Morgunblaðið - 09.03.2016, Qupperneq 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 2016
✝ Jóhann SvanurJúlíusson fædd-
ist í Reykjavík 20.
ágúst 1987. Hann
lést á gjörgæslu-
deild LSH 1. mars
2016.
Hann er sonur
hjónanna Örnu
Svansdóttur, f. 23.
janúar 1970, og Júl-
íusar Sigmars Jó-
hannssonar, f. 25.
ágúst 1968. Systur hans eru:
Linda Ósk, f. 20. ágúst 1987, og á
hún tvö börn; Snorra Fannar, f.
2007, og Ásdísi Lilju, f. 2009.
Hugrún Lind, f. 28. júní 1990, og
á hún tvo syni, Júlíus Garðar, f.
2009, og Guðmund Jóhann, f.
2012.
Hinn 14. júní 2014 gekk Jó-
hann að eiga Lindu Tuy Anh
Mánadóttur, f. 10.
febrúar 1990. Hinn
7. janúar 2015 eign-
uðust þau dótturina
Aríellu Mist Anh.
Foreldrar Lindu
eru Máni Chien A.
Phang, f. 21. júlí
1967, og Emily
Nguyen, f. 22. júlí
1969. Linda á fjórar
systur. Jóhann
Svanur ólst upp í
Grundarfirði, þar lauk hann
grunnskóla. Síðan lá leið hans til
Reykjavíkur þar sem hann vann
meðal annars hjá Tempur, Bif-
reiðaverkstæði Egils, Bílastjörn-
unni og Íslenska gámafélaginu.
Útför Jóhanns Svans fer fram
frá Fossvogskirkju í dag, 9.
mars 2016, og hefst athöfnin kl.
13.
Elsku ástin mín, ég man svo
vel daginn sem við kynntumst.
Hvernig þú heillaðir mig upp úr
skónum í ljósbrúnni prjónapeysu
með rennilás og með þykk gler-
augu, algjör sveitastrákur. Við
höfum gengið í gegnum svo
margt og þú hefur alltaf verið til
staðar sama hvað gerðist. Þú
hefur kennt mér svo margt og
sýnt mér hvernig er að eiga full-
komna fjölskyldu. Ég þakka guði
hvern dag fyrir að hafa kynnst
þér. Þegar þú komst inn í líf mitt
fann ég að allt var fullkomið. Þú
ert minn sálufélagi og minn ann-
ar helmingur. Núna ertu farinn,
farinn frá mér og litlu stúlkunni
okkar. Ég veit að Guð mun passa
vel upp á þig núna. Ég elska þig
og mun ávallt elska þig. Þín
Linda.
Elsku drengurinn okkar.
Þó sólin nú skíni á grænni grundu
er hjarta mitt þungt sem blý,
því burt varstu kallaður á örskammri
stundu
í huganum hrannast upp sorgarský.
Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga
og góða
svo fallegur, einlægur og hlýr.
En örlög þín ráðin – mig setur hljóða
við hittumst samt aftur á ný
Megi algóður guð þína sálu nú geyma.
Gæta að sorgmæddum, græða djúp
sár.
Þó kominn sért yfir í aðra heima
mun minning þín lifa um ókomin ár.
(Höf. ókunnur)
Elskum þig Jóhann okkar.
Pabbi og mamma.
Elsku Jóhann bróðir, ég trúi
því ekki ennþá að þú hafir verið
tekinn svona snemma frá okkur.
Á svona tímum finnst manni lífið
ansi ósanngjarnt þar sem þú
varst vel liðinn af öllum í kring-
um þig og gerðir aldrei flugu
mein. Þú hafðir alltaf gaman af
lífinu og reyndir að halda fólki
saman með allskonar mannfögn-
uðum. Þau voru nú ekki fá partí-
in sem við héldum saman þegar
þú bjóst hjá mér og líka eftir að
þú hafðir flutt hringdirðu alltaf í
mig og fékkst að halda partí
heima hjá mér. Þú varst líka
ótrúlega góður pabbi og frændi
og Snorri og Ásdís höfðu alltaf
gaman af því að fá þig í heim-
sókn til okkar. Við söknum þín
ótrúlega mikið og þú skilur eftir
stórt skarð í hjörtum okkar allra.
Ég er gríðarlega þakklát fyrir
árin sem við fengum saman, þótt
ég hefði viljað hafa þau fleiri. Al-
veg frá því við vorum í móður-
kviði höfum við verið bestu vinir
og gert ýmislegt skemmtilegt
saman. Eins og þú sagðir alltaf
sjálfur voru sérstök tengsl á milli
okkar þar sem við vorum tvíbur-
ar. Þú hafðir gaman af því að
segja sögur og sagðir sömu sög-
urnar mörgum sinnum. Ég held
að allir sem hafa einhvern tíma
hitt okkur saman séu alveg með
það á hreinu að þú fæddist mín-
útu á undan mér og að ég fædd-
ist lítil og veik vegna þess að þú
borðaðir allt frá mér í maganum
á mömmu. Lífið verður aldrei
eins án þín, en ég veit að þú ert
hérna í kringum okkur og veitir
okkur styrk til að takast á við líf-
ið sem framundan er. Hvíldu í
friði, elsku bróðir minn, þú verð-
ur ávallt í huga mínum og hjarta.
Þín systir,
Linda Ósk.
Elsku Jóhann, eða Johnson
eins og ég vildi oft kalla þig. Ég
trúi því ekki enn að þú sért far-
inn frá okkur, en söknuðurinn er
mikill. Ég er svo heppin að hafa
fengið þig sem bróður, betri fyr-
irmynd er vandfundin í dag. Þú
varst svo laginn við allt sem þú
tókst þér fyrir hendur, hvort
sem það tengdist list eða einfald-
lega að verða faðir. Ég er svo
stolt af þér, og hafði mikinn hæl
af því hvað þú værir frábær
pabbi sem þú varðst svo innilega.
Mér er æska okkar svo minn-
isstæð. Við brölluðum ýmislegt
misgáfulegt saman og fengum
skammir fyrir, sem þú tókst oft á
þig. En systkinakærleikurinn
var ekki alltaf upp á sitt besta
hjá okkur, ég hafði mig nú
stundum mikið við að hlaupa inn
í herbergi og læsa að mér þegar
ég hafði eitthvað pirrað þig. En
svo urðum við eldri og kærleik-
urinn varð miklu meiri. Ég er
svo þakklát fyrir allar góðu
minningarnar okkar. Ég gat allt-
af treyst á þig og þú komst
hlaupandi ef eitthvað bjátaði á
hjá mér. Ég vissi alltaf að ég
hefði þig til að passa upp á mig.
Ég vil þakka þér fyrir að hafa
gefið strákunum mínum þína
þolinmæði og leikið við þá og
kennt þeim ýmsa hluti, eins og til
dæmis töfrabrögð. Þeir munu
sakna þín sárt. Nú stendur eftir
stórt tómarúm í hjarta okkar, en
við erum þakklát fyrir að hafa
hana Lindu þína og Aríellu. Þær
munu fylla upp í púslið sem þú
varst í fjölskyldunni okkar. Ég
elska þig, kæri bróðir minn. Þín
systir
Hugrún Lind.
Ungur maður er fallinn frá í
blóma lífsins. Ég spyr af hverju?
en fæ ekkert svar. Jóhann Svan-
ur ólst upp í Grundarfirði hjá
foreldrum sínum þeim Örnu og
Júlíusi, tvíburasystur sinni,
Lindu Ósk, og Hugrúnu yngri
systur. Fjölskyldan flytur síðan
til Reykjavíkur fyrir nokkrum
árum. Í Grundarfirði bjuggu þau
í þar næstu götu við ömmu og
afa og var mikill samgangur á
milli þeirra og á ég margar góð-
ar minningar um lítinn pjakk
sem elti afa sinn eins og skugg-
inn og festist það nafn við hann
hjá sumum í fjölskyldunni.
Uppáhaldsmaturinn var soðinn
fiskur og kartöflur, stappað með
miklu smjöri, en það var ekki
borðað nema ég setti augu, nef
og munn með tómatsósu, en þá
var líka borðað vel og ekkert
skilið eftir. Þær eru endalausar
minningarnar. Um lítinn strák.
Um ungling. Um ungan mann.
Ljúfan, brosmildan og stríðinn
strák sem vildi hafa gleði og
gaman í kringum sig. Ábyrgð-
arfullan, listrænan mann sem
var yndislegur pabbi og eigin-
maður, frábær sonur og vinur.
Jóhann Svanur minn, ég veit að
amma þín tekur vel á móti þér og
skilur ekkert í því að þú skulir
vera kominn strax og alltof fljótt.
Guð geymi þig, elsku vinur,
þinn
Svanur afi.
Sorgarstund er í mínu hjarta
að þú sért farinn frá okkur, elsku
besti vinur minn, við vorum svo
mikið saman í gegnum lífið og
vorum jafn gamlir upp á dag. Við
vorum saman alla okkar grunn-
skólagöngu og stóðum alltaf
saman í einu og öllu. Við bæði
unnum saman og leigðum, ferð-
uðumst erlendis saman tvisvar
og alltaf var gaman hjá okkur
vinunum. Við áttum það sama
áhugamál að okkur fannst gott
að fá okkur smá jack í kók og
það var okkar drykkur, vinur
minn. Við kynntumst ungir að
aldri og náðum alltaf vel saman
enda varst þú mesta gull af
manni sem ég hef kynnst. Þú
varst alltaf til í að hjálpa með
allt. Við fórum saman og lærðum
smá bílasmíði en svo hætti ég og
þú hélst áfram, enda varst þú
alltaf svo duglegur í öllu sem þú
tókst þér fyrir. Við áttum svo
svipuð áhugamál og vorum alltaf
eins og bræður. Ég mun alltaf
líta á þig sem bróður. Ég mun
aldrei gleyma öllum þeim
skemmtilegu stundum sem við
áttum saman, til dæmis við í Ví-
etnam að njóta lífsins og í Búda-
pest þar sem við vorum læstir úti
af kærustum okkar vegna þess
að við „rétt“ skruppum niður í
lobbíið. Þær komu síðan klukku-
tíma seinna niður í lobbí og finna
okkur í ekki góðu ástandi á barn-
um og þá var hótelherbergjunum
læst. Jóhann, ég á endalaust af
minningum af okkur, eins og í
Víetnam þegar við vorum að
syngja í karókí lögin „Hey Jude“
og „Let it be“. Það sem við héld-
um að við værum með þetta, en
nei við vorum falskari en allir
þarna inni. Við gerðum allt sam-
an eða flest, vorum alltaf að
bralla eitthvað og þú notaðir
óspart orðið „drengandskoti“ ef
maður var að stríða þér kannski.
Þú varst svo langbesti vinur
minn og þú varst einstakur með
góðmennsku þína. Elsku Jóhann
Svanur minn, ég sakna þín inni-
lega og lífið verður aldrei eins án
þín. Ég mun aldrei gleyma þér
og mun halda minningu þinni
gangandi. Ég elska þig vinur
minn, og megi Guðs englar vaka
yfir þér.
Þinn besti vinur,
Guðmundur Ingi
Vésteinsson.
Það var erfitt símtalið sem ég
fékk fimmtudagsmorguninn 26.
febrúar. Jói hafði lent í vinnu-
slysi og ástand hans tvísýnt. Ég
var staddur á Selfossi þegar at-
burðurinn átti sér stað og bíl-
ferðin yfir Hellisheiðina hefur
aldrei verið eins erfið, svo löng
og sár. Enn erfiðari var biðin
sem tók við þar sem maður
sveiflaðist milli vonar og ótta.
Bið sem endaði þriðjudaginn 1.
mars þegar Jói var úrskurðaður
látinn.
Endalaust óréttlæti er þetta
hugsar maður, svona ungur, fal-
legur og duglegur maður. Margs
að minnast en það minningabrot
sem er greypt í huga minn núna
og mun eiga sinn stað það sem
eftir lifir af minni ævi er brosið
sem ég fékk frá Jóa þegar ég tók
utan um hann vikuna fyrir slysið.
Bros sem lýsti öllum hans kost-
um; feimið, samt glettið, hlé-
drægt og gegnumheiðarlegt.
Það ríkir mikil sorg á vinnu-
staðnum okkar í Gufunesi þar
sem Jói var búinn að vinna sl.
sex ár með smáhléi. Margir
brotnir og greinilegt að Jói var
búinn að eignast vini víða enda
starfið þannig að hann var út um
allt fyrirtæki að redda málum.
Hann var líka farinn að skipu-
leggja frístundir okkar og gok-
art-keppnin sem hann skipulagði
fyrir tæpum mánuði verður lengi
í minnum höfð og vonandi höld-
um við mótið árlega héðan í frá
til að minnast þín, kæri félagi.
Elsku Linda, Aríella Mist,
Júlli, Arna, Linda, Hugrún, Siggi
og Stína, innilegustu samúðar-
kveðjur.
Jón Þórir Frantzson.
Í dag kveðjum við bekkjar-
félaga og vin. Hinn 25. febrúar
síðastliðinn bárust okkur þær
fréttir að Jóhann Svanur hefði
lent í alvarlegu slysi. Við þessar
fregnir urðum við þrumu lostin,
en trúðum því að hann myndi ná
sér. Nokkrum dögum síðar var
hann látinn. Það fyrsta sem fór í
gegnum hugann var: Af hverju
þurfti hann að lenda í þessu
slysi? Þessi brosmildi, glaði
strákur í blóma lífsins, nýbúinn
að eignast barn og gifta sig? En
lífið spyr ekki að því, slysin gera
ekki boð á undan sér og stundum
er lífið svo óskiljanlegt og ósann-
gjarnt.
Jóhann var alla tíð vinur vina
sinna, hann dæmdi aldrei aðra
og tók öllum eins og þeir voru.
Hann var harðduglegur í vinnu
og var góður faðir.
Við ætlum hér að nefna
nokkrar minningar sem við eig-
um um Jóhann. Þegar við rifjum
upp minningar úr æsku er margt
skemmtilegt sem kemur fram,
enda var Jóhann mikill prakkari.
Óli og Jóhann ákváðu á einum
tímapunkti að nú væri kominn
tími til að þeir elduðu sinn eigin
mat. Það fór ekki betur en svo að
þeir elduðu sér reglulega ham-
borgara í örbylgjuofni. Niður-
staðan var vægast sagt ólystug,
borgarinn var seigari en skósóli.
Arnar og Jóhann voru einu
sinni að leika sér með flugelda og
voru að taka þá í sundur og búa
til nýjar sprengjur. Þeim gekk
heldur illa að kveikja á nýju
sprengjunum en loksins þegar
það tókst kom mikil sprenging
og reykur. Arnar sá ekki Jóhann
fyrst fyrir reyk en svo þegar
hann sá hann gat hann ekki ann-
að en skellihlegið því Jóhann var
bæði augnhára- og augabrúna-
laus. Hárin höfðu fuðrað upp. Jó-
hann náði heldur varla andanum
af hlátri því Arnar leit nákvæm-
lega eins út og hann.
Þegar Limp Bizkit var vinsælt
hjá strákunum í bekknum bauð
Jóhann þeim oft í frímínútum og
hádegishléi heim til sín og þá var
tónlistinni blastað og þeir upp-
lifðu mikla gleði og frelsi.
Þetta er aðeins brot af þeim
minningum sem við eigum um
Jóhann, en þær eru miklu, miklu
fleiri. Sumir höfðu meiri sam-
skipti við hann þegar leiðir okk-
ur skildi eftir grunnskólann. En
það var alveg sama hversu oft
við hittum hann, hann var alltaf
tilbúinn að spjalla.
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn)
Við kveðjum þennan góða
dreng með trega og vottum
Lindu, Aríellu, Örnu, Júlla,
Lindu Ósk, Hugrúnu og fjöl-
skyldum okkar dýpstu samúð.
Megi Guð vernda þau og styrkja
á þessum erfiða tíma.
Fyrir hönd árgangs 1987 frá
Grundarfirði,
Ingibjörg Eyrún.
Jóhann Svanur
Júlíusson
Okkar ástkæri maður, faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
MAGNÚS RAGNAR GÍSLASON,
fv. yfirtannlæknir,
lést á Landspítalanum í Fossvogi
miðvikudaginn 2. mars.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík
föstudaginn 11. mars klukkan 15.
.
Gyða Stefánsdóttir,
Jóhann Þór Magnússon, Lilja Jóhannsdóttir,
Sigríður Dóra Magnúsdóttir, Björgvin Jónsson,
Gylfi Magnússon, Hrafnhildur Stefánsdóttir,
afabörn og langafabarn.
Innilegar þakkir fyrir hlýhug og auðsýnda
samúð við andlát og útför okkar ástkæra
HAUKS JÓNASSONAR
húsgagnabólstrara,
Siglufirði.
Sérstakar þakkir til starfsfólks
Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Siglufirði
fyrir góðmennsku, alúð og nærgætni.
.
Rósa Magnúsdóttir,
Ómar Hauksson, Kristín Jónasdóttir,
barnabörn, makar og langafabörn.
Eiginmaður minn,
VALGEIR JÓNASSON,
Ofanleiti,
Vestmannaeyjum,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands,
Vestmannaeyjum, 7. mars.
Fyrir hönd aðstandenda,
.
Erla Einarsdóttir.
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
MAGNÚS GUÐMUNDSSON,
Kvígindisfelli,
Tálknafirði,
sem lést á Heilbrigðisstofnuninni
Patreksfirði 1. mars, verður jarðsunginn frá
Tálknafjarðarkirkju laugardaginn 12. mars kl. 14.
.
Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, bróðir, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
JÓN VALGEIR EYJÓLFSSON,
Heiðmörk 19, Hveragerði,
lést 1. mars á Heilbrigðisstofnun
Suðurlands. Útför hans fer fram 11. mars
frá Hveragerðiskirkju kl. 14.
Þeim sem að vilja minnast hans er vinsamlegast bent á
Krabbameinsfélag barna.
.
Steina Hlín Aðalsteinsdóttir,
Valgerður Jónsdóttir,
Eyjólfur Þór Jónsson, Kolbrún P. Hannesdóttir,
Einar Ingi Jónsson,
Aðalsteinn Jónsson, Guðlaug Björgvinsdóttir,
afabörn, langafabörn og aðrir aðstandendur.