Morgunblaðið - 09.03.2016, Side 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 2016
Sinfóníuhljómsveit Íslandsheldur úti metnaðarfullufræðslu- og kynningarstarfifyrir fólk á öllum aldri. Nú
síðast á föstudagskvöldið reisti
hljómsveitin sér nýjan bás, 60 mín-
útna staupastund (happy-hour) inn-
an menningarlífsins fyrir allan
fjöldann þarna úti á leið úr vinnu og
heim að eta, en kemst örsnöggt á
Sinfó á leið á djammið.
Hljómsveitin heldur úti öflugri
fræðsludeild sem í raun gengur út á
að kenna að „lesa listir“ líkt og
stendur í skólanámskrá. Árlega
starfar hljómsveitin með efnilegum
tónlistarmönnum af yngri kynslóð-
inni, innan Ungfóníu eða einleikara-
keppni í samstarfi við tónlistar-
skólana. Það væri freistandi að fella
þessa nýjustu afurð hljómsveitar-
innar, hina mánaðarlegu Föstudags-
röð í Norðurljósasal Hörpu, undir
fræðsluhattinn sem að lokum skilar
breiðari hópi tónlistarunnenda en
ella í lifandi leikna klassíska tónlist,
heima eða að heiman.
Áheyrendur máttu bera með sér
drykki inn í sal þar sem hljómsveitin
beið viðbúin og þrifaleg í svörtu.
Daníel Bjarnason, staðarlistamaður
Sinfóníunnar, stýrði flutningi og
valdi efnisskrána, sem gekk út á
andstæður á alla kanta; ólík hlutföll,
ólíkar tóntegundir samanber F-dúr
og f-moll, fullvaxna hljómsveit gegn
einleikshljóðfærunum píanói og
fiðlu, og, síðast en ekki síst, smá-
skornar mínimalískar laglínur Arvos
Pärts gegn stórbrotnum drama-
tískum, ef ekki hetjulegum, laglínum
Tsjajkovskíjs. Návígið þessa stuttu
kvöldstund var fróðlegt og tilfinn-
ingin lík því að fá hljómsveitina í
heimsókn heim í stofu.
Anna Guðný Guðmndsdóttir, fast-
ráðinn píanóleikari Sinfóníu-
hljómsveitarinnar, og Nikola Lolli,
annar aðalkonsertmeistara, léku tíu
mínútna langt tónverk Pärts frá
árinu 1978, um það leyti sem tón-
skáldið yfirgaf föðurlandið. Hljóð-
færin spegla hvort annað í fallandi
eða rísandi þríund grunntóns. Jafn-
vægið milli Guðnýjar og Nicola var
afleitt; flygill af annarri gerð en full-
vaxið konserthljóðfæri hefði hentað
betur, ellegar hefði topplokið farið
betur í lægstu stillingu í stað víðustu
ef mið var tekið af brothættum lag-
línum fiðlunnar sem Nicola Lolli lék
hljóðlátt af alúð.
Sinfónía Tsjajkovskíjs varð full-
þurr áheyrnar í lengdina undir þess-
um kringumstæðum; laglínur sem
tónleikarnir kenndu sig við nutu sín
síður, til að mynda í lokakaflanum
þar sem tónskáldinu liggur eitt og
annað á hjarta. Ef ekki er hægt að
„bleyta“ betur í hljómnum og lengja
ómtímann án þess að æra áheyr-
endur væri spurning hvort hljóm-
sveit á stærð við sinfóníettu hentaði
betur undir stundina. Eins væri
spennandi að snúa hljómsveitinni
sem svarar níutíu gráðum og raða
áheyrendum hálfhring um hana án
hefðbundinna hallandi bekkjaraða.
Nú er lag að nýta þennan vettvang,
Norðurljósasalinn, í frekari tilrauna-
mennsku hvað varðar efnisval, áferð
og hljóðfærahópastærðir, fyrir utan
að skrúfa upp bergmálið. Andstæður
verkanna tveggja gáfu jafnt fersk-
um sem vönum gestum fyrirtaks
innsýn og sýnishorn.
Það má hiklaust mæla með þess-
ari afslöppuðu tónleikaröð sem er
enn ein skrautfjöðrin í starfsemi
Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Stjórnandinn „Það má hiklaust mæla með þessari afslöppuðu tónleikaröð
sem er enn ein skrautfjöðrin í starfsemi Sinfóníuhljómsveitar Íslands.“
Staupastund með Sinfó
Norðurljós Hörpu
Föstudagsröðin í Norðurljósum
bbbmn
Spiegel im Spiegel í F-dúr eftir Arvo
Pärt (1978) og Sinfónía nr. 4 í f-moll eft-
ir Pjotr Tsjajkovskíj, op. 36 (1878). Ein-
leikarar: Anna Guðný Guðmundsdóttir,
píanó, Nikola Lolli, fiðla. Stjórnandi:
Daníel Bjarnason. Föstudagur 4. mars
2016 kl. 18.
INGVAR BATES
TÓNLIST
Árum saman hafa verið sagðar
óstaðfestar sögur af umfangsmiklu
safni hverskyns minjagripa; skrifa,
mynda, hljóðupptaka og annars
sem bandaríski tónlistarmaðurinn,
ljóðskáldið og myndlistarmaðurinn
Bob Dylan ætti að hafa safnað á
löngum ferli. Athygli hafði vakið
hversu lítið af textadrögum og öðru
viðlíka efni eftir Dylan hafði ratað
á markað gegnum árin og sögðu
tónlistarfræðingar hann hafa gætt
slíkra gagna vandlega. Nú er komið
á daginn að þeir höfðu rétt fyrir
sér.
New York Times hefur greint frá
því að nokkrar stofnanir í Okla-
homa hafi tekið höndum saman um
að kaupa þetta viðamikla safn
minninga, verka og minjagripa af
Dylan, fyrir upphæð á bilinu 15 til
20 milljónir dala, tvo til tvo og hálf-
an milljarð króna.
Eitt þekktasta textahandrit Dyl-
ans til þessa er lítil vasabók með
hluta textanna á plötunni Blood on
the Tracks frá árinu 1975. Talið
hefur verið að henni hafi á sínum
tíma verið stolið af listamanninum
en eftir að hafa skipt alloft um
hendur endaði hún í hinu virta
Morgan Library í New York þar
sem fræðimenn hafa haft aðgang
að henni. Nú kemur í ljós að þetta
er ein þriggja slíkra bóka með text-
unum á þessari plötu, hinar tvær
eru í safninu sem Dylan selur nú,
auk um 6.000 annarra textablaða
og minjagripa af ýmsu tagi.
Aðalkaupandi efnisins er fjöl-
skyldustofnun milljarðamæringsins
George Kaiser í Tulsa og mun hluti
þess vera varðveittur í háskólanum
í borginni, þar sem fræðimenn hafa
aðgang að því, en einnig verður
opnað safn þar sem annar hluti
þess verður til sýnis almenningi og
mun gefa algjörlega nýja sýn á
verk hins þekkta en dula lista-
manns.
Fullyrt er að það hafi átt þátt í
ákvörðun Dylans að selja safnið til
Tulsa að þaðan kom hans fyrsta og
helsta átrúnaðargoð, Woody Guthr-
ie, og að þar er safn helgað minn-
ingu hans. Dylan sendi frá sér yf-
irlýsingu þar sem hann segist
ánægður með að þessi gögn hans
hafi „eignast heimili“ og verði sýnd
með verkum Woodys Guthrie og
ekki síður með afar mikilvægu
safni gripa frá indíánaættbálkunum
sem byggðu Norður-Ameríku.
„Mér finnst það skynsamlegt, og
mikill heiður,“ segir hann.
Blaðamenn New York Times
sem hafa fengið að fara yfir safnið
segja það gefa heildstæða sýn á
vinnuaðferðir og sköpun Dylans.
Sem dæmi er nefnt að textum lítt
þekktra laga, eins og „Dignity“
sem átti að vera á Oh Mercy-
plötunni frá 1989 en var síðan
sleppt, breytti Dylan allt að fjöru-
tíu sinnum. Og textar klassískra
laga frá sjöunda áratugnum eru
sagðir birtast á pappírsbrotum öt-
uðum kaffiblettum, og sumir taka
síendurteknum breytingum á
bréfsefni frá hinum og þessum hót-
elum.
Í safninu eru líka hundruð segul-
banda með hljóð- og kvikmynda-
upptökum, sendibréf, fatnaður og
ljósmyndir – en blaðamennirnir
bæta við að þrátt fyrir gríðarlegt
umfang gagnanna haldi Bob Dylan
áfram að vera heillandi ráðgáta.
Dylan greindi frá því í vikunni að
hann sendi frá sér nýja plötu, Fall-
en Angels, 20. maí næstkomandi,
fjórum dögum fyrir 75 ára afmælið.
Safn Bobs Dylan á safn
Dylan hefur selt
um 6.000 gripi
AFP
Ráðgátan Allt frá upphafi ferilsins hefur Bob Dylan haldið utan um texta-
skrif sín og allrahanda minjagripi og hefur nú selt safnið til Oklahoma.
5511200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is
DAVID FARR
Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið)
Fös 11/3 kl. 19:30 56.sýn Mið 30/3 kl. 19:30 61.sýn Lau 9/4 kl. 19:30 65.sýn
Fim 17/3 kl. 19:30 Aukasýn Fim 31/3 kl. 19:30 62.sýn Fim 14/4 kl. 19:30 66.sýn
Lau 19/3 kl. 15:00 57.sýn Fös 1/4 kl. 19:30 63.sýn Fös 15/4 kl. 19:30 67.sýn
Lau 19/3 kl. 19:30 58.sýn Lau 9/4 kl. 15:00 64.sýn
Eldfjörug fjölskyldusýning, uppfull af leikhústöfrum í anda Vesturports!
Sporvagninn Girnd (Stóra sviðið)
Sun 20/3 kl. 19:30 Lokasýn
"Sýningin er sigur leikhópsins alls og leikstjórans..."
Hleyptu þeim rétta inn (Stóra sviðið)
Fim 10/3 kl. 19:30 Frums. Sun 13/3 kl. 19:30 6.sýn Lau 2/4 kl. 19:30 8.sýn
Lau 12/3 kl. 19:30 5.sýn Mið 16/3 kl. 19:30 7.sýn Fös 8/4 kl. 19:30 10.sýn
Hrífandi verk um einelti, einsemd og óvenjulega vináttu.
Um það bil (Kassinn)
Mið 9/3 kl. 19:30 18.sýn Sun 20/3 kl. 19:30 20.sýn Fim 7/4 kl. 19:30 22.sýn
Fös 18/3 kl. 19:30 19.sýn Sun 3/4 kl. 19:30 21.sýn
"...ein af bestu sýningum þessa leikárs."
Umhverfis jörðina á 80 dögum (Stóra sviðið)
Sun 13/3 kl. 13:00 8.sýn Sun 20/3 kl. 13:00 9.sýn
Æsispennandi fjölskyldusýning eftir Sigga Sigurjóns og Karl Ágúst!
Yfir til þín - Spaugstofan 2015 (Stóra sviðið)
Fös 18/3 kl. 20:00 23.sýn Mið 6/4 kl. 19:30 25.sýn
Sun 3/4 kl. 19:30 24.sýn Fim 7/4 kl. 19:30 26.sýn
Sprellfjörug gleðisýning fyrir alla fjölskylduna!
Mið-Ísland 2016 (Þjóðleikhúskjallari)
Fim 10/3 kl. 20:00 44.sýn Lau 12/3 kl. 22:30 48.sýn Lau 19/3 kl. 20:00 52.sýn
Fös 11/3 kl. 20:00 45.sýn Fim 17/3 kl. 20:00 49.sýn Lau 19/3 kl. 22:30 53.sýn
Fös 11/3 kl. 22:30 46.sýn Fös 18/3 kl. 20:00 50.sýn Fös 8/4 kl. 20:00 54.sýn
Lau 12/3 kl. 20:00 47.sýn Fös 18/3 kl. 22:30 51.sýn
Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland að ódauðleika!
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 9/3 kl. 19:30 6.sýn Mið 6/4 kl. 19:30 9.sýn Mið 27/4 kl. 19:30 12.sýn
Mið 16/3 kl. 19:30 7.sýn Mið 13/4 kl. 19:30 10.sýn
Mið 30/3 kl. 19:30 8.sýn Mið 20/4 kl. 19:30 11.sýn
Ný sýning í hverri viku - Ekkert ákveðið fyrirfram!
Kvika (Kassinn)
Fös 11/3 kl. 21:00 3.sýn Lau 12/3 kl. 21:00 4.sýn Þri 15/3 kl. 21:00 5.sýn
Dansverk eftir Katrínu Gunnarsdóttur
MAMMA MIA! (Stóra sviðið)
Mið 9/3 kl. 20:00 Fors. Lau 9/4 kl. 20:00 aukas. Þri 10/5 kl. 20:00
Fim 10/3 kl. 20:00 Fors. Sun 10/4 kl. 14:00 aukas. Mið 11/5 kl. 20:00
Fös 11/3 kl. 20:00 Frums. Mið 13/4 kl. 20:00 10.k Fim 12/5 kl. 20:00
Lau 12/3 kl. 20:00 2.k Fim 14/4 kl. 20:00 11.k Fös 13/5 kl. 20:00
Sun 13/3 kl. 15:00 aukas. Fös 15/4 kl. 20:00 aukas. Lau 14/5 kl. 14:00
Þri 15/3 kl. 20:00 aukas. Lau 16/4 kl. 20:00 12.k Mán 16/5 kl. 20:00
Mið 16/3 kl. 20:00 aukas. Mið 20/4 kl. 20:00 13.k Þri 17/5 kl. 20:00
Fim 17/3 kl. 20:00 3.k. Fim 21/4 kl. 20:00 14.k Mið 18/5 kl. 20:00
Fös 18/3 kl. 20:00 4.k. Fös 22/4 kl. 20:00 aukas. Fim 19/5 kl. 20:00
Lau 19/3 kl. 20:00 aukas. Lau 23/4 kl. 20:00 aukas. Fös 20/5 kl. 20:00
Sun 20/3 kl. 14:00 aukas. Sun 24/4 kl. 20:00 aukas. Lau 21/5 kl. 20:00
Þri 22/3 kl. 20:00 5.k Fim 28/4 kl. 20:00 aukas. Sun 22/5 kl. 20:00
Mið 30/3 kl. 20:00 6.k Fös 29/4 kl. 20:00 aukas. Þri 24/5 kl. 20:00
Fim 31/3 kl. 20:00 aukas. Lau 30/4 kl. 20:00 15.s Mið 25/5 kl. 20:00
Fös 1/4 kl. 20:00 aukas. Þri 3/5 kl. 20:00 Fim 26/5 kl. 20:00
Lau 2/4 kl. 20:00 7.k Mið 4/5 kl. 20:00 Fös 27/5 kl. 20:00
Sun 3/4 kl. 14:00 aukas. Fim 5/5 kl. 20:00 Lau 28/5 kl. 20:00
Mið 6/4 kl. 20:00 8.k Fös 6/5 kl. 20:00 aukas. Sun 29/5 kl. 20:00
Fim 7/4 kl. 20:00 aukas. Lau 7/5 kl. 20:00 aukas. Þri 31/5 kl. 20:00
Fös 8/4 kl. 20:00 9.k Sun 8/5 kl. 20:00
Lifandi tónlist og leikhúsmatseðill frá kl 18
Njála (Stóra sviðið)
Sun 20/3 kl. 20:00 28.sýn Sun 10/4 kl. 20:00 30..sýn
Sun 3/4 kl. 20:00 29.sýn Sun 17/4 kl. 20:00
Njáluhátíð hefst í forsalnum klukkan 18 fyrir hverja sýningu
Flóð (Litla sviðið)
Sun 13/3 kl. 20:00 Mið 16/3 kl. 20:00
Styrktarsýning
Allra síðustu sýningar
Vegbúar (Litla sviðið)
Fös 18/3 kl. 20:00 34.sýn Fös 8/4 kl. 20:00 36.sýn
Lau 2/4 kl. 20:00 35.sýn Lau 16/4 kl. 20:00 37.sýn
Nýtt verk þar sem KK sýnir á sér óvænta hlið
Kenneth Máni (Litla sviðið)
Lau 12/3 kl. 20:00 104.sýn Lau 19/3 kl. 20:00 105.sýn
Kenneth Máni stelur senunni
Illska (Litla sviðið)
Fim 10/3 kl. 20:00 Sun 20/3 kl. 20:00 Fim 14/4 kl. 20:00
Fim 17/3 kl. 20:00 Lau 9/4 kl. 20:00 Mið 20/4 kl. 20:00
Samstarfsverkefni Óskabarna ógæfunnar og Borgarleikhússins
Made in Children (Litla sviðið)
Fös 1/4 kl. 20:00 frums. Fim 7/4 kl. 20:00 3.sýn Fös 15/4 kl. 20:00 5.sýn
Sun 3/4 kl. 20:00 2.sýn Sun 10/4 kl. 20:00 4.sýn
Hvernig gera börnin heiminn betri?
Njála – „Unaðslegt leikhús“ – ★★★★ , S.J. Fbl.