Morgunblaðið - 09.03.2016, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 2016
Verið velkomin
20% afsláttur
af Guerlain vörum
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170
Guerlain sérfræðingur verður í
Snyrtivöruversluninni Glæsibæ
dagana 9.-12. mars og veitir
faglega ráðgjöf.
Glæsilegir kaupaukar.
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is
Ný
sending frá
Vertu upplýstur!
blattafram.is
ÞÚ ERT LÍKLEGRI
TIL AÐ GRÍPA INNÍ
EF ÞÚ HEFUR ÞEKKINGU
Á ÓÆSKILEGRI HEGÐUN
Læknastofa
Höfum flutt læknastofu okkar í IVF klínikina
Glæsibæ Álfheimum 74, s. 430 4000,
reykjavik@ivfklinikin.is
Guðmundur Arason læknir
Þórður Óskarsson læknir
sérfræðingar í kvensjúkdómum og frjósemislækningum
Laugavegi 63 • S: 551 4422
Skoðið laxdal.is
BUXUR - BUXUR
fyrir allar konur
w
Niðurmjóar - Beinar
Mörg snið - Margir litir
GERRY WEBER - GARDEUR
Gallabuxur
Romy-Irena
20% afsláttur
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Við erum á facebook
Buxurnar
komnar
kr. 4.990
Str. 2-9 (38-52/54) – 5 litir
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Bæjarstjórn Seltjarnarnes hefur í
hyggju að reisa svokallað létt
grindverk, staura með reipi á milli,
meðfram varplandi í Gróttu í þeim
tilgangi að takmarka það tjón sem
verður þegar fólk fer í leyfisleysi
út í eyjuna á varptíma.
„Það hefur komið í ljós að fólk
virðir ekki umgengnisreglur um
lokanir út í Gróttu á vorin á varp-
tíma fugla en það er stranglega
bannað að fara út í eyjuna frá 1.
maí til 15. júlí á ári hverju,“ segir
Ásgerður Halldórsdóttir, bæj-
arstjóri á Seltjarnarnesi.
Þarf leyfi Umhverfisstofnunar
Stórar sem smáar framkvæmdir
eru háðar leyfi Umhverfisstofn-
unar þar sem eyjan er friðlýst og
segir Ásgerður að beðið sé svara
frá stofnuninni.
„Við höfum ekki tekið neina
ákvörðun enn um það hvort sett
verði upp einhvers konar grind-
verk og erum sem stendur að bíða
eftir svari frá Umhverfisstofnun.
Þessi hugmynd sem núna hefur
verið rædd er ein af hugmyndum
umhverfisnefndar bæjarins en ætl-
unin er að marka það svæði sem
leyfilegt væri að ganga á milli
bygginga og þannig vernda þau
hreiður sem eru á varpsvæðum allt
um kring.“
Nú er stórt skilti við Gróttu með
upplýsingum um lokunartíma eyj-
unnar og keðja sem lokar fyrir um-
ferð. Það dugir hins vegar ekki til
og vonar Ásgerður að frekari tak-
markanir verði til að fólk láti af því
að fara út í eyju eða inn á varps-
væði á lokunartíma.
Grindverk til að verja
varpland í Gróttu á vorin
Íbúar og ferðamenn virða ekki umgengnisreglur í Gróttu
á lokunartíma Stórt skilti og keðja virðast ekki duga til
Morgunblaðið/ÞÖK
Fuglar Mikið fuglalíf er í Gróttu.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Mótið að þessu sinni er mjög sterkt
og menn reikna jafnvel með að hér
dragi til tíðinda, Hingað eru mættir
nokkrir af þeim skákmönnum heims-
ins sem mestar vonir eru bundnar
við. Þetta verður því mjög spenn-
andi,“ segir Gunnar Björnsson, for-
seti Skáksambands Íslands.
Um 250 manns taka þátt í Reykja-
víkurskákmótinu sem hófst í gær.
Breiddin í hópi keppenda er mikil –
bæði í aldri og styrkleika. Meðal
annars koma ungir efnilegir skák-
menn frá útlöndum, svo sem Awon-
der Liang frá Bandaríkjunum. Hann
er aðeins 12 ára, en hefur unnið
margra frækna sigra síðustu miss-
erin og er sem stendur yngsti alþjóð-
legi meistari heims. Að öðru leyti
segir Gunnar Björnsson að athyglin
á mótinu muni talsvert beinast að
Shakhriyar Mamedyarov frá Aser-
baídsjan. Sá er með 2.747 skákstig,
flest keppenda á mótinu.
„Reykjavíkurskákmótið er orðið
þekkt í hinum alþjóðlega skákheimi.
Meðal erlendra skákmanna er eftir-
sótt að koma hingað, jafnvel umfram
það sem við ráðum við,“ segir Gunn-
ar Björnsson sem telur að mikils
megi vænta af íslenskum keppend-
um á mótinu. Hann nefnir þar stór-
meistarana Hjörvar Stein Grétars-
son, Henrik Danielsen, Stefán
Kristjánsson og Hannes Hlífar Stef-
ánsson sem hefur unnið mótið alls
fimm sinnum.
Margir sterkir eru mættir
Reykjavíkurskákmótið var sett í gær Alls eru 250 þátt-
takendur mættir til leiks Búast má við að til tíðinda dragi
Skák Borgarstjóri átti fyrsta leik-
inn á Reykjavíkurskákmótinu.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Thelma Björk Hlynsdóttir, sem
starfar á veitingastaðnum Olo í
Helsinki í Finnlandi, vann í gær silf-
urverðlaunin í keppninni Þjónn
Norðurlanda sem fram fór í Hern-
ing í Danmörku. Fulltrúi Finna
hreppti gull í þjónakeppninni.
Denis Grbic sem starfar á Grill-
inu á Hótel Sögu og Iðunn Sigurð-
ardóttir í Matarkjallaranum kepptu
í matreiðsluhluta keppninnar, Nor-
dic Chef, en komust ekki á verð-
launapall. Fulltrúi Svíþjóðar sigr-
aði þar. „Þjónakeppnin, þar sem
Thelma varð í öðru sæti, er ögr-
andi. Þar reynir á að keppendur
séu með sígild atriði framreiðslu á
hreinu og kunni vínfræði. Kokka-
keppnin er öðruvísi enda hefðin
eldri,“ segir Hafliði Halldórsson,
framkvæmdastjóri kokkalandsliðs-
ins. sbs@mbl.is
Thelma valin silfurþjónn Norðurlanda
Þjónn Thelma Björk náði góðum árangri.
Björgunarsveitir á Suðurlandi voru
kallaðar út um miðjan dag í gær til
að leita erlends ferðalangs sem
hugðist ganga Fimmvörðuháls, en
hringdi eftir aðstoð þegar hann
villtist. Maðurinn fannst síðan heill
á húfi snemma kvölds í gili skammt
frá Fimmvörðuskála og var þá bú-
inn að tjalda og koma sér fyrir í
svefnpoka.
Fannst heill á húfi
ofan í svefnpoka