Morgunblaðið - 09.03.2016, Síða 19

Morgunblaðið - 09.03.2016, Síða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 2016 Laugavegur Ferðamenn og aðrir menn hafa nóg að gera í miðbænum og spara sér sporin með símanum. Styrmir Kári Ég velti því stundum fyrir mér hvernig líf okkar Íslendinga væri ef hugmyndafræði vinstrimanna hefði haft betur í samkeppninni við borgaraleg viðhorf. Alltaf kemst ég að sömu niðurstöðu: Til- veran væri fremur grá- mygluleg, litbrigði mannlífsins fábreytt- ari, möguleikarnir takmarkaðri, lífs- kjörin lakari og framtíðin ekki skárri. Eðli máls samkvæmt taka ekki all- ir undir með mér og allra síst hörð- ustu vinstrimennirnir – hinir sann- trúðu sósíalistar og félagshyggju- menn. Þá er ekki annað en að benda þeim á söguna – rifja upp hvernig þeir lögðu hvern steininn á fætur öðrum í götu frelsisins. Hug- myndafræði vinstrimanna hefði seint leyft þjóðinni að brjótast út úr mestu höftunum líkt og gert var á viðreisnarárum Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks. Kannski væri Raftækjaverslun ríkisins enn starfandi líkt og inn- flutningsskrifstofan sem deildi út innflutningsleyfum. Þeim fækkar Ís- lendingunum sem muna eftir þjóð- félagi hafta þar sem allt var háð leyf- um. Við erum fleiri sem lítum á það sem sjálfsagðan og eðlilega hlut að geta keypt sjónvörp og ísskápa án afskipta opinberra embættismanna. Að ekki sé talað um epli, appelsínur og erlent sælgæti, bíla, mótorhjól, tölvur, snjallsíma og fatnað. Verslunarfrelsið fékkst ekki án átaka og oft harðra átaka. Harðir baráttumenn frelsis höfðu betur og hug- myndafræði ríkisaf- skipta og vinstrimanna varð undir. Hið sama á við um frelsi í fjölmiðlum. Múrar forræðis- hyggjunnar Ríkisútvarpið sæti líklegast eitt að kötlum ljósvakamiðlunar, enda byrjað að sjón- varpa á fimmtudögum og ekki slökkt á útsendingum í júlí ár hvert. Stöð 2 hefði aldrei orðið til og áhugamenn um enska boltann ættu ekki annan kost en að horfa á vikugamla leiki á laugardags- síðdegi, nema þeir fyndu netsíður með höktandi streymi af leikjum dagsins. Skjár einn, ÍNNTV, N4 og Hringbraut? Ekki til. Bylgjan, FM957, Útvarp Saga, Lindin og fjöldi annarra útvarpsstöðva væru ekki í loftinu. Ætli íslensk kvik- mynda- og dagskrárgerð væri ekki fátækari, að ekki sé talað um tón- listarlíf, án frelsis á öldum ljósvak- ans. Afnám einokunar ríkisins á ljós- vakamiðlun kom ekki af sjálfu sér og það þurfti margar tilraunir. Það var ekki fyrr en í júní 1985 sem loksins tókst að ná meirihluta á Alþingi fyrir frelsinu sem öllum finnst í dag eðli- legt og lífsnauðsynlegt. Aðeins einn stjórnmálaflokkur stóð einhuga að því að veita frelsinu brautargengi; Sjálfstæðisflokkurinn. Enginn þing- maður þeirra flokka, sem samein- uðust í nafni Samfylkingarinnar (og klofnuðu einnig undir fána Vinstri- grænna), lagðist á frelsisárarnar. Fjórir þessara þingmanna sátu hjá en hinir voru á móti. Aðeins fjórir þingmenn Framsóknarflokksins studdu frumvarpið, þrír voru á móti en sjö sátu hjá. Múrar forræðishyggjunnar brotnuðu heldur ekki af sjálfu sér þegar loksins var leyft að selja áfengan bjór hér á landi. Ekki frek- ar en þegar einokun ríkisins á fjar- skiptamarkaði var brotin á bak aft- ur. Ríkishyggja vinstrimanna hefði aldrei talið nauðsynlegt að innleiða samkeppni á fjarskiptamarkaði og það hefði verið fráleitt að selja rík- isfyrirtæki. Við værum enn með gamla góða Landsímann. Nova hefði aldrei fæðst, ekki frekar en Vodafone eða önnur fyrirtæki sem keppast við að bjóða okkur þjónustu sína. Margrét Pála Ólafsdóttir hefði aldrei látið sig dreyma um að koma á fót grunn- og leikskóla undir merkj- um Hjallastefnunnar ef félags- hyggja vinstrielítunnar hefði haft sigur. Háskólinn í Reykjavík væri ekki til og ólíklegt er að Versl- unarskólinn hefði fengið að blómstra. Tækniskólinn væri hvorki fugl né fiskur. Möguleikar ungs fólks til menntunar væru takmarkaðri. Dæmin eru fjölmörg – lítil og stór. Mannkyn leitt til glötunar! Undir stjórn vinstrimanna hefði efnahagslífið mótast af þeirri sann- færingu að að kapítalismi, „sem ger- ir ráð fyrir endalausum hagvexti“, leiði mannkynið til glötunar, eins og fyrrverandi ráðherra Vinstri- grænna hefur haldið fram. Þess vegna hefði böndum verið komið á frjáls viðskipti og hinn „endalausi hagvöxtur“ þannig takmarkaður. Hefði það skipt einhverju máli? Heldur betur, ef bæta á lífskjör al- mennings eða að minnsta kosti tryggja að verðmætasköpun efna- hagslífsins aukist ekki hægar en fjölgun íbúanna. Bætt lífskjör verða ekki sótt annað en í aukna verð- mætasköpun – hagvöxt. Í þessu sambandi er vert að hafa einfalda staðreynd í huga: Það tekur 70 ár að tvöfalda lands- framleiðsluna ef hagvöxtur er að meðaltali 1% á ári. Takist hins vegar að tryggja 3% vöxt efnahagslífsins tekur tæp 25 ár að tvöfalda verð- mætin og aðeins 18 ár ef hagvöxtur er að meðaltali 4%. Lífskjör almenn- ings batna í takt við verðmætin. Efnahagur og skattar Íslenskir vinstrimenn hafa alla tíð átt erfitt með að skilja varnaðarorð sem John F. Kennedy, forseti Bandaríkjanna, setti fram á fundi fé- lags hagfræðinga í New York 1962: „Efnahagskerfi sem er þrúgað af háum sköttum mun aldrei skila nægilegum tekjum til að jafnvægi náist í ríkisfjármálum, alveg eins og það mun aldrei búa til nægilegan hagvöxt eða nægilega mörg störf.“ Í nafni „félagslegs réttlætis“ eru vinstrimenn sannfærðir um ágæti þess að skattar séu háir og skatt- kerfið flókið. Skattar á fyrirtæki eiga að vera háir og einfalt tekju- skattskerfi einstaklinga er af hinu illa. Margflókið og margþrepa skatt- kerfi, þar sem refsing ríkisins er því þyngri eftir því sem tekjur viðkom- andi eru meiri, er draumurinn. Á síð- asta kjörtímabili leyfðu margir vinstrimenn sér dreyma um ofur- skatta á einstaklinga. Þeir voru óhræddir við að boða allt að 80% skatt á tekjur. Trúir hugsjónum sínum eru fé- lagshyggjumenn áhyggjulausir þótt hvati einstaklings til að afla meiri tekna, að skapa eitthvað nýtt, verði drepinn örugglega. „Félagslegt rétt- læti“ byggist fremur á því að jafna tekjur niður á við en að skapa þeim sem lægri hafa launin tækifæri til að afla sér aukinna tekna og bæta lífs- kjörin. Ég þakka fyrir Í umróti stjórnmálanna – sumir segja upplausn – hefur krafan um samræðustjórnmál orðið háværari. Því er haldið fram að stjórnmála- menn eigi að leggja hugsjónir sínar til hliðar en setjast niður, ræða sam- an og komast að sameiginlegri nið- urstöðu. Samkeppni hugmynda er sögð af hinu illa. „Við skulum eiga samtal“ er kjörorð þeirra sem vita ekki hvað þeir vilja, fyrir hvað þeir standa eða forðast hugmynda- fræðilega baráttu. Ég þakka fyrir það á hverjum degi að á árum áður hafi harðir baráttu- menn frelsis aldrei tekið þátt í sam- ræðustjórnmálum nútímans. Þá hefði þeim seint tekist að búa til eitt mesta velferðarsamfélag heimsins með öllum sínum litbrigðum og fjöl- breytileika. Eftir Óla Björn Kárason »Ég þakka fyrir það á hverjum degi að á árum áður hafi harðir baráttumenn frelsis aldrei tekið þátt í samræðustjórnmálum nútímans. Óli Björn Kárason Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hvernig væri lífið þá? Öflugur iðnaður skapar gott líf fyrir einstaklinga, fyrir fyrirtæki og fyrir samfélagið allt. Tæpur helmingur af útflutnings- verðmætum vöru og þjón- ustu frá Íslandi á rætur í hinum fjölmörgu greinum iðnaðarins. Atvinnugrein- in veitir tugþúsundum landsmanna vinnu og er mikil uppspretta verð- mætasköpunar. Á Iðn- þingi sem haldið er á morgun, fimmtu- daginn 10. mars, leitum við svara við því hvernig atvinnulífið getur brugðist við þeim vandasömu áskorunum sem iðnaðurinn stendur frammi fyrir og bregðum upp myndum af því við hverju má búast í framtíðinni. Með því að nýta tækifærin sem felast í þessum áskor- unum og vinna að mikilvægustu verk- efnunum náum við árangri sem skilar sér í enn meiri verðmætasköpun. Um þessar mundir erum við stödd í einni mestu tæknibyltingu sögunnar. Efnahagslífið á Íslandi hefur lengst af verið drifið áfram af nýtingu nátt- úruauðlinda en örar tæknibreytingar og framfarir sem þeim fylgja munu skipta mestu í náinni framtíð. Við erum tiltölulega ung þjóð en erum að eldast hratt. Það stefnir því í að það verði hlutfallslega færri vinnandi hendur sem standa undir verðmætasköpuninni þeg- ar fram í sækir. Þessi þróun er sérstök áskorun fyrir iðnaðinn þar sem ásókn í verk- og tækninám er óviðunandi, jafn- vel þó fjöldi tækifæra bíði fólks með slíka hæfni. Það er ekki hægt að horfa framhjá því að öldruðum mun fjölga hratt hér á landi á næstu áratugum og á okkur hvílir sú skylda að sinna þeim vel en við verðum einnig að vera sveigjanleg og bjóða þeim sem vilja og geta að vinna lengur. Öldrun þjóðarinnar kallar á nýjar lausnir og nýja nálg- un. Þar verður atvinnulífið að sýna forystu þegar finna þarf hagkvæmustu úrræðin. Iðnaðurinn er einnig í lykilhlutverki þeg- ar kemur að því að sýna ábyrga hegðun í umhverf- ismálum sem er ofarlega í huga flestra enda getur skipt sköpum að draga úr sóun og bæta orkunýtingu. Öll viljum við velmegun, aukna framleiðni og bætt lífskjör en það er allt ná- tengt því hvernig iðnaðurinn þróast á næstunni. Samfélög sem ná að hagnýta sér tækni og skapa nýja munu skara fram úr. Ísland á í harðri samkeppni þegar kemur að því að laða til sín og halda í starfsemi sem krefst mikils mannauðs. Þótt skilyrði fyrirtækja til rannsóknar og þróunar hafi batnað umtalsvert á liðnum árum vantar mikið upp á að við stöndum keppinautum okkar jafnfætis í þeim efnum. Betur má ef duga skal. Á Iðnþinginu ætlum við að skoða þá meginstrauma sem einkenna sam- félagið og fáum til liðs við okkur fjölda sérfræðinga, ráðherra og forystufólk úr atvinnulífinu til að rýna í það helsta. Það má búast við áhugaverðum og kraftmiklum umræðum þar sem varpað verður fram nýjum hugmyndum og lausnum sem gætu skapað enn meiri verðmæti fyrir land og þjóð. Öflugur iðnaður skapar gott líf Eftir Almar Guðmundsson Almar Guðmundsson » Öll viljum við velmeg- un, aukna framleiðni og bætt lífskjör en það er allt nátengt því hvernig iðnaðurinn þróast á næst- unni. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.