Morgunblaðið - 09.03.2016, Síða 25

Morgunblaðið - 09.03.2016, Síða 25
voru batteríin hlaðin fyrir næsta dag. Ég kveð félaga minn með sökn- uði, hann fór allt of snemma. Við Helga sendum Stebbu og fjöl- skyldu innilegustu samúðarkveðj- ur, megi góðar minningar um hann vera ykkur huggun á þess- um erfiðu stundum. Björn Ólafsson. Sunnudaginn 28. febrúar barst sú harmafregn að einn besti vinur minn, Jón, hefði fallið frá eftir erf- ið veikindi. Árið 1979 fluttum við í Engja- sel 56. Engjaselið var merkilegt og gott samfélag fjölskyldna og karaktera sem voru að byggja í Breiðholtinu, að ala upp börnin sín og koma sér fyrir í lífinu. Við mótuðum hvert annað að vissu marki með ýmsum uppátækjum, að passa, leika okkur og skemmta okkur, þetta voru góðir tímar. Í Engjaselinu hjálpaðist fólk að og börnin gátu leitað til nágrannana þegar svo bar við. Fljótt tókst vinskapur með okkur og íbúunum í Engjaselinu og var vinskapur okkar Jóns og Stefaníu strax náinn og hefur ver- ið svo alla tíð. Svo ég tali nú bara um sam- band okkar Jóns, þá spjölluðum við mikið um alla heima, geima og það sem á okkur lá hverju sinni. Við spiluðum borðtennis af snilld, hann kenndi mér sænskan snún- ing og baneitraðar uppgjafir sem ég varð betri í en hann. Aldrei gat ég unnið hann í skák, ég var ánægður með að ná jafntefli. Árið 1983 tókum við nokkrir karlar í Engjaselinu upp á því að tippa á enska boltann á hverjum fimmtudegi, tippfundir, þessi sið- ur er enn við lýði en nú verður Jóns sárt saknað. Merkilegur hópur góðra og kærra vina sem hefur haldið saman með litlum breytingum í 33 ár. Þessi hópur gengur undir nafninu Tippmillj- ónafélagið. Minnsti tíminn hefur farið í að tippa, heldur höfum við félagarnir rætt hin ýmsu mál. Fyrst og fremst höfum við bakkað hver annan upp, hugað að fjöl- skyldunni en síðan tekist á um fót- bolta, pólitík, hagsmuni, stefnur – sérfræðingar í siðfræði – og síðan almenn þrætumál. Í lok hvers tippfundar varð manni stundum að orði: „Lífið er leikur en fótbolti er alvara“ – en um það má sjálf- sagt deila. Við Jón unnum mikið saman fyrir Knattspyrnufélagið Val. Strákarnir okkar höfðu snemma áhuga á fótbolta og svo fórum við að mæta á æfingar hjá Val. Jón var áhugamaður um fótbolta og hafði eitthvað í löppunum og koll- inum hvað það varðar. Hann upp- götvaði Messi langt á undan öðr- um. Ekki leið á löngu áður en þetta varð okkar áhugamál. Ásamt öðrum stofnuðum við ung- lingaráð Vals og störfuðum við það í mörg ár. Er þar margs að minnast, Jón var þjálfari í Ís- landsmóti og varð m.a. Íslands- meistari eitt árið. Viðfangsefnin voru margbreytileg, s.s. keppnis- ferðir m.a. á Tommamót, ráðning- ar þjálfara, fjáraflanir, bókaút- gáfa, fréttabréf unglingaráðs borið út í hvert hús í Hlíðunum og víðar og svo margt, margt fleira þar sem mannkostir Jóns lituðu starfið. Margs er að minnast þegar litið er til baka sem ekki er hægt að koma hér fyrir en minningin um góðan dreng mun lifa og þakka ég þér fyrir það sem þú gafst mér og okkur hinum. Jón minn, ég kveð þig með tár- um og miklum, miklum söknuði og mun aldrei gleyma þér sem einum af mínum allra bestu vin- um. Stefanía, Sveinbjörg, Stefán, Rannveig og fjölskyldur. Innileg- ar samúðarkveðjur. Theódór S. Halldórsson.  Fleiri minningargreinar um Jón Helgason bíða birt- ingar og munu birtast í blað- inu næstu daga. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 2016 Raðauglýsingar Raðauglýsingar Tilboð/útboð Atvinnuhúsalóðir kopavogur.is Kópavogsbær auglýsir lausar til umsóknar atvinnuhúsalóðir við Tóna- og Turnahvarf. Lóðirnar eru frá um 4.500 m² til um 6.000 m ² að stærð og nýtingarhlutfall er 0,6. Um er að ræða 13 lóðir í Vatnsendahvarfi. Lóðirnar eru byggingarhæfar. Skipulagsskilmála og nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Kópavogs www.kopavogur.is og hjá umhverfissviði Kópavogs. Vatnsendavegur Va tn se nd ah va rf Breiðholtsbraut Tónahvarf Turnahvarf Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa og postulínsmálun II kl. 9. Eftir há- degi verður postulínsmálun III og útskurður II kl. 13. Helga Gunnars- dóttir, leiðir ,,söngstund við píanóið" kl. 13.45. Árbæjarkirkja Opið hús fyrir eldri borgara alla miðvikudaga kl. 12- 16. Kyrrðarstund, léttur hádegisverður, framhaldssaga, leikfimi og söngur og dans. Sjáumst hress! Árskógar 4 Opið í smíðar og útskurð kl. 9-16, handavinna með leið- beinanda kl. 9-16, stóladans með Þóreyju kl.10-10.40, opið hús, m.a. spilað vist og brids kl. 13-16, Ljósbrotið, prjónaklúbbur með Guðnýju Ingigerði kl. 13-16. Boðinn Handavinna kl. 9 og 13, vatnsleikfimi kl. 9 og hugvekja presta kl. 14. Bólstaðarhlíð 43 Botsía kl. 10.40, spiladagur, glerlist og handavinna með leiðbeinanda frá kl. 13. Dalbraut 18-20 Verslunarferð kl. 14.40. Furugerði 1 Morgunmatur kl. 8.10-9, handavinnustofa opin án leið- beinanda, botsía kl. 10.30, hádegismatur kl. 11.30-12.30, samveru- stund kl. 14. Kaffi kl. 14.30-15.30, kvöldmatur kl. 18-19. Garðabær Stólaleikfimi fyrir konur og karla í Sjálandi kl.9.10, kvenna- leikfimi í Sjálandi kl. 10 og í Ásgarði kl. 11. bútasaumur og brids í Jónshúsi kl. 13. Spilakvöld Garðaholti í boði Kvenfélags Garðabæjar fimmtudaginn 17. mars. þátttökuskráning í Jónshúsi, takmarkaður fjöldi sæta, rútuferðir í boði bæjarins. Gerðuberg Handavinnustofa kl. 9-16, útskurður með leiðbeinanda kl. 9-16. Söngur og dans kl. 10, leikfimi með Sigga Guðmunds á skjánum að því loknu. Búið til úr pappa, módel, öskjur og fleira með leiðbein- anda kl. 13-16. Félagsvist með vinningum kl. 13. Heitt á könnunni, opin tölva og blöðin liggja frammi. Gjábakki Handavinna kl. 9, botsía kl. 9.30, glerlist kl. 9.30, félagsvist kl. 13, gler- og postulínsmálun kl. 13, kátir félagar, söngur og harmon- ikka byrjar í dag, 9. mars, og verður annanhvorn miðvikudag. Grensáskirkja Samvera eldri borgara í Grensáskirkju kl. 14. Allir hjartanlega velkomnir. Guðríðarkirkja Félagsstarf eldri borgara í dag, miðvikudaginn 9. mars, kl. 13.10 í Guðríðarkirkju. Helgistund í kirkjunni, leikfimi, lestur framhaldsögu, gátukeppni. Kaffi og meðlæti 500 kr. Hlökkum til að sjá ykkur, sr. Kristín og Lovísa. Gullsmári Myndlist kl. 9, ganga kl. 10, postulínsmálun kl. 12.30 og kvennabrids kl. 13, línudans kl. 16.30, línudans byrjendur kl. 17.30. Hraunbær 105 Kaffiklúbburinn, allir velkomnir í kaffi kl. 9, opin handavinna, leiðbeinandi kl. 9–14, morgunleikfimi kl. 9.45. Hádegis- matur kl. 11.30. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8-16, morgunkaffi og spjall til kl. 10.30, blöðin og púsl liggja frammi, léttar erobicæfingar kl. 9. Erlendir íslenskunemar frá Háskóla Íslands koma kl. 9-11 og ræða við íslenska viðmælendur, en þetta er liður í námi þeirra. Morgunleik- fimi kl. 9.45, samverustund kl. 10.30, lestur og spjall, matur kl. 11.30, handavinnuhópur kl. 13, kaffi kl. 14.30. Hæðargarður 31 Qigong kl. 6.45. Við hringborðið kl. 8.50, silfur- smíði í Réttó kl. 9, upplestrarhópur Soffíu kl. 9.45 línudans fyrir byrj- endur kl. 10.15, ganga kl. 10, hláturjóga kl. 13.30, tálgun í ferskan við kl. 14.30, síðdegiskaffi kl. 14.30, U3A kl. 17.15. Búið er að aflýsa ferð- inni í Mosfellsbæ á fimmtudaginn, nánar í síma 411-2790 Íþróttafélagið Glóð Í Gullsmára 13 línudans kl. 16.30 framhaldsstig 1 (1 x í viku), kl. 17.30 byrjendur (1 x í viku). Uppl. í síma 698 5857 og á www.glod.is Korpúlfar Glernámskeið kl. 9 til 13 í Borgum í dag, ganga kl. 10 frá Borgum og inni í Egilshöll. PÁSKABINGÓ KORPÚLFA hefst kl. 13 í dag í Borgum, enskunámskeið kl. 16 til 17 í dag í Borgum. Eftir páska- bingóið í dag, 9. mars, heldur áfram þátttökuskráning í vorferð Korpúlfa 28. maí á Snæfellsnesið. Keila í dag kl. 10 í Egilshöll, von- umst til að sjá sem flesta Korpúlfa. Langholtskirkja í Reykajvík Samveran hefst með helgistund í kirkjunni kl. 12.10, því næst er framreiddur hádegisverður í safnaðar- heimilinu gegn vægu gjaldi. Eftir hádegismat er spilað, handavinna eða bara spjallað saman. Samveran er í umsjón sjálfboðaliða undir stjórn Sigríðar Ásgeirsdóttur og Helgu Guðmundsdóttur. Langahlíð 3 Kl. 10.15 Herraklúbbur, fróðleikur og spjall. Kl. 13.30 söngstund í Stóra-sal, kl. 14.30 kaffiveitingar. Neskirkja Krossgötur kl. 13.30, samtal um ríkisútvarp. Ævar Kjart- ansson, guðfræðingur og útvarpsmaður. Ekkert er ónæmt fyrir breyt- ingum og Ríkisútvarpið er þar engin undantekning. Hvers má vænta ofan úr Efstaleiti og hvað stendur til? Kaffiveitingar. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja kl. 9-12, morgunleik- fimi Rásar 2 kl. 9.45, lesið úr blöðum á 2. hæð, viðtalstími hjúkrunar- fræðings kl. 10-12, bókmenntahópur kl.11, félagsvist kl.14, hreyfing með starfsmanni kl.14, Bónusbíllinn kl. 14.40, opin samvera kl. 16. Seltjarnarnes Glerbræðsla Valhúsaskóla kl. 9. og 13, Listasmiðja Skólabraut kl. 9, botsía Gróttusal kl. 10, kaffispjall í króknum kl. 10.30. Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12, handavinna Skólabraut kl. 13. Vatns- leikfimi sundlauginni kl. 18.30. Munið félagsvistina í salnum á morg- un fimmtudag kl. 13.30. Stangarhylur 4, Göngu-Hrólfar ganga frá Ásgarði Stangarhyl 4, kl. 10, söngvaka kl. 14, stjórnendur Sigurður Jónsson píanóleikari og Karl S. Karlsson. Söngfélag FEB kóræfing kl. 16.30, stjórnandi Gylfi Gunnarsson. Vesturgata 7 Fótaaðgerð kl. 9, spænska framhald kl. 10–12, Elba Altuna. Verslunarferð í Bónus Holtagörðum kl. 12.10-14. Vitatorg Bókband og handavinna kl. 9, upplestur framhaldssögu kl. 12.30, myndlist kl. 12.30, dansað með Vitaorgsbandinu kl. 14, allir vel- komnir. Félagslíf Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. Passíusálmar og páska- söngvar. Hugvekju flytur Halla Jónsdóttir. Allir velkomnir. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00.  HELGAFELL 6016030919 VI Smáauglýsingar Garðar SUMARHÚS - FERÐAÞJÓNUSTUHÚS Bjálkaklæðningarhúsin frá Jabohús eru með einangrun í veggjum, þaki og gólfi. Stærð 26.5 m2. Hagstætt verð á gæðahúsum. Jabohús Háaleitisbraut 26 Rvk. S: 5814070 / 6996303 jabohus.is Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Iðnaðarmenn Óska eftir Staðgreiðum gull, demanta og úr Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex, Cartier, Patek Philippe o.fl. Hringdu núna og fáðu tilboð þér að kostnaðarlausu! www.kaupumgull.is Opið alla daga 11–18. Kringlan – 3. hæð (Hagkaupsmegin) Upplýsingar í síma 661 7000. Ýmislegt Vandaðir þýskir JOMOS herra- skór úr leðri, skinnfóðraðir og með góðum sóla TEG.315208 81 230 Stærðir: 41 - 47 Verð: 15.750.- TEG. 204203 23 322 Stærðir: 40 - 48 Verð: 14.850.- Teg:206202 23 000 Stærðir: 40 - 48 Verð: 14.850.- Laugavegi 178 Sími 551 2070. Opið mán.-fös. 10–18, laugardaga 10–14. Sendum um allt land Erum á Facebook. Harðviður Óska eftir aðila til að yfirtaka sölu og markaðssetningu á Brasiliskum harðviði. Áhugasamir sendi tilboð á box@mbl.is merkt: ,,H-26030”. Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Bílaleiga HÓPFERÐABÍLAR TIL LEIGU með eða án bílstjóra. --------16 manna-------- --------9 manna--------- Fast verð eða tilboð. CC.BÍLALEIGA S. 861 2319. Húsviðhald          Getum bætt við okkur verk- efnum í viðhaldi, breytingum og nýsmíði fasteigna. Fagmenn á öllum sviðum. Upplýsingar í síma 856 2600. brhus@simnet.is GRÍPTU TÆKIFÆRIÐ! WWW.MBL.IS/MOGGINN/IPAD

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.