Morgunblaðið - 09.03.2016, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.03.2016, Blaðsíða 23
bakkað til að slaka og svo var bíllinn affelgaður þegar hann komst ekki lengur um drulluna og bandið látið vefja sig inn og út af felgunni. Já, menn kunnu að bjarga sér á þessum árum. Tölum aðeins um bílakostinn. Hann vann hjá strætó og flutti svo vestur á Patreksfjörð þar sem hans bílaútgerð hófst. Hann byrjaði á Bedford-vörubíl, fyrst bláum, svo rauðum. Ég man svo vel þegar hann var að segja mér þegar hann var að keyra af bryggjunni inn í frysti- hús, þá bleytti hann gólfið til að bíllinn yrði léttari í stýri, að hugsa sér að vera á vökvastýris- lausum vörubíl. Hann átti síðan þrjá Scania 112-vörubíla – fyrst appelsínugulan, sem hann átti þegar þau fluttu suður og fengu leigða íbúð í Torfufelli. Svo hóf hann störf við Vörubílastöðina Þrótt, þá kaupa þau íbúð í Blika- hólum 8. Árið 1988 kaupir hann nýjan Scania 112, hvítan, síðan kaupir hann „Færeyinginn“, sem var Volvo fl 10 með krana. Svo kaupir hann Scania 112, bláan, 1989-módel og setur á hann nýjan fassakrana. Hann hætti störfum á Þrótti 2008. Þá gerist hann einkabílstjóri ömmu á húsbílnum. Við brölluðum margt saman þegar hann var nýfluttur í Grafarvoginn. Þá hjóluðum við töluvert um vog- inn. Svo tók ég upp á því að gera upp GMC-hertrukk árg. 1942 og sá gamli kom og hjálpaði mer töluvert í honum. 2003 hugðist hann kaupa Bedford sem Foss- berg átti og sagði ég honum að ég skyldi leggja allt mitt afl á vogarskálarnar til að koma bíln- um saman með honum, en bílinn var búið að rífa og búið að dreifa honum um höfuðborgarsvæðið, lét hann það því kyrrt liggja, en mikinn áhuga hafði hann á bíln- um. Hann kom fótunum undir sig og fjölskylduna á svona bíl þannig að ég batt þannig um hnútana að Fossberg-bíllinn mætti ekki glatast og hann end- aði i höndunum á mér og 2014 gerði ég bílinn upp á Selfossi og sá gamli fylgdist spenntur með. Viti menn, við fórum góðan og ógleymanlegan hring um Sel- foss á beddanum og það sem það var gaman að upplifa svona stund með honum Líndal. Eins og barn sem lærir að hjóla keyrði áttræður maðurinn bíl- inn eins og enginn væri morg- undagurinn. Á vörubíl þú undir þér Líndal, gamli vinur, ég mun aldrei gleyma þér, gamli, trausti vinur – þú verður mér ljóslif- andi minning meðan ég lifi. Böðvar Ingi Sigurðsson. Í dag kveðjum við hjartkær- an föðurbróður minn og góðan vin okkar, Jens Líndal Bjarna- son, og langar okkur að minnast hans með þessu fallega kvæði sem lýsir honum svo vel: En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. Þín vinartryggð var traust og föst og tengd því sanna og góða, og djúpa hjartahlýju og ást þú hafðir fram að bjóða. Og hjá þér oft var heillastund, við hryggð varst aldrei kenndur. Þú komst með gleðigull í mund og gafst á báðar hendur. Svo, vinur kæri, vertu sæll, nú vegir skilja að sinni. Þín gæta máttug verndarvöld á vegferð nýrri þinni. Með heitu, bljúgu þeli þér ég þakka kynninguna, um göfugan og góðan dreng ég geymi minninguna. (Höf. ók.) Hvíl í friði kæri frændi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Einnig sendum við Bobbu og allri stórfjölskyldunni innilegar samúðarkveðjur. Megi Guð gefa ykkur styrk í sorginni. Páll og Þórey. Í dag er til moldar borinn elskulegur móðurbróðir minn, Jens Líndal Bjarnason (83 ára), alltaf kallaður Líndal og Linni af þeim nánustu. Hann var yngstur af stórum systkinahópi. Hann fæddist í Fagrahvammi við Búðardal. Þar ólust þau systkini upp. Fluttu eitt og eitt til borgarinn- ar. Viðkomustaður þeirra systkina var hjá foreldrum mín- um sem bjuggu þá á Laugaveg- inum, og síðar í Skipasundi. Líndal keyrði þá strætó, Vesturbæ-Austurbæ, leið 16. Oft var ég með honum einn eða tvo hringi. Hann var mér alltaf sem bróðir. Mikið var ég afbrýðisöm er hann fór að hitta Bobbu sína. Ég gat ekki vakað eftir að hann kæmi heim, og setti teiknibólur í rúmið hans. Svona er eigin- girnin, en Bobba vann hjarta mitt strax, enda yndisleg kona í alla staði. Í Skipasundinu byrjuðu Bobba og Linni sinn búskap 1956. Síðar fluttu þau til Pat- reksfjarðar og bjuggu þar lengi og ólu upp börnin sín þar. Lín- dal var hörkuduglegur. Þar gerðist hann vörubílstjóri, flutningabílstjóri og ökukenn- ari. Margar yndislegar og ógleymanlegar stundir áttum við fjölskyldan mín á Patreks- firði þegar við fórum þangað í heimsókn. Ávallt var tekið vel á móti okkur, eins og eitt af börn- um þeirra væri að koma með sína fjölskyldu. Er þau fluttu suður keypti hann sér vörubíl og keyrði hjá Vörubílastöðinni Þrótti. Marg- ar gleðistundir áttum við í hús- bílunum þar sem við ferðuð- umst heilmikið saman. Fyrst var innréttaður Bens-sendibíl sem var bara flottur. Þá var ekki farið að flytja inn húsbíla. Tvær ferðir fórum við með Herjólfi er hann fór í slipp í Noregi 1993 og 1994. Fórum þá til Danmerkur, Þýskalands og Svíþjóðar og tókum skipið aftur í Noregi. Þetta eru okkur ógleymanlegar ferðir, eins er með allar ferðir sem við áttum hér á landi. Líndal og Bobba keyptu sér fljótlega flottan al- vöruhúsbíl og voru dugleg að ferðast og notuðu bílinn allt sumarið. Fóru landshornanna á milli. Margir húsbílaeigendur gefa bílunum sínum nöfn en það gerðu þau ekki. Mér fannst allt- af að bíllinn þeirra hefði átt að heita Út og suður. Líndal veiktist skyndilega og tók veikindum sínum með ein- stakri ró og karlmennsku. Hann hélt upp á afmælið sitt 16 janúar sl. með stórfjölskyldu sinni, ættingjum og vinum og notaði tækifærið til að kveðja með reisn. Lindal óskaði eftir að fá að deyja heima í faðmi fjölskyld- unnar. Bobba, börnin og tengdabörn stóðu þétt saman ásamt hjúkrunarkonum frá Karitas. Skiptust á vöktum til að annast og vaka yfir honum. Stóðu þau sig öll vel og eiga hrós skilið. Margt vil ég þakka þér og þín er gott að minnast. Dásamlegt er að hafa átt þig að sem trygg- an og góðan vin. Þú munt ávallt eiga stað í hjarta mínu sem góð- ur móðurbróðir. Blessuð sé minning þín. Elsku Bobba, börn og aðrir ástvinir, ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðarkveðjur. Erna M. Kristjánsdóttir.  Fleiri minningargreinar um Jens Líndal Bjarnason bíða birtingar og munu birt- ast í blaðinu næstu daga. MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 2016 ✝ Erla MaríaKjart- ansdóttir fæddist í Hafnarfirði 16. október 1946. Hún lést á Land- spítalanum, Foss- vogi, 26. febrúar 2016. Foreldrar hennar voru Kjartan Steinólfs- son, f. 10.10. 1926, d. 26.4. 1999, og Sigríður Erla Þor- láksdóttir, f. 27.9. 1928. Systkini Erlu Maríu eru Jó- hanna Guðrún Kjartansdóttir, f. 1948, d. 2004, Þórir Kjart- ansson, f. 1949, Birgir Kjart- slitu samvistum. Barn þeirra er Kristín Guðbjörg Arn- ardóttir, f: 18.2. 1973, maki Kristófer Jóhannesson, f. 1967, síðar giftist hún Guð- mundi Sigurbjörnssyni, þau slitu samvistum. Barn þeirra er Þorlákur Þór Guðmunds- son, f. 9.1. 1985, sambýl- iskona Arna Björg Arn- ardóttir, f. 1985. Barnabörnin eru orðin 17 og barnabarna- börnin 19. Erla María ólst upp í Hafnarfirði og bjó þar mestan hluta ævinnar, sam- hliða barnauppeldi starfaði hún við ýmis þjónustu- og umönnunarstörf á meðan heilsan leyfði. Hún var virkur félagi í Kiwanisklúbbnum Sólborgu og átti það fé- lagsstarf hug hennar allan fram á síðasta dag. Útför Erlu Maríu fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag, 9. mars 2016, kl. 15. ansson, f. 1951, Þorlákur Kjart- ansson, f. 1958, og Guðmundur Kjartansson, f. 1970. Erla María gift- ist Jóhanni Þóri Jónssyni, þau slitu samvistum. Börn þeirra eru Jónas Kristinn Jó- hannsson, f. 28.8. 1963, maki Svanhildur Rún- arsdóttir, f. 1960, og María Jóna Jóhannsdóttir, f. 5.6. 1965, maki Haukur Ragn- arsson, f. 1961, síðan giftist hún Erni Vilmundarsyni, þau Elsku amma, ég bara hrein- lega trúi þessu eiginlega ekki að þú hafir farið svona fljótt frá okkur, þú varst svo stór partur af lífinu hjá mér. Ég var alltaf hjá þér og það liðu aldrei meira en tveir dagar þá var ég komin aftur til þín. Mér fannst svo notalegt og mér leið svo vel hjá þér og gat alltaf komið sama hvaða dagur var eða hvað klukkan var. Við áttum svo margar góðar stundir saman og gátum spjallað saman enda- laust um allt milli himins og jarðar. Einnig gat ég sagt þér allt sem bjátaði á hjá mér. Ég gleymi aldrei hversu oft ég tók þig með mér norður og við sögðum engum frá því, svo birtumst við saman óvænt heima og allir voru alltaf jafn- hissa að sjá þig enda fannst öll- um alltaf svo gaman að fá þig. Okkur systkinunum fannst svo gaman að frétta ef þú varst á leiðinni norður þá töluðum við alltaf um að amma lakkrís væri að koma því alltaf þegar þú komst norður til okkar komstu með lakkríspoka handa okkur. Ég mun sakna allra góðu tím- anna með þér og allra góðu spilakvöldanna sem við áttum saman í kínaskák. Ég mun sakna þín ótrúlega mikið, elsku amma mín, og vona ég að þú fá- ir að hvílast í friði. Ég læt fylgja með lítið ljóð fyrir þig sem ég samdi. Nú liggur þú á kistubotni hér, og ferð upp í þennan himin frá mér. Mér finnst þú hafa farið of fljótt, en minningarnar hverfa ei skjótt. Mér finnst eins og þú sért farin frá mér, en veit að þú ert alltaf hér. Þú hresstir alltaf upp á mína sál, í stað þess að kveikja í henni bál. Í draumi mun mig þig einnig dreyma, því aldrei í lífinu mun ég þér gleyma. Í draumi til þín á nóttunni ég svífi, og minnumst við hamingjunnar í þessu lífi. Nú kveður þú þennan fallega heim, og ferð upp í þennan himingeim. En horfi ég á framtíð bjarta, því þú verður ætíð í mínu hjarta. Þín, Theódóra Dröfn. Nú er hún farin, elsku Erla Mæja mín sem hefur svo sann- arlega reynst mér svo vel alla mína ævi. Nú sitjum við stór- fjölskyldan eftir tóm og and- laus eftir þennan mikla missi. Hún var kletturinn og sálin. Margar á ég minningarnar um frænku, alltaf stutt í brosið og grínið. Hún vildi það besta fyrir alla og alltaf boðin og búin að hjálpa til ef hún gat. Hún missti mikið, eins og við öll, við fráfall mömmu fyrir rúmum 11 árum, hún hefur alla tíð síðan talað mikið um mömmu og sagt mér sögur af þeim í gamla daga, sem er mér ómetanlegt. Nú eru þær systur sameinaðar á ný og veit ég að það verður svaka partí þegar hún mætir. Erla Mæja var sú frænka sem þekkti ættmenni og skyld- fólk manna best. Ef maður hafði spurningar um einhvern fjarskyldan ættingja gat hún rakið sögu hans langt aftur í ættir. Þetta er eitthvað sem er nú farið og enginn veit betur en frænka. Bara ef maður hefði nú tekið betur eftir. Hef líka verið eigingjörn síð- ustu daga og hugsað: „Hver ætti nú að elda fyrir mig kjöt- farsbollur?“ Ef ég gat ekki ákveðið hvort ég vildi steiktar eða soðnar þá var skellt í báðar týpur. Hún kallaði sig „mömmu mína númer tvö“, sem ég gerði nú líka og er endalaust þakklát henni fyrir umhyggjuna og ást- ina. Við Láki erum alin upp eins og systkin, gátum nú lítið um það valið þar sem þær systur, hún og Jóhanna mamma mín, voru mjög samrýndar. En heppnari gat ég ekki verið með aukabróður. Vorum við stund- um klædd í stíl, sem þeim systrum fannst agalega smart. Erla Mæja var líka stórkost- leg amma og langamma. Börnin eru svo lánsöm að hafa fengið að kynnast þessari dásamlegu konu sem hún var. Elsku fjölskylda, lífið er súrt en við lærum að lifa með því. Með miklum söknuði og trega segi ég góða ferð, bið að heilsa. Steinunn Ósk Brynjarsdóttir. Farðu vel með þig, mín kæra. Hver hefði trúað því að þetta yrðu síðustu orðin sem ég segði við þig, elsku vinkona, þegar þú boðaðir forföll á Kiw- anisfund hinn 17. febrúar síð- astliðinn, þar sem þú værir las- in. Nei, enginn. En það var einmitt á Kiwanisfundi sem leiðir okkar lágu saman fyrir um 22 árum þegar Kiwanis- klúbburinn Sólborg var stofn- aður. Það er mikill missir að góð- um félaga með stórt Kiwanis- hjarta. Þú varst valin frábær félagi, fyrirmyndafélagi, þú tókst að þér ýmis störf fyrir klúbbinn okkar, klúbb sem þér var svo annt um og starfsárið 2002-2003 sem forseti. Þegar umdæmisþing voru haldin utan höfuðborgarsvæðisins var ávallt leitað til þín um að fá til- boð í gistingu sem þú gerðir þó svo að þú hefðir áður sagst ekki taka þetta að þér aftur. Í mörg ár starfaðir þú sem blaðafulltrúi klúbbsins og var það mikill metnaður hjá þér að koma fréttum af starfi klúbbs- ins okkar í öll tölublöð Kiw- anisfrétta. Styrktarnefndin er ein sú nefnd sem þú starfaðir sem mest í. Það eru ófáar slauf- urnar sem urðu til í þínum höndum þegar klúbburinn bjó til og seldi leiðiskrossa og greinar til fjáröflunar fyrir styrktarsjóðinn. Ef Kiwanis- klúbburinn Sólborg ætlaði að halda bingó var leitað til Erlu bingóstjóra, þú hvattir okkur félagana til að vera duglega að snapa vinninga og alltaf ótt- aðist þú að við værum ekki með nóg en samt breyttist heimilið þitt í lagerhúsnæði þegar vinn- ingar fóru að berast og allur slíkur ótti hvarf, má það þakka hvatningu þinni og elju. Hátt í 20 ár höfum við séð um kaffi og meðlæti þegar Íþróttafélagið Fjörður heldur sitt árlega Þorramót og þar stóðst þú ávallt vaktina og ég man glampann í augum vina okkar í Firði þegar Erla mætti með ástarpungana. Við höfum brallað margt saman í gegnum þessi 22 ár, það voru ófáar sumarhátíðirnar sem við sóttum, létum börnin keppa í ýmsum greinum eins og olsen olsen – eitt árið í grenjandi rigningu en þá var bara skellt upp plastsegli svo hægt væri að keppa og var þá talað um olsen olsen-keppni undir bláhimni. Við áttum það til að skella okkur í bíltúr og fylgjast með landsmóti Kiwan- ismanna í golfi, slá nokkra bolta á æfingasvæði og fara svo í bæinn með alla vinningana þar sem vinningshafarnir sjálf- ir máttu ekki vera að því að bíða. Við áttum ófáar stundir saman við undirbúning funda og ávallt var glatt á hjalla hjá okkur. En þó er ein minning sem stendur upp úr hjá okkur báðum og höfum við oft rifjað hana upp og hlegið saman. En það er þátttaka okkar í Ís-golfi þegar Kiwanismenn með Eld- eyjarfélaga í fararbroddi fóru hringveginn á 14 dögum með því að slá á undan sér golfbolta. Missir okkar Sólborgfélaga er mikill en þó enn meiri hjá börnum hennar og þeirra fjöl- skyldu. Hvíl í friði, elsku Kiwanis- systir. Við í Kiwanisklúbbnum Sólborgu viljum þakka þér fyr- ir allar góðu stundirnar, þær munu lifa með okkur. Innilegar samúðarkveðjur sendum við Jónasi, Maríu, Kristínu, Þorláki og fjölskyldum þeirra. Fyrir hönd Sólborgar, Dröfn Sveinsdóttir. Erla María var ein af þeim fyrstu persónum sem ég kynnt- ist við komuna til Íslands fyrir 25 árum. Fljótlega kom í ljós að við yrðum mjög góðar vinkon- ur. Við vorum á sama aldri, átt- um margt sameiginlegt á okkar lífsferli og sérstaklega mikla löngun til að njóta lífsins með fjölskyldum okkar. Hún sá fljótlega að ég upp- lifði mig týnda í mínu nýja landi. Ég þekkti engan og var langar stundir ein heima, talaði ekki málið og á einhvern hátt reyndi hún að hjálpa mér að ná valdi á því. Ég get aldrei þakkað henni nægjanlega þegar, eftir nokkra mánuði á landinu, ég fékk þær sorglegu fréttir að dóttir mín Meritxell hefði látist og Erla María færði mér fallegan engil úr hvítu keramiki til að setja á leiðið í Barcelona. Ég gleymi ekki heldur 45 ára afmælinu hennar, nokkrum dögum seinna, þegar hún skipulagði fund með vinkonum sínum bara til að reyna að gleðja mig. Þetta voru mjög daprir dagar fyrir mig en hún hjálpaði mér að milda þetta erfiða tímabil. Einnig áttum við fjörugar og skemmtilegar samverustundir. Fjölskylduhátíðir, óvænta af- mælisveislu fyrir Eyþór, sem hún kallaði alltaf bróður sinn, enda var hún alin upp að mestu leyti hjá afa sínum og ömmu. Líka sumarfrí á Costa del Sol og langar gönguferðir um hvítu þorpin. Jóla- og áramótaboð, þar sem yngri kynslóðin skaut flugeldum langt fram á nótt. Síðasta ferðalagið var á liðnu sumri í júlí í Fellskoti, þegar haldið var ættarmót til að minnast forfeðra ættarinnar, Katrínar og Guðlaugs. Við Ey- þór höfðum aldrei komist á þessi mót áður en að þessu sinni hvatti Erla María okkur til að fara, sem við og gerðum. Þannig gæti ég skrifað langan lista um atburði sem hún hefur tekið þátt í með fjölskyldunni sem hún elskaði svo mikið. Árin hafa liðið en ekki eins mörg og ég hefði viljað, með ástúð og umhyggju, sem ekki hverfa úr huga mér. Eyþór og ég munum sakna ánægjulegra stunda með henni og heim- sókna hennar á löngum vetr- arkvöldum. Mig langar til að segja að Erla María var kona sem var ávallt tilbúin að hjálpa okkur við hverskonar tækifæri. Núna hvílir hún hjá mínum kæru Siggu, Kjartani og Jó- hönnu, sem munu taka á móti henni og gefa henni þá ástúð sem hún á skilið. Hvíldu í friði, elsku vinkona. María Teresa Bellés. Erla Kjartansdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.