Morgunblaðið - 09.03.2016, Qupperneq 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 2016
✝ Jón Helgasonfæddist í
Reykjavík 9. desem-
ber 1945. Hann lést
á Landspítalanum
við Hringbraut 28.
febrúar 2016.
Foreldrar hans
voru Sveinbjörg
Jónsdóttir, f. 19.1.
1915, d. 7.5. 2011, og
Helgi Árnason, f.
31.7. 1908, d. 7.5.
1988. Bróðir Jóns var Reynir
Helgason, f. 13.11. 1938, d. 6.7.
2009, kvæntur Björgu Gísladótt-
ur, f. 3.12. 1945. Dóttir þeirra er
Berglind, f. 28.9. 1980, gift Sam-
soni Magnússyni, f. 7.1. 1980. Þau
eiga þrjú börn.
Jón og Stefanía G. Björns-
dóttir, f. 26.12. 1953, gengu í
hjónaband 6. ágúst 1977. For-
eldrar hennar voru Kristveig
Kristvinsdóttir, f. 24.4. 1923, d.
26.6. 1993, og Björn Guðmunds-
árið 1968 og þaðan lá leiðin í
Kungliga Tekniska Högskolan í
Stokkhólmi þar sem hann lauk
framhaldsnámi í byggingarverk-
fræði árið 1972. Jón hóf störf hjá
Vegagerðinni sumarið 1972 og
starfaði þar allt til starfsloka árið
2015. Hann var yfirverkfræðing-
ur og deildarstjóri 1986-2000, for-
stöðumaður veghönnunardeildar
2000-2006 og framkvæmdastjóri
mannvirkjasviðs frá árinu 2006.
Um tíma var hann stundakennari
við Verkfræðideild Háskóla Ís-
lands.
Jón ólst upp í Reykjavík í
Laugarneshverfinu og Vest-
urbænum. Hann var mörg sumur
í sveit í Kaldaðarnesi í Flóa og
átti þaðan margar góðar æsku-
minningar. Jón hafði mikinn
áhuga á íþróttum og hafði unun
af því að fylgjast með og taka þátt
í tómstundum barna sinna og
barnabarna. Hann var í unglinga-
ráði Vals um tíma og naut þess að
sinna verkefnum á þeim vett-
vangi.
Útför Jóns fer fram frá Selja-
kirkju í dag, 9. mars 2016, kl. 15.
son, f. 4.3. 1913, d.
16.2. 2005. Börn
Jóns og Stefaníu
eru: 1) Sveinbjörg, f.
9.6. 1977, gift Sig-
urði Óla Hákonar-
syni, f. 2.10. 1975.
Börn þeirra eru Sig-
ríður Ragna, f. 9.11.
1996, Jón Helgi, f.
23.2. 2000, Friðrika,
f. 4.9. 2007, og Ólaf-
ur, f. 21.6. 2011. 2)
Stefán Helgi, f. 31.3. 1980, giftur
Guðbjörgu S. Bergsdóttur, f. 5.9.
1982. Börn þeirra eru Sveinbjörg
Þóra, f. 1.6. 2011, og Lára Salvör,
f. 23.9. 2013. 3) Rannveig, f. 19.6.
1985, í sambúð með Reyni Óla
Þorsteinssyni, f. 6.8. 1982.
Jón gekk í Laugarnesskóla og
Gagnfræðaskóla Vesturbæjar.
Hann útskrifaðist sem stúdent frá
Menntaskólanum í Reykjavík árið
1965. Hann lauk námi í bygging-
arverkfræði frá Háskóla Íslands
Elsku besti pabbi okkar, nú ertu
fallinn frá. Það er erfitt að setjast
niður og koma hugsunum okkar
niður á blað. Okkur skortir orð, þú
varst svo frábær og góður pabbi. Þú
háðir hetjulega baráttu við þennan
illvíga sjúkdóm allt til síðustu
stundar. Við héldum alltaf í vonina
um nokkur góð ár í viðbót með þér.
Það er svo skrýtið að þú sért ekki
lengur hjá okkur. Elsku besti pabbi
okkar, við erum heppin að eiga allar
þessar góðu minningar sem hjálpa
okkur að takast á við sorgina.
Það er margs að minnast þegar
við hugsum um þig en góðmennska
þín og hugulsemi er okkur ofarlega
í huga. Þú skutlaðir okkur um allar
trissur, stóðst á hliðarlínunni og
hvattir okkur áfram, hjálpaðir okk-
ur við lærdóminn og kenndir okkur
á lífið. Elsku besti pabbi okkar, þú
lifðir fyrir okkur og varst kletturinn
í lífi okkar.
Þú elskaðir barnabörnin þín og
naust þess að hafa þau í kringum
þig. Þið mamma höfðuð svo gaman
af því að fylgjast með þeim og
styðja þau í þeirra verkefnum.
Elsku besti pabbi okkar, þú lifðir
fyrir fjölskylduna þína.
Þú varst alltaf svo jákvæður,
ljúfur, glaðlyndur, traustur og
hjálpsamur. Það var alltaf hægt að
leita til þín. Elsku besti pabbi okk-
ar, við erum svo þakklát fyrir að
hafa átt þig. Takk fyrir allt. Guð
geymi þig, elsku pabbi.
Sveinbjörg, Stefán Helgi
og Rannveig.
Jón Helgason tengdapabbi er
dáinn. Hvernig er hægt að kveðja
mann eins og Jón Helgason hinstu
kveðju – tala um hann í þátíð?
Kynni okkar Jóns stóðu yfir í
rúm 20 ár. Ótal minningar um tíma
með tengdapabba skjóta upp koll-
inum. Úti við grillið í Þjóttuselinu á
björtum sumardegi, hliðarlínan á
KR-vellinum að horfa á afabarnið
og nafnann, Hlíðarendi að horfa á
Stebba, horfandi á meistaradeildina
í sófanum í Þjóttuseli og tengda-
pabbi hlaupandi fram í eldhús til að
ná í suðusúkkulaði og súkkulaðirús-
ínur, landsleikir á Laugardalsvelli,
yndisleg frí í Frakklandi og á Ítalíu,
sumarbústaðaferðir, bílferðir.
Söknuðurinn er mikill og minning-
arnar góðar.
Jón var fyrst og fremst fjöl-
skyldumaður. Hann var alltaf
tilbúinn að rétta fram hjálparhönd
og sinna sínu mikilvægasta fólki.
Þarfir fjölskyldumeðlima voru í
forgangi. Óþreytandi að skutlast
með barnabörnin, hjálpa við nám-
ið, mæta á fótbolta- og handbolta-
leiki, sund- og badmintonmót,
bjóða fram aðstoð, kaupa matar-
birgðir ef honum þótti pabbinn
ekki vera nægilega duglegur að
fóðra ungana – tengdapabbi var
óþreytandi við að skera niður
ávexti fyrir barnabörnin.
Tengdapabbi var rétt nýorðinn
sjötugur og átti svo margar góðar
stundir framundan þegar hann
kvaddi. Eftir standa fallegar og
hlýjar minningar sem aldrei
munu gleymast og þakklæti fyrir
þá gæfu að hafa verið samferða
Jóni þessi rúmu 20 ár.
Sigurður Óli Hákonarson.
Elsku tengdapabbi, það er bara
rétt rúm vika síðan þú hringdir í
mig af spítalanum og eins og alltaf
var þér umhugað um alla í kring-
um þig þótt þú stæðir í mjög erf-
iðum veikindum. Spurðir hvort
Sveinbjörg Þóra og Lára Salvör
hefðu það nú ekki örugglega gott
og hvort Stebbi hefði skilað knús-
inu. Hugulsemi þín var alltaf fram-
ar öllu. Ég man þegar þú komst
sérferð til mín með malt og súkku-
laði, rétt eftir að Lára Salvör fædd-
ist. Þú vildir tryggja að það væri
vel hugsað um mig. Ég ætlaði allt-
af að launa þér maltið, hélt ég fengi
tíma til þess, en það varð ekki.
Mér finnst erfitt að hugsa til
þess að það verði ekki fleiri grill-
veislur með þér í Þjóttunni, að
barnabörnin fái ekki að knúsa þig
og lesa með þér aftur. En svona
getur lífið verið skrýtið.
Elsku Jón, ég var lánsöm að
kynnast þér. Takk fyrir allt, við
Stebbi munum vera dugleg að
segja stelpunum frá þér.
Kveðja, þín
Guðbjörg (Gugga).
Foreldrar Jonna voru Helgi
Árnason, fæddur í Hraunholtum í
Kolbeinsstaðahreppi og Svein-
björg Jónsdóttir frá Vopnafirði.
Þegar Helgi var á öðru aldurs-
ári var hann tekinn í fóstur af afa
mínum, Dalmanni Ármannssyni,
bónda í Hítarneskoti, og ömmu
minni Steinunni Stefánsdóttur.
Síðan var hann alltaf einn af fjöl-
skyldunni.
Nokkru eftir að Dalmann dó,
fluttu þær mæðgur, Steinunn og
Guðrún, til Reykjavíkur með
Helga og einnig Baldur Stefáns-
son, frænda sem þær höfðu líka
tekið að sér.
Ármann elsti bróðirinn var þá
farinn að heiman vegna náms á
Hvanneyri og seinna í Danmörku.
Jón, yngsti bróðirinn var farinn til
gullsmíðanáms í Reykjavík.
Á þeim árum er Helgi var ung-
ur maður, var erfitt að fá vinnu.
Helgi vann á sumrin við vega-
vinnu. Eitt sumar var flokkurinn
að vinna við vegagerð á norðaust-
urhluta landsins. Þar vann systir
Sveinbjargar við eldamennsku og
Sveinbjörg kom að hjálpa henni,
þannig kynntust þau, giftu sig og
hófu búskap í Reykjavík og eign-
uðust tvo syni. Reynir lést 2009.
Jonni var alltaf eins og litli bróð-
ir okkar, fjölskyldurnar voru alltaf
í nábýli og Helgi fór að vinna við
gullsmíði, aðallega sandsteypu.
Jonni fór til framhaldsnáms í
verkfræði við háskóla í Stokk-
hólmi. Hans starfsvettvangur
tengdist síðan vegavinnu og brúar-
smíði.
Ungur var hann í sveit í Kald-
aðarnesi í Flóa hjá Guðrúnu, sem
var hálfgerð amma hans. Um ára-
mót fóru okkar fjölskylda og fjöl-
skylda Helga saman austur til að
halda sameiginlega áramótin.
Þetta voru skemmtilegar og eftir-
minnilegar ferðir, hægt að lenda í
ýmsum erfiðleikum og ævintýrum
t.d. vegna ófærðar á ekki lengri
leið.
Jonni átti hest sem hét Blesi og
var í miklu uppáhaldi.
Hann giftist Stefaníu Björns-
dóttur og eignuðust þau þrjú börn
og nú eru komin barnabörn, sem
öll hafa verið í miklu uppáhaldi hjá
afa og ömmu. Þetta hefur verið
samheldin og elskuleg fjölskylda.
Við eigum öll eftir að sakna
Jonna, sem og Reynis og foreldr-
anna. En þetta er gangur lífsins,
við því er ekkert að gera. Við vott-
um fjölskyldu Jonna dýpstu sam-
úð.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum.)
Dóra G. Jónsdóttir.
Leiðir okkar Jóns lágu saman
1971 þegar við báðir hófum störf
hjá Vegagerðinni. Jón fór fljótlega
til starfa á Skeiðarársandi til að
taka þátt í þeirri miklu fram-
kvæmd, en ég vann við verkefnið í
Reykjavík. Síðar störfuðum við
saman við fjöldamörg verkefni hjá
Vegagerðinni. Er mér hönnun og
bygging Borgarfjarðarbrúarinnar
minnisstæðust. Þangað fórum við
margar ferðir saman og deildum
svefnskúr þegar við þurftum að
gista.
Við tókum einnig þátt í því að
byggja blokk uppi í Breiðholti við
Engjasel og voru íbúðir okkar á
sama stigapallinum. Þannig störf-
uðum við á sama vinnustaðnum og
bjuggum hlið við hlið í rúm 10 ár.
Þegar ég flutti úr blokkinni og
hætti nokkru síðar störfum hjá
Vegagerðinni varð vík milli vina
um nokkurt skeið. Fyrir um það
bil 10 árum tókum við upp þann
sið að ganga saman yfir veturinn
um höfuðborgarsvæðið á hverjum
laugardagsmorgni. Síðasta gang-
an var í janúar, en hún var eðli
málsins samkvæmt í styttra lagi.
Jón var einstaklega vel gerður
maður. Einfaldast er að segja að
Jón var pottþéttur, sama hvar á
hann var litið. Hann var hógvær
og barst lítið á, þannig að það voru
ekki allir sem komu auga á þetta
við fyrstu kynni.
Jón var gæfumaður í sínu lífi.
Með konu sinni Stefaníu Björns-
dóttur eignaðist hann þrjú börn
sem bera foreldrum sínum gott
vitni. Barnabörnin eru orðin sex.
Utan um þennan hóp héldu Jón og
Stefanía mjög þétt og höfðu börn-
in alltaf forgang þótt önnur verk-
efni kölluðu.
Sem verkfræðingur starfaði
Jón alla tíð hjá Vegagerðinni.
Fyrst sem hönnuður og má segja
að hann hafi stýrt hönnun á nær
öllum fjarðaþverunum sem Vega-
gerðin hefur gert. Síðustu 10 árin
var Jón yfirmaður tæknideildar
Vegagerðarinnar
Í veikindum sínum sýndi Jón
ótrúlegt æðruleysi. Í gönguferð-
um okkar var um margt rætt, en
umræða okkar breyttist ekkert
þótt banvænn sjúkdómur herjaði
á Jón síðustu 12 mánuði. Aðeins
að tekin var staðan og nefnt hver
næstu skref væru í þeirri hörðu
varnabaráttu sem Jón háði.
Jón sagði oft við mig: „Í mann-
legum samskiptum verður maður
að leggja inn til þess að geta tekið
út síðar.“ Jón lifði sjálfur eftir
þessari reglu og nú við ævilok
hans trúi ég að hann skilji eftir sig
stóra inneign.
Traustur og góður maður er
fallinn frá. Það er huggun harmi
gegn að Jón átti góða ævi þar sem
mannkostir hans fengu að njóta
sín. Eftir standa bjartar minning-
ar frá samverustundunum með
honum. Við Nanna sendum Stef-
aníu og börnum þeirra samúðar-
kveðjur.
Pétur Ingólfsson.
Þau sorglegu tíðindi bárust
sunnudaginn 28. febrúar að einn
úr vinahópnum okkar, Jón Helga-
son, væri látinn. Andlát hans
snart okkur djúpt.
Í hetjulegri baráttu við skæðan
og illvígan sjúkdóm, krabbamein,
sýndi hann óvenjulegt æðruleysi.
Bros hans og hlýja verður okkur
vinunum lengi minnisstæð, svo og
drenglyndi og prúðmennska. Það
sem einkenndi Jón var mikil um-
hyggjusemi fyrir börnum og
barnabörnum.
Jóni kynntumst við fyrst árið
1974 þegar Stebba vinkona fór að
vera með honum. Þau kynntust á
Kirkjubæjarklaustri, en Jón var
verkfræðingur hjá Vegagerðinni
og vann við Skeiðarárbrúna og
Stebba vann á hótelinu á Kirkju-
bæjarklaustri.
Þessi hópur hefur brallað
margt skemmtilegt saman í gegn-
um árin; haldið þorrablót, árshá-
tíðir, farið í sumarbústaðaferðir
og Karíbahafið og hin síðari ár
farið í golfferðir bæði innan- og
utanlands.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Megi góður Guð styrkja okkar
kæru vinkonu og fjölskyldu henn-
ar.
Halldóra Sveinsdóttir, Rósa
Stefánsdóttir, Maria Muller,
Elísabet Hannam, Margrét
Ragnarsdóttir, Hrafnhildur
Árnadóttir, Sigurbjörg A.
Jónsdóttir og makar.
Okkur er bæði ljúft og skylt að
minnast vinar okkar, Jóns Helga-
sonar, sem kvaddi alltof fljótt. Við
kynntumst Jóni þegar hann og
Stefanía, eða Stebba eins og hún
er alltaf kölluð, felldu hugi saman.
Stebba er hluti af vinkvennahópi
sem haldið hefur hópinn frá barn-
æsku. Þetta voru mikil mótunarár
því vinkonurnar voru allar að
eignast maka sem komu úr ýms-
um áttum og ekki sjálfgefið að
hópurinn allur gæti orðið vina-
hópur til lengri tíma. En sú varð
raunin og hefur hópurinn verið að
hittast reglulega í gegnum árin og
m.a. farið í utanlandsferðir sam-
an. Jón féll strax vel inn í hópinn
enda afar vandaður maður. Það
sem einkenndi Jón alla tíð var ró-
legt yfirbragð, yfirvegun, prúð-
mannleg framkoma og góð nær-
vera. Ekki skorti hann þó ákveðni
þegar á þurfti að halda, fastur fyr-
ir í skoðunum en þó málefnalegur.
Hafði sitt fram með rólegheitum.
Þegar Jón og Stebba eignuðust
sína fyrstu íbúð í Seljahverfinu
vildi svo til að við eignuðumst
einnig okkar fyrstu íbúð þar.
Stutt var á milli okkar og hittumst
við því oftar en ella. Sama átti við
þegar báðar fjölskyldurnar fluttu
sig um set innan hverfisins og það
lengdist á milli okkar. Þá var það
oft hluti af góðum göngutúr af
fara í heimsókn hvor til annarra.
Alltaf var okkur tekið fagnandi af
þeim hjónum og gott spjall tekið.
Margs er að minnast þegar litið
er yfir farinn veg og aðeins hægt að
tæpa á örfáum minningarbrotum
hér. Jón og Stebba komu með okk-
ur hjónum á veiðisvæði Skugga eitt
sumarið að veiða sjóbirting. Eitt-
hvað gekk nú veiðin treglega en á
einum veiðistaðnum urðum við vör
við fisk. Eftir margar tilraunir gáf-
umst við þrjú upp og vildum fara á
aðra veiðistaði en ekki Jón. Hann
var ekki tilbúinn að gefast upp og
skildum við hann því eftir á veiði-
staðnum. Eftir nokkurn tíma kom-
um við til baka fisklaus en Jón stóð
stoltur við veiðistaðinn með vænan
fisk. Vorum við þá heldur sneypt
þegar við sáum að þolinmæði hans
og einbeitni höfðu skilað honum
fiski en óþolinmæði okkar hafði
ekki skilað okkur neinu.
Við hjónin fórum með Jóni og
Stebbu í golfferð til Penina í Portú-
gal vorið 2014. Þessi völlur er mjög
krefjandi keppnisvöllur og varð
okkur öllum ljóst þá að við byrj-
uðum of seint í golfinu og að við
hefðum átt að vera duglegri að æfa
okkur áður en við lögðum af stað.
En við létum engan bilbug á okkur
finna og stunduðum golfið af kappi
alla daga í fögru umhverfi og góðu
veðri. Við hjónin áttum þarna frá-
bærar stundir með þeim Jóni og
Stebbu og er þetta ein af skemmti-
legri golfferðum sem við höfum
farið í. Við spiluðum síðan golf
saman um sumarið á Hellu þegar
Jón og Stebba komu í heimsókn til
okkar í bústaðinn. Ekki óraði okk-
ur þá fyrir því að þetta yrði okkar
síðasti golfhringur með Jóni.
Jón var afar umhyggjusamur
fjölskyldumaður. Fjölskylda hans
var alltaf í fyrirrúmi. Aðdáunar-
vert er hversu dugleg hann og
Stebba hafa alla tíð verið að að-
stoða börnin sín og fylgja þeim
eftir í námi og öðru sem þau hafa
tekið sér fyrir hendur. Sama átti
við þegar barnabörnin komu, allt-
af var tími til að létta undir með
börnum og tengdabörnum og
taka þátt í lífi þeirra. Enda er fjöl-
skyldan afar náin og umhyggju-
söm. Við vitum að þau munu
standa þétt saman á þessum erf-
iðum tímum og veita hvort öðru
styrk.
Við sendum Stebbu, Svein-
björgu, Stefáni Helga, Rann-
veigu, tengdabörnum og barna-
börnum einlægar
samúðarkveðjur. Blessuð sé
minning vinar okkar, Jóns Helga-
sonar.
Sigríður Ágústa og Kristján.
Hinn 28. mars barst mér sú
sorgarfregn að Jón Helgason
væri látinn, en hann hafði um
nokkurt skeið átt við vanheilsu að
stríða.
Við Jón, eða Jonni eins og hann
var oft kallaður í þá daga, kynnt-
umst fyrst í Gagnfræðaskóla
Vesturbæjar, Gaggó Vest, þar
sem við tókum síðar landspróf að
þeirra tíma hætti.
Við bjuggum í Vesturbænum,
hann á Brávallagötu með foreldr-
um sínum og eldri bróður. Á þess-
um tíma voru boltaleikir aðal-
áhugamálið, stundað bæði á
Landakotstúninu, Framnesvelli
og víðar um nágrennið. Jonni æfði
þó einnig júdó með bróður sínum
á einhverju tímabili.
Við byrjuðum báðir í MR
haustið 1961 og vorum bekkjar-
bræður öll fjögur menntaskólaár-
in, þau þrjú síðustu í T-bekk
stærðfræðideildar. Síðan tók við
verkfræðinámið við Suðurgötuna
og síðar 1968 framhaldsnám við
KTH í Stokkhólmi.
Einnig þar bjuggum við á sömu
slóðum, hann leigði í Danderyd en
við hjónin í Stokksund, sem eru út-
hverfi í Stokkhólmi með gamalli
byggð. Sama lestin gengur milli út-
hverfanna og tækniskólasvæðisins
svo leiðir lágu saman enn um hríð.
Eftir námið fór Jón að byggja
vegi og brýr, í fyrstu brýrnar yfir
árnar á Skeiðarársandi sem opn-
uðu hringveginn að sunnanverðu.
Þá var gaman að heilsa upp á Jón
og fá að ösla um árnar á vatna-
bílnum og skoða framkvæmdir.
Þótt daglegum fundum okkar hafi
fækkað með árunum var ávallt
eins og við hefðum hist í gær þeg-
ar svo bar við, hvort sem var í
síma eða í eigin persónu.
Jón kvæntist sinni Stefaníu
nokkru eftir heimkomuna frá
námi eins og ég og höfum við öll
búið lengst af í Seljahverfinu.
Í tvö sumur, fyrir um tuttugu
árum, unnu elstu dætur okkar
saman ásamt öðrum við að mæla
upp þjóðveginn milli Reykjavíkur
og Akureyrar fyrir Vegagerðina.
Þá sögðu þeir sem til þekktu:
„Þarna eru dætur Jóns og Stef-
aníu, sem þó eru ekki systur.“
Eftir yfir 50 ára samleið er sárt
að sjá á eftir góðum vini og félaga.
Við hjónin sendum okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur til Stefaníu,
Sveinbjargar, Stefáns og Rann-
veigar og fjölskyldna.
Jón Sigurjónsson.
Á árunum upp úr 1970 hófum
við störf hjá Vegagerðinni allmarg-
ir nýútskrifaðir tæknimenn, en á
þeim árum var hafin umfangsmikil
endurbygging vegakerfisins ásamt
því að unnið var að undirbúningi
margra stórverkefna sem áttu eft-
ir að breyta miklu í samgöngukerfi
landsins. Við Jón Helgason vorum
þar á meðal og þar hófst samstarf
okkar og vinátta sem átti eftir að
standa í rúma fjóra áratugi. Sem
byrjendur nutum við leiðsagnar
öflugra og reyndra yfirmanna okk-
ar, stuttur tími var gefinn til aðlög-
unar og hratt farið yfir og fyrr en
varði var búið að ýta okkur út í
djúpu laugina.
Skömmu eftir að Jón hóf störf
hjá Vegagerðinni var honum falið
það ábyrgðarmikla starf að hafa yf-
irumsjón með framkvæmdum við
gerð vega- og brúamannvirkja á
Skeiðarársandi þar sem að kom
fjöldi brúa- og vegavinnuflokka,
enda stærsta og umfangsmesta
átaksverkefni í vegagerð á þessum
tíma. Þar sýndi Jón best hvern
mann hann hafði að geyma, að
stjórna verki sem þessu þurfti að
hafa til að bera góða stjórnunar-
hæfileika, útsjónarsemi og kunn-
áttu og ekki síst að hafa tilfinningu
fyrir mannlegum samskiptum og
að geta sameinað og nýtt sér þá
miklu þekkingu og reynslu í þeim
mannauði sem þarna var saman
kominn.
Þverun Borgarfjarðar var mik-
il áskorun og þar kynntist ég vel
hve gott var að vinna með Jóni
sem hönnuði. Gerð vegfyllinga og
garða úti í sjó og í miklu straum-
vatni getur verið flókin og vanda-
söm aðgerð, sem krefst náinnar
samvinnu hönnuðar og fram-
kvæmdaraðila, þar stóð ekkert
upp á Jón félaga minn, frekar en
fyrri daginn.
Árið 2006 tók Jón við starfi
framkvæmdastjóra mannvirkja-
sviðs Vegagerðarinnar og varð þá
um leið yfirmaður minn og við það
varð samvinna okkar og vinátta
enn nánari. Jón var frábær yfir-
maður, með víðan sjóndeildar-
hring, hugmyndafrjór og öflugur
tæknimaður og númer eitt, nær-
gætinn og góður vinur allra þeirra
sem hjá honum störfuðu.
Fyrir nokkrum árum áttum við
Helga kona mín ánægjulega og
skemmtilega dvöl á Flórída með
þeim Stebbu og Jóni, við ferðuð-
umst þar um og nutum samveru,
sólar og hvíldar, við varðveitum
þessa ferð í minningunni, betri
ferðafélaga er vart hægt að hugsa
sér.
Vinnuferðir okkar Jóns innan-
lands eru óteljandi, oft var gott að
taka hring á golfvelli eftir langan
dag, þar gátum við slitið okkur
lausa frá vinnuumhverfinu, þar
Jón Helgason