Morgunblaðið - 09.03.2016, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 2016
✝ Jens LíndalBjarnason
fæddist í Fagra-
hvammi í Búðardal
16. janúar 1933.
Hann lést á heimili
sínu, Bakkastöðum
73a, 28. febrúar
2016.
Foreldrar Lín-
dals voru hjónin
Sólveig Árnadóttir,
f. 1889, og Bjarni
Magnússon, f. 1870.
Líndal, eins og hann var
ávallt kallaður, var yngstur 14
systkina sem öll eru látin nema
eitt.
Líndal giftist 17.6. 1956 eft-
irlifandi eiginkonu sinni, Þor-
björgu Pálsdóttur frá Patreks-
firði, f. 20.3. 1935. Foreldrar
hennar voru Páll Pálsson, f.
1899, og Kristjana Jónsdóttir, f.
1909. Börn Líndals og Þor-
bjargar eru: Drengur, f. 1956
andvana. Kristjana Líndal, f.
1957, eiginmaður Sigurður Eg-
ilsson, börn: Jens Líndal, Hafþór
Rúnar, Böðvar Ingi, Ómar Daði
og Sólveig Kristjana. Páll Lín-
dal, f. 1959, eiginkona Sigríður
Erlingsdóttir, dætur þeirra:
Þorbjörg Petrea, Þórey Alda og
Bjarnveig Ólafía. Fyrir átti Páll
Árið 1958 fluttu hjónin til Pat-
reksfjarðar. Fyrstu búskaparár-
in bjuggu þau í Ráðagerði en ár-
ið 1962 byggðu þau sér hús á
Mýrum 9. Á Mýrunum voru þau
frumbyggjar og bjuggu þar til
ársins 1987 en þá fluttu þau til
Reykjavíkur. Líndal var bif-
reiðastjóri meirihluta ævi sinn-
ar. Hann var sjálfstæður at-
vinnurekandi, rak vörubíl bæði
á Patreksfirði og í Reykjavík.
Líndal var ökukennari á Pat-
reksfirði 1966-1984. Hann sat í
stjórn Landssambands vörubíl-
stjóra og var um tíma formaður
Vörubílstjórafélagsins Fáks á
Patreksfirði. Hann sat í stjórn
Verkalýðsfélags Patreksfjarðar
um nokkurra ára skeið og var
formaður 1965-1966. Einnig sat
hann í hreppsnefnd Patreks-
hrepps. Líndal var félagsmaður
hjá Vörubílastöðinni Þrótti í
Rvk. allt þar til hann lét af störf-
um vegna aldurs.
Líndal átti sér ýmis áhuga-
mál. Frá því þau hjónin eign-
uðust sinn fyrsta húsbíl voru
þau dugleg að ferðast bæði hér
heima og eins fyrir utan land-
steinana. Margar ferðir fóru
þau með Bændaferðum í gegn-
um árin. Líndal var mikill dýra-
vinur, kettir og hundar flykkt-
ust að honum, hann var með
kindur á Patreksfirði og fylgdi
sonum sínum vel eftir í hesta-
mennskunni.
Útförin fer fram frá Graf-
arvogskirkju í dag, 9. mars
2016, kl. 13.
soninn Þorstein
Rúnar og Sigríður
dótturina Önnu
Ósk. Ingdís Líndal,
f. 1962, eiginmaður
Hallur Illugason.
Ingdís á soninn
Baldur Þóri, fyrir
átti Hallur synina
Heiðar og Aron.
Andvana drengur,
f. 1969. Unnsteinn
Líndal, f. 1971,
eiginkona Steinunn Alda Guð-
mundsdóttir, börn Unnsteins Ír-
is Theodóra, Ægir Líndal og Óð-
inn Líndal, fyrir átti Steinunn
börnin Bryndísi og Guðmund
Bjarna. Ævar Líndal, f. 1972,
dóttir Sigríður Viktoría Líndal.
Einnig átti Líndal soninn Magn-
ús, f. 1956, með Þóru Magn-
úsdóttur. Eiginkona Magnúsar
er Ásta Guðleifsdóttir, börn:
Guðleifur, Hákon Svanur, Krist-
ín Helga og Bjarni Hrafn. Lang-
afabörnin eru 24.
Líndal ólst upp í Búðardal hjá
foreldrum sínum og systkinum
til 18 ára aldurs. Þar vann hann
almenn sveitastörf og við vega-
vinnu á sumrin. Um 1950 flutti
Líndal suður og hóf störf hjá bif-
reiðastöð Steindórs. Þar á eftir
var hann bifreiðastjóri hjá SVR.
Ef ég ætti að lýsa honum
pabba í nokkrum orðum þá var
hann mikið hraustmenni, dug-
legur, ósérhlífinn, skapmikill og
nokkuð strangur uppalandi en
þegar aldurinn færðist yfir varð
hann mikið ljúfmenni.
Á Patreksfirði var gott að
alast upp í foreldrahúsum á
Mýrum 9. Flest var í föstum
skorðum – mamma heimavinn-
andi til taks allan sólarhringinn
með 100% þjónustu fyrir okkur
systkinin og pabbi að vinna á
vörubílnum. Já, pabbi vann allt-
af mikið. Ef hann var ekki í
vegavinnu þá var hann í löndun
og ef ekki í löndun þá í fiskflutn-
ingum. Hann vann fyrir hrepp-
inn, sótti sand og sinnti sorp-
hirðu en einnig kenndi hann á
bíl þess á milli þar sem hann var
líka ökukennari.
Þegar ég flutti aftur vestur
með son minn, Baldur Þóri, sem
þá var rétt eins árs, hjálpuðu
foreldrar mínir mér mikið með
pössun á drengnum. Ég á marg-
ar minningar frá því að sá stutti
stóð í trukknum hjá afa sínum
og rétt sá yfir mælaborðið út um
gluggann, með kókómjólkina
sína í annarri hendi og hélt sér
með hinni og var hinn ham-
ingjusamasti. Hann var sko með
afa í vörubílnum.
Foreldrar mínir eiga heiður
skilinn fyrir dugnað og elju.
Ekki hef ég þurft að hafa miklar
áhyggjur af þeim þótt aldurinn
hafi færst yfir, þau hafa verið
sjálfs sín herrar í einu og öllu. Á
vorin kom vorboðinn þeirra úr
geymslu, húsbíllinn, sem veitti
þeim svo mikla ánægju, frelsi og
tækifæri. Pabbi var duglegur að
keyra og setti það ekki fyrir sig
að þeysast norður í land eða
vestur á firði en síðustu árin var
hann farinn að hægja á sér og
fara styttri dagleiðir.
Við hjónin ferðuðumst mikið
með þeim um landið á húsbílum.
Einnig voru þau dugleg að koma
í sumarbústaðinn okkar fyrir
austan og eigum við margar
góðar minningar um þau þaðan.
Oft var hundurinn Tinna, sem
pabba þótti óskaplega vænt um,
með í ferð. Pabbi var vanur að
flauta hressilega frá hæðinni á
móti sumarbústaðnum og þá
hrópuðum við: „Húsbíll á hæð-
inni!“ Nú verður ekki oftar hús-
bíll á hæðinni með pabba undir
stýri.
Ósjaldan í gegnum árin hefur
hann pabbi tekið hendur mínar í
sínar og sagt: „Æ, svakalega er
þér kalt á höndunum, stelpan
mín“ en svo var það einn daginn
í febrúar að hendurnar hans
urðu kaldari en mínar.
Í veikindum þínum undan-
farnar vikur var ljúft að fá að
létta undir með þér og aðdáun-
arvert hvað þú varst samvinnu-
þýður, meðfærilegur, auðmjúk-
ur og þakklátur.
Elsku mamma, missir þinn er
mikill en 17. júní nk. hefðuð þið
pabbi átt 60 ára brúðkaupsaf-
mæli svo árin ykkar voru orðin
ansi mörg á lífsins þrammi.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður
mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Þín dóttir og tengdasonur,
Ingdís og Hallur.
„Góðan dag sunnudagur.“
Þannig hljómaði upphafið að
símtölum okkar síðustu ár. Við
höfðum það fyrir venju að heyr-
ast alla sunnudaga og oftar ef
svo bar undir en alltaf hljómaði
kveðjan eins. Mín fyrsta minn-
ing er þegar við vorum að lóða
saman jólaseríur í eldhúsinu á
Mýrunum, þá þurfti að gera við,
ekki hægt að kaupa nýtt ef eitt-
hvað bilaði. Um leið og ég hafði
vit og getu til fór ég að aðstoða
þig við viðgerðir á keðjum og
sprungnum vörubíladekkjum
ásamt ýmsu fleiru sem féll til.
Mér fannst mjög gaman að
þvælast með þér á vörubílnum
vítt og breitt enda fékk ég oft að
keyra vörubílinn í Sandoddan-
um áður en ég fékk bílprófið.
Ekki leiðinlegt að taka í tíu
hjóla trukk. Ein minnisstæðasta
ferðin okkar var þegar Ríkis-
skip var í verkfalli og við fórum
með rækju suður til Reykjavík-
ur ásamt öðrum bíl. Fyrst þurfti
að sækja rækjuna til Bíldudals
og hafði ég fengið leyfi frá skóla
til að fara í þá ferð. En mig
langaði að fara alla leið suður
þannig að ég sagði þér að ég
hefði fengið leyfi til að fara með
og þar með var lagt af stað. Þeg-
ar við vorum komin til Búðar-
dals var samviskan farin að
segja til sín, ég laumaðist í tí-
kallasíma og hringdi í mömmu
sem varð að fara í samninga-
viðræður við skólann. Þessa
ferð rifjuðum við oft upp, þetta
var um vetur, veðrið sýndi á sér
allar hliðar, keðjur flugu af
dekkjum og við þurftum að
stinga úr nokkrum sköflum á
vestanverðum Klettshálsi á suð-
urleiðinni. En ferðin var góð.
Árið 2003 fór ég með bátinn Sig-
hvat í breytingu til Póllands og
komst þú með til að sækja hann
og sigla honum heim. Þessir
dagar í Póllandi og siglingin
heim var okkur ógleymanleg og
endalaust hægt að rifja hana
upp og hlæja að. Þú komst líka
með okkur í einn róður. Þér
fannst mikið til koma hversu
mikið var hægt að fiska á þessa
króka. Þú fylgdist vel með okk-
ur bræðrum á Sighvati, aflatöl-
um að ógleymdum veðurpæling-
um. Þegar hægt var að fylgjast
með bátunum á netinu setti
Steinunn upp vefslóðina hjá þér
svo þú misstir nú ekki af neinu.
En tæknin var ekki betri en svo
að stundum sáust bátarnir ekki
og þú hringdir um allt því bát-
urinn hafði siglt út af skjánum
og þá hlyti eitthvað að vera að.
Þú varst jafnspenntur ef ekki
spenntari þegar mér bauðst að
taka við Önnu EA, hvattir mig
óspart áfram, en því miður lán-
aðist okkur ekki að taka eina
ferð saman á henni. Alltaf
varstu mættur á bryggjuna til
að kíkja um borð þegar við lönd-
uðum í Hafnarfirði. Þér fannst
ekki leiðinlegt að taka til hend-
inni öðru hverju og þegar við
Steinunn byggðum kofann við
húsið hjá okkur komuð þið
mamma á húsbílnum. „Unni
minn, heldurðu að við getum að-
stoðað ykkur Steinunni?“ spurð-
ir þú og tókst þér hamar í hönd.
Þér fannst ég vera fullpjattaður
við kofasmíðina stundum og
svaraðir mér á þessa leið: „Unni
minn, þetta verður aldrei
kirkja“ en nákvæmlega svona
svaraði afi Stjáni þér í gamla
daga þegar þið smíðuðuð sam-
an. Í dag kveðjum við þig og vil
ég þakka þér fyrir allar okkar
samverustundir, þú reyndist
mér vel og varst börnum mínum
góður afi. Minning þín lifir. Þinn
sonur,
Unnsteinn Líndal.
Amma og afi á Bakkastöðum.
Það hljómar svo vel og þægi-
lega. Það verður skrítið að fara
aðeins til ömmu á Bakkastöðum.
Þar verður enginn afi Líndal
sem stendur upp úr hæginda-
stólnum glaður til að knúsa okk-
ur. Það mun enginn sitja á móti
okkur í horninu við eldhúsborð-
ið og segja okkur fréttir eða
gefa okkur góð ráð. Þó að það
hryggi okkur að hugsa til þess
erum við einnig þakklát fyrir
allar þær stundir sem þú gafst
okkur. Við vitum að þú ert á
betri stað núna og vakir yfir
okkur öllum. Við trúum því að
þú verðir alltaf í kringum okkur
og við munum hittast á ný.
Elsku afi, takk fyrir allt. Takk
fyrir að hafa veitt okkur öryggi í
lífinu með því að rugga okkur í
fanginu eða byggja yfir okkur
skjól úr teppum og klemmum.
Þú varst alltaf til staðar og við
gátum alltaf treyst á þig. Við
munum halda minningunni um
þig lifandi með sögum um afa
Líndal.
Við elskum þig.
Á betri stað, í öðrum heimi,
þú sefur núna vært.
Yfir okkur verður á sveimi,
eins og stjarna á himni sem skín
skært.
Þó bjart sé yfir og sólin skín,
býr sorgin í hjartanu til sár.
En áfram lifir minning þín,
um ókomna ævi og ár.
Afi besti og afi góði,
hönd þín ávallt svo hlý.
Við syrgjum núna öll í hljóði,
uns við verðum saman á ný.
(ÍTU)
Elsku amma okkar, við hugs-
um til þín á þessum erfiða tíma.
Íris Theodóra (Tedda), Æg-
ir Líndal og Óðinn Líndal.
„Ég með, ég með“ eru orð
sem þú minntir mig reglulega á
þar sem ég, pínulítill púki með
útrétta hönd, vildi auðvitað fara
með afa í vörubílinn. Það er erf-
itt að setjast niður og ætla að
skrifa nokkur falleg orð um þig,
þar sem engin bók er nógu stór
fyrir öll þau fallegu orð og
minningar sem ég á um þig.
Efst í huga mér eru minning-
ar að vestan úr eldhúsinu á
Mýrum 9 þar sem þú stappaðir
saman ýsu og kartöflur og gerð-
ir svo myndarlegan kött með
tómatsósu ofan á, eða þegar þið
amma komuð í heimsókn til mín
í sveitina á húsbílnum, að
ógleymdri stórskemmtilegri
Kanaríferð jólin ’95.
Það var alltaf svo gaman að
hitta þig og stundum fékk mað-
ur það óþvegið, sérstaklega
þegar ég var yngri. Því bein-
skeyttur varstu og lífsreglurnar
fékk maður hvort sem maður
kærði sig um eða ekki.
Það verða miklar breytingar
að sjá þig ekki undir stýri á hús-
bílnum á leið á vit ævintýra með
ömmu þér við hlið.
Afi la la er gælunafn sem ekki
allir þekkja en það kom til þegar
þið amma pössuðuð hann Viktor
Mána fyrir okkur. Þú söngst og
dansaðir með púkann á hand-
leggnum:
Ég lonníetturnar lét á nefið
svo lesið gæti ég frá þér bréfið.
Ég las það oft og mér leiddist aldrei
því lifað gæti ég ei án þín.
La la la la la la, ljúfa
La la la la la la, ljúfa.
Ég las það oft og mér leiddist aldrei
því lifað gæti ég ei án þín.
Eftir þessa dvöl Viktors
Mána hjá þér varð ekki aftur
snúið; „afi la la“ skyldir þú vera.
Þetta gerðist allt svo hratt.
Ég kom til þín á spítalann um
jólin, þú varst svo lasinn og nú
10 vikum seinna ertu farinn yfir
í sumarlandið. Ég er mjög þakk-
látur fyrir að hafa getað komið
til þín, setið hjá þér, haldið í
höndina þína og hugsað út í all-
an þann frábæra tíma sem við
höfum átt saman.
Við kveðjum þig með söknuði
en sátt.
Baldur, Lárey, Birgitta
Ósk, Viktor Máni og
Ingdís Una.
Elsku yndislegi afi minn, ég
veit bara ekki hvar ég á að byrja
þar sem þetta er allt svo óraun-
verulegt ennþá. Ég heyri ennþá
í huga mínum hláturinn þinn og
röddina þegar þú kallaðir til mín
þegar ég kom „nei, er þetta Sól-
veig Kristjana kókó?“ eins og þú
kallaðir mig alltaf og svo tókstu
þéttingsfast utan um mig.
Ég er svo óendanlega þakklát
fyrir allar okkar góðu minning-
ar og mun ég geyma þær í
hjarta mínu alla tíð. Ég man
alltaf eftir því þegar við vorum
að koma upp í Blikahóla til ykk-
ar ömmu og þú varst niðri að
dunda í húsbílnum og ég kom
alltaf hlaupandi til þín að fá
faðmlag áður en við röltum síð-
an upp og öll þau skipti sem ég
fékk að koma til ykkar á meðan
mamma var að vinna seinni
partinn og þú kannski ekki kom-
inn heim þá fylgdist ég svo oft
með þér fara og leggja vörubíln-
um og labba síðan heim og auð-
vitað fékk maður að ýta á takk-
ann á dyrasímanum til þess að
hleypa þér inn.
Það sem þú hafðir líka mikla
þolinmæði, elsku afi minn, fyrir
því að spila við mig ólsen ólsen
er alveg ótrúlegt og ég held að
ég gæti ekki talið þau skipti því
þau voru svo mörg. Við hlógum
líka þvílíkt og töldum stigin og
ég veit ekki hvað, það var hreint
yndislegt og svo gaman.
Ég man líka svo eftir því og
get hlegið svo mikið að tímanum
þegar ég var að byrja að nota
veski. Ég fór ekkert án þess og
það var kannski einn varasalvi í
því og þú hlóst svo mikið að
mér, Sólveig með veskið er
komin sagðir þú og labbaðir um
með það og lékst mig.
Allar útilegurnar okkar sam-
an voru svo æðislegar, þið
amma voruð svo dugleg að
ferðast og það var alltaf svo
gaman að hitta ykkur á flakkinu
og alltaf áttuð þið til kókómjólk,
kex og kleinur fyrir mann þegar
maður kom, best var samt bara
að fá að hitta ykkur. Ég man svo
vel eftir því þegar við fórum í
ferð með húsbílafélaginu og
leigðum félagsheimili og um
kvöldið var spiluð tónlist og allir
dönsuðu og ég dansaði nokkra
dansa við þig.
Elsku afi minn, það verður
ekkert eins án þín en þú verður
alltaf með mér í huganum og
hjartanu, ég á eftir að sakna
þess að rekast ekki á ykkur á
húsbílnum á sumrin, fá ykkur í
heimsókn og koma til ykkar upp
á Bakkastaði og fá faðmlag frá
þér. Ég mun alltaf minnast þín
og mér þykir svo vænt um síð-
ustu orðin sem fóru okkar á
milli. Ég vona svo innilega að
þér líði vel þar sem þú ert og
hafir ekki miklar áhyggjur af
elsku ömmu, við munum öll
hjálpast að og hugsa um hana
fyrir þig.
Ég elska þig afi minn, hef
alltaf gert og mun alltaf gera.
Guð geymi þig. Þín
Sólveig Kristjana.
Maðurinn með hattinn stendur upp
við staur,
borgar ekki skattinn, því hann á
engan aur.
Elsku afi minn, takk fyrir allt
saman. Takk fyrir allar góðu
stundirnar okkar. Minningar
okkar síðan í húsbílnum eru mér
mjög kærar. Við fórum í svo
margar ferðir saman á húsbíln-
um. Það var alltaf svo stutt í
fjörið hjá þér, afi minn. Þín er
sárt saknað, ég gat alltaf leitað
til þín og fengið ráð við öllu milli
himins og jarðar.
Þú varst alltaf til staðar, takk
fyrir allt saman, afi minn, þú
hefur kennt mér svo margt. Ég
elska þig. Góða ferð. Afastelpan
þín,
Sigríður Viktoría
Líndal Ævarsdóttir.
Sorgin kemur í stórum öldum,
en þær fara yfir okkur og þó að
okkur finnst hún næstum kæfa
okkur, líður hún hjá og við
stöndum enn.
Vertu sæll, afi minn. Ég syrgi
þig en góðu minningarnar og
þakklætið eru sorginni yfir-
sterkari. Þú hefur markað líf
mitt sem og fjölda annarra og sá
sem auðgar líf annarra hefur
vissulega lifað góðu þýðingar-
miklu lífi.
Takk fyrir samveruna, skiln-
inginn, gleðina og umhyggjuna.
Ég bið að heilsa Hlín, við
sjáumst, elsku afi.
Þitt barnabarn,
Þorbjörg Petrea Pálsdóttir.
Elsku afi minn, nú ertu farinn
frá okkur í hvíldina miklu og þú
skilur eftir þig margar og góðar
minningar sem við getum brosað
og glaðst yfir á þessum erfiðu
tímum og vona ég að þér líði vel
þar sem þú ert núna. Minning-
arnar sem ég á eru margar og
það sem er mér efst í huga þegar
ég hugsa til baka í tímans rás
eru ferðalögin okkar á húsbíln-
um ykkar ömmu vítt og breitt
um landið og allar þær samveru-
stundir sem við áttum í þeim
ferðalögum ásamt vinum og
vandamönnum. Það var líka allt-
af indælt að koma í kakó og
kræsingar í bílinn hjá ykkur
þegar við höfðum komið okkur
fyrir eða tókum okkur stutt
stopp áður en leiðinni var haldið
áfram. Ég man allar þær stundir
sem við áttum í Blikahólum þeg-
ar þú varst alltaf að bardúsa í
bílskúrnum. Þegar ég kom í eitt
skipti þá varstu með hjálm og
varst að nota slípirokk á ein-
hvern hlut. Við mamma stóðum
fyrir utan og kölluðum „afi, afi“
og þú heyrðir ekki neitt. Svo
loks heyrðirðu, þá snérir þú þér
við, lyftir upp hjálminum og
sagðir: „Blessaður vinur minn,
ert þetta þú?“ sem er ein minn-
isstæðasta setning sem ég hef
heyrt, því alltaf þegar ég hitti
þig eftir það þá heilsaðirðu mér
eins. Jól og áramót eru einnig
ofarlega í huga mér þegar kem-
ur að Blikahólum því oft áttum
við fjölskyldan góðar samveru-
stundir þar og við barnabörnin
lékum okkur sem aldrei fyrr.
Elsku afi, ég vil þakka þér
fyrir allar þær stundir sem ég
hef átt með þér og ég vona að
góður Guð gæti þín og verndi og
að þú vakir yfir okkur.
Hvíldu í friði, afi minn þín,
verður sárt saknað.
Um langa tíð þú fylgdir mér,
og mikill tími að baki
Ég mun aldrei gleyma þér.
Þú yfir mér nú vakir.
(Ómar Daði Sigurðsson)
Ómar Daði Sigurðsson.
Jæja nú er hann Lilli minn,
eins og við kölluðum hvor annan,
farinn. Þessi maður sem fylgt
hefur mér allt mitt líf og fylgst
með manni og ég hef litið upp til.
Maður sem upplifði tímana
tvenna, fæddur og uppalinn
vestur í Dölum. Hans bernska
hófst í torfbæ. Hann talaði oft
um þann mun í kyndingu húsa
að byrja í torfbæ og hann lést í
þessari góðu íbúð á Bakkastöð-
um með sjónvarpi, nettengingu
o.m.fl. Þegar hann og amma
Bobba byrja sinn búskap vestur
á Patró byggði hann þak yfir
fjölskylduna á Mýrum 9 þar sem
settur var upp staur þar sem öll
steypan var hífð upp með Wil-
lys-jeppa. Í drullufeni var bíln-
um ekið áfram til að hífa og
Jens Líndal
Bjarnason
HINSTA KVEÐJA
Þú fallinn í valinn
og horfinn á braut
þín sárlega mun verða saknað.
En minning þín lifir
og linar oss þraut
við hugsanir góðar og bjartar.
Þín tengdadóttir,
Sigríður Erlingsdóttir.