Morgunblaðið - 09.03.2016, Page 15

Morgunblaðið - 09.03.2016, Page 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 2016 Alta2 heyrnartækin frá Oticon búa yfir einstakri tækni sem kallast BrainHearingTM. Þessi tækni hjálpar heilanum að vinna betur úr hljóði þannig að þú upplifir það eins eðlilega og hægt er. Með Alta2 heyrnartækjum verður auðveldara fyrir þig að heyra og skilja, hvort heldur sem um lágvært samtal er að ræða eða samræður í krefjandi aðstæðum. Bókaðu tíma í fría heyrnarmælingu Sími 568 6880 www.heyrnartaekni.is Ofurnett - ósýnileg í eyra eða falin á bak við eyra Heyrnartækni | Glæsibæ | Álfheimum 74 104 Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta Einstök tækni – frábær hljómgæði Prófaðu þessi heyrnartæki í 7 daga Guðni Einarsson gudni@mbl.is Ekkert manntjón varð vegna bruna í fyrra og eignatjón var með minnsta móti. Þetta kom fram í erindi Guð- mundar Gunnarssonar, yfirverk- fræðings Mannvirkjastofnunar, á opnum fundi hjá Brunatæknifélagi Íslands. Greint er frá erindinu á heimasíðu Mannvirkjastofnunar. Mannvirkjastofnun tók saman brunatjón ársins 2015 samkvæmt gögnum frá tryggingafélögunum. Bætt brunatjón voru 1.312 milljónir og var það talsvert lægra en með- altjón liðinna áratuga sem er 2.106 milljónir. Mesta tjónið í fyrra varð þegar Plastiðjan á Selfossi brann hinn 23. nóvember. Annar stórbruni varð í sömu götu þann 7. júní þegar eldsvoði varð á geymslusvæði Sets. Árið 2014 varð brunatjón upp á samtals 3.091 milljón og var það því mun meira en árið 2015. Árið 2014 munaði mest um stórbrunann í Skeifunni en tjónið nam um 60% allra brunatjóna það ár. Ekkert manntjón Ekkert manntjón varð í bruna ár- ið 2015 og var það sjötta árið frá aldamótum sem enginn hafði farist í bruna. Undanfarna áratugi hafa að meðaltali farist 1,7 einstaklingar í brunum á hverju ári. Alls hafa 76 farist í brunum frá árinu 1979, þar af 63 vegna bruna í byggingum. „Sjá má að 85% þeirra sem farast í brun- um á þessu tímabili eru á einkaheim- ilum en sjúkrastofnanir og þ.h. eru með nær 8% allra banaslysanna. Karlmenn eru 78% þeirra sem farast en konur eru um 22% og er með- alaldur þeirra 57 ára á móti 40 ára meðalaldri karla,“ segir í frétt Mannvirkjastofnunar. 1345 útköll á árinu Slökkvilið landsins fengu alls 1.345 útköll í fyrra, samkvæmt skráningum í útkallsgrunn. Útköll- um hefur fækkað með hverju ári undanfarin ár. Af útköllum í fyrra voru alls 158 vegna elds í byggingum en 324 vegna annarra elda, t.d. vegna gróðurelda, elds í bílum, gám- um o.fl. Útköll vegna umferðarslysa voru 88 og jafn mörg útköll voru vegna leka hættulegra efna. Útköllin voru líklega fleiri en hér er talið vegna þess að ekki skrá öll slökkvilið útköll sín í grunninn. Eldsupptök í byggingum voru í 32% tilvika rakin til rafmagns en íkveikjur ollu um 20% eldsvoða í byggingum. Af brunum utan bygg- inga voru gróðureldar um 27% allra slíkra bruna. Um 84% þeirra voru rakin til íkveikja. Brunar í gámum og ruslatunnum voru nærri fjórð- ungur bruna og voru 87% þeirra rak- in til íkveikju. Brunar í bílum og öðr- um ökutækjum voru 49 eða um 15% bruna utan bygginga. gudni@mbl.is Brunatjón var undir meðallagi árið 2015  Bætt brunatjón nam 1.312 milljónum króna á síðasta ári Morgunblaðið/Sigmundur Sigurgeirsson Stórbruni Mesta brunatjónið í fyrra var í Plastiðjunni á Selfossi í nóbember. þynningu, örvað kollagenmyndun og bætt nýtingu kalks og annarra stein- efna. Sterk sambönd á milli kísils og kalks „Það er áhugavert fyrir okkur sem matvælafyrirtæki að tengjast svona spennandi og kraftmiklu sprotafyr- irtæki eins og geoSilica,“ er haft eftir Jóni Axel Péturssyni, fram- kvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs MS. „Við trúum því að kísilsteinefnið passi vel saman með ákveðnum mjólkurvörum og gefi þeim mik- ilvæga heilsubætandi eiginleika.“ Haft er eftir Fidu Abu Libdeh, framkvæmdastjóra geoSilica, að bæði fyrirtækin hafi það markmið að bæta heilsu almennings. „Rann- sóknir hafa sýnt sterkt samband á milli kísils og kalks og teljum við því nauðsynlegt að búa til vörur sem innihalda bæði efnin,“ er haft eftir Fidu. aij@mbl.is geoSilica og Mjólkursamsalan hafa ákveðið að hefja samstarf um vöruþróun á mjólkurvörum með kís- ilsteinefni frá geoSilica. Kísil- steinefni gegnir mikilvægu hlutverki í steinefnasöfnun beina og að við- halda steinefnaþéttleika þeirra og mjólkin, sem inniheldur m.a. kalk og prótein, er mikilvæg fyrir vöxt og viðhald beina. „Þess vegna er mjög áhugavert að skoða möguleika á að blanda þessum hráefnum saman í spennandi mjólkurvörur,“ segir í fréttatilkynningu. geoSilica er sprotafyrirtæki sem hefur það að markmiði að framleiða kísilríkar hágæðaheilsuvörur úr jarðhitavatni Hellisheiðarvirkjunar. Fyrirtækið var stofnað árið 2012 og kom fyrsta varan á markað árið 2015, 100% náttúrulegt íslenskt há- gæðakísilsteinefni í vökvaformi tilbúið til inntöku. Kísilsteinefnið hefur margvíslega heilsusamlega virkni, getur m.a. fyrirbyggt bein- Samstarf Fida Abu Libdeh, framkvæmdastjóri geoSilica, og Jón Axel Pét- ursson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs MS, undirrita samninginn. Þróa mjólkurvörur með kísilsteinefni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.