Morgunblaðið - 09.03.2016, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.03.2016, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 2016 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Meirihlutinní Reykja-vík vill fá að skrifa söguna sjálfur. Ef sögu- þráðurinn er hon- um ekki að skapi lætur hann skrifa annan. Þetta var niðurstaðan þegar kom í ljós að ann- að árið í röð var borgin í neðsta sæti í könnun, sem Gallup gerði fyrir áramót um ánægju íbúa með þjónustu nokkurra sveitarfélaga. Nú virðist annað slíkt mál komið upp á yfirborðið. Í Morgunblaðinu í gær kemur fram að Hildur Sverrisdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæð- isflokksins, hafi óskað eftir því í stjórnkerfis- og lýðræðisráði borgarinnar þar sem hún á sæti að öll gögn í úttekt á verkefnunum Betri hverfi og Betri Reykjavík verði gerð op- inber. Segir hún að í haust hafi Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Ís- lands skilað frumdrögum að skýrslu um áðurnefnd verk- efni. Embættismenn borg- arinnar hafi gert athugasemd- ir við skýrsluna. Nú hafi verið kynnt endanleg skýrsla, en ekki hafi verið gert opinbert hvaða athugasemdir hafi verið gerðar og hverju hafi verið breytt. Verkefnin Betri hverfi og Betri borg snúast um að gefa íbúum í hverfum borgarinnar kost á að kjósa um smærri framkvæmdir í sínu nágrenni og eru niðurstöður bindandi. Hildur bendir á að þátttakan hafi verið lítil á síðasta ári eða sjö af hundraði, sem þýði að litlir hópar geti fengið sitt fram fyrir al- mannafé án póli- tískrar ábyrgðar. Nú er erfitt að fullyrða um hluti, sem ekki liggja fyr- ir. En sporin hræða. Vinnu- brögðin í kringum þjónustukönnunina sýna að frekar en að laga það sem af- laga fer hefur meirihlutinn til- hneigingu til að sópa slæmum fréttum undir teppið. Hann hneigist að sama skapi til þess að matreiða fréttir með sínum hætti. Þannig verður skert þjónusta bætt þjónusta í með- förum spunameistaranna og í stað margumrædds gagnsæis eru þokuvélarnar settar í gang. Eins fráleitt og það virðist á uppgangstímum þegar ferða- menn hafa aldrei verið fleiri í borginni, gjaldheimta er stunduð af ákefð og hug- myndaflugi og útsvar stillt í botn er fjárhagsstaða Reykja- víkur afleit, götur borgarinnar að grotna niður og þjónusta í borginni fær verri einkunn en nokkurs annars sveitarfélag þrátt fyrir aflsmuni stærð- arinnar. Um leið elur borgin á tor- tryggni með því að stinga upp- lýsingum undir stól og ákveða að gera kannanir upp á nýtt þegar niðurstöður þeirra, sem þegar hafa verið gerðar, henta ekki. Það er engin furða að spurningar vakni um úttektina á verkefnunum Betri hverfi og Betri borg eftir það sem á undan er gengið. Þannig verður skert þjónusta bætt þjón- usta í meðförum spunameistaranna og í stað marg- umrædds gagnsæis eru þokuvélarnar settar í gang} Alið á tortryggni Í liðinni vikubárust fregnir af nýrri skýrslu, þar sem kom fram að ásakanir um kynferðisbrot á hendur friðargæsluliðum Sameinuðu þjóðanna hefðu aukist um þriðjung í fyrra. Þá var tilkynnt um 69 tilfelli en hætt er við að raunveruleg tala sé jafnvel hærri. Skýrslan hefur orðið til þess að auka gagnrýni á Sam- einuðu þjóðirnar, fyrir það hversu slælega samtökin hafa brugðist við síendurteknum ásökunum af þessu tagi. Framkvæmdastjóri Sam- einuðu þjóðanna, Ban Ki- Moon, hvatti þjóðir heims til þess að breyta lögum sínum, þannig að hægt yrði að sækja friðargæsluliða til saka fyrir kynferðisbrot sem þeir fremdu, en frið- argæsluliðar lúta alltaf lögum heimaríkis síns. Sum ríki hafa meira að segja sett sérstök lög sem veita friðargæsluliðum friðhelgi. Þá hvatti framkvæmda- stjórinn til þess að tekinn yrði upp gagnagrunnur með DNA- upplýsingum allra frið- argæsluliða og að flýta ætti rannsókn slíkra mála. Óvíst er hvort þessar umbóta- hugmyndir verða sam- þykktar, en ljóst er að til ein- hverra ráða verður að grípa. Sameinuðu þjóðunum ber að koma í veg fyrir slíkt of- beldi, ekki aðeins til að koma í veg fyrir að fórnarlömbum friðargæsluliða fjölgi, heldur einnig til að gæta að eigin orðspori. Kynferðisofbeldi friðargæsluliða er ólíðandi} Heggur sá er hlífa skyldi K onur í Sádi-Arabíu létu í sér heyra í þætti í breska ríkis- útvarpinu um daginn, ræddu um notkun á samfélagsmiðlum og það hvaða áhrif þeir hefðu á samskipti fólks. Einnig bar á góma þá mynd sem Vesturlandabúar hafa af stöðu kvenna þar í landi, sem sé kannski ekki eins hörmuleg og við teljum okkur vita, en slæm samt. Forvitnilegt fannst mér að heyra á sömu út- varpsrás rætt við sádi-arabíska stúlku sem fannst frelsi í því að þurfa ekki að hylja andlit sitt þegar hún hélt til Bretlands í skóla, fannst það eðlilega mikil viðbrigði. En, bætti hún við, hún hafði ekki frelsi til að vera með blæjuna, því þá varð hún fyrir aðkasti fólks sem hún mætti á leið sinni – ég set fyrirvara við frelsi kvenna á Vesturlöndum, sagði hún og hafði nokkuð til síns máls. Einn karlmaður tók þátt í áðurnefndu spjalli, sjón- varpsstjarna þar í landi og frægur fyrir guðsótta og góða siðu, sem sagði að þær konur sádi-arabískar sem kvört- uðu yfir því að njóta ekki sömu réttinda og karlar áttuðu sig ekki á því hvað konur hefðu það í rauninni gott þar suðurfrá, hve gott og þægilegt það væri að hafa einhvern sem bæri ábyrgð á þeim, gætti þeirra og skaffaði fyrir heimilið. Þegar konurnar í þættinum mótmæltu þessu sagðist hann því miður ekki hafa tíma til að útskýra þetta betur núna, kannski seinna, fannst þetta greinilega of flókið fyrir þær. Ég nefndi það á þessum stað fyrir ekki svo löngu að yfirráð karla yfir konum væru rót- grónasta yfirráðakerfi mannkynssögunnar og eldra en nokkur trúarbrögð. Þau yfirráð sem birtast í ofangreindri frásögn eru einmitt ekki sprottin af trúnni sem þorri íbúa Sádi- Arabíu aðhyllist heldur af þeirri aldagömlu hefð að karlar eigi konur í orðsins fyllstu merkingu og trúarbrögðin eru síðan notuð til að rökstyðja það að karlar eigi að eiga konur. Hvort sem það er gyðingdómur, múslimatrú, kristin trú, hindúismi eða búddismi. Sama yfirráðakerfi er þannig grunnur þess að heittrúaður gyðingur neitar að sitja við hlið konu í flugvél. Að kaþólskur kverúlant vill svipta konur yfirráðum yfir eigin líkama. Að guðræknir Íslendingar ofsóttu ungar stúlkur sem kynntust erlendum hermönnum. Já, og líka að trúlausi eltihrellirinn ofsækir fyrrverandi sambýliskonu sína. „Þú skalt ekki girnast þíns náunga kvinnu, eigi hans þræl, eigi hans ambátt, eigi uxa eður asna eða nokkuð það sem hann á,“ segir í Guðbrandsbiblíu og það er ekki siðprýði eða guðhræðsla sem rekur menn áfram, heldur er það eignarrétturinn – hver dirfist að kássast upp á mínar konur! Ekki batnar það ef viðkomandi er utanað, eða útlendingur eða litur eða annarrar trúar eða siðar, þá er fjandinn laus. Þá koma „hermenn Óðins“ til sög- unnar til að tryggja að þeirra konur falli ekki fyrir fram- andi fagurgala. arnim@mbl.is Árni Matthíasson Pistill Heilagur eignarréttur STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Náist samkomulag milli sveitarfélaga, ríkisins og annarra rétthafa um áætlanir, gunninnviði og annað, sem þarf til að gera til- tekið svæði að þjóðgarði, eru drög að friðlýsingarskilmálum auglýst. Ný náttúruverndarlög kveða á um talsvert kynningarferli á friðlýs- ingum og því þurfi að auglýsa all- ar slíkar breytingar í þrjá mánuði á meðan opið er fyrir athuga- semdir. Náttúruvernd eða virkjanir Þegar öllu samráði og yfir- ferð athugasemda yrði lokið yrði gefin út reglugerð á grundvelli náttúruverndarlaga. En Sigrún telur líklegra að sett yrðu sérlög um nýjan þjóðgarð eins og gert hefur verið í tilfelli Vatnajökuls- þjóðgarðs. Aðspurð hvort hægt verði að virkja innan þjóðgarðs, sé tekið mið af náttúruverndarlögum, segir Sigrún það velta á ýmsu. Bendir hún á að í náttúruverndarlögum segi að allar athafnir og fram- kvæmdir sem hafa varanleg áhrif á náttúru svæðis innan þjóðgarða séu bannaðar nema þær séu nauð- synlegar fyrir markmið friðlýsing- arinnar. En hægt væri að kveða á um annað í sérlögum „Undirbúnings- vinnan gengur út á að kanna þetta, hvernig menn vilji fara með þá hagsmuni sem eru á svæðinu,“ segir hún. Alltaf þurfi þó að ná fram meginhugmyndinni um þjóð- garð; að vernda náttúruleg vist- kerfi, jarðminjar, landslag og fleira. Leiðin að þjóðgarði á miðhálendi Íslands Þjóðgarður á miðhálendinu Kerlingarfjöll Hveravellir Veiðivötn Vatnajökull Kj al ve gu r Sp re ng is an du r Askja Mýrdalsjökull Landmannalaugar Langjökull Hofsjökull Þórsmörk FRÉTTASKÝRING Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is Samkomulag þarf að nást ámilli ríkis, sveitarfélagaog annarra rétthafa umsameiginlega sýn varðandi landnotkun svæðisins, náttúru- vernd og aðkomu fólks að þjóð- garðinum,“ segir Sigrún Ágústs- dóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfis- stofnun, um ferlið sem stendur fyrir dyrum ákveði umhverfis- og auðlindamálaráðherra ásamt rík- isstjórninni að setja á laggirnar þjóðgarð á miðhálendinu. Náttúruverndarhreyfingin, útivistarsamtök og Samtök ferða- þjónustunnar (SAF) undirrituðu í fyrradag viljayfirlýsingu um stofn- un þjóðgarðs á miðhálendi Ís- lands. Ósk samtakanna er að þjóð- garðurinn verði um 40.000 ferkílómetrar, sem eru um 40% af heildarflatarmáli Íslands. Þá stendur vilji þeirra einnig til þess að fallið verði frá frekari virkj- unum og háspennulínum á svæð- inu. Samvinna við sveitarfélög „Þegar verið er að leggja til friðlýst svæði þá er það stefna sem verður að koma frá umhverf- is- og auðlindaráðuneytinu í stórum málum eins og þessu,“ segir Sigrún. Slík stefnumótun liggi ekki fyrir að svo stöddu. Ef ákveðið yrði að setja á laggirnar slíkan þjóðgarð tæki Umhverfis- stofnun við keflinu og hæfi vinnu við friðlýsingu svæðisins. „Þá byrjum við á því að hafa samband við sveitarfélögin á svæðinu og í samvinnu við þau kortleggjum við hagsmunina nán- ar,“ segir hún en sveitarfélögin framselji almennt ekki skipulags- vald sitt yfir svæðinu til ríkisins í þessu ferli heldur takist með þeim samvinna um verndarmarkmiðin sem stefnt yrði að. Fundin yrði sameiginleg sýn á hver verndar- markmið svæðisins ættu að vera miðað við aukna umferð til fram- tíðar og hvernig mætti tryggja að innviðirnir væru í stakk búnir fyr- ir nýtt hlutverk. „Þetta er mjög stórt og flókið en snýst alltaf í grunninn um pólitík eða stefnu- mótun – hvað við viljum gera í framtíðinni við landið okkar.“ „Svona ferli getur tekið mörg ár,“ segir Sigrún um hversu langan tíma það tæki að setja þjóðgarð á laggirnar á miðhá- lendinu. „Það fer eftir því hvort mikið af landinu innan mark- anna sé í einkaeign,“ bætir hún við en þjóðgarðar séu að meg- instefnu í ríkiseigu samkvæmt náttúruverndarlögum. Ferlið taki einnig lengri tíma eftir því sem hagsmunirnir eru fjöl- breytilegri. Samkvæmt skoðanakönnun Gallup frá því í apríl í fyrra eru yfir 60% landsmanna fylgjandi stofnun þjóðgarðs á miðhálend- inu og einungis 13% eru andvíg. Þetta kemur fram í tilkynningu þeirra samtaka sem vilja þjóð- garð á miðhálendið. Sú skoðun sé þvert á stjórnmálaflokka, samkvæmt könnuninni. 60% vilji þjóðgarð MARGRA ÁRA FERLI Náttúra Jöklar yrðu í nýjum þjóðgarði. Morgunblaðið/RAX

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.