Morgunblaðið - 09.03.2016, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.03.2016, Blaðsíða 20
NÝR VIÐBURÐAVEFUR Allt það helsta á einum stað - vinsælasti vefur landsins KVIKMYNDIR FUNDIR OG RÁÐSTEFNUR TÓNLIST LEIKHÚS MYNDLIST SJÓNVARPSDAGSKRÁ AÐRIR VIÐBURÐIR 20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 2016 Það er að verða pínlegt að horfa upp á forsvarsmenn versl- unar og atvinnurekenda, forseta ASÍ, Evrópusinnaða þingmenn, háskólaprófessora og nokkra blaðamenn í áróðursherferð sinni gagnvart bændum og ís- lenskum landbúnaði svo jaðrar við einelti. Fyrrverandi landbún- aðarráðherra, Jóni Bjarnasyni, og bændaforystunni virðist seint fyrirgefið að hafa ekki smalast eins og aðrir kettir VG og Samfylking- arinnar í umsóknar- og aðlögunarferli síð- ustu ríkisstjórnar að Evrópusambandinu (ESB). En landbúnaðarráðherrann fyrrver- andi og bændaforystan hafði verulegar efa- semdir um aðild að ESB eins og kunnugt er og flýtti sér hægt í því ferli öllu. Nú síðast býsnast þessi áróðursmaskína yfir nýjum búvörusamningi og segist hafa hag neytenda að leiðarljósi. Það hentar t.d. forsvarsmönnum verslunarinnar býsna vel að beina kastljósinu að öðrum en sjálfum sér á meðan að verslunin dregur að sér ofur- hagnað og arðgreiðslur með því að láta háa álagningu, styrkingu krónunnar, lækkun virðisaukaskatts, tollalækkanir, endurgreidda og niðurfellda tolla renna að mestu í eigin vasa. Við þær gjörðir eru hagsmunir neyt- enda ekki ofarlega í huga forsvarsmanna verslunarinnar. Í gagnrýninni er reynt að koma því að bú- vörusamningurinn og styrkir til landbún- aðarins séu óeðlilegir, upphæðir háar og neytendafjandsamlegir. En hvernig skyldi þessum málum vera háttað hjá ESB. Um 40% af árlegum fjárlögum ESB er ráðstafað í samninga, styrki og tollavernd til evr- ópskra landbúnaðarins eða um 59 milljarðar evra (um 8.380 milljarðar íslenskra króna). Og hvað skyldi íbúum (neytendum og skattgreiðendum) í ESB finnast um þessi út- gjöld. Í nýútgefinni könnunar- skýrslu sem ESB lét gera „Europeans, Agriculture and the CAP“, þar sem CAP stend- ur fyrir „Common Agricultral Policy“ eða sameiginlega land- búnaðarstefnu ESB, kemur meðal annars það merkilega fram að nálægt helmingur íbúa eða 45% vill að fjárframlög til bænda verði aukin á næstu 10 árum, 29% vill óbreytt ástand, 13% vill lækkun á fjár- framlögum en 13% hafa ekki skoðun á málinu. Þegar spurt var í könnuninni hvað helst hefði áorkast með hinni sameiginlegu land- búnaðarstefnu ESB, flokkuðust svörin í þess- ari röð eftir atkvæðafjölda og mikilvægi: 1) Að tryggja fæðuöryggi. 2) Að tryggja gæði, hreinleika og öryggi landbúnaðarafurða. 3) Að styrkja búsetu í dreifbýli. 4) Að tryggja sanngjarnt verð til neytenda. 5) Stuðla að verndun umhverfisins og vinna gegn hlýnun jarðar. 6) Að tryggja bændum sanngjarna af- komu. Þá var meirihluti svarenda á því að sam- eiginlega landbúnaðarstefnan gagnaðist öll- um íbúum ESB en ekki eingöngu bændum. Í samanburði við samninga og styrki ESB til bænda þá er ekki að sjá að samningar rík- isins við íslenska bændur séu óeðlilegir eða háir og munu íslenskir bændur seint velta sér upp úr ofurhagnaði og arðgreiðslum úr vösum neytenda. Landbúnaður í einelti Eftir Jakob Ólafsson » Í samanburði við samninga og styrki ESB til bænda er ekki að sjá að samningar rík- isins við íslenska bændur séu óeðlilegir … Jakob Ólafsson Höfundur er flugstjóri. Heilinn er eitt mikilvægasta líffæri mannsins og jafnframt hið flóknasta. Mannsheilinn get- ur orðið fyrir ýmsum áföllum bæði fyrir og eftir fæðingu. Fyr- ir fæðingu geta ýmsir fæðing- argallar og sjúkdómar valdið varanlegum heilaskaða. Eftir fæðingu geta bæði ytri áverkar og margs kyns kvillar valdið óbætanlegum breytingum á heilastarfi með alvarlegum af- leiðingum fyrir vitsmunastarf og félagslega færni fólks. Erfitt getur verið að hindra mörg áföll, sem heilinn getur orðið fyrir á lífsleiðinni. Einn óafturkræfur heilaskaði, sem koma má algerlega í veg fyrir, er þó til. Þetta er svonefndur fósturskaði af völdum áfengis og áfengistengd taugaþroskaröskun. Áfengi er fósturskaðandi efni (teratogen), sem getur valdið alvarlegum truflunum á vexti og þróun heilans. Við áfengisneyslu móður verður áfengismagnið í fóstrinu það sama og í móðurinni innan fárra mínútna. Lifur fóstursins hefur aðeins 10% afkasta- getu miðað við lifur móður og eftir að alkóhól er horfið úr blóði fóstursins eru ennþá leifar eftir í legvatninu. Þess vegna er fóstrið leng- ur undir áhrifum áfengis heldur en móðirin. Áhrif áfengisneyslu á meðgöngu á barnið eru mismunandi eftir því hversu mikið er drukk- ið og á hvaða tímabili meðgöngunnar það er gert. Áfengisneysla á fyrsta þriðjungi með- göngu veldur aðallega truflun á byggingu heilans og getur valdið van- sköpun í andliti, heilasmæð og greindarskerðingu. Neysla eftir fyrsta þriðjung meðgöngunnar veldur einkum óæskilegum áhrifum á vitsmunastarf og hegðun og hefur mun alvarlegri afleiðingar til langs tíma litið heldur en útlitseinkennin sem slík. Mikil drykkja á stuttum tíma (fjórir eða fleiri drykkir í einu) og drykkja alla meðgöng- una veldur alvarlegasta skað- anum. Minni drykkja getur þó einnig valdið skemmdum og ekki er vitað um neitt öruggt magn áfengis, sem neyta má án þess að skaða fóstrið. Vísindamenn í dag skilgreina marg- víslegar afleiðingar fósturskaða af völdum áfengis undir regnhlífarheitinu Fetal Alcohol Spectrum Disorders (FASD). Í nýjustu út- gáfu bandarísku geðlæknasamtakanna (Di- agnostic and Statistical Manual of Mental Disorders, DSM-5) er komin geðgreining, sem nefnist Neurobehavioral Disorder Asso- ciated with Prenatal Alcohol Exposure (ND- PAE). Áfengi er fósturskaðandi efni Eftir Sólveigu Jónsdóttur Sólveig Jónsdóttir »Verndum heila ófæddra barna okkar með því að neyta ekki áfengis á meðgöngu. Höfundur er sérfræðingur í klínískri taugasál- fræði og klínískri barnasálfræði. Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.