Morgunblaðið - 09.03.2016, Síða 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 2016
Bandaríski tón-
listarmaðurinn
Kanye West hef-
ur á liðnum vik-
um sent frá sér
mismunandi út-
gáfur, eða þeim
verið lekið, af
lögunum á nýrri
plötu, Life of
Pablo. Nú er því
haldið fram á
vefsíðunni Factmag.com að Björk
Guðmundsdóttir og rapparinn
Drake taki lagið með West á vænt-
anlegri útgáfu lagsins „Wolves“ en
þegar hefur útgáfu lagsins, þar sem
Frank Ocean er í gestahlutverkinu,
verið streymt.
Syngur með West?
Björk
Guðmundsdóttir
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Gamli bær Hafnafjarðar býr enn yfir
skemmtilega gömlum brag, með
þröngum götum og gömlum húsum.
Byggt inn í landslagið sem einkenn-
ist af hrauninu í og í kringum bæinn
hefur Hafnarfjörður þó nokkra sér-
stöðu á höfuðborgarsvæðinu.
Í dag klukkan 17:00 verður opnuð
vinnustofan Þinn staður – Okkar
bær í Hafnarborg þar sem rýnt er í
það sem er efst á baugi í fram-
kvæmdum og skipulagsmálum í
miðbæ Hafnarfjarðar og aðliggjandi
svæðum. Ýmsir viðburðir verða á
dagskrá í tengslum við vinnustofuna.
Til að mynda gönguferðir um áhuga-
verð svæði, ljósmyndasýning, um-
ræðufundir um ýmis málefni sem og
vinnusmiðja sem Maria Lisogorska-
ya frá Assemble-hópnum mun stýra
„Við Magnea Guðmundsdóttir
arkitekt verðum saman með þessa
vinnustofu en hugmyndin er að ræða
skipulagsmál í Hafnarfirði,“ segir
Maria en hún og Magnea eru góðar
vinkonur.
„Ég kynntist henni þegar hún bjó
í London og hef komið til Íslands að
heimsækja Magneu. Ég er því ekki
að koma í fysta sinn til Íslands og er
farin að hlakka til að koma aftur
enda heillaðist ég af landinu og
landslaginu, ekki síst hrauninu sem
er alls staðar.“
Turner-verðlaunin
Gestum vinnustofunnar gefst ekki
bara tækifæri til að ræða áherslur
skipulagsyfirvalda og koma með
ábendingar um það sem vel er gert
og hvað má bæta heldur fá þeir tæki-
færi til að hlýða á og ræða við Mariu
sem er hluti af Assemble-hópnum en
hann hlaut hin virtu Turner-
verðlaun síðastliðið haust, ein virt-
ustu menningarverðlaun Bretlands.
„Assemble fékk verðlaunin sem
hópur og það var dálítið sérstakt að
fara öll upp á svið að taka við verð-
laununum en mikill heiður. Það sem
kannski kemur mest á óvart er að við
erum flest arkitektar en líka einn
sagnfræðingur, einn bókmennta-
fræðingur og meira að segja heim-
spekingur,“ segir Maria en nokkrir í
hópnum hafa ásamt öðrum störfum
unnið að listsköpun.
„Fólk spyr okkur stundum hvort
við séum arkitektar eða listamenn.
Við reynum bara að vinna að
skemmtilegum verkefnum og skapa
eitthvað fallegt. Hver segir að falleg
bygging geti ekki verið list eða öf-
ugt?“
Nýtum styrkleika svæðisins
Ísland er miklu fámennara en
Bretland og víðast hvar er landslag
annað en hjá nágrönnum okkar.
Maria segir það þó ekki þurfa að
skipta máli.
„Skipulag stórra borga eins og
London, með að lágmarki 7 milljónir
íbúa, er kannski annað en í fámenn-
um bæ á Íslandi. Gleymum því samt
ekki að London er skipt niður í mörg
svæði og sum ekki nema 300 þúsund
manna svæði. Á endanum snýst
þetta þó alltaf um að skoða hvert
umhverfi fyrir sig og nýta styrkleika
hvers umhverfis.“
Í London eru margir stórir al-
menningsgarðar en á Íslandi er stutt
í náttúruna og það má nýta í skipu-
lagi, segir Maria.
„Íslendingar geta nýtt nátturuna
með margvíslegum hætti alveg eins
og Bretar. Það er bara spurning um
það hvernig það er gert.“
Skipuleggja Hafnarfjörð
Turner-verð-
launahafi svarar
spurningum um
skipulag
Morgunblaðið/Golli
Bær Hafnarfjörður á skemmtilegan gamlan miðbæ þar sem götur eru þröngar og gömul hús hafa fengið að njóta
sín allt í kringum miðbæinn. Nú gefst bæjarbúum tækifæri til að segja sína skoðun á skipulagi bæjarins.
Tvær sýningar verða opnaðar í Gall-
erí Gróttu á Eiðistorgi í dag kl. 17 í
tengslum við Hönnunarmars. Þar er
um að ræða Presta úr smiðju Sturlu
Más Jónssonar og Frímínútur úr
smiðju Þórunnar Árnadóttur.
Samkvæmt upplýsingum frá sýn-
endum sýnir Sturla á sér nýja og
óvænta hlið á Prestum er hann
„bregður á leik í hönnun hluta sem
hann smíðar sjálfur sérstaklega fyr-
ir sýninguna. Þetta eru hugmyndir
sem hafa legið í skúffu í skissuformi
og ekki gefist tími til að sinna fyrr en
nú. Hlutirnir eiga samhljóm hvað
notkun og form varðar en samt er
hver hlutur einstakur og ekki endi-
lega reiknað með að smíði hans verði
endurtekin. Smíðað er úr uppáhalds-
efni Sturlu: gegnheilum við og
málmi“.
Á sýningunni Frímínútum hefur
Þórunn þróað áfram vörulínuna sína
„Sipp og hoj!“ þar sem hefðbundnu
netagerðarhandverki er fléttað sam-
an við þekkta hluti sem gjarnan eru
notaðir í leik og frítíma. „Nýju hlut-
irnir eru hengirúm og hengirólur,
sem gestir geta prófað sjálfir, auk
þess sem fyrri hönnun eins og sippu-
bönd er líka í boði fyrir gesti.“
Prestar Sturla Már Jónsson smíðar úr gegnheilum við og málmi.
Prestar og Frímínútur
Net Þórunn fléttar saman ólíkum
hlutum á sýningu sinni.
Margt verður um að vera í Hafnarhúsinu á HönnunarMars. Í dag fer t.d.
fram opin vinnustofa og á morgun verður Ganga um græn svæði sem
Þráinn Hauksson landslagsarkitekt leiðir. Á föstudag verður vinnustofa
um Strandgötu og miðbæinn og um helgina svara fulltrúar skipulags
spurningum um verkefni sýningarinnar og fimm metra langt módel af
Strandgötu verður smíðað úr pappa og myndskreytt. Þá verða fleiri
áhugaverðir viðburðir í Hafnarhúsinu á HönnunarMars, sem sjá má í dag-
skrá hátíðarinnar.
HönnunarMars í Hafnarfirði
DAGSKRÁ
Morgunblaðið/Ómar
´ ´
TM
BROTHERS GRIMSBY 6, 8, 10
TRIPLE 9 10
FYRIR FRAMAN ANNAÐ FÓLK 6, 8
ZOOTROPOLIS 2D 5:40 ÍSL.TAL
DEADPOOL 8, 10:20
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
Miðasala og nánari upplýsingar
-T.V., Bíóvefurinn