Morgunblaðið - 09.03.2016, Side 30

Morgunblaðið - 09.03.2016, Side 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 2016 Myndin Amma eftir Eyþór Jóvins- son hlaut Örvarpann 2016, Von eft- ir Atla Þór Einarsson hlaut sérstök hvatningarverðlaun og myndin Breakfast eftir Garðar Ólafsson hlaut áhorfendakosningu. Dómnefnd skipuðu Ása Helga Hjörleifsdóttir, Magnús Leifsson og Laufey Elíasdóttir. Best Stilla úr myndinni Ömmu. Amma hlaut Örvarpann 2016 Sigríður Zoëga ljósmyndari í Reykjavík er yf- irskrift fyrirlest- urs sem Æsa Sig- urjónsdóttir, dósent í listfræði við HÍ, heldur í Safnahúsinu við Hverfisgötu í dag kl. 12-13. Fyrirlesturinn er á vegum Listvinafélags Íslands sem stofnað var fyrir 100 árum, en Sig- ríður Zoëga var einn af stofn- endum. „Sigríður var í sýningarnefnd frá 1922 og átti þátt í að skipuleggja fyrstu myndlistarsýningar félags- ins. Þá voru almennir fundir félags- ins haldnir á ljósmyndastofu henn- ar, Sigríður Zoëga & Co., sem hún rak ásamt Steinunni Thorsteinson ljósmyndara. Í fyrirlestrinum verð- ur sjónum beint að námsárum Sig- ríðar, einkum dvöl hennar hjá hin- um nú heimsþekkta ljósmyndara August Sander, og því menningar- umhverfi sem hún kynntist í Köln í Þýskalandi. Þá verður rætt hvernig ljósmyndir Sigríðar endurspegla nútímalega sjálfsmynd hennar og hvernig megi flétta feril hennar inn í sögu evrópskra kvenljósmyndara, sem talsvert hefur verið í deiglunni undanfarið,“ segir í tilkynningu. Fjallar um líf og list Sigríðar Zoëga Æsa Sigurjónsdóttir Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Í dag verður frumsýnt á hjúkrunar- heimilinu Sóltúni í Reykjavík dans- verkið Happy End, með þátttöku listamanna frá Danmörku, Íslandi, Færeyjum og Svíþjóð, auk íbúa á Sóltúni sem taka virkan þátt í flutn- ingi verksins en það verður einnig sýnt á morgun og á föstudag. Danski danshöfundurinn Ingrid Tranum Velásquez er leikstjóri og hugmyndafræðingur verksins. Hún er þekkt fyrir áhuga á að takast á við samtímamálefni á metnaðarfullan hátt og nú hefur hún safnað um sig hópi kunnra listamanna til að fjalla um veruleika eldri borgara í nor- rænum samfélögum. Verkið hefur þegar verið sett upp á elliheimilum í Kaupmannahöfn, Slottet og Aften- solen, og að loknum sýningum á Sól- túni liggur leiðin til Þórshafnar í Færeyjum þar sem verkið verður einnig fært upp á elliheimilum. Fjórir danskir dansarar sýna Happy End ásamt heimilismönnum á Sóltúni, Gjörningaklúbburinn hannar búninga og sviðsmynd og tónlistina semur færeyska tón- skáldið Trondur Bogason. Þá vinnur sænska kvikmyndagerðarkonan En- geli Broberg að heimildarmynd um verkefnið og danski ljósmyndarinn Per Morten Abrahamsen hefur fylgst með öllu ferlinu og setur að því loknu upp sýningu á ljósmyndum á elliheimilum á Norðurlöndum. Ljóðrænt raunsæi um ellina Í lýsingu á Happy End segir að mennirnir séu að verða eldri en nokkru sinni fyrr. Engu að síður leitum við enn að eilífri æsku og reynum að fela öll merki öldrunar á líkömum okkar. Sýningin er sögð í senn hrá og viðkvæmnisleg umfjöll- un um líkama sem eru að eldast, í „ljóðrænu raunsæi“. Gestum á sýn- ingunum er boðið í ferðalag undir hrukkótta húð, í líkamlega frásögn um líf sem hefur verið lifað. „Ingrid setti saman þennan hóp fyrir dansverkefnið og við vorum fengnar inn til að sjá um sviðsmynd og búninga. Við byrjuðum á að vinna með eldri borgunum í Kaupmanna- höfn og mættum reynslunni ríkari í samstarfið á Sóltúni,“ segir Eirún Sigurðardóttir sem skipar Gjörn- ingaklúbbinn ásamt þeim Jóní Jóns- dóttur og Sigrúnu Hrólfsdóttur. Eirún segir samstarfið við hina listamennina hafa gengið mjög vel, enda eru þær vanar samstarfi innan hópsins og finnst lítið mál að útvíkka það þegar á þarf að halda. „Verkið og nálgunin er í sífelldri þróun og við tökum mið af hverju heimili og þeim einstaklingum sem taka þátt. Það hefur verið mjög lær- dómsríkt fyrir okkur að vinna á hjúkrunarheimilunum og með fólki sem býr yfir svo mikilli lífsreynslu og er komið á þennan stað í lífinu.“ Hún segir að við gerð sviðs- myndar og búninga þurfi þær að taka tillit til starfseminnar á staðn- um. „Dansararnir fá hjá fólkinu sög- ur sem eru fléttaðar í dans. Við styðjum við þessar sögur með bún- ingunum og umgjörðinni. Útlit sýn- ingarinnar á Sóltúni vísar í heim iðn- aðarmanna, við vorum að hugsa um það að dansararnir draga fram og fríska upp á gamlar minningar.“ Eirún segir að í ferlinu fari tungu- málin stundum í einn hrærigraut, með ensku í bland, sem sé bara gam- an. „Á Sóltúni eru líka vistmenn af skandinavísku bergi brotnir sem njóta þess að geta notað dönskuna eða norskuna. Svo er dansinn al- þjóðlegt tungumál,“ segir hún. Sýnt næstu daga Happy End tekur um 45 mínútur í flutningi og verður frumsýnt á Sól- túni að Sóltúni 2 kl. 14.45 í dag, mið- vikudag. Aðrar sýningar verða á sama tíma á morgun, fimmtudag, og á föstudag. Þeir sem hafa áhuga á að sjá sýninguna hafi samband við að- standendur hennar á netfanginu mail@nextdoorproject.dk. Semja og sýna verkið á Sóltúni  Norrænt dansverkefni þar sem Gjörningaklúbburinn hannar sviðsmynd og búninga  Nokkrir íbúanna á Sóltúni taka þátt í verkinu Happy End Ljósmynd/Per Morten Abrahamsen Samstarf Frá sýningu á verkinu Happy End á hjúkrunarheimili í Kaupmannahöfn á dögunum. Dansararnir vinna með eldri borgurum sem búa á sýningarstaðnum og semja dansana út frá sögum sem íbúarnir segja þeim. Morgunblaðið/Golli Gjörningaklúbburinn Þær Eirún Sigurðardóttir, Jóní Jónsdóttir og Sigrún Hrólfsdóttir hanna sviðsmynd og búninga í sýninguna á Sóltúni. Myndlistarkonan Katrín Inga Jóns- dóttir Hjördísardóttir hélt fyrstu „Listmessu“ af þremur í Ekkisens á Bergstaðastræti 25B sl. sunnudag. Messan verður endurtekin í kvöld kl. 20 ásamt ásamt listamannspjalli að loknum gjörningi og 13. mars með lokaathöfn. Samkvæmt upplýsingum frá sýn- ingarhaldara reynir Katrín Inga „að fella gildi listarinnar um leið og hún eykur vægi hennar með verkum sín- um sem hún kemur til skila með ein- lægum hætti. Katrín telur listina geta bjargað heiminum og vera hina einu von um betra líf. Hún hefur m.a. tilbeðið listina í formi sjálfsfró- unar í gjörningaverki sem var til- einkað Nýlistasafninu og unnið þó- nokkuð með fyrirbærin list og trúar- brögð í verkum sínum“, segir í tilkynningu. Gjörningaverkið „Listmessa“ hef- ur hún framkvæmt reglulega bæði hér- og erlendis frá árinu 2009. „Á listmessum fer Katrín Inga í hlut- verk prests og framkvæmir athöfn sem minnir um margt á hefðbundna messu. Áhorfendur safnast saman tímanlega í rýminu og Katrín Inga gengur inn í öfugum málaraslopp og rauð málning sem drýpur niður af rassinum blasir við gestum mess- unnar meðan hún tekur sér stöðu á eins konar altari. Að auki klæðist hún gylltum ramma, sem hún hefur hengt utan um hálsinn á sér svo hann rammar inn afturenda hennar. Katrín fer með predikanir, þar sem kristilegum hugtökum hefur verið skipt út fyrir myndlistar- hugtök. Listmessan veitir okkur tækifæri til þess að tilbiðja listina í sinni hreinustu mynd, farið er með listvorið og sungnir sálmar um listina. Listmessan varpar m.a. ljósi á þá huggun sem trúarbrögð veita einstaklingum og þjóðfélagshópum, en einnig dadaískan fáránleikann sem athöfnum þeirra fylgja.“ Katrín Inga útskrifaðist með MFA-gráðu í myndlist frá New York School of Visual Arts 2014. Hún var Fulbrigt-styrkþegi árið 2012 og hlaut námsstyrk úr sjóði Guðmundu Andrésdóttur árið 2013. Hlutverk Katrín Inga er í hlutverki prests í listgjörningi sínum. Listmessa í Ekkisens Ný kynslóð af liðvernd Ekki leiða liðverki hjá þér! Komdu í veg fyrir frekari skemmdir og niðurbrot á auðveldan og áhrifaríkan hátt www.regenovex.isFæst í apótekum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.