Morgunblaðið - 09.03.2016, Side 36

Morgunblaðið - 09.03.2016, Side 36
MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 69. DAGUR ÁRSINS 2016 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR. 1. Verslingar í hart við Kringluna 2. „Allt sem ég og Rós …“ 3. Fá ekki leyfi fyrir Hard Rock 4. Síló féll ofan á Range Rover »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Heimildarmyndin Garn eða Yarn eins og hún er kölluð á ensku verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni South by Southwest (SXSW) í Austin í Texas í Bandaríkjunum nk. laugardag. Mynd- in var heimsfrumsýnd á Gautaborgar- hátíðinni í Svíþjóð í febrúar sl. Framleiðendur myndarinnar, Þórður Jónsson og Heather Millard frá Comp- ass Films, skrifuðu nýverið undir samning við BOND/360 um dreifingu myndarinnar í Bandaríkjunum. Myndin beinir m.a. sjónum að því hvernig handverki kvenna og kvenkyns lista- mönnum hefur í gegnum tíðina verið ýtt til hliðar og ekki fengið þá virðingu sem skyldi. Leikstjórar myndarinnar eru Una Lorenzen, Millard og Þórður Bragi. Garn frumsýnd í Bandaríkjunum  Kúbik kvintett kemur fram á tón- leikum Djassklúbbsins Múlans í kvöld, en tónleikarnir eru haldnir í samvinnu við Heimstónlistarklúbb- inn. Leikin verður tónlist eftir með- limi hljómsveitarinnar, en þeir sækja innblástur í tónlistararf Kúbu og munu þeir bjóða upp á frískandi kok- teil af salsa og angurværum bolero. Kúbik kvintett skipa Daníel Helgason á gítar, Helgi R. Heiðarsson á ten- órsaxófón, Jón Óskar Jónsson og Kristofer Rodriguez Svönuson á slag- verk og Tómas R. Einarsson á kontrabassa. Tónleikarnir, sem haldnir eru á Björtuloftum á 5. hæð Hörpu, hefj- ast kl. 21. Kúbik kvintett leikur á Múlanum í kvöld Á fimmtudag Suðaustan 18-23 m/s og talsverð slydda eða rign- ing og hiti 0 til 7 stig, en snýst í suðvestan 13-18 með snjókomu og síðar éljum eftir hádegi og kólnar, fyrst vestantil. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vaxandi suðaustanátt eftir hádegi. Suð- austan 13-20 m/s sunnan- og vestanlands í kvöld og rigning, hvassast við ströndina. Hiti yfirleitt 0 til 5 stig að deginum. VEÐUR Haukar eru í góðri stöðu í kapphlaupinu um heima- leikjaréttinn í úrslitakeppn- inni um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta eftir stórsigur á Snæfelli, 78:59, á Ásvöllum í gærkvöldi. Lið- in eru nú jöfn að stigum á toppi Dominos-deildarinnar en Haukar eiga leik til góða. Snæfell á þrjá leiki eftir en Haukar fjóra. Snæfell er ríkjandi Íslands- og bikar- meistari. »3 Haukar á undan í kapphlaupinu Óhætt er að segja að lið vikunnar hjá Morgunblaðinu líkist meira og meira landsliði Íslands eftir því sem líður á veturinn. Það ætti að vera góð vís- bending um að flestir þeirra sem hafa verið í stórum hlut- verkum í liðinu sem tryggði sér EM-sætið séu á réttri leið fyrir sumarið. Gylfi Þór Sigurðsson og Jó- hann Berg Guð- mundsson eru báðir í Morgun- blaðsliðinu í fimmta sinn á sjö vikum. »1 Gylfi og Jóhann í liði vikunnar í fimmta sinn „Þetta er strákur sem hlustar og tekur leiðsögn. Ég hef haft hann undir minni stjórn frá því hann var í 10. bekk að undanskildu tímabilinu í fyrra þegar hann spilaði með Keflavík. Eysteini eru allir vegir færir þó svo að hann eigi nokkuð í land með nokkra hluti,“ segir þjálfari Hattar um leikmann umferð- arinnar í körfuboltanum, Eystein Bjarna Ævarsson. »4 Eysteini eru allir vegir færir í körfuboltanum ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Þungarokkshátíðin Eistnaflug til- kynnti nýverið að Páll Óskar Hjálm- týsson myndi ljúka hátíðinni að þessu sinni. Venjan er að ljúka há- tíðinni með ögn mýkri tónum en heyrast á hátíðinni og nú mun Páll Óskar skemmta rokkþyrstum gest- um hátíðarinnar. „Ég hef spilað á þó nokkrum tón- listarhátíðum en aldrei hef ég hlakk- að jafn mikið til og að spila á Eistna- flugi,“ segir Páll Óskar. Viðbrögðin létu ekki á sér standa þegar þetta var tilkynnt, síðhærðir þungarokk- arar hoppuðu af kæti við að fá Pál Óskar á hátíðina. „Ég hef verið svo heppinn í gegn- um tíðina að fá að troða upp fyrir háa sem lága, unga sem aldna og fólk í öllum stéttum og nánast alla þjóðina en aldrei fengið að spila fyrir fullum sal af þungarokkurum. Þetta er ákveðin áskorun sem mér er ljúft og skylt að takast á við. Mér finnst það viðeigandi að klára kvöldið með svona stemningu og ég mæti með öll trixin í bókinni. Skil ekkert eftir og þetta verður gigg af stærri gerðinni, þannig að rokkarar eiga von á góðu.“ Verð að fá rokkið beint í æð Lokaballið verður á laugardags- kvöld og ætlar Páll Óskar að mæta degi áður til að fylgjast með og fá rokkið beint í æð. „Ég get ekki sagt með góðri samvisku að ég sé rokk- ari. Ég á lítið af rokkplötum í þessu stóra plötusafni sem ég á hér heima, einfaldlega vegna þess að ég fæ lítið út úr því að hlusta á rokk í stofu- græjunum. Ég verð að fá mitt rokk á sviði, beint í miðtaugakerfið, standandi fyrir framan bassaboxið. Ég vil að upplifunin sé eins og ég sé kýldur í magann. Á því augnabliki stend ég upp og öskra með Skálmöld, Dimmu, Ham og öllum hinum. Það má vel verið að rokkararnir upplifi þetta svipað með danspoppið og diskóið. Þetta er allt spurning um upplifun og orku. En ég held að ég og rokkararnir eigum eitt sameig- inlegt og það er nördaskapurinn. Það sem ég kalla nörd er manneskja sem hefur gríðarlega þekkingu á einhverju sérstöku á afmörkuðu sviði. Það er sama ástríðan þar og hjá mér. Svo má ekki gleyma að rokkarar eru með risastór hjörtu úr skíragulli,“ segir Páll Óskar og hlær. Ábyrgist skemmtun Hann er einnig spenntur fyrir að spila sitt efni fyrir framan harð- kjarna rokkara. „Kannski þekkja tónleikagestir hvert einasta lag sem ég syng, hvern einasta texta en ég get ábyrgst að þetta verður flott og ógleymanlegt kvöld.“ „Rokkarar eiga von á góðu“  Páll Óskar spilar á þungarokkshátíð- inni Eistnaflugi Töffari Páll Óskar er þegar fullbókaður fyrir árið 2016. Engin helgi er laus. „Ég er líka að reyna, á milli þess sem ég spila, að gera mitt besta til að taka upp ný lög og það er nóg af flottum lögum sem bíða á hliðarlínunni,“ segir hann. Ljósmynd/Gaui H Áhorfendur Páll Óskar mun skemmta rokkþyrstum á Eistnaflugi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.