaði gott fyrir minnið og heilann Gómsætar minnistöflur. BANDARÍKIN Meðalaldur við greiningu er um 70 ár og meinið er sjaldgæft hjá körlum undir fimmtugu. Upplýsingar um einkenni eru á mottumars.is eða hjá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins í síma 800 4040. ERT ÞÚ AÐ FARAST ÚR KARLMENNSKU? Taktu virkan þátt í baráttunni og vertu velunnari. Hringdu í síma: eða skráðu þig á mottumars.is 571 5111 LÆRÐU AÐ ÞEKKJA EINKENNIN. ÞAÐ ER EKKERT MÁL. #mottumars #karlmennska Fasteignasalinn Vermund Thor- kildsen hefur fengið hrós í Noregi eftir að hann fann jafnvirði fimm milljóna íslenskra króna á bak við arin í húsi sem hann keypti nýlega í Ósló, og gaf góðgerðarsamtökum alla peningana. Margir hafa haft samband við Thorkildsen til að hrósa honum fyrir veglyndi. „Marg- ir segja að þeir hefðu gert það sama og það er gott að heyra. Það fær mann til að trúa á mannkynið,“ seg- ir hann. NOREGUR Gaf fúlgu sem hann fann á bak við arin

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.