Morgunblaðið - 09.03.2016, Síða 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 2016
B
jarni fæddist í Reykja-
vík 9.3. 1976 og ólst þar
upp á Háteigsvegi:
„Þarna var gott að alast
upp. Stutt í opið svæði
kringum Sjómannaskólann og vatns-
geymana þar sem maður renndi sér
á sleða á veturna og fór þar meira að
segja í útilegu á sumrin. Auk þess
var stutt í Klambratúnið þar sem við
strákarnir vorum í fótbolta. Ég æfði
líka og keppti í handbolta með Val í
öllum yngri flokkum félagsins.“
Bjarni var svo í sveit flest sumur
frá níu ára aldri og þar til hann varð
16 ára: „Ég var öll þessi sumur á Kíl-
hrauni á Skeiðum, komst þangað
gegnum klíku því dóttir hjónanna
var vinkona móður minnar. Kílhraun
var besti staður í heimi. Svo góður
að ég tók stundum rútu austur yfir
vetrartímann til að vera þar helgi og
helgi. Þarna voru hundrað hross og
400 kindur og alltaf nóg að gera.“
Bjarni var í Æfingadeild Kenn-
araskólans, var í MH, lærði síðan
ljósmyndun hjá föður sínum og
starfaði síðan í stúdíói hans til 25 ára
aldurs.
Bjarni var á kafi í tónlist á ung-
lingsárunum, æfði á trommur og
ærði annan hvern mann í ofanverð-
um Holtunum með trommuslætti í
kjallaranum á Háteigsveginum,
daga og nætur. Hann lék þá m.a. á
trommur með hljómsveitunum
Cranium, Tristian og Inflammatori.
Árið 2001 var hljómsveitin Leaves
stofnuð sem Bjarni lék með um
skeið. Hljómsveitin gerði fljótlega
Bjarni Grímsson ljósmyndari – 40 ára
Pólókappar Dísa, Bjarni og Brynja á glæsilegum gæðingum í æfingarbúðum í póló í Mongólíu fyrir nokkrum árum.
Úr sveitinni í sveitina
Á leið ́í hestaferð Bjarni með Larch Ulrich og Kirk Hammet í hljómsveitinni
Metallica, á leiðinni í útreiðartúr eftir vel heppnaða tónleika hér á landi.
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Kristín Dóra Sigurjónsdóttir er eigandi og framkvæmdastjóriSjónlínunnar gleraugnaverslunar við Strandgötu í Hafn-arfirði.
Eftir 13 ár í námi og starfi í München í Þýskalandi flutti hún heim
og stofnaði Sjónlínuna. „Þegar ég var að læra í Þýskalandi var gler-
augnamarkaðurinn að takast á við miklar áskoranir frá Asíu þar sem
hræódýrar og oft nafnlausar vörur streymdu inn á markaðinn. Ég var
svo heppin að læra hjá gamalgrónu fyrirtæki þar sem aldrei var vikið
frá því að bjóða mestu gæði og framúrskarandi þjónustu þrátt fyrir
að keppinautarnir allt í kring hrópuðu „ódýrt ódýrt“. Það var í raun
þessi gæða- og þjónustuhugsun sem ég flutti með mér til Íslands og
hef haft að leiðarljósi hér í Sjónlínunni frá upphafi.
Afmælisdagurinn byrjar með hefðbundnum hætti, en það er hefð
hjá fjölskyldunni að vakna snemma og vekja afmælisbarnið með söng
og kossum. Við borðum svo saman hátíðarmorgunverð í rólegheitum
áður en allir fara út í daginn. Þetta eru dýrmætar samverustundir og
alltaf mikil tilhlökkun. Annars held ég upp á afmælið mitt á tíu ára
fresti og þá með alls konar skemmtilegu í heilt ár. Í tilefni af 50 ár-
unum verður skíðaferð til Austurríkis bráðlega og skemmtileg fjall-
ganga, svo enda hátíðahöldin með sameiginlegu afmælispartíi okkar
Péturs þar sem hann fagnar líka 50 árum í lok árs.“
Eiginmaður Dóru er Pétur Óskarsson framkvæmdastjóri og börn
þeirra eru Diljá 17 ára, Ísold 12 ára og Óskar 12 ára.
Afmælisbarnið Dóra í Sjónlínunni í Hafnarfirði.
Afmælisbarnið vakið
með söng og kossum
Kristín Dóra Sigurjónsdóttir er 50 ára í dag
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu
mynd af nýjum borgara eða
mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í
einn mánuð.
Hægt er að senda mynd
og texta af slóðinnimbl.
is/islendingar eða á
islendingar@mbl.is
Á „Íslendinga“ síðum
Morgunblaðsins er
meðal annars sagt frá
merkum viðburðum
í lífi fólks, svo sem
hjónavígslum,
barnsfæðingum
eða öðrum
tímamótum.
Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is
Öryggis- og
hlífðarfatnaður
Dynjandi býður upp á hlífðar- og öryggisfatnað
sem uppfyllir ströngustu kröfur.
Hafðu samband. Við veitum þér faglega aðstoð.