Morgunblaðið - 09.03.2016, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.03.2016, Blaðsíða 13
Miklir mátar Viktor Weisshappel Vilhjálmsson og Alfreð Gígja á Mokka, eftirlætiskaffihúsi beggja. annan hátt en flestir aðrir. Einnig spilaði inn í að mér finnst umfjöllun um geðsjúkdóma nauðsynleg því ennþá eimir eftir af fordómum gagn- vart fólki með geðsjúkdóma. Hug- myndin tók þó ýmsar vendingar. Fyrst datt mér í hug að myndskreyta ákveðna geðsjúkdóma, ef hægt er að orða það þannig, því næst að taka viðtöl við nokkra manneskjur með einhvers konar geðræna kvilla og vinna út frá þeim – en svo kynntist ég Alfreð Gígja.“ Um leið var viðfangsefni út- skriftarverkefnisins ráðið. Viktor var kominn með góðan efnivið í hend- urnar. Honum þótti saga Alfreðs Gígja svo áhrifarík og maðurinn sjálfur svo áhugaverður að hann ákvað að verkefnið yrði bókverk um Alfreð Gígja – og aðeins Alfreð Gígja. Lífið og listin á Mokka „Upphaflega sagði móðir kærustu minnar mér frá Alfreð Gígja, en hún hafði kennt honum í Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti. Það fylgdi sögunni að hann væri greindur með geðklofa og þunglyndi, hefði átt mjög erfiða ævi og að hann hefði verið efnilegur myndlistarmaður á sínum tíma en leiðst af vegi.“ Alferð Gígja tók vel í að hitta Viktor á Mokka, eftirlætiskaffihús- inu sínu, hlustaði áhugasamur á út- listanir hans á verkefninu og hafði ekkert á móti því að taka þátt. „Eitt það fyrsta sem hann sagði við mig var að hann væri svolítið svipaður Pálma úr Englum alheimsins; trommuleikari, myndlistarmaður og geðsjúklingur,“ rifjar Viktor upp. Þeir félagar hittust nokkrum sinnum á Mokka og fór alveg ljóm- andi vel á með þeim. Viktor tók sam- FÍT-verðlaunanna. „Mikill heiður,“ segir hann. Söluvara eða tjáningarform? Nám í grafískri hönnun hafði lengi blundað með Viktori þegar hann hóf nám í LHÍ, eða allt frá því hann var á listabraut í Borgarholts- skóla, þar sem myndlist og grafískri hönnun var að hans mati tvinnað skemmtilega saman. Hagnýtri list og almennri list eins og þessar tvær listgreinar eru oft skilgreindar. Í BA-ritgerð sinni skoðar Viktor ein- mitt þennan meinta mun, en yf- irskrift ritgerðarinnar er: Mörk hag- nýtra og almennra lista: hvar liggur línan og þarf hún að vera til staðar? „Í huga flestra gengur grafísk hönnun út á að selja vöru eða hug- mynd og er því ekki eins og mynd- listin álitin einlægt tjáningarform listamannsins. Að því leytinu er það kannski rétt, en mörkin eru samt óljós. Þessar listgreinar tengjast órjúfanlegum böndum og eru, frá mínum sjónarhóli séð, tvær hliðar á sama peningi. Þegar öllu er á botn- inn hvolft setja bæði listamenn og grafískir hönnuðir sál sína í verkin – og þau eru oftast til sölu,“ segir Vikt- or, sem er grafískur hönnuður hjá Döðlum hönnunarstofu. Bókin Alfreð Gígja telst til graf- ískrar hönnunar og er eftir graf- ískan hönnuð. Samt er hún óneit- anlega tjáningarform. Með fleiri prentuðum eintökum og réttri mark- aðssetningu gæti hún efalítið verið söluvara. Svona geta mörkin verið óljós. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 2016 Hoist Vinnulyftur • Víkurhvarf 4 • Sími 517 6000 • hoist@hoist.is • www.hoist.is Umboðsaðili Alimak Hek á Íslandi Turnlyftur Sala og þjónusta Sérhæfum okkur í sölu og þjónustu á lyftum af öllum stærðum og gerðum 517 6000 þó geta að tískurýnum ber saman um að fatnaðurinn hafi verið vandaður að allri gerð, líklega margra milljóna virði hver flík. En frægir tísku- hönnuðir ku hvort tveggja þrá og þrífast á að koma fólki á óvart svo kannski er Hedi Slim- ane vorkunn. Það er svo fátt nýtt undir sólinni þegar öllu er á botninn hvolft. ,,Mitt álit er að það sé tjáning í öllu sem telst sköpun, hvort sem það er málning á striga eða hönnun á bókakápu þá kemur það frá lista- manninum sjálfum. Hann á sína útfærslu á þeirri hugmynd sem staldraði við í huga hans. Hugmynd, útfærsla, framkvæmd, þetta er ferli sem á sér stað í hvaða skapandi grein sem er, ég tel flokk- unina ekki vera aðalatriði. Þetta gengur allt út á það að koma sinni hugmynd frá sér, hvort sem það er skoðun, ögrun, ást eða hatur. Hver sem til- gangur verksins er, þá er hann að miðla skilaboðum og upplifun til fólks.“ Pælingar um sköpun og tjáningu ÚR BA-RITGERÐ VIKTORS tölin upp og valdi síðan tólf áhuga- verðustu frásagnirnar til að vinna með. „Ég gerði mér grein fyrir að ábyrgð mín væri mikil, ég þyrfti að fara vel með þessar sögur og setja þær fram á heiðarlegan hátt. Hvorki gera lítið úr né ýkja minningar hans og upplifanir vegna sjúkdómsins. “ Magnaður náungi Viktor segir hafa hjálpað sér mikið hversu Alfreð Gígja var op- inskár, mælskur, mikill sögumaður og talaði fallegt mál. „Hann er ljóð- rænn að eðlisfari og mikill húm- oristi, sem á auðvelt með að slá á létta strengi þótt umræðuefnið sé grafalvarlegt. Eiginlega er hann al- veg magnaður náungi.“ Frásagnir Alfreðs Gígja urðu í meðförum Viktors að tólf örsögum sem spanna lauslega ævi söguhetj- unnar frá 5 ára aldri til nútímans. Eftir samtölin á Mokka og úrvinnslu þeirra fór Viktor að huga að mynd- ræna þættinum. „Ég prófað mig áfram, til dæmis með því að teikna á blað og nota liti, en komst loks að því að tölvuteiknaðar svart hvítar myndir hentuðu viðfangsefninu best og komu hughrifum mínum best til skila. Þótt myndirnar og sögurnar séu í rauninni mín túlkun á lífshlaupi og hugarheimi Alfreðs Gígja, var hann mjög ánægður þegar verkið var hálfnað og ég sýndi honum af- raksturinn,“ segir Viktor og bætir við að sama hafi verið uppi á ten- ingnum þegar verkinu var lokið. Sjálfur er hann að vonum himinlif- andi yfir að bókverkið er tilnefnt til Morgunblaðið/Styrmir Kári Hönnun Viktors Plötuumslag fyrir hljómsveitina Vio og bolur fyrir hljóm- sveitina Fufanu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.