Morgunblaðið - 09.03.2016, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 09.03.2016, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 2016 BJÓÐUM NOKKRAR GERÐI R AF FERMINGARBORÐUM. Fjölbreyttir réttir smáréttabo rðanna okkar henta bæði í hádegis- og kvöldveislur. Steikarhlaðborðin eru alltaf vinsæl, sérstak- lega ef um kvöldveislu er að ræða. Bjóðum upp á tvær gerðir ka hlaðb orða, en einnig er í boði að panta einstaka h luta úr þeim. t.d Ka snittur, fermingartertur. Pinnahlaðborð eru þægileg og slá hvenær s em er í gegn. Hólshraun 3 · 220Hafnarjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 Fax: 565-2367 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is æðisleg veislan verður Ferming ar- TapasSmáréttir Kaltborð P innamatur Góð fe rming ar- SÚPA BRAUÐOG SMÁRÉTT IR Hádegisveisla 12-14 Verð frá kr. 2.760 TAPASVEISLA 9 RÉTTIR Síðdegisveisla 16-19 Verð frá kr. 3.950 STEIKARBORÐ Kvöldveisla 17-20 Verð frá kr. 3.600 KALT HLAÐBORÐ FISKRÉTTIR Verð frá kr. 5.160 TERTU OGTAPASBORÐ Miðdegisveisla 13-15 Verð frá kr. 4.370 FERMINGARKAFFIHLAÐBO RÐ Miðdegisveisla 14-17 Verð frá kr. 2.450 PINNAMATUR Miðdegisveisla 14-17 Verð frá kr. 2.850 Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Þótt bókin Alfreð Gígja séengin metsölubók hefurhún verið tilnefnd tiltvennra verðlauna. Nánar tiltekið tvennra af sautján verðlaun- um Félags íslenskra teiknara, sem kunngjörð verða í kvöld. Annars vegar á hún möguleika á verðlaunum í nemendaflokki og hins vegar í bókaflokki, nema hvort tveggja sé. Bókin er útskriftarverkefni Viktors Weisshappel Vilhjálmssonar í graf- ískri hönnun frá Listaháskóla Ís- lands síðastliðið vor. „Ég lét prenta 100 bækur og örfá eintök eru enn fá- anleg í Spark Design Space,“ segir hann sposkur á svip. Bókin hverfist um Alfreð Gígja, 38 ára, sem fyrir mörgum árum var greindur með geðklofa. „Myndræn framsetning mín á minningum hans,“ útskýrir Viktor og heldur áfram: „Alfreð Gígja leyfði mér að skyggnast inn í hugarheim sinn og deildi með mér sýn sinni á lífið. Hann lýsti fyrir mér röddum og skilaboðum sem hann fær frá hand- anheimum og öðrum víddum, sjúk- dómnum sem hefur áhrif á allt hans daglega líf, uppeldinu í söfnuði Votta Jehóva, heimilisofbeldinu sem hann upplifði í æsku og mörgu fleiru.“ Mismunandi sýn á heiminn Viktor kveðst alltaf hafa haft mikinn áhuga á margbreytilegri sýn fólks á heiminn. „Við skynjum öll heiminn á ólíkan máta og mig lang- aði einfaldlega að vinna með þá hug- mynd í útskriftarverkefninu. Fólk með geðræna kvilla kom fyrst upp í hugann, því það sér heiminn oft á allt Skyggnst inn í hugarheim geðklofa Óttinn „Ég var aldrei öruggur heima hjá mér, það var alltaf þessi ógn og ótti um í hvaða skapi pabbi væri þegar hann kæmi heim.“ Skilaboðin „Ég fæ skilaboð í gegnum sjónvarp og útvarp frá anda- heimum eða öðrum víddum. Þegar ég hugleiði og kyrja ákveðna möntru er eins og það opnist fyrir eitthvert fyrirbæri í hausnum á mér, þá er ég mun næmari fyrir því sem mér finnst vera skilaboð.“ Myrkar og magnaðar er yfirskrift um- fjöllunar Sigríðar Klingenberg um sagnagaldur kvenna kl. 20 í kvöld, miðvikudagskvöld 9. mars, í Sagna- kaffinu í Gerðubergi. Reynt er að víkka út ramma hefð- bundinnar sagnamennsku með því að segja sögur í tali, tónum, takti, ljóð- um og leik. Fólk héðan og þaðan úr þjóðfélaginu er fengið til leiks, svo sem tónlistarfólk, leikarar, uppi- standarar, ljóðskáld og rapparar. Sigríður Klingenberg eða Sigga Kling eins og hún er oftast kölluð er vel þekkt spákona og skemmtikraft- ur. Hún er alin upp á Snæfellsnesi og staðhæfir að orka jökulsins hafi átt mikinn þátt í andlegum hæfileikum sínum. Jafnframt trúir hún því að með jákvæðu hugarfari og staðhæf- ingum séu manneskjunni allir vegir færir. Hún hefur skrifað tvær bækur, „Orð eru álög“ og „Töfraðu fram líf- ið“, þar sem hún kemur þessum boð- skap til lesenda með einlægum og upplífgandi texta. Gestir kvöldsins fá einnig að stíga á pall og spreyta sig undir stjórn Ólafar Sverrisdóttur leikkonu sem hefur staðið fyrir námskeiðum í sagnamennsku hjá Borgarbókasafn- inu. Sagnakaffið er í kaffihúsinu í Gerðubergi og geta gestir fengið sér kaffi og með því meðan á dagskrá stendur. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Ókeypis aðgangur. Borgarbókasafnið – Menningarhús Gerðubergi Spákona Sigga Kling hefur skrifað tvær bækur um jákvætt hugarfar. Sagnagaldur kvenna í tali og tónum, ljóðum og leik „Chanel gaf konum frelsi. Yves Saint Laurent veitti þeim völd,“ sagði Pierre Berge, í kjölfar andláts þess síðarnefnda árið 2008, en þeir voru vinir og viðskiptafélagar. Saint Laur- ent var með áhrifamestu hönnuðum 20. aldarinnar og rómaður fyrir fág- aðan, klassískan og glæsilegan fatn- að. Tæpast verður sama sagt um Hedi Slimane, sem hefur verið hæst- ráðandi hjá Saint Laurent síðastliðin fjögur ár. A.m.k. ekki miðað við haust- og vetrartískuna 2016/2017 sem hann kynnti til sögunnar á tísku- sýningu í París í vikunni. Tískurýnar út í heimi gera því skóna að hann sé hugsanlega á útleið og gáfu sýning- unni blendna dóma. Samt er eins og þeir tipli á tánum og þori ekki að blása út með að heildarlúkkið er í rauninni hálfsjoppulegt; fyrirsæt- urnar grindhoraðar sem aldrei fyrr, illilegar til augnanna og flíkurnar ýkt- ar og yfirþyrmandi tilgerðarlegar. Aðdáendum Saint Laurents kæmi ábyggilega ekki á óvart þótt hann hefði snúið sér við í gröfinni að sjá svona komið fyrir arfleifð sinni. Eða hvað finnst ykkur lesendur góðir? Til fyrirmyndar og eftirbreytni? Þess má Haust- og vetrartískusýning 2016/2017 í París Blendin viðbrögð við nýjustu tísku úr smiðju Saint Laurents AFP Í kvöld afhendir Félag íslenskra teiknara árleg FÍT-verðlaun í sautján flokkum. Viktor Weisshappel Vilhjálmsson er tilnefndur í tveimur; nemendaflokki og bóka- flokki, fyrir myndskreytta sögu um Alfreð Gígja, 38 ára, sem fær skilaboð frá handanheimum og öðrum víddum. Listahátíðin List án landamæra og hönnunarteymið Attikatti standa að sýningunni Leið 10 sem opnuð verð- ur kl. 20 í kvöld, 9. mars, á Hlemmi. Viðburðurinn er í samstarfi við HönnunarMars og er samstarfsverk- efni hönnuða og fatlaðs listafólks. Þátttakendur voru paraðir saman út frá samhljómi í verkum þeirra. Mynduð voru eftirfarandi fjögur teymi: Attikatti & Ragnar Vilberg Bragason, Eygló Margrét Lárusdóttir, Erla Björk Sigmundsdóttir og Krist- ján Ellert Arason, Helga Björg Jón- asardóttir og Atli Viðar Engilberts- son, og Mundi Vondi og Sindri Ploder. Teymin unnu með ólík sérsvið; upplifunarhönnun, grafíska hönnun, vöruhönnun og fatahönnun. List án landamæra er listahátíð með áherslu á fjölbreytileika mann- lífsins og jákvæða birtingarmynd fólks með fötlun sem fullgildra þátt- takenda í samfélaginu. Sýningin stendur til 13. mars. Nánari upplýsingar um hvenær opið er og uppákomur á sýningunni eru á heimasíðu hátíðarinnar og Facebook. Vefsíðan www.listin.is Leið 10 á Hlemmi Hönnun Hátíðin List án landamæra tekur þátt í HönnunarMars 2016. Skannaðu kóðann til að lesa

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.