Morgunblaðið - 09.03.2016, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.03.2016, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 2016 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Landsmenn ættu að njóta vel veðurblíðunnar sem spáð er í dag því næstu daga verður leiðindaveður, hvassviðri og stormur með rigningu og snjó- komu fram yfir helgi. Þorsteinn Jónsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Ís- lands, segir að það verði nánast ein lægð á dag. Ballið byrjar síðdegis í dag með því að hann fer að þykkna upp og hvessa. Suðaustanhvassviðri verður í nótt með rigningu sunnanlands og vestan. Reiknað er með að hann snúist í suðvestanátt með éljagangi eftir hádegið á morgun. Spáð er hvassviðri og úrkomu fram yfir helgi Morgunblaðið/Golli Síðasti góðviðrisdagur vikunnar er í dag Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Fyrsta kastið snýr þetta að erlend- um ferðamönnum á Íslandi. Við telj- um að gríðarleg sóknarfæri séu með mikilli fjölgun ferðamanna hingað til lands,“ segir Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri Markaðsráðs kindaköts, um markaðsátak fyrir kindakjöt og aðrar sauðfjárafurðir, sem hafið er. Nú þegar hafa 48 veit- ingastaðir og verslanir hafið sam- starf við Markaðsráðið. Nýjasti og jafnframt stærsti samningurinn sem Markaðsráðið hefur gert er við Icelandair Hotels. Íslenskt lambakjöt verður sett í öndvegi á öllum veitingastöðum fyr- irtækisins. Lambakjöti verður gert sérstaklega hátt undir höfði á níu veitingastöðum Icelandair Hotels og á ellefu veitingastöðum Edduhót- elanna í sumar. Verða mismunandi lambakjötsréttir á hverjum stað. Áður hefur verið tekið upp sam- starf við aðra veitingastaði um kynningu á kindakjöti og fjölda verslana og framleiðenda um aðrar íslenskar sauðfjárafurðir, eins og ull, gærur, lopapeysur og handverk. Í þeim tilvikum er lögð áhersla á að merkja allar vörur sem eru sann- arlega úr íslenskum sauðfjár- afurðum. Vilja sjá marktæka aukningu Samstarfið við veitingastaði al- mennt felst einnig að sögn Svavars í því að veitingastaðirnir fá að nota nýtt vörumerki Markaðsráðsins á matseðlum sínum og geta auðkennt sig á annan hátt og fá að njóta góðs af sameiginlegu markaðsstarfi. „Við stefnum að því að ná til ferðafólks- ins í flugvélum og erum að vinna kynningarefni fyrir leiðsögumenn í samstarfi við Bændasamtökin. Einnig verður verkefnið kynnt á vefsíðum og í beinum auglýsingum.“ Svavar bætir við: „Við viljum sjá marktæka söluaukningu. Höfum ekki gert ráð fyrir að það komi fram í sölutölum fyrr en 2017 en miðað við viðbrögðin í upphafi er aldrei að vita nema við sjáum aukningu í sum- ar.“ Teknir verða frá verulegir fjár- munir í markaðsstarf á næstu árum, samkvæmt búvörusamningi í sauð- fjárrækt sem taka á gildi um næstu áramót. Svavar segir að þótt mark- aðsstarfið snúi að ferðafólki í upp- hafi muni það sem vinnst með því verða notað við markaðsátak á þeim stöðum sem ferðamennirnir koma frá. Hann bendir þó á að það taki 3-5 ár að byggja upp viðskiptasambönd. Ferðafólki boðið lambakjöt  Íslenskt lambakjöt verður í öndvegi á yfir 30 íslenskum veitingastöðum í sumar  Markaðsráð kindakjöts stefnir einnig að markaðsstarfi í heimalöndum ferðafólks Morgunblaðið/Árni Sæberg Lamb Kynna þarf lambasteikina sérstaklega fyrir útlendingum. Útskipun á áli hófst eftir hádegi í gær við álver Rio Tinto Alcan í Straumsvík og tóku alls 19 stjórn- endur fyrirtækisins þátt. Verkfall þeirra starfsmanna sem starfa við útskipun hefur nú staðið í tæpar tvær vikur. Kolbeinn Gunnarsson, formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar, sagði í samtali við mbl.is í gærkvöldi að verkfallið væri farið að bíta. Ólafur Teitur Guðnason, upplýs- ingafulltrúi Rio Tinto Alcan á Ís- landi, segir þá stöðu sem nú er uppi á svæði álversins „ekkert gleðiefni“. „Það er ekkert gleðiefni fyrir stjórnendur að þurfa að standa í þessu en við teljum það engu að síð- ur skyldu okkar að reyna að bjarga verðmætum.“ khj@mbl.is Áli skipað út við Straums- vík í gær Þungur tónn er í félagsmönnum BHM sem starfa hjá sveitarfélög- unum og þeir eru að íhuga aðgerð- ir. „Staðan er þessi, að samn- ingar hafa verið lausir í rúmlega hálft ár og það hefur gengið seint og illa að eiga kjaraviðræður við samninganefnd Sambands ís- lenskra sveitarfélaga. Það segir sig sjálft að þegar viðræður fara fram með þessum hætti þá kemur að því að fólk hugsar sinn gang,“ segir Þór- unn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM. Krafa um nýtt launakerfi Hún segir að ekkert hafi verið ákveðið með aðgerðir. „Það hefur verið hugsað og verður skoðað ef þessi staða breytist ekki fljótt,“ seg- ir Þórunn um verkfallsaðgerðir. Helsta krafa BHM er að breyta launakerfi sveitarfélaganna, meðal annars með því að færa yfirvinnu- greiðslur inn í grunnlaun. Í tilkynn- ingu BHM segir að það hafi sáralít- inn kostnað í för með sér. „Upptaka nýs og betra launakerfis má ekki bíða lengur,“ segir í tilkynningunni. Næsti samningafundur hefur verið boðaður nk. föstudag. ash@mbl.is BHM íhugar aðgerðir Þórunn Sveinbjarnardóttir  Illa gengur að semja við sveitarfélög Bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar réttarmeinafræðings á áverkum konunnar sem tilkynnt var um árás- ir á í húsi í Hafnarfirði í febrúar liggja fyrir. Lögreglan veitir ekki upplýsingar um niðurstöðurnar. Lögreglan hefur engan handtekið og engan grunaðan í Móabarðsmál- inu. Árni Þór Sigmundsson, aðstoð- aryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að lög- reglan hafi heldur ekkert í hönd- unum sem kalli á að varað sé við óþekktum geranda. Allar upplýs- ingar um mannaferðir á umræddum mánudagsmorgni og sunnudags- kvöldi hafi verið kannaðar og átt sér eðlilegar skýringar. Rannsókninni er haldið áfram, samkvæmt upplýs- ingum Árna Þórs. Áverkarnir rannsakaðir Erla María Markúsdóttir erla@mbl.is Flest kynferðisbrot eiga sér stað þegar þolendur eru á aldrinum 11- 17 ára. Flestir leita sér þó aðstoðar 18-29 ára. Þetta kemur fram í ársskýrslu Stíga- móta árið 2015, sem kynnt var í gær. „Við erum fyrst og fremst að hitta fólk á aldrinum 18-29 ára en fólk er að koma til okkar fram eftir öllum aldri vegna kynferðisofbeldis í æsku,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. Ofbeldi fyrir 18 ára aldur Í skýrslunni kemur einnig fram að 71,1% þolenda sem leituðu til samtakanna í fyrra var beitt of- beldi áður en þau höfðu náð 18 ára aldri. 26,8% voru á aldrinum 5-10 ára. „Það er verið að meiða litla krakka sem rata ekki hingað eða neitt annað fyrr en þau eru orðin fullorðin,“ segir Guðrún. Þessar tölur sýna hópinn sem leitar ekki til Barnahúss eða Neyðarmóttök- unnar, en Guðrún segir að hann sé samt sem áður allt of stór. Stíga- mót vilja bregðast við þessum vanda og hefur starfsfólk samtak- anna boðað fulltrúa Barnahúss, Umboðsmann barna, Barnavernd- arstofu og Félag skólastjórnenda til fundar þar sem þessi mál verða rædd. Meðal þess sem Stígamót leggja til er að koma á fót neyð- arsíma fyrir börn sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi. Samkvæmt lögum ber Stígamótum að tilkynna foreldrum barna undir 18 ára aldri – svo og barnaverndaryfirvöldum – ef um kynferðisbrot er að ræða. Með tilkomu neyðarsímans munu börn og unglingar, 18 ára og yngri, geta hringt nafnlaust og vonast Guðrún til þess að með samvinnu fagaðila og barnanna verði hægt að koma málum þeirra inn í kerfið, án þess að börnin upplifi hræðslu. „Við ætlum að lækka þröskuld- inn með því að nálgast börnin, sem geta hringt nafnlaust. Við gætum byrjað með tveimur tímum, þrisvar í viku, til dæmis. Við getum ekki notað það sem afsökun að við meg- um ekki hjálpa þessum börnum,“ segir Guðrún. Lækka þröskuld og nálgast börnin  Þolendum kynferðisofbeldis mætt Guðrún Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.