Morgunblaðið - 09.03.2016, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.03.2016, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 2016 Björn Jóhann Björnsson Þorsteinn Ásgrímsson Kjartan Kjartansson „Húsið er klárlega ónýtt en við látum þetta ekki stöðva okkur. Við erum að vinna í því að finna okkur bráða- birgðahúsnæði til að geta tekið áfram við bílum til viðgerða. Það er ekkert annað í stöðunni en að halda áfram,“ segir Jakob Þórarinsson, verkstjóri á Réttingarverkstæði Þórarins og Bílrúðunni, eftir brun- ann við Grettisgötu 87 í fyrrakvöld og fyrrinótt, en verkstæðin voru þar í suðurhluta hússins, Í norðurendanum, þar sem talið er að eldurinn hafi komið upp, var lík- amsræktarsalur, geymsla fyrir ferðavagna og aðstaða sem Halldór Örn Ragnarsson myndlistarmaður átti. Íbúð Halldórs og unnustu hans var einnig í húsinu og misstu þau aleigu sína, eins og kom fram á mbl.is í gær. Starfsmenn náðu að forða sér Faðir Jakobs, Þórarinn G. Jakobs- son, stofnaði og á verkstæðin bæði tvö og er að auki skráður eigandi fasteignarinnar. Synir hans hafa tekið við rekstrinum. Keypti Þórar- inn húsnæðið kringum áramótin 1981/1982 af Agli Vilhjálmssyni hf., sem rak þarna áður bílaverkstæði og lét reisa það á sjöunda áratug síð- ustu aldar. Eins og kemur fram hér neðar á síðunni, varð stórbruni við þennan byggingarreit í nóvember 1981 þegar smurstöð Egils brann og í kjölfarið flutti fyrirtækið höfuð- stöðvar sínar. Að sögn Jakobs voru nokkrir starfsmenn enn að störfum í verk- stæðunum þegar eldurinn kom upp. Þeir náðu að forða sér og horfðu á húsið brenna án þess að fá rönd við reist. Ekki var talið hægt að bjarga bílum úr verkstæðunum vegna sprengihættu. Á bilinu 5-6 menn hafa starfað á verkstæðunum. Vonast er til að þeir geti haldið áfram störfum á öðrum stað. „Auðvitað er þetta fúlt en við verðum að halda áfram,“ sagði Jak- ob, sem unnið hefur á verkstæðunum meira og minna alla sína starfsævi. Einn maður hélt á flatskjá Bruninn frá í fyrrakvöld er til rannsóknar hjá lögreglu, sem í gær taldi of snemmt að segja til um elds- upptök. Vildi lögregla ekki útiloka íkveikju eða aðrar orsakir, frekari rannsókn myndi leiða það í ljós. Ekki hafði verið hægt að fara inn í brunarústirnar vegna hættu á að þakið myndi hrynja. Þá voru ferða- vagnar og bílar geymdir í kjallara og stóð til að fara þar inn í gær, til að skoða vegsummerki og koma öku- tækjunum út. Lögreglan leitar upplýsinga um mannaferðir við Grettisgötu 87. Sást m.a. til ferða tveggja manna, eftir að elds og reyks varð vart í húsinu, og virtust þeir koma þaðan með ein- hverja hluti í farteskinu, eins og lög- reglan orðar það í yfirlýsingu. Er tal- ið að annar mannanna hafi haldið á flatskjá. Misvísandi frásagnir Að sögn rannsóknarlögreglu- manns, sem Morgunblaðið ræddi við í gær, berast misvísandi frásagnir um hvort fleiri hafi sést á ferli við húsið. Talað hefur verið um aðra tvo menn við húsið, en lögregla útilokar ekki að það séu sömu mennirnir og fyrr voru nefndir. Var annar þeirra sagður klæddur stórri, rauðri eða appelsínugulri úlpu, og eiga þeir að hafa gengið út á Rauðarárstíg og síð- an eftir honum í suðurátt. Lögreglan biður þá sem búa yfir upplýsingum um mannaferðir, eða annað sem kann að varpa ljósi á brunanna, að hafa samband í síma 444-1000. Einnig má senda tölvupóst á netfangið 9726@lrh.is eða senda einkaskilaboð á Facebook-síðu Lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Látum þetta ekki stöðva okkur“  Lögregla rannsakar stórbrunann við Grettisgötu  Upplýsinga óskað um mannaferðir við húsið  Eigandi verkstæðanna leitar sér að bráðabirgðahúsnæði  Myndlistarmaður missti aleigu sína Morgunblaðið/Eggert Rannsókn Húsnæðið er talið gjörónýtt. Hér er norðurhlið hússins í forgrunni en talið er að þar hafi eldurinn komið upp í fyrrakvöld. Í kjallara voru geymdir ferðavagnar og ökutæki. Verkstæði voru í suðurhluta hússins. Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Sprengingarnar urðu nú tíðari og stærri, brak úr húsinu kom fljúgandi og rúður brotnuðu …“ skrifar blaða- maður Morgunblaðsins m.a. í frá- sögn sinni af stórbruna í gasverk- smiðjunni Ísaga við Rauðarárstíg að kvöldi 18. júlí 1963, ekki langt frá vettvangi brunans við Grettisgötu í fyrrakvöld. Hringdi fyrst á Morgunblaðið Varð blaðamaðurinn vitni að brunanum, var þá staddur á Hlemmi þegar eldur varð laus hjá Ísaga og sprengingar tóku að heyrast. Síðan segir í frétt blaðsins: „Svartar reyksúlur teygðu sig upp í loftið og dynkir heyrðust. Kom að vonum fát mikið á þá sem nær- staddir voru, bílar beygðu af braut og fótgangandi tóku á rás í átt að hinu brennandi húsi. Lögreglan var snör á vettvang og varnaði því að menn hættu sér of nærri húsi þessu, sem búast mátti við að spryngi upp á hverju augnabliki. Fyrstu viðbrögð blaðamannsins voru að hringja niður á Morgunblað og brá sér inn í Mat- stofu Austurbæjar þeirra erinda. Á gangstéttinni rakst hann á konu í náttslopp og á inniskóm, sýnilega ein af íbúum í næsta húsi, sem hafði brugðið blundi, þegar sprenging- arnar hófust. Og hún var ekki sú eina, sem hljóp fáklædd út á götu.“ Húsnæði Ísaga gjöreyðilagðist á stórum hluta og skemmdir urðu á nærliggjandi húsum vegna spreng- inga og reyks. Rúður í húsum brotn- uðu upp eftir Rauðárárstíg og Snorrabraut, svo dæmi sé tekið. Annar stórbruni varð á svipuðum slóðum í nóvember 1981, nánar til- tekið í smurstöð Egils Vilhjálms- sonar hf. og glerverkstæði við Rauð- arárstíg og Grettisgötu. Bak við þær byggingar, sem hrundu til grunna, var þáverandi bílaverkstæði Egils Vilhjálmssonar eða sama húsnæðið og brann í fyrrakvöld. Í frásögn Morgunblaðsins af brunanum 1981 kemur m.a. fram að slökkviliðinu hafi tekist að bjarga nærliggjandi húsum, m.a. húsnæði BSRB, verkstæði Egils Vilhjálms- sonar við Grettisgötu og húsakynn- um fyrirtækisins við Rauðarárstíg. Sprengingar heyrðust þegar elds- ins varð vart og slökkviliðið taldi ekki varlegt að fara inn að slökkva. Engan sakaði en mikið tjón varð, m.a. brann inni einn bíll og sport- vörulager í kjallara eyðilagðist. Smurstöð brennur Frásögn Morgunblaðsins um brunann í húsnæði Egils Vilhjálmssonar í nóvember 1981, í fyrsta blaðinu eftir prentaraverkfallið. Sprengingar og „brak úr húsinu kom fljúgandi“  Stórbrunar á svipuðum slóðum  Ísaga sprakk í loft upp árið 1963  Smurstöð Egils Vilhjálmssonar brann 1981 Ísaga Forsíða Morgunblaðsins 19. júlí 1963 var eingöngu um brunann. Rústirnar Unnið að hreinsun síðustu rústa eftir brunann í smurstöðinni. Í bakgrunni til vinstri glittir í verkstæðið, hvítt að lit, sem brann í fyrrakvöld. Morgunblaðið/Emilía Fjölda fólks dreif að vett- vangi brunans við Grettisgötu í fyrrakvöld, líkt og jafnan er þegar stór- brunar verða. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sá ástæðu til þess í fréttatilkynningu í gær að minnast á vegfarendur sem komið hefðu á vettvang. Virtu þeir lokanir lögreglu að vettugi og trufluðu störf slökkviliðs- manna og annarra björgunar- aðila. „Slíkt er með öllu ólíðandi og raunar skammarlegt,“ sagði í tilkynningu lögreglunnar. Framkoman „skammarleg“ VIRTU EKKI LOKANIR Morgunblaðið/Golli Slökkvistarf Tilkynnt var um eldinn á Grettisgötu 87 um áttaleytið á mánu- dagskvöld. Umfangsmikið slökkvistarf stóð yfir langt fram á nótt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.