Morgunblaðið - 09.03.2016, Síða 7

Morgunblaðið - 09.03.2016, Síða 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 2016 H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA TILBOÐ Nú er tilboð á MS rjóma í öllum verslunum. Fáðu góðar hugmyndir á gottimatinn.is. Fjögur íslensk gögn voru í gær sam- þykkt formlega inn á landsskrá Ís- lands um Minni heimsins. Þetta voru Íslensk túnakort 1916-1929, Kvik- fjártalið frá árinu 1703 sem er varð- veitt í Þjóðskjalasafni, Passíusálmar Hallgríms Péturssonar í eiginhand- arriti hans í Landsbókasafni og Kon- ungsbók Eddukvæða sem geymd er á Árnastofnun. Minni heimsins er varðveisluskrá UNESCO yfir svokallaðan skráðan menningararf, svo sem ritheimildir. Á þessu sviði eiga Íslendingar fjöl- breyttar heimildir eins og sjá má af því að Íslendingar eiga nú þegar tvær skráningar á heimslistanum, handritasafn Árna Magn- ússonar varðveitt í Kaupmannahöfn og Reykjavík sem var skráð 2009 og Manntalið frá 1703 sem var skráð 2013. Mörg lönd hafa stofnað sérstakar landsskrár til að vekja athygli á menningararfi sínum, eins og Íslendingar hafa nú gert. „Tilnefningar á landsskrána skipta miklu og hvetja til átaks til að lyfta þessum heimildum sérstaklega og efla almennan skilning á mikilvægi þeirra,“ segir Guðrún Nordal sem er formaður Landsnefndar Íslands um Minni heimsins. Hún segir að ís- lenska listanum yfir gögnin fjögur verði nú komið á framfæri við skrif- stofu Minna heimsins hjá UNESCO í París. Það er síðan safnanna sjálfra að ákveða hvort sótt verði um skrán- ingu á heimslistann sem strangt um- sóknarferli fylgir. „Það eru áskoranir að gera menn- ingararfinn aðgengilegan, þá til dæmis í stafrænni útgáfu sem fer inn á netið, en einnig að miðla til nýrra kynslóða,“ segir Guðrún Nordal. Um framlag Íslands nú nefnir Guðrún sérstaklega mikilvægi Konungs- bókar Eddukvæða, sem var auk Flateyjarbókar fyrsta sendingin af íslenskra handritum sem Íslend- ingar fengu frá Dönum 1971. sbs@mbl.is Efla skilning á mikilvægum heimildum  Eddukvæði og Passíusálmar tekin á landsskrá  Varðveisluskrá UNESCO Morgunblaðið/Ómar Flateyjarbók Menningarlegur fjársjóður á heimsvísu. Guðrún Nordal Karlmaður sem er undir sterkum grun um að hafa svipt sambýliskonu sína frelsi sínu og beitt hana líkam- legu og kynferðislegu ofbeldi skal sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi til 30. mars nk. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem í gær staðfesti Héraðsdóms Reykjavíkur frá 2. mars sl. Maðurinn hefur sætt gæslu- varðhaldi vegna málsins frá 7. febr- úar sl., fyrst á grundvelli rannsókn- arhagsmuna, en frá 10. febrúar á grundvelli almannahagsmuna. Fram kemur í greinargerð sækj- anda að það sé mat héraðssaksóknara að maðurinn sé undir sterkum grun um að hafa gerst sekur um nauðgun, frelsissviptingu, hótanir, líkamsárás og blygðunarsemisbrot gagnvart sambýliskonu sinni á heimili þeirra 5. febrúar sl. Mun ofbeldið hafa staðið yfir í rúmlega fjórar klukkustundir. Er maðurinn m.a. sakaður um að hafa hótað henni lífláti, tekið ljós- myndir af kynfærum gegn vilja henn- ar og þvingað hana til samræðis. Konan hlaut margvíslega áverka, m.a. brotnaði jaxl í efri gómi hennar og hún hlaut mar víða um líkamann. Maðurinn og faðir hans hafi reynt að hafa áhrif á framburð konunnar með því að hafa samband við hana eftir að málið kom upp. Maðurinn neitar sök en skýringar hans á tilkomu áverka konunnar eru ótrúverðugar að mati saksóknara. Brotin geta varðað allt að 16 ára fangelsi. Áfram í gæslu- varðhaldi  Grunur um ofbeldi gegn sambýliskonu HB Grandi er það útgerðarfélag landsins sem er með hæstu afla- hlutdeildina eða 10,8% og Sam- herji er í öðru sæti með 6,2%. Heildarþorsk- ígildi HB Granda eru 45.210.845 og hjá Samherja eru þau 25.960.638. Þetta kemur fram í töflu sem birt er á vefsíðu Fiskistofu og sýnir kvótastöðu 100 stærstu útgerða árið 2016, þ.e. aflamark og krókaflamark. Þorbjörn hf. er í 3. sæti, Vinnslu- stöðin hf. í því fjórða og FISK- Seafood ehf. er í 5. sæti. Í sjötta sæti listans er Síldar- vinnslan hf., í 7. sæti er Skinney- Þinganes hf., Vísir hf. í 8. sæti og í því 9. er Brim hf. Rammi hf. er í 10. sæti listans. HB Grandi og Samherji eru stærst HB Grandi Stærsta útgerð landsins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.