Morgunblaðið - 09.03.2016, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 2016
Bankastræti 12 | 101 Reykjavík | Sími 551 4007skartgripirogur.is
6.900
5.900
6.500
7.900
Íslenskir
skartgripir
!
!!"
#!
$#"!
$!
%
"$
%
"!
&'()* (+(
,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5
"
!#
!
"$
$#%$
$
$
%
"
!
! !
%
$##
$
$
%!
"$%
##"$
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Sjálfkjörið er í stjórn Símans og liggur
fyrir að tveir af fimm stjórnarmönnum
verða nýir í stjórninni. Þeir sem koma inn
á næsta aðalfundi eru Bertrand Kan fjár-
festir og Birgir Sveinn Bjarnason, fram-
kvæmdastjóri Íslensku umboðssölunnar.
Þrír stjórnarmenn úr fyrri stjórn munu
sitja áfram, þau Heiðrún Emilía Jóns-
dóttir lögmaður, Sigríður Hrólfsdóttir
ráðgjafi og Stefán Árni Auðólfsson lög-
maður. Út stjórninni fara þeir Ingimund-
ur Sigurpálsson og Helgi Magnússon.
Aðalfundur Símans verður haldinn á
morgun, fimmtudaginn 10. mars.
Tveir nýir stjórnarmenn
taka sæti í stjórn Símans
● Atvinnuhúsnæði á höfuðborgar-
svæðinu hefur hækkað um 26% síð-
ustu tvö ár á meðan íbúðarhúsnæði
hefur hækkað um 15%, að því er fram
kemur í Hagsjá Landsbankans. Raun-
verð atvinnuhúsnæðis er þó svipað nú
og var á árinu 2005 og raunverð íbúð-
arhúsnæðis er einnig álíka og var í upp-
hafi ársins 2005. Raunverð atvinnu-
húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu féll
hins vegar mun meira en raunverð
íbúðarhúsnæðis. Verð atvinnuhúsnæðis
hríðféll árið 2008 og hélt áfram að
lækka allt fram til ársins 2012 þegar
það náði lágmarki.
Verð á atvinnuhúsnæði
réttir úr kútnum
STUTTAR FRÉTTIR ...
sem skipar sérstakan sess í huga
landsmanna. Stór hluti af veltu fé-
lagsins er frá vörumerkjum í eigu
félagsins sjálfs, sem gefur því sér-
stöðu.“
Stærsti eigandinn á leiðinni út
Stærsti hluthafi Ölgerðarinnar,
með 45% hlut, er Eignarhalds-
félagið Þorgerður. Það er í meiri-
hlutaeigu framtakssjóðsins Auðar
I, sem er í rekstri Virðingar. Sjóð-
urinn var upphaflega 3,2 milljarðar
að stærð og yfir 20 fjárfestar lögðu
sjóðnum til fjármagn þegar hann
var stofnaður í febrúar 2008. Sjóð-
urinn á nú hlut í fimm fyrirtækjum
ásamt Ölgerðinni. Þau eru 365,
Azazo.is, Íslenska gámafélagið, Já
og Yggdrasill.
Ölgerðin boðin fjár-
festum til kaups
Morgunblaðið/Júlíus
Söluferli Nú stefnir allt í að Ölgerðin sé ekki á leið í Kauphöllina í bráð.
Eigendur Ölgerðarinnar
» Stærsti eigandi Ölgerð-
arinnar er eignarhaldsfélagið
Þorgerður sem á 45% hlut.
» Þorgerður er að meirihluta í
eigu fjárfestingarsjóðsins Auð-
ar I.
» OA eignarhaldsfélag á 38%
en það félag er í eigu Októs
Einarssonar og Andra Þórs
Guðmundssonar.
» F-13 á 17% hlut en það félag
er í eigu framkvæmdastjóra
fyrirtækisins.
Áform um að skrá félagið í Kauphöllina sett til hliðar í bili
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Formlegt söluferli á Ölgerðinni
Agli Skallagrímssyni hófst síðast-
liðinn föstudag. Stefnt er að því að
selja fyrirtækið beinni sölu og
beinist ferlið bæði að innlendum og
erlendum aðilum.
Í nóvember síðastliðnum var
greint frá því að núverandi eig-
endur félagsins hefðu ákveðið að
stefna á skráningu þess á aðal-
markað Kauphallar Íslands. Sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins
er ekki útilokað að sú leið veðri
farin síðar. Hins vegar mun hafa
komið í ljós mikill áhugi á kaupum
á félaginu þegar tilkynnt var um
skráningaráformin. Því hafi stjórn-
endur og eigendur þess ákveðið að
fylgja þeim áhuga eftir og ráðast í
lokað söluferli í fyrstu atrennu.
Andri Þór Guðmundsson, for-
stjóri Ölgerðarinnar og einn
stærsti eigandi fyrirtækisins, segir
að aðdragandinn að söluferlinu
hafi í raun verið langur.
„Þetta er ferli sem hefur haft
langan aðdraganda enda legið ljóst
fyrir frá árinu 2010 þegar Eignar-
haldsfélagið Þorgerður kom að
fjárhagslegri endurskipulagningu
fyrirtækisins að það vildi losa hlut
sinn á árunum 2015-2017. Við höf-
um því haft nægan tíma til að und-
irbúa þetta ferli og starfsfólk okk-
ar, birgjar og viðskiptavinir hafa
verið vel upplýstir,“ segir Andri
Þór.
Hann segist fagna þeim áhuga
sem fjárfestar hafi sýnt félaginu.
„Það hefur alltaf verið mikill
áhugi á Ölgerðinni, enda er það
102 ára gamalt, vel rekið fyrirtæki
Bandaríkjamaðurinn Ben Baldanza
hefur tekið sæti í stjórn Wow air en
hann er fyrrverandi forstjóri lág-
gjaldaflugfélagsins Spirit Airlines.
Hann var forstjóri þess á árunum
2005 til 2016. Á tíma hans sem for-
stjóri tók hann þátt í því að byggja
félagið upp sem eitt umfangsmesta
lággjaldaflugfélag Bandaríkjanna.
Hann leiddi félagið í gegnum mikið
vaxtarskeið þar sem flugvélafloti
þess óx úr því að hafa á að skipa 20
vélum og upp í 80 vélar. Félagið var
einnig skráð á Nasdaq-hluta-
bréfamarkaðinn undir hans stjórn.
Baldanza á að baki langan feril í
flugrekstri en hann hóf feril sinn hjá
American Airlines. Áður en hann
kom til starfa hjá Spirit Airlines
starfaði hann meðal annars hjá
Northwest, Continental, Taca og US
Airways.
Skúli Mogensen, stofnandi og for-
stjóri Wow air, segir mikinn feng í
aðkomu Baldanza að félaginu.
„Árangur hans hjá Spirit Airlines
hefur veitt honum gífurlega mikla
virðingu innan flugbransans. Þekk-
ing hans og innsýn verður ómetanleg
meðan við höldum áfram að stækka
beggja vegna Atlantshafsins. Ben
skilur þarfir stækkandi lággjalda-
flugfélags og hann er ástríðufullur,
eins og við erum, um að gera öllum
kleift að ferðast um heiminn,“ segir
Skúli.
Í stjórn Wow eiga nú sæti, ásamt
Skúla og Ben Baldanza, þau Liv
Bergþórsdóttir, stjórnarformaður,
Davíð Másson og Helga Hlín Há-
konardóttir.
Morgunblaðið/Golli
Stjórnarkjör Ben Baldanza kemur
nú nýr inn í stjórn flugfélagsins.
Bandaríkjamaður
í stjórn Wow air
Fyrrverandi for-
stjóri lággjaldafélags-
ins Spirit Airlines
Fleiri stórir fjárfestar í trygginga-
félaginu VÍS leggjast gegn arð-
greiðslutillögu þeirri sem stjórn fé-
lagsins hefur lagt fyrir aðalfund
félagsins til samþykktar. Þetta hef-
ur komið fram í samtölum Morgun-
blaðsins við nokkra fjárfesta sem
fylla lista yfir 20 stærstu hluthafa fé-
lagsins. Í heildina halda hluthafarnir
20 á um 70% alls hlutafjár í félaginu.
Lífeyrissjóðir eru með ríflega helm-
inginn eða 36%. Þá eru ótaldir minni
lífeyrissjóðir sem einnig eiga hlut í
fyrirtækinu en teljast ekki til
stærstu hluthafa.
Stjórn VÍS sendi frá sér tilkynn-
ingu seint í gær þar sem bent er á að
hluthafafundur sé réttur vettvangur
til að ræða málefni félagsins. Hann
fari með æðsta vald í málefnum VÍS
í samræmi við lög og samþykktir fé-
lagsins og þar fari hluthafar með
ákvörðunarvald sitt. Hluthafafundi
sé óheimilt að gera tillögu um
greiðslu hærri arðs en stjórn leggur
til, en hafi heimild til þess að
ákvarða lægri arðgreiðslu.
Morgunblaðið gerði í gær marg-
ítrekaðar tilraunir til að ná í Herdísi
Dröfn Fjeldsted, stjórnarformann
VÍS, sem og Sigrúnu Rögnu Ólafs-
dóttur, forstjóra, en án árangurs.
Morgunblaðið/Kristinn
VÍS Tillagan fer fyrir hluthafafund.
Aðalfundur
taki afstöðu
til arðgreiðslu
Lífeyrissjóðir ekki
einir gegn arðstillögu