Morgunblaðið - 09.03.2016, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 2016
verði í framhaldinu teknar til um-
ræðu í umhverfis- og skipulagsráði.
Björn var spurður hvort ekki yrðu
allt of fá bílastæði sem myndu fylgja
nýju íbúðunum: „Þarna er áformað
að rísi 100 námsmannaíbúðir og 60
íbúðir fyrir eldri borgara. Það verður
yfrið nóg af stæðum fyrir eldri borg-
ara, en stefnan varðandi námsmanna-
íbúðirnar er að vera með 0,2 stæði á
íbúð. Það er ákveðin réttlæting í því,
að það eru ákveðnir samnýtingar-
möguleikar við KHÍ, því þar er tals-
vert af stæðum sem eru ekki í notkun
á sama tíma og námsmennirnir eru
heima hjá sér í námsmanna-
íbúðunum, þ.e. á kvöldin og yfir nótt-
ina,“ sagði Björn.
grenninu. Við vitum að ný uppbygg-
ing á þéttingarsvæðum er oft um-
deild og við viljum því heyra
sjónarmið íbúanna og fá þau strax
inn,“ sagði Björn.
Björn segist búast við að ein-
hverjar áhyggjur íbúanna af umferð
komi fram á fundinum í dag. „Það er
hins vegar búið að gera ákveðna um-
ferðarútreikninga sem við munum
kynna á fundinum og sýna hver áhrif-
in verða af uppbyggingunni miðað við
þann bílastæðafjölda sem við gerum
ráð fyrir. Við teljum að þetta verði
ekki óviðráðanlegt fyrir þetta svæði,“
sagði Björn.
Hann segir að athugasemdir þær
sem muni koma fram á fundinum
Benedikt Bóas
benedikt@mbl.is
„Auðvitað munum við skoða hvaða
leiðir eru færar fyrir okkur í þess-
um efnum. En við hvetjum fólk til
að fylgja þeim lögum og reglum
sem gilda og kaupa ósvikna vöru
frekar en eftirlíkingar,“ segir
Klara Bjartmarz, framkvæmda-
stjóri KSÍ, en nýja landsliðstreyjan,
sem kynnt var í síðustu viku, hefur
verið til sölu á kínversku netversl-
uninni Ali Express nánast frá því
að treyjan var kynnt.
Séu sölutölur á síðunni réttar
hafa verið pantaðar yfir 200 lands-
liðstreyjur þaðan sem allar eru
falsaðar. Sá Íslendingur sem pant-
aði sér flestar treyjur pantaði sér
átta, samkvæmt stuttu vafri um
síðuna. Treyjurnar hafa einnig ver-
ið seldar til annarra norrænna
landa.
Verðið er mismunandi, 1.500 til
2.700 krónur, og þótt Ísland sé með
fríverslunarsamning við Kína er
ýmis falinn kostnaður áður en var-
an endar á borðum neytenda og
gæti lokaverðið því verið hærra.
Nýja landsliðstreyjan kostar um 12
þúsund krónur út úr búð.
Mikið magn af vörum kemur
hingað til lands frá Ali Express í
hverri viku og er erfitt að stoppa
kaup á eftirlíkingum þaðan. KSÍ
hefur ekki enn leitað til póstsins
eða tollsins vegna nýju lands-
liðstreyjanna en þau mál verða
skoðuð.
„Svartamarkaðsbrask er alltaf
hættulegt. Við vitum til dæmis að
fólk hefur keypt sér miða á lands-
leiki og ekki fengið þá afhenta
þrátt fyrir að hafa greitt fyrir mið-
ana,“ segir Klara og ítrekar beiðni
sína um að fólk kaupi ósvikna vöru.
Íslenska landsliðstreyjan er ekki
sú eina sem er til sölu í netversl-
uninni, því af nýjum búningum
landsliða á Evrópumótinu í Frakk-
landi í sumar má finna þar lands-
liðsbúninga flestallra liða.
Yfir 200 falsaðar
landsliðstreyjur
þegar keyptar
KSÍ skoðar hvaða leiðir eru færar
til að hindra kaup á eftirlíkingum
Landsliðstreyjan Hægt er að kaupa
falsaðar landsliðstreyjur á netinu.
Ljósmynd/KSÍ
Bæjarstjórn
Kópavogs sam-
þykkti einróma í
gær að lokið yrði
við að skipta út
gúmmíkurli úr
dekkjum á
sparkvöllum við
grunnskóla bæj-
arsins á árinu.
Hagur barna er
hafður að leið-
arljósi, segir í frétt frá bænum.
Þegar hefur kurl, sem talið er
krabbameinsvaldandi, verið fjar-
lægt af sparkvelli við Lindaskóla og
á næstunni verður hafist handa á
völlum við aðra skóla. sbs@mbl.is
Ætla að fjarlægja
kurlið á sparkvöllum
Kópavogsbæjar
Blikabolti Kurl
verður tekið.
„Ég hef lagt mikla áherslu á málið og
er mjög ánægð að breytingar af
þessum toga séu að nálgast þingið og
vona að samkomulag náist um málið
þar,“ segir Ólöf Nordal innanríkis-
ráðherra. Hún kynnti í ríkisstjórn í
gær frumvarp til nýrra heildarlaga
um dómstóla og tilsvarandi breyt-
ingar á lögum um meðferð einka-
mála og sakamála.
Með frumvörpunum er lagður
grundvöllur að stofnun nýs áfrýjun-
ardómstóls, Landsréttar, á milli hér-
aðsdómstóla og Hæstaréttar. Einnig
verður stofnuð ný stjórnsýslustofn-
un innan dómskerfisins, dómstóla-
sýslan, sem annast sameiginlega
stjórnsýslu allra dómstólanna.
Milliliðalaus sönnunarfærsla
Meginmarkmið breytinganna er
að koma á svokallaðri milliliðalausri
sönnunarfærslu á áfrýjunarstigi,
bæði í einka- og sakamálum. Einnig
er markmiðið að létta álagi af
Hæstarétti Íslands og gera honum
betur fært að sinna hlutverki sínu
sem fordæmisgefandi dómstóll. Þá
er það markmið frumvarpanna að
stuðla að vandaðri málsmeðferð í
málum þar sem reynir á sérfræðileg
atriði.
„Í frumvarpinu felast mikilvægar
breytingar á réttarkerfinu sem eiga
að stuðla að vandaðri málsmeðferð
og tryggja réttaröryggi. Þetta er
mikið framfaramál, skrefin eru til
langs tíma og hugsunin sömuleiðis.
Með þessum breytingum tel ég okk-
ur vera að bæta réttarkerfið í land-
inu. Það er grundvallaratriði,“ segir
Ólöf. helgi@mbl.is
Málsmeðferð verði vandaðri
Landsréttur verður nýr áfrýjunardómstóll á milli héraðsdóms og Hæstaréttar
Innanríkisráðherra vonast eftir samkomulagi um ný dómstólafrumvörp
Breytingar
» Lagt er til að 15 dómarar
eigi sæti í Landsrétti en 3 taki
þátt í meðferð hvers máls.
Ráðgert er að fækka dómurum
við Hæstarétt úr níu í sjö.
» Allar skýrslutökur í héraði
verða teknar upp í hljóði og
mynd þannig að hægt verði að
spila þær fyrir Landsrétti.
Ásgeir Beinteinsson, skólastjóri Háteigsskóla, segir að
samkvæmt myndinni sem hann hefur skoðað af tillögu
A2F arkítekta og á að kynna í dag, telji hann að um allt
of mikið byggingarmagn sé að ræða á reitnum.
„Þetta er það sem við sáum upphaflega í fyrra og vor-
um mjög ósatt við og gerðum athugasendir við,“ sagði
Ásgeir í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann bendir
sérstaklega á stærð húsanna, þeirra ljósbrúnu, í næsta
nágrenni við Háteigsskóla og Kennaraháskólann, sem
að hans mati séu allt of stór og háreist. „Þarna eru
mjög stórar byggingar á miðsvæðinu, sem við höfðum
gert verulegar athugasemdir við, en ekki hefur verið hlustað á þær,“
sagði Ásgeir, og kvaðst undrandi á því.
Allt of mikið byggingamagn
ÁSGEIR BEINTEINSSON, SKÓLASTJÓRI HÁTEIGSSKÓLA
Ásgeir
Beinteinsson
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Kynningarfundur verður í dag í
Borgartúni 12-14 á vegum umhverfis-
og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar
á breytingu á deiliskipulagi Kenn-
araháskólareits
við Stakkahlíð.
Fundurinn hefst
kl. 17.
Fram kemur í
bréfi sem sviðið
sendi til íbúa
svæðisins að
kynnt verði tillaga
A2F arkitekta
sem feli í sér upp-
byggingu á allt að
60 íbúðum fyrir
eldri borgara og allt að 100 íbúðum
fyrir námsmenn.
Björn Axelsson, skipulagsfulltrúi,
sagði í samtali við Morgunblaðið í
gær að kynningarfundurinn í dag
væri hugsaður til þess að kynna íbú-
um svæðisins þær tillögur sem A2F
arkitektar hefðu unnið að deiliskipu-
lagi reitsins við Stakkahlíð og taka á
móti athugasemdum og ábendingum.
Björn var spurður hvort skipulags-
fulltrúa hefðu borist margar at-
hugasemdir frá íbúum og öðrum í
grennd við reitinn: „Hér er um for-
kynningu að ræða, áður en þetta fer í
formlega samþykkt auglýsingaferli.
Það var ákvörðun sem umhverfis- og
skipulagsráð tók og meiri- og minni-
hluti stóð á bak við, til þess að fá
þessa kynningu og viðbrögð úr ná-
Teikning/A2F arkitektar
Reiturinn Myndin sýnir deiliskipulagshugmynd A2F arkitekta á Kennaraháskólareitnum, sem verður kynnt í dag.
160 nýjar íbúðir verði
reistar við Stakkahlíð
Námsmenn samnýti bílastæði með nemendum KHÍ
Björn
Axelsson
Ferðafélag Íslands
Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.is
Aðalfundur
Ferðafélags Íslands
verður haldinn fimmtudaginn 17. mars
kl. 20 í sal félagsins Mörkinni 6.
Dagskrá:
Hefðbundin aðalfundarstörf
Ferðafélag Íslands